Morgunblaðið - 20.01.1966, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.01.1966, Blaðsíða 8
8 MORCUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 20. ianúar 1966 Frú Ingibjörg Minningarorð Guðmundsdóttir NU eru þau bæði horfin, Ingi- björg og Pétur Magnússon. Höfuðbólið Hólavöllur við Suðurgötu, þar sem hinn gamli Latínuskóli stóð og Al- þingi var háð árin 1799 og 1800, stendur autt. Merkileg- um þætti í örlagasögu svip- mikils mannkostafólks er lok- ið. En eftir standa gæfusporin og minningin um ógleyman- legar manneskjur. Hinn gamli sögustaður, Hólavellir, stendur á grónu landi í hjarta höfuðborgarinn- ar, spölkorn frá götu, og er því afviknari og kyrrlátari en almennt gerist um hús við fjölfarna götu. Er þar útsýni mikið og frítt. Þarna ræktaði frú Ingibjörg blóm og tré, sem gáfu staðnum nýja feg- urð, skjól og hlýju. ★ Pétur Magnússon og fjölskylda hans átti þarna heimili frá árinu 1924 allt til dauða hans, árið 1948. Heimili frú Ingibjargar stóð þar síðan áfram til hinztu stundar. Þetta heimili var ramm- íslenzkt. Það var umgerð um stórbrotið starf mikilhæfs og góð gjarns þjóðmálaleiðtoga, og ást- ríkrar og kjarkmikillar konu, sem fórnaði hæfileikum sínum og kröftum af þeim heilhug, sem var eitt af fegurstu sérkennum skapgerðar hennar. Á Hólavöll- um var héraðsmiðstöð fjölmenns frændliðs og samherja úr byggð- um Borgarfjarðar og Rangár- þings. Fólk kom þangað í ótal erindum, til þess að ræða banka- mál og búskap, landsmál og bók- menntir, til þess að fara með ljóð eða heyra með þau farið, til þess að gleðjast og njóta gistivináttu og gestrisni. Yfir þessu heimili hvíldi til- gerðarlaus blær þjóðlegrar menn ingar. ¥ Frú Ingibjörg Guðmundsdóttir var fædd á ísafirði 6. júní árið 1896. Hún lézt hér í Reykjavík 14. janúar síðastliðinn eftir skamma dvöl á sjúkrahúsi. Hafði hún ekki gengið heil til skógar um nokkurt skeið. Hún var Vestfirðingur að ætt og uppruna. Foreldrar hennar voru Helga Bjarnadóttir og Guð- mundur Víborg Jónatansson gull- smiður. Guðmundur var Vest- firðingur í báðar ættir, en Helga kona hans var Dalamaður, dóttir Bjarna Bjarnasonar í Bessatungu í Dölum. Þau Torfi Bjarnason í Ólafsdal og Helga voru hálf- systkin. Margt af þessu fólki var dugnaðar- og gáfufólk. Guð- mundur Víborg var sérstakur hag leiksmaður. Liggja eftir hann margir smíðisgripir, sem bera listfengi hans og hugkvæmni ó- rækan vott. Hann mun og hafa verið meðal fyrstu íslendinga til þess að annast vélgæzlu á gufu- skipum. Þegar Ingibjörg var á sjötta ári flutti móðir hennar til Amer- íku með tvö eldri systkini henn- ar, en hún fylgdi föður sínum, ásamt einum bróður. Setti Guð- mundur Víborg nú á stofn heim- ili í Reykjavík. Varð Ólöf Gils- dóttir, sem ættuð var af Mýrum, ráðskona hans og gekk hún þess- um börnum hans í móðurstað. Var hún talin hið mesta val- kvendi, og unni Ingibjörg henni jafnan mjög. Ingibjörg lauk prófi frá Kvenna skólanum í Reykjavík árið 1912, aðeins sautján ára gömul. Varð þess snemma vart að henni var hagleikur og listfengi í blóð bor- ið, eins og föður hennar. Málaði hún mörg málverk og hafði alla ævi yndi af fögrum listum. Hún var einkar Ijóðelsk og kunni mikið af Ijóðum. ★ Hinn 