Morgunblaðið - 20.01.1966, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 20.01.1966, Blaðsíða 18
# 18 MORGUNBLAÐIÐ Innilega þakka ég öllum þeim mörgu, sem sendu mér blóm, skeyti og gjafir og syndu mér á annan hátt vinar- hug á 90 ára afmæli mínu. Geirlaug Filipusdóttir. Heilshugar þakka ég öllum þeim, er heiðruðu mig með heimsóknum, heillaskeytum gjöfum, blómasendingum og símtölum á áttræðisafmæli mínu 12. janúar s.L Þorbjörn Björnsson frá Geitaskarði. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem heiðruðu mig með heillaóskum, blómum og góðum gjöfum á sextugs- afmæli mínu 15. þ.m. Guðmundur St. Gíslason, múrarameistari. Innilega þakka ég þeim vandamönnum, vinum og kunningjum og öllum er glöddu mig á sextugsafmæli mínu 14. janúar. Steinunn Guðmundsdóttir. Skrifstofustúlka óskast nú þegar til að annast launaútreikning, vélritun og alm. skrifstofustörf. Tilboð er greini aldur, menntun og fyrri störf leggist inn á afgr. Mbl. fyrir 24. jan. n.k. merkt: „Skrifstofustúlka — 8092“. Ástkær dóttir okkar og systir SELMA SIGÞÓRA VIGBERGSDÓTTIR andaðist aðfaranótt hins 18. þ.m. í Boi garspítalanuíh. Elínborg Þórðardóttir, Vigberg Einarsson, Ásta Anna Vigbergsdóttir. Maðurinn minn ^ AUÐUNN PÁLSSON Bjargi, Selfossi, lézt af slysförum í Landakotsspítalanum þriðjudaginn 18. þ. m. Soffía Gísladóttir. Jarðarför JÓNS ÁSBJÖRNSSONAR fyrrverandi hæstaréttardómara, fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 21. janúar kl. 2 eftir hádegi. Vinir og vandamenn. Móðir okkar KARÓLÍNA HALLGRÍMSDÓTTII. sem lézt 13. janúar verður jarðsett að Fitjum í Skorra- dal föstudaginn 21. janúar kl. 2 e.h. Vigdís Stefánsdóttir, Stefán Stefánsson, Hallgrímur Stefánsson, Guðmundur Stefánsson. Þökkum auðsýnda samúð við fráfall og jarðarför GUÐRÚNAR SÍMONARDÓTTUR Söndum, Akranesi. Aðstandendur. Hjartanlegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför eiginmanns míns, föður okkar og afa ÞORSTEINS EINARSSONAR Brekku við Sogaveg. Elín Helgadóttir, börn, fósturbörn, tengdabörn og barnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför mannsins míns og bróður okkar SVEINBJARNAR HALLDÓRSSONAR Ólafía Þórarinsdóttir, Elísabet Halldórsdóttir, Helgi Halldórsson, Kristján Halldórsson, Jón Magnússon frá Miöse!i — Minning JÓN Magnússon frá Miðseli, fyrrverandi skipstjóri og segla- gjörðarmaður, lézt að Hrafnistu 12. þ. m. og verður borinn til grafar í dag. Hann var einn af þeim er gjörðu garðinn frægan um og eftir aldamótin, sem yfir- menn á seglskipum. Þeir voru allflestir snilldar sjómenn í þess orðs fyllstu merkingu, og kasta ég ekki rýrð á neinn þótt ég segi að Jón hafi verið álitinn einn af þeim allra beztu, þrekið og kjark urinn með afbrigðum, og ramm- ur að afli, sigldi oft djarft, en alltaf kom hann með skip og menn í höfn aftur, og sýnir það bezt sjómennskuhæfileika hans. Ég man nú ekki eftir nema 1—2 af þessum mönnum á lífi nú. Jón Magnússon var fæddur að Miðseli í Reykjavík 12. júní 1880, og var hann því á 86. ári er hann lézt. Foreldrar hans voru hjónin Magnús Vigfússon, útvegsbóndi, og Guðrún Jónsdóttir, Þórðarson- ar útvegsbónda í Hlíðarhúsum í Reykjavík og er sú ætt fjölmenn og góðkunn hér og var almennt kölluð Borgarabæjarætt. Magnús faðir Jóns var frá Grund í Skorradal, og er sú ætt vel þekkt í Borgarfirði, á Akra- nesi og í Reykjavík. Það voru sterkir ættbogar bænda og sjó- manna, sem stóðu að Jóni í allar ættir, enda var hann sjálfur gjörvulégur og mesta glæsimenni á yngri árum. Þau Miðselshjón eignuðust 15 börn og komust 9 til fullorðinsára. Tveir bræður Jóns drukknuðu, en eftir er nú ein systir, Ágústa. Jón missti móður sína ungur, og var þá tek inn í fóstur af systur sinni Vig- dísi, og manni hennar, Jóni Þórð arsyni, skipstjóra og skipasmið frá Gróttu og Engey, en þau bjuggu að Vesturgötu 36. Um fermingaraldur fór Jón á sjóinn, eins og flestir ungir dreng ir þá, og fékk fljótt orð á sig fyrir dugnað. Á