Morgunblaðið - 20.01.1966, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 20.01.1966, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 20. janúar 1966 MORGUNBLAÐIÐ 15 LANDAMERKI, SEM BER AD FLYTJA eftir fv. skrifstofustjóra Leif J. Wilhelmsen, Oslo ÞAÐ ER nauðsynlegt að flytja til nokkra merkisteina í skilningnum á því, hvar mörkin liggja milli þjóðlegra og norrænna viðfangsefna, skrifar formaður menningarnefnd- ar Noregs, Leif J. Wilhelmsen, fyrrverandi deildarstjóri í kirkju- og kennslumálaráðuneytinu, og er það önnur grein- in í flokknum um menningarsamstarf Norðurlanda. Hinn nýstofnaði Norræni menningarsjóður, sem nú er að hefja starfsemi sína, ætti að geta veitt þessari samvinnu fram- kvæmdamátt og skilning á stærð viðfangsefnanna, sem nú er af frekar skornum skammti, ritar greinarhöfundur. Hinu skipulagða menningar- samstarfi á Norðurlöndum má líkja við sýnilega hlutann af borgarísjaka. Það er aðeins brot af miklu stærri heild, sem sé Iheildarsamskiptum norrænna þjóða á menningarsviðinu. Því hefur verið haldið fram í seinni tíð, að minnsta kosti af Norð- manna hálfu, að hinn frjálsi hluti þessara mertningarsam- skipta sé í rénun. Sé þetta rétt álitið er ástæða til að vera svartsýnn á horfurnar, einnig fyrir opinberum samskiptum, Stjórnmálaleg aðstoð, getur ekki komið i staðinn fyrir minnkandi þátttöku frá þeim menningarsviðum, sem saman eiga að vinna. Sem betur fer, er — almennt tekið — ekki ástæða til að halda því fram, að norrænu löndin, séu að fjarlægjast hvert annað. Á vissum sviðum hafa fjarlægðirnar að vísu aukizt. Þannig voru danskar bókmennt ir meira lesnar á dönsku í Nor- egi á 19. öldinni en nú gerist, og norsk skáld þeirra tíma voru jafnt heima hjá sér í Kaup- mannahöfn og í Kristjaníu. En hitt má ekki láta sér sjást yfir, að þetta voru leifar af því að Norðmenn voru (af sögulegum ástæðum) meira háðir Dönum menningarlega, og engin von til þess, að svo héldi fram, eftir það þeir höfðu verið óháðir um skeið. Nokkuð svipað á sér stað með Finnum og Svíum, ís- lendingum og Dönum. Það mikilvægasta, sem kem- ur í staðinn fyrir þessa slökun á tengslunum, sem átt hefur sér stað milli sögulega tengdra norrænna nágrannaþjóða, er fólgið í dýrkun þjóðlegra menn ingarverðmæta, sem komið hafa í staðinn, og má telja til ábata, frá norrænu sjónarmiði séð. En afleiðingin hefur einnig verið aukin snerting við hin norrænu löndin. í dag er miklu meira jafnvægi í norrænni FYRIR skömmu afhentu börn Guttorms Pálssonar, fyrrum skóg arvarðar á Hallormsstað, 50 þús- und króna fjárhæð að gjöf til fainnar nýju skógtilraunastöðvar Skógræktar ríkisins að Mógilsá. Gjöfinni skal verja til þess að koma upp bókasafni við tilrauna- stöðina á Mógilsá, sem tekur til starfa innan skamms. Vildu börn Guttorms minnast föður síns og starfa hans á þennan smekklega og gagnlega hátt. Guttormur Pálsson var skógar- vörður á Hallormsstað í sam- fleytt 46 ár. Hann tók við starfi árið 1909 og gegndi því til 1955. menningarafstöðu vorri en átti sér stað í þá góðu, gömlu daga. Breidd og dýpt menningarsam- skiptanna er auk þess allt önn- ur en hún var fyrir einum þrjátíu árum. Þau spor, sem þetta markar, er að finna ekki einasta í bókmenntúm og mynd list, heldur og í skólamálum, byggingarlist, stjórnun, híbýla- prýði og matargerð. Sem mót- vægi gegn alþjóðaáhrifum, sem fara vaxandi í menningar- lífi voru, ekki sízt hjá almenn- ingi, leita