Morgunblaðið - 20.01.1966, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 20.01.1966, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 20. janúar 1966 MORGUNBLAÐIÐ 17 Þátttaka óvenju margra utanbæjarliða er ánægjuleg Góð byrjun yngri flokkanna á íslandsmótinu Hand'knattleiksmeistaramót fs- lands 1966 er hafið. Þátttaka yngra fólksins á móti þessu*er geysimikil. Ánægju vekur að nú skuli IþróttaJélögin í Vestmannaeyum treysta sér til að senda flokka til mótsins. En það er mjög dýrt vegna mikils ferðakostnaðar lið- anna. Vegna hinnar miklu þátttöku hefur orðið svo sem oft áður að skipta liðunum niður í riðla. Jón Sigurjónsson fyrirliði 2. fl. Fram Riðlaskipting í II. flokki kvenna, III. fl. karla og í II. flokki karla lítur þannig út. í II. flokki kvenna sendu 10 félög þátttöku og riðlaskipting varð þessi. A-riðili: Fram Í.B.K. (Keflavík) Í.A. (Akranesi). Þór (Vestmannaeyjum). K.R. B-riðill: Valur Víkingur Týr (Vestmannaeyjum) Ármann F.H. III. flokkur karla sendu 11 fé- lög þátttöku. A-riðill: Fram Haukar Í.B.K. Í.R. Þróttur Víkingur B-riðill: Valur K.R. Breiðablik Ármann F.H. II. flokkur karla sendu 8 félög til þátttöku. A-riðilI: Fram Valur Í.R. K.R. B-riðill: Víkingur F.H. Þróttur Í.B.K. sem þó eru ekki nógu hreifan- legir að mínum dómi, sérstaklega er varðar spil. Valsliðið hefur greinilega tekið framförum. frá því í Reykjavíkurmótinu, og er það gleðilegt. Þeir léku nú nokk- uð skipulegan sóknarleik. Valur sigraði með 11:6. ★ 2. fl. karla Laugardaginn 15. febrúar fóru fram tveir leikir í II. flokki karla; í B-riðli áttust við Vík- ingur og F.H. og í A-riðli Valur og Fram. Leikur Víkings og F.H. var prýðisvel leikinn, en FH.-lið- ið olli þó vonbrigðum. En þeir höfðu áður í vetur sýnt mjög góðan leik á móti Reykjavíkur- meisturum Fram. að vísu á stór- um velli. Leikurinn byrjaði ágæt lega og voru bæði liðin ákveðin góðvild og -senda boltann í báð- í leik. Víkingarnir virtust þó heldur betur upplagðir, not- færðu sér vel er F.H.-ingar gáfu eftir í leik sínum. Eftir það náði F.H.-liðið sér ekki á strik, og Víkingarnir sigr- uðu auðveldlega með 14:8. Margir mjög efnilegir strákar Ung Valsstúlka reynir markskot Láta mun nærri, að 300 ungl- ingar í þessum þrem aldursflokk um taki þátt í leikjum félaga sinna í móti þessu. Og er það tæplega helmingur þess fjölda sem æfa í sömu ald- ursflokkum með félögunum. Nóg um það snúum okkur að þeim fjórum leikjum sem leiknir hafa verið í mótinu. * Valur—KR 11:6 Sunnudaginn 9. janúar léku Valur og K.R. í III. fl. b-riðli. Þetta var nokkuð skemmtilegur leikur. Valsliðið náði öruggri forustu frá upphafi leiksins og hélt henni til loka. Segja má að sigur þeirra hafi aldrei verið í hættu, þó svo að K.R.-ingarnir tækju sína fjörkippi. Varnir beggja liða voru dá- lítið opnar, heldur meira samt hjá K.R. K.R.-liðið hefur á að skipa skemmtilegum strákum, eru í F.H.