Stýrimannaskól- ann fór hann strax og hann hafði aldur til, og um aldamótin er Aðalbókari Karl eða kona óskast strax í stórt innflutnings- og iðnaðarfyrirtæki. Eiginhandarumsókn með upplýs- ingum um menntun og fyrri störf sendist Endur- skoðunarskrfstofu Björns E. Árnasonar, Tjarnar- götu 16, fyrir 1. febrúar n.k. Fiskibátur Til sölu fiskibátur 102 brúttólestir í mjög góðu ástandi. Báturinn er vel búinn nýtízku tækjum og tilbúinn á vertíð. Áhöfn getur fylgt bátnum. ÁRNI GRÉTAR FINNSSON, HDL., Strandgötu 25, Hafnarfirði — Sími 51500. íbúð ■ tflíðunum Höfum til sölu rúmgóða 3 herb. íbúð 110 ferm. á jarðhæð við Úthlíð. Skip & fasteignir Austurstræti 12 — Sími 21735 Eftir lokun 36329. * * titsala — Ltsala Dömupeysur verð frá kr. 95, Peysusett kr. 495, Dömubuxur með skáhnum verð kr. 35, Skjört verð frá 89 kr, Undirkjólar kr. 195, Brjóstahaldarar kr.. 85. — Mikið úrval barnapeysur. VERZLUNIN ÁSA Skólavörðustíg 17 — Sími 15188. Pökkunarstúlkur óskast í frystihús. — Fæði og húsnæði. Frost hf Hafnarfirði. — Sími 50165. Fimmtudagur 20. ianúar 1966 hann orðinn stýrimaður á skút- um en árið 1906 er hann skip- stjóri á kútter „Svanur“ frá Reykjavík, þá 26 ára gamall, og fékk þá eldskírnina. í apríl þetta ár gjörði aftakaveður af SV og gekk síðan í V með sama ofsan- um. Fórust þá 3 skip frá Reykja- vík með 70—80 mönnum. Skipin voru að koma inn eftir veðrið öll meira og minna lösk- uð, og þar kom að búið var að frétta af öllum nema Svaninum, og liðu svo nokkrir dagar og var skipið almennt talið af. Skipið var statt fyrir sunnan landið þeg- ar veðrið skall á og hrakti langt austur og út frá landi og gekk seint að komast heim vegna mik- illa bilana á seglum og bómum; voru þeir búnir að vera matar- og vatnslausir nokkurn tíma. Það var dapurt að Vesturgötu 36 þessa apríldaga og nætur, þeg- ar Svaninn vantaði, og flestir töldu skipið farið, því móðir mín átti tvo bræður á skipinu og eldri son sinn Guðmund, þá 16 ára, en því meiri varð gleðin þegar þeir komu heim. Benedikt Sveinsson var þá rit- stjóri blaðsins „Ingólfur". Skrif- aði hann grein í blað sitt um þennan hrakning, og lýkur þar miklu lofsorði á hinn unga skip- stjóra og dáðist að þreki hans og kjarki, því af frásögn hásetanna hafði skipstjórinn verið einn á þilfari yfir 30 klst. meðan veður var sem verst og reyndi að verja skipið áföllum og hafði band á sér til þess að honum skolaði ekki fyrir borð. Benedikt og Jón urðu góðir kunningjar og báru gagnkvæma virðingu hvor fyrir öðrum alla tíð. Fleira mætti segja af sjóferð- um Jóns, en það yrði of langt, en vísast til samtals er Vilhj. S. Vil- hjálmsson átti við hann og kom út í bókinni „f straumkastinu“. Árið 1931 varð Jón fyrir stór- slysi er hann datt ofan í tóma síldarþró í Krossanesi við Eyja- fjörð, mjaðmar- og hælbrotnaði og lá lengi af þess völdum. Eftir langan tíma og málaferli fékk hann loks dálitlar bætur svo að hann gat sett á stofn segla- og tjaldavinnustofu og sá vel fyrir sínu heimili. Þess má geta að Jón varð fyrir bíl nokkrum árum seinna og brotnaði þá betri fóturinn, en ekkert fékk bugað hann. Hann gat brotnað en ekki bognað. Jón starfaði síðan við segla- saum til ársins 1963 að hann varð að fara í sjúkrahús. Jón kvæntist árið 1916 ágætis- konu, Margréti Guðmundsdóttur frá Kirkjubóli í Dýrafirði, sem hefur verið það góður lífsföru- nautur að ekki var á betra kosið. Þau eignuðust ekki börn, en tóku systurson Jóns, Pétur, fyrir kjör- son og ólu upp. Jón eignaðist börn áður en hann kvæntist. Kæri móðurbróðir, um leið og þú siglir nú á fund forfeðra okk- ar, sem einnig kunnu að sigla, þá þakka ég þér fyrir allt sem þú gjörðir fyrir móður mína þegar hún missti manninn frá 5 ungum börnum, því ekki voru styrkirn- ir þá, og kveð þig með þessum Ijóðlínum: Þótt að snúist stýrishjól og straumur skelli á gnoðum Drottins ljúfa lukkusól lýsi þér framhjá boðum. Jón Otti Jónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.