margir ekki til hins þjóðlega, sem þeim finnst of þröngt, heldur til kunnasta hluta hins almenna, sem sé hins samnorræna. Mest af þessum margvíslegu menningarsamskiptum á Norð- urlöndum, fer fram eins og ó- sjálfrátt og skoðast sem mark- mið í sjálfu sér. En í öllum löndunum finnast þeir menn, sem telja það mikilvægt mark- mið að koma á norrænni menn- ingarsameiningu. Ástæðurnar til slíks nútíma-skandínavisma geta verið rómantísk norrænu- hyggja eða hreint stjórnmála- legar og svo allt þar í milli, en höfuðmarkmiðið er þó senni- lega- sú auðgun, sem sameigin- leg menning hefur að bjóða, hverju einstöku landanna. Og á þessum síðastnefnda grundvelli byggir félagið NORDEN starf- semi sína. Með upplýsingastarfsemi sinni og eins með raunhæfum fram- kvæmdum hefur félagið NORD- EN gert mikið gagn. En á seinni árum hefur það komið æ greini legar í ljós, að þungamiðja hinna raunhæfu framkvæmda hefur flutzt frá sjálfboðafélög- um til ríkisstofnana. Líklega stafar þetta að nokkru leyti af hinni almennu tilhneigingu til að láta hið opinbera taka að sér fleiri og fleiri verkefni, sem sameiginleg mega teljast. En líklega er hitt þó mikilvægara, að norræn samvinna, ekki sízt Guttormur var borinn og barn- fæddur á Hallormsstað. Faðir hans var Páll Vigfússon, stúdent, ritstjóri og bóndi á Hallormsstað, en móðir hans var Elísabet Sig- urðardóttir prests Gunnarssonar á Hallormsstað. Páll andaðist fyr ir aldur fram 1885, þegar Gutt- ormur einn, sem valinn upp með móður sinni og systur á Hallormsstað, og þegar leitað var eftir ungum mönnum til skóg arvarðarnáms árið 1905 var Gutt- ormur einn af þeim, sem valinn var til námsins. Var þetta í sama mund og Hallormsstaðaskógur var friðaður en Elísabet móðir menningarleg, er orðin raunhæf stjórnmálastarfsemi. Mörg menningarleg sam- vinnuverkefni má leysa á þjóð- legum grundvelli, til dæmis á þann hátt, að á fjárlögum séu veittar fjárupphæðir sém á- hugastofnanir geti sótt um styrk af, til sameiginlegra af- nota fyrir Norðurlönd. Öll löndin hafa haft slíkar fjárupp- hæðir á sínum fjárlögum. En verði einhver framkvæmd ekki gerð að veruleika nema með samvinnu landanna, þarf strax einhver samhæfing að koma til sögunnar. Hleztu stofnanir, sem hér koma til greina, með sjálf- stæðum ríkjum, eru utanríkis- ráðuneytin, en venjulega eru þau ekki heppileg til þeirra hluta og hafa lítil skilyrði til að framkvæma þau mál, sem upa er að ræða. Hin auknu menningarsamskipti Norður- landa, eftir styrjöldina, hafa því fætt af sér stofnanir, sem eru algjör nýjung. Það eru kennslumála- og menningarmálaráðuneytin, sem í hverju landi bera ábyrgðina á stjórn hinna opinberu menn- ingarstofnana, sem samvinnan verður að byggjast á, og um- ráðin yfir hinum sérstöku fjár- upphæðum, sem áður eru nefnd ar. Reglulegir fundir með ráð- herrunum og þeirra nánustu embættismanna, sem í seinni tíð eru orðnir regluleg stað- reynd, er því mjög mikilvægur þáttur samvinnunnar. En með því að ekki stendur neitt raun- verulegt norrænt ráð að baki þessum fundum, hefur undir- búningur mála orðið að fara fram í einhverju ráðuneytinu eða Norrænu menningarnefnd- inni (sem stofnuð var 1947). Þessi nefnd er í þremur deild- um, og þar sitja menn, bæði frá ráðuneytunum og þingunum, háskólunum og frjálsri menn- ingarstarfsemi. Samt hefur þessi nefnd ekki enn getað orð- ið sá opinberi fulltrúi á þessu sviði, sem margir höfðu vænzt. Nefndin