Morgunblaðið - 20.01.1966, Síða 19

Morgunblaðið - 20.01.1966, Síða 19
Fimmtudagur 20. janúar 1966 MORGU N BLAÐIÐ 19 BJÖRG JÓNASDÓTTIR ESKIFIRDI MINNING MEÐ sigurbros á vör kvaddi hún þennan heim 10. janúar sl., leið út af hljóðlega í svefni. Hún hafði gengið í gegnum margt um dagana. Lífið hafði birzt henni í ótrúlega mörgum myndum. í æsku hafði hún staðið í mikilli önn á margmennu og afkasta- miklii sveitaheimili. Ung hafði hún gefizt indælum og mikil- hæfum drengskaparmanni, Guð- mundi Ásbjarnarsyni, sem lengi var fríkirkjuprestur á Eskifirði og veitti forstöðu stóru gestrisnis- heimili. Hún hafði séð á eftir manni sínum með snöggum hætti í blóma lífsins og einnig yndis- legri dóttur í byrjun manndóms og síðar einkasyni sem allir bundu svo mikið við heima á Eskifirði sannkölluðu foringja- efni og síðar annarri dóttur á miðjum aldri. Þrátt fyrir þetta virtist ekkert hagga þessari dug- miklu og elskulegu konu. Hún var eins þegar ég sá hana seinast fyrir tæpum tveim árum síðar og þegar ég kvaddi Eskifjörð fyrir 24 árum. Ekkert gat bugað hennar léttlyndi, trúnaðartraust og glaða viðmót og hjálpfýsi. Hún gat því sagt undir lokin: Dauðinn er mér ávinningur. Hún var ekki í efa um að bak við tjaldið biði fundur horfins ást- vina, endurnýjuð gleði og ham- ingja. Þannig var Björg. Þeir eru margir orðnir sem gist hafa heimili hennar Ásbyrgi á Eski- firði sem um fjölda ára hefir verið griðastaður ferðamanna sem sótt hafa þangað. Þar er aldrei spurt að nótt eða degi hvíld eða erfiði. Ef einhver þreyttur knúði dyra var sjálf- sagt að veita fyrirgreiðslu. Og ekki var Björg þannig að hún hugsaði um að alheimta daglaun að kvöldi Hún þekkti ekki orðið: ómögulegt. Það var ekki í henn- ar orðasafni. Þeir voru ekki fáir fundimir i Sjálfstæðisfélaginu heima sem haldnir voru í húsakynnum Bjargar. Margar minningar á ég frá þeim stundum. Hún var ákveðin í skoðun. Hugsaði vel sín mál en í dómum sínum var hún mild en þó engin tæpitunga um þá hluti sem henni þótti mið- ur fara. En bak við allt var ein- lægnin og góðvildin. Ég gæti ritað langt mál um kynni mín af frú Björgu því svo margar myndir á ég af henni í huganum sem aldrei fellur neinn blettur á, en það var ekki til- gangur þessarar greinar. Hitt sé ég nú að ævi hennar hefði orðið mörgum skáldum veglegt yrkis- efni og er mér það oft spurn hversvegna þar hefir ekki verið leitað fangs af ritsnillingum þjóðarinnar. Björg var fædd 7. júní 1874 og því rúmlega 90 ára er hún lézt. Sjón hennar bilaði aldrei, minnið fékk að halda sér alla ævi og dugnaði hennar var viðbrugðið til hins síðasta. Ég minnist þess lí'ka og tel rétt að á það sé bent að þegar erfiðleik- ar voru sem mestir fyrir austan þá var athvarf margra hjá þess- ari ágætu konu. Það sögðu mér kunnugir að oft hefði það verið undrunarefni hversu hún gat greitt úr vandamálum og hjálpað og vissi þó enginn um sérstök auðæfi, en oft var af liílu miðlað méð glöðu geði og vegna þess hve góður og glaður hugur var á bak við höndina sem rétt var til hjálpar þá held ég að hún hafi fengið allt margfalt í því hversu allt blessaðist fyrir henni. Áhyggjur af komandi degi bar hún ekki svo menn vissu