Morgunblaðið - 20.01.1966, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 20.01.1966, Blaðsíða 27
Fimmtudagur 20. janúar 1966 MORCUNBLAÐIÐ 27 Styrktarsjóðiar líknar- c<g mannúðarmála Á FUNDI sem Gísli Sigur- björnsson hélt með fréttamönn- um blaða og útvarps í gærdag, sagði Gísli m.a.: Mörg undanfarin ár hafa ekki margar peningagjafir borizt okk ur á Grund. Er það skiljanlegt, þar eð allur þorri manna veit, að stofnunin er fjárhagslega sjálfstæð og þarf því ekki á neinum gjöfum að halda. Nátt- úrlega hefur okkur þó þótt vænt um þegar gjafir hafa borizt, pen ingar eða aðrar gjafir, enda þótt þeirra væri ekki beinlínis þörf. Við ætluim nú að gefa fólki kost á að styrkja starfsemi fyr- ir eldra fólkið í landinu og höf- um stofnað sérstakan Styrktar- sjóð líknar— og mannúðarmála með fjárframlagi frá Grund. Hlutverk sjóðsins er að styrkja og efla mannúðar- og líknar- starfsemi í landinu, sérstaklega þó alla slíka, sem er á vegum safnaða kirkjunnar. Tekjur sjóðsins eru gjafir, áheit, framlög og aðrar tekjur, sem kunna að falla eða aflað verður. Sjóðurinn er eign Elli- og hjúkrunarheimilisins Grundar og er í vörzlu stofnunarinnar, sem og sér um starfsemi hans. Fyrsta gjöfin í Styrktasjóð- inn hefur þegar borizt. Þegar ég var að rita þessar línur hringdi frú Sigrún Jónsdóttir til mín og sagði mér að ákveðið hefði verið að afhenda helming af ágóða happdrættis sem haldið var á Luciuhátíð fyrir nokkrum dög- um, til okkar á Grund. Erum við frú Sigrúnu og öllum þeim sem að þessari gjöf stóðu inni- lega þakklát og er ég sannfærð- ur um að það er ekki nein til- viljun að það voru peningar sem safnað var á hátíð ljóssins, sem fyrstir komu í Styrktarsjóð líknar- og mannúðarmála. Þeir verða margir, sem koma á eftir og þessi sjóður á áreiðanlega eftir að gera margt og mikið, fólkið er farið að skilja hvað við erum að gera. —• Allar peninga- gjafir sem okkur berast á Grund verða framvegis lagðar í þenn- an sjóð. - Indira - Iþróttir Á Spjall um leikinn — Hverjir skoruðu ísl. mörk- in?* — Ingólfur 4, Eig. Einarsson 1. Ragnar 1, Þórarinn 1, Birgir 1, Hörður 2 og Gunnlaugur 2. Fyrir Dani skoruðu Jörgen Petersen 6 (1 úr víti), Nielsen 3, J. Mosgaard 4, Mogen Kram- er 1, og aðrir svipað. — Reynduð þið ákveðna leik- aðferð eða lékuð þið frjálst? — Við reynclum það kerfi sem vi'ð höfum mest æft síðustu vik- urnar og það reyndist vel lengst af í leiknum. Það gekk sem sagt þokkanlega en þó skorti á það að það gengi eins leikandi og á að vera, sem sagt að menn séu ekki alltaf að hugsa um að þeir séu og eigi að gera eitthvað ákveðið. Það var sem sagt heldur þving- aður leikur hjá okkur. Léttleik- ann vantar í spilið. — Hverjir stóðu sig bezt? 1 — Ingólfur og Hjalti og þá sérstaklega Hjalti. Hann stóð sig anjög vel. Varði t.d. 2 vítaköst sem fyrr segir. •— En um leikinn í heild? — Ja, Danirnir eru alls ekki góðir og það er leitt að ísl. lið skuli hafa vanmáttarkennd fyrir slíku liði. Okkur tókst a‘ð drepa niður hættulegasta vopn Dan- anna, hraðupphlaupin. Þeir skoruðu ekki nema 2 mörk úr hröðum upphlaupum, en þeir eru vanir að skora 5—8 mörk slík í hverjum landsleik. Á köflum var staðsetning okkar varnar ekki nógu gó’ð. — En ef þú berð þennan leik íslendinga saman við pólska landsliðið á dögunum, hver er þá niðurstaðan? — Ég mundi segja að varnar- leikurinn nú