4. nóvember árið 1916 giftist Ingibjörg Pétri Magnús- syni, lögfræðingi frá Gilsbakka í Hvítársíðu, síðar hæstaréttarlög- manni, alþingismanni, banka- stjóra og ráðherra. Bjuggu þau saman í hamingjusömu hjóna- bandi í nær 32 ár. Pétur Magnús- son lézt á sjúkrahúsi í Boston að loknum holskurði 26. júní árið 1948, aðeins sextugur að aldri. Var hann alþjóð harmdauði, enda einn bezti og heiðarlegasti stjórnmála- og athafnamaður, sem íslenzka þjóðin hefur átt. Ingibjörg var aðeins 53 ára gömul þegar hún missti mann sinn. Þau höfðu átt 8 vel gefin og glæsileg börn. Voru sum þeirra enn á skólaaldri. En frú Ingibjörg mætti hörmum sínum og óbætan- legum missi af þeim kjarki og æðruleysi, sem var alla ævi eitt af höfuðeinkennum skapgerðar hennar. Hún sigraðist á erfiðleik- unum, sá barnahóp sinn vaxa til þroska og manndóms og verða dugandi, menntað og hamingju- samt fólk. Það voru hin miklu sigurlaun þessarar baráttuglöðu og fójnfúsu móður, sem á miðri ævi var svipt hinni styrkustu stoð, óbilandi umhyggju og ást- ríki eiginmanns síns. ★ Það var ungu fólki mikill lær- dómur að koma á heimili þeirra Ingibjargar og Péturs Magnús- sonar, og fá tækifæri til þess að kynnast því og þeim sjálfum. Þar var allt raunsatt, ekkert inn- antómt og yfirborðslegt. Mann- kostir húsráðenda, einlæg góð- vild, gáfur og listfengi, víðtæk þekking og lífsreynsla var hin mikla kjölfesta sem aldrei brást. Þess vegna var hollt að leita þar trausts og halds. Þar var líka hægt að fræðast og gleðjast, ræða landsins gagn og nauðsynj- ar í heiðríkju frjálslyndis og for- dómaleysis. Frú Ingibjörg stóð við hlið manns síns í fjölþættum og þýð- ingarmiklum störfum hans af sér stæðum glæsibrag. Hún var í eðli sínu hlédræg kona og fremur dul, en hún mætti hverjum vanda við búin. Framkoma hennar mótað- ist jafnan af næmum skilningi, samúð og góðvild. í þessu voru þau hjón einkar lík. Frú Ingibjörg var mikill félagi barna sinna og eiginmanns. Átti það sinn ríka þátt í að skapa hið eðlilega og óþvingaða andrúms- loft, sem jafnan ríkti á hinu fagra og þjóðlega heimili þeirra. Börn frú Ingibjargar og Péturs Magnússonar eru þessi: Magnús forstöðumaður, Guð- mundur hæstaréttarlögmaður, Sigríður, gift í Noregi, Ásgeir sýslumaður Borgfirðinga, Andrés forstjóri, Stefán hæstaréttarlög- maður, Þorbjörg, gift í Borgar- firði, og Pétur hagfræðingur. Öll eru þessi börn vel gefin og glæsilegt fólk eins og þau eiga dóttir er í dag kvödd hinztu kveðju þakkar stór hópur ætt- ingja og vina líf hennar og starf. Minningin um hana, óeigingjarna og fórnfúsa baráttu hennar, lifir sterk og hrein. Hljóðlát samúð streymir til barna hennar og venzlafólks. En þótt sól sé geng- in til viðar á Hólavelli, rís nýr dagur, fagur og bjartur á landi lifenda. Sigurður Bjarnason frá Vigur. t 6. júní 1895 — 15. janúar 1966. ÞAÐ munu vera um 45 ár síðan foreldrar mínir fluttu úr Aust- urbænum, en þar var ég fæddur á Lindargötu 1. Þá var sá hluti bæjarins nefndur „Skugga- hverfi“. Við fluttum á Sólvelli. — Skrítin nöfn, — og skiptu föð- ur minn þó kannske nokkru. — Okkur velsældarbörnum finnst allt sjálfsagt — og skiljum stundum ekki strit áa okkar, því okkur var allt svo auðfeng- ið. Þegar foreldrar