því hún treysti þeim sem jörðu skóp og það varð henni sú auðsuppspretta sem hún aldrei gat fullþakkað. Hún bjó lengst af með dætrum sínum hin síðari ár og það var samrýmd fjölskylda. Af börnum þeirra Guðmundar lifa nú Margrét kaupkona á Eski- firði, kvænt Auðbirni Emilssyni málarameistara sem látinn er fyrir nokkru, Þóra og’ Lára sem voru með móður sinni í rekstri gistihússins. Aðalheiði misstu þau sem fyrr er sagt í blóma lífs svo og Ásbjörn en Jónínu fyrir nokkrum árum, en hún var gift Hjalta Guðnasyni trésmíða- meistara á Eskifirði. Ég var á ferð á Eskifirði skömmu fyrir níræðisafmæli þessarar vinkonu minnar. Þá gaf hún mér afar fallega vettlinga úr ísl. ull sem hún var þá ný- búin að prjóna og var slíkt snilldarbragð á þeim sem að var dáðst. Þessi gjöf er mér dýrmæt og segir meira en í fljótu bragði virðist. Ég held að öll handbrögð Bjargar í lífinu hafi verið þannig að til fyrirmyndar má telja. Það var enginn svikinn á því sem hún fór höndum um. Ég á marg- ar góðar minningar frá því fyrsta að hún lagði hönd sína á koll mér sem lítils snáða. Fyrir allt er ég henni þakklátur. Lífsbók hennar var þannig skrifuð að hún hafði áhrif á mig sem end- ast vel. Bvo munu margir geta mælt. Því lýk ég þessum orðum með þökk fyrir góða samfylgd og bið henni og hennar nánustu allrar sannrar blessunar. Árni Helgason. Atriði úr myndinni í Stjörnubíói Sveinn Kristinsson skrifar um Kátir piltar Drengjasaga eftir AXEL GUÐMUNDSSON. Setberg 1965. f BÓKAFLÓÐINU fyrir jólin fór lítið fyrir fallegri drengja- sögu eftir Axel Gu'ðmundsson, sem ber nafnið Kátir piltar. Meðan þjóðlífið var fábreytt- ara og kyrrlátara en það hefur verið um sinn, mundi þessi litla bók hafá vakið eftirtekt fyrir óþvingaða frásagnargleði og prýðilegt málfar. Nú er víst ekki lengur spurt um þessa eiginleika barnabóka, heldur hitt, hve þær eru ýkjubornar og spennandi. En nú vill svo til, að þessi al- íslenzka drengjasaga er í eðli sínu mjög athafnarík, án skrum- skælinga. Efniviðurinn er greini- lega sóttur í minningarsjóð eldri manna, sem einu sinni voru ungir drengir, og lifðu bernsku sína við áðrar aðstæður en nú eru fyrir hendi, og höfðu því önnur og afmarkðari sjónarmið, en þau, sem nú eru ríkjandi. Þá voru það mikil tíðindi, sem barni þykir ekki einu sinni frásagnarvert lengur, enda gerðust allir stór- atburðir þá innan sveitar! Er þá Ijóst, hvert lífskrydd það hefur verið fyrir ævintýraþyrsta drengi að heyra gamlan frænda frá Ameríku segja frá hreystiverkum sínum þar í landi. Mér finnst ég kannast við kallinn úr vega- vinnunni, þegar við vorum að leggja veginn yfir heiðina, og undirbúa koomu bílanna norður í land, fyrir rúmum 30 árum. Við höfðuim að minnsta kositi svip- aðan fugl í mölinni og skuldum honum marga hressandi sögu, sem gerði okkur lífið bærilegra. Mig langar aðeins til að vekja athygli á þessari litlu bók, sem týndist í „jólasnjónum“. Við, sem yfirgáfum sveitina okkar ungir skildum þar við bernsku- draumana okkar. Síðan höfum I?WrTTHTHn Axel Guðmundsson við vaiknað, að nafninu til. Þetta litla kver getur hjálpað okkur til að rifja þá upp í einrúmi. Ungir geta lesi'ð sér hana til ánægju, og bætt