Morgunblaðið - 20.01.1966, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 20.01.1966, Blaðsíða 21
Fimmtudagur 20. janúar 1966 MORCUNBLADID 21 Brezhnev og Shelepin komnir aftur til Moskvu Ferðir þeirra taldar ósigur fyrir Peking-stjómir&a Moskvu, 17. janúar. NTB-AP 1.EONID Brezhnev, aðalritari sovézka kommúnistaflokksins, kom í dag aftur heim til Moskvu flugleiðis frá Irkutsk og hafði samfylgd annars flokksritarans Alexanders Shelepins þaðan. Til Irkutsk kom Brezhnev úr opin- berri heimsókn sinni til Mongó- líu en Shelepin úr semdiförinni til Norður—Vietnam, þar sem hann hitti að máli Ho Chi Minh forseta, og fleiri ráðamenn. Brezhnev undirritaði vináttu- samning milli Sovétríkjanna og Mongólíu í Ulan Bator og lýsti því yfir við það tækifæri, að með samningi þessum væri lagð ur grundvöllur að auknum sam- skiptum landanna á sviði stjórn- máia, efnahagsmála og varnar- mála næstu áratugi. há sagði hann einnig í ræðu er hann fiutti þar í borg að ef Banda- ríkjamenn vildu að stríðið í Vietnam yrði til lykta leitt ættu þeir að viðurkenna réttmætar kröfur víenamsku þjóðarinnar. og Shelepins hafi reynzt hinar gagnlegustu og orðið kínversku stjóminni til mikils álitshnekkis. Hafi Sövétmenn enda vandað til sendimanna svo sem sjá megi af því m.a. að varnarmálaráðhera- ann, Rodin Malinovski marskálk ur, hafi verið í för með Brezhnev til Ulan Bator. Þá hafi Shelepin einnig orðið vel ágengt í Norður Vietnam og hafi kommúnista- flokkurinn þar heitið að senda nefnd .manna á þing sovézka kommúnistaflokksins í marzmán- uði n.k. Er það talinn töluverður sigur fyrir sovézka, því Norður- Vietnam hefur áður stutt Kína í hugmyndafræðideilum kín- verska og sovézka kommúnista- flokksins, en hefur upp á síð- kastið hallast æ meir að hlut- ieysi í þeim deilum og er talið að þar valdi mestu um hernaðar aðstoð Sovétstjórnarinnar. AÓalbraut og einstefnuakstur Lögreglustjórinn í Reykjavík hefur auglýst, að aðalbrautar- réttur hafi verið ákjveðinn á Nesvegi, frá Ægissíðu að borgar mörkum Seltjernarneshrepps. Ennfremur að einstefnuakstur hafi verið ákveðinn á Fálkagötu frá Dunhaga að Suðurgötu, og jafnframt verði bifreiðastöður leyfðar beggja vegna götunnar. Þá hafa hægri og vinstri beygj ur verið bannaðar úr Austur- stræti í Pósthústræti, svo sem frá hefur verið skýrt. Og ákveð- in hefur verið stöðvunarskylda á umferð um Hótún gagnvart umferð um Nóatún. Johnson, Bandaríkjaforseti, flutti sl. miðvikudag hina árlegu ræðu Bandaríkjaforseta um ástand og horfur í þjóðmálum Bandaríkjamanna. Hér sézt fo rsetinn flytja ræðu sína í þing- inu. Að baki honum er John McCormack, þingforseti. I»að er mál manna í Moskvu, að sendiferðir þeirra Brezhnevs Gömul hjón áttu demantsbrúð Ikaup og þvtí var hlaðamaður sendur til þess að rahba ofur- lítið við þau. Og viðtalið hófst: — Þið hafið vafalaust frá inörgu að segja aftir öll þessi ér. — Ekki man ég eftir neinu í svipinn svaraði gamli maðurinn. — En þú, spurði blaðamaður- inn gömlu konuna. — Nei, ekki sem ég man. Síð- an maðurinn minn hætti að sáldra vindlingaöskunni niður á góifteppin, — það eru tíu ár síð- an hann bætti að reykja, höfum við ekiki talazt saman. — Er ekki eimanalegt að búa ein í svona stóru húsi? — Já, það er það auðvitað, svaraði gamla piparmærin, en ég