hefur orðið fræðilegur aðili, og hún hefur rannsakað og undirbúið mörg stærri og — aðallega — minni mál, sem tekin hafa verið til meðferðar, síðan styrjöldinni lauk. f fyrstunni voru það fyrst og fremst kennslumála- og meftn- ingarmálaráðuneytin, sem hag- nýttu sér menningarnefndina (en stjórnunarlega er hún í sambandi við utanríkisráðu- hans lét skóginn af hendi til frið- unsrinnar, því að hún hafði þá ábúðarrétt á jörðinni, og mun þá strax hafa verið gert ráð fyrir að Guttormur settist þar að síð- armeir. Þegar Guttormur Pálsson hafði lokð þriggja ára verklegu og bók legu skógarvarðarnámi eftir dvöl í lýðháskólanum í Askov, settist hann að á Hallormsstað og tók þar við búsforráðum. Hann kvæntist Sigríði Gutt- ormsdóttur frá Stöð skömmu eftir heimkomu sína. Þau áttu 4 börn, Bergljótu, kennara í Reykjavík; Pál, skógarverkstjóra á Hallormsstað; Sigurð, bónda á Hallormsstað, og Þórhall, kenn- ara í Reykjavík. Sigríður Gutt- ormsdóttir lézt árið 1930. Síðari kona Guttorms var Guðrún Páls- dóttir frá Þykkvabæ í Land- broti. Þau eignuðust 5 börn, Mar- grétu, kennara í Reykjavík; neytin). Þegar Norðurlandaráð var stofnað — en fyrsti fundur þess var haldinn 1953 — kom nýr aðili til sögunnar, sem gat séð nefndinni fyrir verkefnum. Fyrstu árin voru menningar- málin þó aukaatriði á dagskrá ráðsins. En smám saman hefur orðið gjörbreyting á þessu. Eftirtektarvert dæmi um þetta er það, að fyrir tveim árum kaus ráðið sér sjálft sérstaka menningarmálanefnd. Eins og skipulagi ráðsins er háttað, er þessi nefnd ekki nema eðlilegur liður starfseminnar. En í fram- kvæmdinni hefur það reynzt ó- umflýjanlegt, að af þessu leiddi frekari skiptingu ábyrgðarinn- ar af menningarsamstarfinu og auk þess lítt heppileg útþurrk- un takmarkanna milli fram- kvæmdaraðilanna og þingaðil- anna. Svona vandamál þekkj- um við vel frá mörgum sviðum millilandasamvinnu, og það væri ekki sanngjarnt að heimta, að við á Norðurlöndum dyttum strax ofan á ákjósanlegustu lausnina. En þar fyrir megum við ekki gera okkur að góðu þær bráðabirgðaráðstafanir, sem við verðum nú að notast við. Þeir aðilar, sem hér hafa verið ið nefndir, hafa á hendi skipu- lagningu og áætlunargerðir. Þeir hvorki geta né eiga að standa fyrir þeim verkefnum, sem framkvæmd verða. Stjórn þeirra er sér mál, en einnig þar rekumst við á skipulagningar- vandamál. Engin uppskrift er til fyrir því, hvernig svona sam- vinnu skuli byggja upp. Það form norrænna stofnana, sem flestir hafa í huga, er við tölum um menningarsamstarf í föst- um skorðum, eru — til dæmis að taka — Norræna eðlisfræði- stofnunin í Kaupmannahöfn. Hér er um að ræða stofnun, sem staðsett er í einu landanna, en er jafnframt kostuð af hinum og er undir norrænni stjórn. Þó er þetta ekki nema ein margra hugsanlegra lausna. — Annað og miklu sveigjanlegra fyrirkomulag er það, sem við erum nú að innleiða í Norræna húsmæðraskólanum, sem sé yfir stofnun, grundvölluð á þjóðleg- um stofnunum, en með nor- rænni stjórn, sem hefur aðal- lega það hlutverk að samræma. Þriðja lausnin er sú, að koma á fót algjörlega þjóðlegum stofn- unum þar sem stærðin er á- kveðin eftir þörf allra Norður- landa. Þá er samstarfið ekki Gunnar, járnsmið í Reykjavík; Hjörleif, líffræðing og kennara í Neskaupstað; Loft, sagnfræðing og kennara í Reykjavík, og Elísa- betu, stúdent í Reykjavík. Segja má með nokkrum sanni, að Guttormur hafi verið samgró- inn