nokkrum orðum og talsháttum við orðaforða sinn. Auglýsingarnar aftan við bók- ina verður að telja vítaverða smekkleysu, og kastar þó fyrst tólftunum, þegar auglýsingu er klínt aftan á síðasta blað sög- unnar. S. B. — Frú Ingibjörg Framhald af bls. 8 spjallað. Var þá ýmist, að hús- bóndinn tæki þátt í samræðun- um eða hann sæti eftir dagsins önn í sinni höfðinglegu ró og hlýddi á viðræður manna. Þótt frú Ingibjörg væri tíðast frammi við að sinna heimilis- störfunum leit hún samt stund- um inn í stofuna og blandaði geði við gesti sína og heimilis- fólk. Faðir hennar, Guðmundur Jónatansson Víborg gullsmiður, va ralla þá tíð, sem ég man, til heimilis hjá dóttur sinni og sat seinustu árin löngum við skrift- ir eða málaði. Minnist ég sér- staklega einnar myndar, er hann hafði málað af Agli Skalla- Grímssyni eftir lýsingu Egils- sögu. Fnú Ingibjörg erfði listfengi frá föður sínum og málaði eða teiknaði nokkrar myndir, sem hún prýddi með heimili sitt, en það bar allt vitni smekkvísi hennar. Eftir lát Péturs Magnússonar í júní 1948 sat frú Ingibjörg áfram á Hólavelli, en brá sér nú öðru hverju að heiman til þeirra barna sinna, er fjærri bjuggu. Var hún þá t.d. eitt sinn alllengi suður í Bómaborg hjá Sigriði, eldri dóttur sinni, er þar var bú- sett um árabil, en hún er gift nors'kum flugmanni. Var gaman að heyra frú Ingibjörgu segja frá dvöl sinni syðra og auðfundið, hve hún hafði notið þess að skoða hina fornfrægu borg og þá einkum listasöfn hennar. Nú þegar frú Ingibjörg er honfin á brott frá Hólavelli, er lokið kapdfula í sögu hans, kapí- tula, sem við gamlir vinir stað- arins og fjölskyldunnar munum ja_.ian minnast með þakklæti og þá ekki sízt vegna hins glaða og hiýja viðmóts hústfreyjunnar. Finnbogi Guðmundsson. Stjörnubíó: Diamond Head. Amerísk kvikmynd. Framleiðandi: Jerry Bresler. Leikstjóri: Guy Green. Kkvikmyndahandrit eftir Marguerite Roberts. EITT erfiðasta vandamál mann- lífs hér á jörðu er kynþáttavanda málið, sem á grunnorsök í því, að skaparanum hefur láðst að gæða alla jarðarbúa litarhætti. Ég veit raunar ekki, hvort það er rétta orðið að segja láðst, því að vafalítið hefur hann haft ákveð- inn tilgang með þessu, eins og öllum störfum sínum öðrum, og trúlegast þá þann að veita meiri blæbrigðum í útlit manna með því að skipta um lit í pensli sín- um annað kastið. — Þar sem við verðum að ætla, að höfundur lífsins sjái fyrir afleiðingar allra sinna verka, þá skulum við vona, að kynþáttavandamálið fái þá lausn, er flestir geti sætt sig við, hvort sem þar verður um að ræða samruna allra lita í einn lit — sem er trúlegast — eða einhver önnur, viðunandi lausn fáist. En vafalaust verður mikið blóð til jarðar runnið, áður en kyrrð rík- ir um þessi mál. Kvikmynd sú, sem hér frá greinir, er að megintoga spunnin úr einu slíku kynþáttavandamáli. Efnaður, hvítur Hawaiibúi, How- land að nafni (Charles Heston), ekkjumaður, sem býr við fjöl- mennt þjónustulið og innfædda ástkonu, svo og hvíta mágkonu, sem hefur einnig fest ástarauga á honum — maður þessi er fyrir- ferðarmesta persónan í myndinni. Hann er ásamt systur sinni síð- asti ættliður auðugrar ættar og er eðlilega