mínir numu land sunnanvert hallt í Landa- kotstúni, sem mun hafa verið ár- ið 1921 myndi sú byggð að nú- tíðarhætti hafa verið kölluð dreifbýli. Húsin stóðu tvö, tölu- sett Hólatorg 2 og Hólatorg 4. Jakob Möller hafði byggt og bjó í húsinu fremra, sem bar númer 2. Böðvar Kristjánsson, sonur háyfirdómarans af Reykjahlíðar- ætt, hafði byggt hitt. — Langt, langt fyrir vestan voru Ás og Hof. Svo voru allt tún suður úr, alveg að Grímsstaðarholti, og vestur úr að Sjómannaskóla. Og í aust- ur, túngróinn slakkinn af Landa- kotshólnum niður að Tjörn. — Ekki er það þó allt rétt með farið, því syðst í brún þessarar hæðar Reykjavíkur stóð gamli Skólabærinn, gegnt Kirkju garðinum, og Hólavellir hæst á brún blöstu við austri. Fagur- legt hússtæði, hvaðan sjá mátti Höfn, Tjörn og fjöll. Á þann stað fluttust þau hjón Ingibjörg Guð- mundsdóttir og Pétur Magnússon, að ég hygg, árið 1924. Það hafði verið dálítið einveldi á torfunni áður. Við áttum allt þetta land einir, Möllerarnir, synir Jakobs Möllers og ég, þar til synir Ingibjargar og Péturs komu til sögunnar. — Og eðli- lega upphófst ófriður, þangað til Pétur Magnússon, sá mikli mannasættjr, fann lausnina. Hann kenndi okkur að spila á spil. Og frú Ingibjörg umbar það alltaf, þótt ekki væri farið snemma á fætur og jafnvel að ekki alveg hvítþveginn aðkomu- gemlingur brigði sér alklæddur undir sængina hjá strákunum .hennar, og tæki við kortunum, ef fjórða mann vantaði. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um það, að Hólavellir voru yndislegt heimiliv sem enduróma manns geðþekkustu bernskuminningar. Það var margt, sem kom til: Góðir vinir, æskuvinátta, sem enn hefur enzt; móðir þeirra, sem alltáf var glöð og kát og vissi að sumum þóttu kökur sælgæti og svo hann gamli afi okkar allra stráka, sem ótamdastir voru á Hólatorgi og Sólvöllum, hann Guðmundur Viborg, faðir Ingibjargar. — Það var nú karl í krapinu, Og sá kunni að segja sögur. Hann var fyrrum hvalveiðari vestra og hafði tekizt á við norska, átti pístólu og stungusverð geymt í göngustaf, málaði olíumyndir af Gretti og Agli Skallagrímssyni og krotaði gamalt flúr jafnt á silfur sem hörðustu tönn. Ingibjörg Guðmundsdóttir átti ekki langt til listar að sækja, enda var hún mjög listelsk og lagði stund á að mála myndir, að ég held, alveg fram á síðustu ár, þótt í ýmis horn önnur væri að líta, börnin og barnabörnin og allt það, sem þvi fylgir. Ég átti því láni að fagna að vera heimagangur á Hólavöllum sem barn og unglingskrakki, og að hætti barna kynntist ég þá þeim merka manni Pétri Magnús- syni einkar vel. Og er hann mér ógleyminn síðan. — Ingibjörgu þekkti ég kannski ennlþá betur, — hún var svo opin og einlæg og að mér fannst góð. Svo liðu mörg ár. Sem betur fer slitnaði aldrei strengurinn til Hólavallasystkinanna, en eins og gengur — spor mín lágu ekki um árabil á Hólavelli þó í nágrenni væru. Góðu heilil vildi það þó til, að Pétur sonur Ingibjargar hitti mig á förnum vegi í haust og bað mig að líta inn til móður sinnar. Var þar mikill fagnaðar- fundur. Ingibjörg var eins glöð og kát og gestrisin sem fyrr, og falleg kona enn þá, með sitt þykka hár, skipt fyrir miðju enni, aðeins snjó- silfrað í neðstu vangalokkum. —• Og heimilið — stofuskipanin hin sama og endur fyrir löngu, en þó auðvitað búið að bæta við venjulegum lífsþægindum, sem hún sýndi mér og var sízt óá- nægð með: stórir gluggar, gott eldhús og allt þetta, sem konur vilja hafa í húsinu sínu. — Ég fann og sá, að henni leið vel, var ánægð með sína tilvist og glöð af sínum niðjum. .