skóginum á Hallormsstað. Þar hafði hann lifað bernsku- og æskuár sín, og þegar honum er falin umsjón skógarins var hann nýlega friðaður. Hann átti því láni að fagna að sjá kræklótt kjarr breytast í fallegan birki- skóg og stór rjóður, móa og mela skrýðast skógi á ný. Jafnframt því uxu upp margar tegundir erlendra barrtrjáa, er sumár hverjar hafa unnið sér þegnrétt í gróðurríki .slands, undir hand- leiðslu Guttorms. Hallormsstaða- skógur er nú orðinn einhver dýr- mætasti staður á öllu fslandi. Allur hugur Guttorms Pálsson- ar var bundinn skóginum á Hall- ormsstað og skógræktinni í land- fólgið í fjárframlögum til stofn- ananna, ef til vill heldur ekki í skipulagi stjórnarinnar, held- ur í því, að löndin skipta með sér verkefnum. Raunhæft dæmi um þetta er Stofhunin fyrir afrísk fræði í Svíþjóð. Mörg þeirra viðfangsefna, sem krefjast norrænnar sam- vinnu eru þó ekki þannig vax- in, að hægt sé að leysa þau með því að koma á fót stofnunum. Að vísu getur þörfin verið til frambúðar, en raunhæfar ráð- stafanir, sem nauðsynlegar kunna að reynast, geta verið breytilegar. Sem nærtækt dæmi má nefna sýningar, gestaleiki, námsheimsóknir og sameigin- lega norræna fundi af hvers- kyns tagi. Ef einstakt land hefur tjáð sig fúst til að taka á sig kostn- aðinn við eitthvert fyrirtæki, hefur ekki verið nema eðlilegt, að það sé framkvæmt með nokkrum styrk frá fjárveiting- um þjóðanna, sem áður eru nefndar. En krefjist fyrirtækið styrks frá sumum eða öllum hinna landanna, samtímis, veld- ur kostnaðarbyrði einstakrar þjóðar miklum erfiðleikum, að minnsta kosti hvað snertir fyrir tæki, sem bráðra framkvæmda krefjast. Það hefur þegar sýnt sig, að það er til mikils hagræðis fyrir þjóðirnar, ef styrkur til menn- ingarframkvæmda er ekki veitt ur á venjulegan hátt í fjárlög- um, heldur af sjóðum, sem stofnaðir hafa verið. Nægir hér að benda á hina ýmsu rann- sóknasjóði: Menningarsjóðinn í Noregi og Listasjóðinn í Dan- mörku. Það væri ekki ótrúlegt að sjóðstofnanir gætu gert enn meira gagn, Norðurlöndunum í heild, og þetta hefur einmitt gerzt með stofnun Norræna menningarsjóðsins. Fyrir hrein- raunhæfa samvinnu innan nú- verandi takmarka, er þetta greinilega mikil framför. Enn er eftir að sjá, hvort það getur áorkað öðru, sem er enn nauð- synlegra, sem sé, hvort það get- ur veitt skipulagningunni á nor- rænni menningarsamvinnu þann kraft og þá tilfinningu fyrir stærð verkefnanna, sem nú skortir oft um of. Smáatriðin hafa auðvitað sína þýðingu, en meiru skiptir þó að flytja til merkisteinana í skilningnum á þvi, hvar mörkin eru milli þjóð Iegra og norrænna viðfangs- efna. inu. Aí reynslu sinni sá hann hilla undir betra og fagurra land í framtíðinni, og hafði hann oft orð á því að honum þætti ís- lendingar seinir til skilnings. Fyrir því var það einstaklega vel til fundið af börnum hans að minnast hans á þennan hátt. Til- raunastöðin á Mógiisá á að verða sá hornsteinn, sem skógrækt á fs landi hlýtur að byggja á í fram- tíðinni. Veltur því á öllu, að undirstaðan sé traust. Með slíkri gjöf og þessari er stefnt að því að vanda undirstöðuna. Fyrir hönd Skógræktar ríkis- ins vil ég færa börnum Guttorms Pálssonar hjartanlegar þakkir fyrir þessa ágætu gjöf og þann góða hug, sem að baki liggur. Reykjavík á þrettándanum 1966. Hákon Bjarnason, Höfðingleg gjöf til skógtilraunastöðvarinnar á Mógilsá

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.