hafi veri'ð margfalt betri, en sóknarleikurinn lélegri. í leiknum við Pólland var sókn- in mjög góð, en við hittum bara alls ekki markið. Við höfðum þá tækifærin, en notuðum þau ekki. Vörnin var mjög góð núna, enda var lögð rík áherzla á að Ihalda markatölunni niðri og gekk vel, þar til alveg undir lok- in. Ragnari og Birgi var vísað af velli snemma 2 mín. hvorum og síðar einum Dana. Tveir ísl. leikmannanna koma heim á fimmtudag en allir himr í hop á laugardag með FÍ. Framhald af bls. 1. að frú Indira Gandhi hafði feng- ið 355 atkvæði, en Moraji Desai 169. Mikil fagnaðarlæti brutust út í þingsalnum, þegar úrslitin voru kunngerð og lýsti Desai skömmu síðar yfir fullum stuðn- ingi við hinn nýkjörna forsætis- ráðherra, og kvaðst mundu veita frú Gandhi þá þjóntistu sem hann gæti í sambandi við þau fjöl- mörgu vandamál, sem landið ætti við að eiga. Gulzari Lal Nanda, sem farið hefur með embætti for sætisráðherra frá því Shastri lézt, lýsti einnig yfir ánægju sinni og stuðningi~'við frúna og kvað þjónustu hennar við land og þjóð á liðnum árum, bera henni fagurt vitni. Indira Gandhi er annar kven- maðurinn í heiminum, sem kjör- inn er forsætisráðherra. Frú Sirimavo Bandarnaike var for- sætisráðherra Ceylon þar til fyr- ir réttu ári er hún tapaði í kosningum sem kunnugt er. Indira Gandhi er dóttir Jawa- harlal Nehrus, fyrrum forsætis- ráðherra Indlands, og er þetta í fyrsta skiptið í sögu landsins, að afkomandi fyrrum forsætisráð- herra er kjörinn í þessa valda- mestu stöðu Indlands. Vandamál þau, er hinn nýkjörni forsætis- ráðherra hefur við að glíma, eru margvísleg og alvarleg. Hung- ursneyð ríkir víða í landinu og fjármál ríkisins eru í mesta ó- lestri. Nágrannaríkin, og þó sér- staklega Ráuða-Kína, eru land- inu stöðug ógnun. Þegar kosningaúrslitin höfðu verið kunngerð og frú Gand'hi tók formlega við embættinu, hrundu tár af augum hennar, er hún sagði: „Ég stend í mikilli þakkarskuld við alla fulltrúa á þessu þingi, bæði þá sem gáfu mér atkvæði sín, og einnig þá sem ekki gerðu það, og vonast ég eftir stuðningi þeirra varðandi vandamálin, sem framtíðin ber í skauti sínu. Hinn andlegi styrkur er okkar sterkasta stoð, og með hjálp hans höfum við yfirstigið marga erfiðleika." Frú Gandhi gaf enga yfirlýsingu varðandi framtíðarstefnu sína, en hennar fyrsta verkefni mun verða að mynda nýja stjórn. Búizt er við því, að Nanda, Subramaniam og Y. B. Chayan ,muni sitja áfram í stjórninni. Að því er AP frétta- stofan segir, hefur allmikið ver- ið rætt um það, hvort frú Gandhi muni veita Krishna Menon ráð- herraembætti. Menon var sem kunnugt er varnarmálaráðherra í stjórn Nehrus, og hefur til þessa verið ráðgjafi Indiru Gandhi. Á fundi með blaðamönnum eft- ir kosninguna, fórust Kamaraj, forseta Congressflokksins, orð á þessa leið: „Þjóð vor á erfiða tíma fyrir dyrum. Við höfum val ið frú Indiru Gandhi til að leiða okkur í gegnum erfiðleikana. Ábyrgðin, sem hún heíur tekið á sig er mikil“. Kamarj hvatti allan þingheim til að veita for- sætisráðherranum hjálp. f heillaóskaskeyti, sem hinum nýkjörna forsætisráðherra barst frá utanríkisráðuneytinu í Japan, var þess getið, að stjórn Japans vonaðist til, að Indland undir stjórn frú Gandhis, mundi verða virkur þátttakandi í baráttunni fyrir friði í Asíu, og að hún Frá foringjanámskeiði ÆSK í Ilólastifti ForingrjanámskeiÓ ÆSK i Hólastiiti Akureyri, 18. jan. DAGANA 8.