— Hvers geta menn frekar óskað? Þegar ég fór úr þessari heim- sókn, komu mér í hug orð ítalska spekingsins, sem einhverntíma á öldum lét þescsi orðin falla: „Góðar konur eldast ekki“. —. Svo óbreytt og ung í fasi fannst mér Ingibjörg enn vera, þegar ég síðast hitti hana — dauðinn kom mér þá sízt í hug. — En nú er hún látin og sennilega verða Hólavellir aldrei þeir sömu eftir það, í mínum augum, og er ég ábyggilega ekki einn um — af vandalausum. — Hjá fjölskyld- unni veit ég, að mikið skarð er fyrir skildi, og ég vil votta öllu því trygga vinafólki einlæga sam hryggð mína og minna. Bið ég svo blessunar minningu hennar og gæfu til handa þeim, sem henni voru kærir. Birgir Kjaran. t VIÐ útför frú Ingibjargar Guð- mundsdóttur á Hólavelli vil ég sénda hinztu kveðju mína með nokikrum fátæklegum orðum. Fyrir 43 árum réðist ég tiil starfa á skrifstoifu Péburs Magn- ússonar, hæstaréttarmálaflutn- ingsmanns, og ólst upp til ævi- starfs í skjóli þess einstæða mannkostamanns. Pétur heitinn Magnússon var traustur og ljúf- ur húsibóndi, og tel ég hann einn 'helzta velgjörðamann minn í litf- inu. Frá því fyrsta, er ég hótf störf hjá skrifstofunni, kom ég oft, og stundum daglega, á heimili Ingi- bjargar og Péturs. Nauit ég þar ávallt ríkrar vináttu og kær- leiika, sem ég aldrei fæ fullmet- ið. Heimili þeirra var stórt. Þau áttu 8 börn og mikil gestanauð var þar, svo sjaldgæft var, að ekki væru þar einhverjir dval- argestir um lengri eða skemmri tíma. Það leiðir því að likum, að mikið vandastartf hvildi á herðum frú Ingibjörgu, en hiún var mikilhætf húsmóðir, sem ’hafði mikið starfgþrek að bera, og var ávallt glöð í lund. Allir, sem á heimilið komu, nutu hjartahlýju og glaðværðar þeirra hjóna, og átti frú Ingi- 'björg vissulega sinn ríka þátt í þiyi. Frá fyrstu kynnum mínum við frú Ingibjörgu, til hins síðasta, naut ég ætíð sérstakrar um- byggju hennar og vináttu, sem ég ávallt mun meta mikils og minnast með þakklæti. Börn hennar hafa verið sér- stakir vinir minir frá fyrstu bernsku þeirra og sendi ég þeim í dag hugheilar samúðarkveðjur. Guð blessi minningu Ingibjarg ar á Hólavelli. Guðl. Þoirláksson. t VIÐ lát frú Ingibjargar á Hóla- velli koma mér sem gömlum nágranna hennar í Suðurgötu ýmsar minningar í hug. Hóila- vallarheimilið var fjölmennt, og þangað légu allir vegir, því að þar var alltaf örugglega einhver heima. Ingibjörg Guðmundsdóttir gitft- ist ung árið 1916 Pétri Magnús- syni frá Gilsbakka, er þá hafði fyrir ári lokið lögfræðinámi við Háskólann. Þau eignuðust átta börn, sem öll eru á lífi, en barna- börnin eru komin á fjórða tug- inn. Þau hjónin voru bæði mjög heimakær, og minnist ég margra glaðra stunda í stofunni á Hóla- velli, þegar setið var þar og Framhald á bls. 19. kyn til. Þegar frú Ingibjörg Guðmunds Hólavöllur við Suðurgötu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.