nokkuð í mun, að ættin deyi ekki út með þeim systkinum. Frá hagkvæmnissjónarmiði hefði því verið nokkuð sniðugt af Howland að kvænast mágkonu sinni og freista þess að geta börn við henni, en gefa þá innfæddu upp á bátinn, því að ekki finnst honum koma til greina, að „lit- uð“ kona blandi blóði við hina tignu ætt, þótt hún sé góð til síns brúks. En því miður er „kóngur- inn“, eins og hann er nefndur, ekki í giftingarhugleiðingum, þótt um hinn fegursta kvenkost sé að tefla þar sem mágkona hans er (Elísabet Allen). Hann hafði misst son sinn um leið og hann missti konu sína og getur ekki í „principinu“ hugsað sér að eign ast annan. Er það næsta kynlegt viðhorf, enda trúlega fyrirsláttur hjá hinum hvíta höfðingja. Þá er varla annar úrkostur fyrir hendi fyrir hann en að stóla á, að systir hans, ung og fjörmikil stúlka (Yvette Mimie- ux) taki af honum ómakið um barneignir í réttum lit. En hafi spilið staðið til vinnings fyrir Howland konung, þá bregst það a.m.k. í „meldingunum“, því það er ekki einungis að systir hans trúlofist þeldökkum manni, held- ur verður hin innfædda ástkona hans sjálfs barnshafandi. Það eru því fullar horfur á, að sjálfur sagnhafinn verði alslemm, en hvernig úr spilast rek ég ekki frekar hér. Margar fagrar senur eru í mynd þessari, og ekki þarf að lýsa Hawaiisöngvunum. Myndin í heild, sem sögð er byggð á met- sölubók samnefndri kvikmynd- inni, er allspennandi á köflum og vel leikin. Ekki bendir hún þó á neina ákveðna lausn á kynþátta- vandamálum, sem tæpast var að vænta. Segja má, að hún taki svari þeirra þeldökku að vissu marki, en þó eru aðalsögupersón- urnar flestar hvítar og „hetja“ sögunar er ærið fordómafullur í kynþáttamálum. Blökkumenn eru sjaldan gerðir að miklum hetjum í kvikmyndum, jafnvel þótt skilningur sé sýndur mál- stað þeirra. Hvíti maðurinn er ennþá hetja dagsins, hve lengi sem það varir. íslenzkur texti er með mynd- —Utan úr heimi Framhald af bls. 14. fundi og til æfinga hjá varnar herliði Bandaríkjanna. Verzlunarhús eibt í Ohicago, notar rafreikni við bóklhald, og annast vélin einnig skrift- ir á tilkynningum til við- skiptavinanna. Nú bar svo við ■fyrir skömmu, að raíreiknir- inn sendi út tilkynningu til hústfreyju nokkurrar, og hót- aði henni lögsókn vegna ógöld innar skuldar að upphæð 0.00 dollarar. Það skal teikið fram að rafreiknirinn var til- tölulega nýr í starfinu! Rafreiknasérfræðingar halda því fram, að engin hætta sé á því, að rafreiknar vinni bug á manninum í framtíðinni, svv lengi sem þeir eru færir um að taka rafmagnstengla úr sambandi. Eftirfarandi saga gefur þó manninum fulla ástæðu til að óttast og vera ósammála þessum sér- fræðingum. 1 marga mániuði hatfði rafreiknirinn svarað hinum flóknustu spurningum með miklum flýti og öryggi. Vísindamaðurinn, sem vann við þennan rafreikni var staðráðinn að klekkja á hon- um og taldi sig sannarlega mundu gera það, er hann lagði eftirtfarandi spurningu fyrir reiknirinn: „Er guð til?“ Rafreiknirinn setti hljóðan um stund, en svo tók hann sig á og svaraði: „Já, núna“. Hópferðabilar allar stærðir jÍNGIM/.O Simi 32716 og 34307.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.