er núna búin að finna ágætt ráð við því. Ég læt skiiti út í gluggann, þar sem á stendur: „Herbergi til leigu fyrir einihleyp an ikarlmann“ og þá er alltaf sitraumur að ungum aðlaðandi mönnum sem koma til þess að líta á herbergið. Maður nokkur var kærður fyr ir það að hafa stolið úri, en eftir mikið þjark og þóf í réttinium var hann ioks sýknaður af ákær- unni. Dómarinn kvaddi sér hljóðs og sagði: — Maðurinn er sýkn saka. Hinn ákærði spratt þá úr sæti sínu og spurði áfjáður: — Þýðir það að ég megi halda úrinu? — Ég er hræddur um, að þér hafið fengið skakt númer. Ég hef nefnilega ekki síma! JAMES BOND —>f~ —Eftir IAN FLEMING James Bond IY IAN FLEMINP BRAWING BY JOHN McLUSKY BONDT COVBB STOKY/S foiBMNLY ENTCREP CW TfJE FORM. . . JOWN BRYC6... ORNITWOLOGIST.. HMM... NEXT Of KIN.. . YES TWAT'S N- LOVELY_____si IU TAKE YOU TO > YOUR SUITE. YOU WON'T NEED TMESE SILLY HANDCUFFS ANY MORE ~A Lygasaga Bonds er færð inn á skýrslur af hinum alvarlegu systrum. John Bryce . . . fuglafræðingur . . . hm . . . nákominn ættingi . . . en gaman Ég skal vísa yður til íbúðar yðar. Þér þarfn- JÖMBÓ —K— ist þessara heimskulegu handjárna ekki lengur. Komið núna . . . Dr. No hefur gefið strangar fyrirskipanir um að þið ættuð að hafa allan daginn út af fyrir ykkur. Og Fögnuður skýrði ennfrcmur frá því, að yfirboðari hans hefði ekki orðið nærri því eins iilur og flestir ætluðu, þegar skip- stjórinn sneri til baka og skýrði honum frá því, að þeim félögum gengi prýðilega á eynni. — Nú, sagði hann aðeins, — þá verðum við að finna upp á einhverju nýju. KVIKSJA —k— - — Og næsta dag kallaði hann saman alla áhöfn skipsins og svo mig, hélt Fögn- uður áfram. — Við vorum látnir dulbúa okkur aftur eins og villimenn, og með synilegri ánægju skýrði hann okkur frá nýjustu áætluninni. — Litlu síðar sigldum við í átt að strönd- þið þarfnist hvíldar . . . Og hann hefði ánægju af ef þið vilduð snæða með hon- um kvöldverð. Það var fallegt af honum. Við hlökkum til. — Teiknari: J. M O R A inni, þar sem við gengum í land, og létum svo fara vel um okkur um stund. Fyrir- liði „villimannanna“ sendi nokkra njósn- ara inn á miðbik eyjarinnar til þess að fylgjast með ferðum ykkar, þar sem við vildum ekki, að þið kæmuð okkur á óvör- um. -K— -V— Fróðleiksmolar til gagns og gamans Föstudaginn 15. júlí 1099 kl. 3 eftir hádegi stökk Godfred af Bouillon, sem fyrsti krossferða- riddarinn, yfir borgarmúra Jerúsalem. Það var dagur og stund „krossfestingarinnar“, þegar Vesturlandaherinn sigr- aði borgina af Múhameðstrúar- mönnum og þannig lauk fyrstu krossferðinni. Fánar Godfreds blöktu yfir Golgata og átta dög- um seinna, þegar Raymund af Provence þekktist ekki að taka sér konungstign í Palestínu, tók Godfred tignina að sér með hinum hæverska titli: Verndari hinnar heilögu grafar. — Hins vegar neitaði hann að bera kór- ónu, því eins og hann sagði: „Ég vil ekki bera gullkórónu á þcim stað þar sem frelsari minn bar þyrnikórónu". Nokkr- um vikum seinna vann hann frægan sigur yfir egypzka súlt- anum, sem hafði liraðað sér til Jerúsalem til þess að vinna borgina á ný. Sverð súltansins og fána lét Godfred hengja fyr- ir framan gröf Krists. Sjálfur dó Godfred árið eftir og var grafinn á Golgata.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.