-liðinu, gæti ég trúað, að þessi leikur þeirra hafi að- eins verið þeirra byrjunarörug- leikar. Víkingsliðið lék oft og tíðum anzi skemmtilega og ógn- un stafar af stórskyttum þeirra, sem bæði eru stórir og sterkir. Jón Hjaltalín varð að yfirgefa völlinn ‘ vegna endurtekninga á gömlum meiðslum. ★ Fram — Valur 11:9. Leikur Reykjavíkurmeistar- anna Fram og Vals var skemmti- legur og tvísýnn á köflum. Valsliðið byrjaði mjög vel og skoraði tvö mörk áður en Fram- ararnir áttuðu sig. Fram-liðið sótti ákaft og náði að jafna 2:2. Einmitt í þeirri stöðu taka Valsmennirnir of mikla áhættu í sendingum inn á línu, og missa boltann tví- vegis í hendur Framara, sem ekki voru lengi að nota sér slíka um tilfellum rakleiðis í mark Valsmanna. Staðan í hálfleik var 5:3 fyrir Fram. Seinni hálfleikur var jafn og tvísýnn og skiptust liðin á að skora. Varnir beggja liða voru nokkuð góðar, en þó sluppu af til nokkur skot í gegn. VaLs- menn fundu greinilega veiku hlið hins snjalla markvarðar Fram, Halldórs og notfærðu sér það vel. Framliðið notfærði sér vel hoppskotin, en við þáu réði Vals vörnin alls ekki. Eins og fyrr segir voru það fyrst og fremst óvandaðar sendingar sem ég tel meginorsök fyrir tapi Vals. Því ber ekki að neita að Fram-liðið lék prýðisvel og ógnar jafnt með línuspili sem og langskotum, og er yfirleitt fjölbreitt í leik. Valsliðið lék einn af sínum betri leikjum á vetrinum. Heild liðs- ins var góð. Lokatölur urðu 11:9 Fram í vil. Fram — Haukar Sunnudaginn 16. janúar léku í III. flokki A-riðli Fram og Haukar. Eins og markatalan ber með sér var þetta jafn leikur og spennandi eftir því. Haukarnir komu á óvart með getu sinni, og skutu Framörun- um skelk í bringu. Fyrri hálfleikur var mjög jafn en þó betur leikinn af báðum liðum heldur en.sá seinni. Stað- an í hálfleik 5:4 fyrir Hauka. Seinnihálfleikur var aftur á móti eins vel leikinn en meiri hraði og spenna. Haukarnir voru oft yfir í mörkum, en Framliðið lék aftur árangursríkar þrátt fyrir óþolin mæði inn á milli. Haukarnir gættu sín ekki nógsamlega í skot um eftir að þeir voru komnir yfir, endaði það oft og tíðum með mörkum frá Fram í staðinn. Framliðinu tókst að rétta hlut sinn fyrir leikslok og endaði leikurinn svo sem fyrr segir með jafntefli 10:10. Framliðið lék sæmilega, út á vellinum en vörn- in var opin. Haukarnir komu mjög á óvart með getu sinni og hefur þeim farið mikið fram frá því í fyrra. Athygli vakti Magnús Júlíusson sem minnir töluvert á félaga hans Víðar Símonar. — Heimur á hvolfi Framhald af bls. 12 þeim má ekki beita nema í þágu réttlætisins og starfi þeirra verður að fylgja eftir með öðru og meira: það verður að innræta mönnum aftur virðingu fyrir heið- arleika og orðheldni og öðrum góðum siðum í sam- skiptum manna. Ef úrskurðir alþjóðadómstóla eru virtir að vettugi, ef samningar eru ekki meira virði en pappírinn sem þeir eru skráðir á, ef fólk nýtur ekki nauðsynlegrar verndar, hrekkur þolgæði, þrautseigja og hugrekki einstakra manna helzt til skammt. Þá verður aftur óöld í heimi og þá víkur áunnin siðmenning aldanna fyrir afturhvarfi til villimennsku fyrri tíma. Þá munu þeir sem eftir lifa sakna laga og réttar og þeir og afkomendur þeirra taka aftur til við verk forfeðra okkar, byggja upp með erfiðismunum á kom- andi þúsundum ára dýrmæta siðmenningu, sem við erum nú að fyrirgera, miklu fremur af heimsku og veiklyndi en af ásettu ráði. Heimurinn er nú allur á hvolfi, umturnaður. Það er að vísu hægt að taka þann kostinn að standa þara á höfði — en það verður nokkuð óþægilegt til lengdar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.