—10. janúar var haldið foringjanámskeið á vegum ÆSK í Hólastifti, og fór það fram í Akureyrarkirkju. Þetta er 4. námskeiðið, sem farið hef- ir fram á vegum sambandsins. Mótið sóttu rúmlega 30 foringj- ar úr æskulýðsfélögum kirkn- anna á Sauðárkróki, Ólafsfirði, Hrísey, Grenivík og Akureyri. Stjórnandi var sr. Jón Bjarman í Laufási, en aðrir leiðbeinendur voru Hermann Sigtryggsson, æskulýðsfulltrúi Akureyrarbæj- ar, og prestarnir sr. Ágúst Sig- urðsson, Möðruvöllum, sr. Ing- þór Indriðason, Ólafsfirði, sr. Pét ur Sigurgeirsson, Akureyri, sr. Þórir Stephensen, Sauðárkróki, og sr. Birgir Snæbjörnsson, Ak- ureyri. Ljósmynd Níels Hansson Á námskeiðinu voru foringj- unum gefnar leiðbeiningar um fundarstjórn og yfirleitt stjórn æskulýðsstarfseminnar fyrir kirkjuna. Hver dagur hófst með bilíulestri, og guðsþjónusta var á sunnudag, þar sem sr. Þórir Stephensen predikaði. Eftir messu sátu þátttakendur boð Æskulýðsráðs Akureyrarkirkju, og námskeiðinu lauk með kaffi- drykkju í boði sóknarnefndar, en formaður hennar er Jón Júl. Þor steinsson, kennari. Margár ræð- ur voru fluttar, þar sem fram kom mikil ánægja með námskeið ið. — Sv. P. mundi berjast í anda Shastris. í skeytinu var einnig látin í ljós von um að unnið yrði að bættri sambúð milli Indlands og Japan. — Umfangsmikil Framhald af bls. 28 Leitað á stóru svæði. Flugturninum í Reykjavík var strax tilkynnt frá Egilsstöðum hvernig komið var og var strax skipulögð leit, svo sem frá var skýrt í blaðinu í gær. Flugbjörg- unarsveitarmenn fóru með flug- vél til Egilsstaða undir forustu Sigurðar Þorsteinssonar og síðan áfram til Norðfjarðar, ásamt björgunarsveitinni á Egilsstöð- um. Var byrjað að leita í birt- ingu frá öllum kauptúnum í ná- grenninu. Fóru 9 flokkar frá Norðfirði, og leitarmenn frá Eski firði, Reyðarfirði, Fáskrúðsfirði, Hornafirði, Seyðisfirði og víðar leituðu í nánd við sig. Munu hafa verið 200 manns í leitinni. 14 bátar leituðu með strönd- inni, auk annarra sem fluttu leit armenn milli fjarða. 8 flugvélar voru í leitinni, 3 frá Flugsýn, ein frá Flugfélagi íslands, DC-6 flug vél frá Loftleiðum, flugvél frá hernum sem var á leið til Noregs og sneri við strax um nóttina, ein frá Tryggva Helgasyni á Akur- eyri og önnur frá ísafirði. Var bjart veður og leituðu flugvél- arnar í gær allt frá Borgarfirði eystra og suður að Lóni. Er Mbl. hafði samband við Sigurð Þorsteinsson á Norðfirði í gærkvöldi kl. 9,30 voru allir leitarflokkar komnir til baka. Óðinn hafði hjálpað til við að sækja 3 þá síðustu í Mjóafjörð. Voru þeir búnir að leita geysi- mikið. Var verið að ræða um að Ijúka yfirferð á þessum slóðum nú í birtingu í morgun og færa svo flokkana norður fyrir Seyðis fjörð eða annað. — Uppreisnin Framh. af bls. 1 reisninni stóð, að fara aftur til sinna fyrri starfa. Nzeogwu ofursti, sem stóð fyrir uppreisninni, náði símasambandi við Ironsi og tjáði honum, að hann hefði í hyggju að hætta við þessa uppreisn, sem í raun- inni hefði verið gerð í góðum tilgangi, þar sem hann og fleiri I ofurstar hefðu verið þeirrar skoðunar að stjórn landsins væri um margt ábótavant. Nzeogwu lagði fyrir Ironsi skilyrði í fimm atriðum, en kvaðst ekki mundu gefa sig fram að svo stöddu, og að menn sínir mundu berjast ef á þyrfti að halda. Skilyrðin, sem ofurstinn setti fram fyrir upp- gjöfinni, voru. þessi: — Full frelsi til handa sjálfum sér og þeim mönnum, sem þátt tóku í uppreisninni 15. janúar. — Trygging fyrir því, að hann eða menn hans yrðu hvorki nú né sfðar dregnir fyrir dóm- stóla. — Trygging fyrir því, að þeir menn, er hann hefði barizt við að koma frá völdum, verði ekki fengin þau í hend- ur aftur. — Að skaðabótagrefðslur verði greiddar fjölskyldum allra þeirra er féllu í uppreisninni. — Að þeir, sem hnepptir hefðu verið í varðhald vegna upp- reisnarinnar, verði tafarlaust látnir lausir. Nzeogwu, sem nú er í Kaunda hefur tilkynnt a'ð hann sé reiðu- búinn til að ræða við sendimenn Ironsis, en til þessa hefur eng- inn verið sendur. Ofurstinn sagði ennfremur, að allmargir af mönnum hans hefðu veri'ð teknir til fanga, vegna þess að þeir voru bæði særðir og skotfæra- lausir. „Okkur er það gersam- lega óskiljanlegt" sagði Nzeogwu „að menn, sem voru fúsir til að leggja líf sitt í sölurnar til að endurbæta stjórn landsins, skuli vera í haldi annarra hermanna. í þágu allra landsmanna ætluðum við að breyta stjórninni. Við ætluðum a'ð gera það, sem við töldum að væri Nigeriu fyrir beztu“. — Vietnam Framhald af bls. 1 yfir sjúklingum er árásin var gerð. Alþjóðasamband blaðamanna, hefur fordæmt „á hinn harðasta hátt“, að hryðjuverkamenn myrtu ritstjóra blaðsins „Chinh Luan“ í Vietnam þann 30. des- ember s.l. Stjórn sambandsins samþykkti ályktun, þar sem lýst var reiði þess og hryggð ýfir I þessum einstæða atburði. „Þetta morð, sem frami'ð var að yfir- lögðu ráði“, einsog segir í álykt- uninni, „var ekki einungis hinn ómannúðlegasti verknaður, held- ur er það eitt bezt dæmið um tilraun til a'ð vega að sjálfu. prentfrelsinu, sem sambandi voru er um kunnugt". Hinn myrti var 24 ára gamall maður, Vu Nhat Huy að nafni, er ritaði undir nafninu Tu Chung. Hann var myrtur með vélbyssu- skothríð, sem hæfði hann í bakið, þegar hann hafði stigið út úr bifreið og gekk heim að húsi sínu í Saigon. Honum höfðu bor izt allmörg hótunarbréf frá Viet- cong á seinustu tveimur mán- uðunum og voru þau send öll- um blöðum í Saigon. Vu Nhat Huy var doktor í hagfræði og hafði sundað nám í Zúrich í Sviss. Samtök blaðamanna í ýmsum löndum hafa gert samþykktir um morð þetta og fordæmt það í alla staði. — Dalvíkingur Framhald af bls. 28. víkur í fylgd með félögum sin- um. Þeir höfðu verið að skemmta sér hér í bænum um kvöldið og um kl. 2 hittu þeir pilt í Hafn- arstræti. Fór Akureyringurinn, ásamt einum Dalvíkinga á bak við húsið nr. 85 (Hótel Goðafoss), þar sem Akureyringurinn geröi sér hægt um hönd og sló hinn síðarnefnda umsvifalaust niður, án þess að til neinnar viðureign- ar kæmi. Ung stúlka, sem býr í húsinu, sá hvað fram fór og hringdi í’lögregluna, sem hand- tók árásarmanninn, en tók hinn undir sinn verndarvæng. Var hann mjög lasburða og miður sín þegar hann rankaði við, að nokkr um tíma liðnum, en læknir taldi þó óhætt að hann færi heim til sín og hefði þar samband við hér aðslækni. Á sunnudag verzna'ði líðan hans og var hann þá fluttur til Akureyrar aftur og lagður í sjúkrahúsið til rannsóknar, og kom þá í ljós, að höfuðkúpan var brotin. Líðan hans er þó sæmileg. Rannsókn málsins er langt komin, en ekki hefur þó enn reynzt gerlegt að yfirheyra hinn slasaða. — Sv. P,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.