Morgunblaðið - 22.01.1966, Page 27
' Lanrrar?fa£ur 22. janSar 1968
MORGUNBLAÐIÐ
27
Rusk svartsýnn
varðandi Vietnam
Leiðum |)ó haldið opnum
til samninga
Waslhington, 21. jan. — NTB
DEAN Rusk, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, hélt hlaðamanna
fund í dag, og var útvarpað og
Bjónvarpað frá fundinum. Utan-
ríkisráðherrann hjó bandarísku
jjjóðina undir að til nýrra og
harðari átaka kynni að draga í
Vietnam, þar eð svo liti nú út
sem friðarsókn Johnsons forseta
myndi lítinn eða engan árangur
bera.
Rusk málaði ástandið dökkum
litum. Hann sagði að miklar til
raunir í þá átt að koma á friði
hefðu ekkí leitt til jákvæðrar
afstöðu Hanoi-stjórnar á nokk-
urn hátt. Hann varaði og við því,
að allt benti til þess að Viet-
Cong kommúnistar myndu auka
mjög hernaðaraðgerðir sínar er
yfirstandandi nýársvopnahlé í S-
Vietnam væri á enda.
Rusk sagði ekki berum
um orðuim, að friðarsókn Joíhn-
sons hefði farið út um þúfur, en
Ihinsvegar gerði hann ljóst að
handarísiku stjórninni hefur ekki
tekizit að telja Hanoi á að setj-
ast að samningaborðinu til þess
að reyna að finna lausn á vanda-
máilunum.
Fréttamenn telja því, að Rudk
Ihafi með fundi þessum viljað
ibúa bandarísku þjóðina undir ný
Ihernaðarátök, samtímis því, sem
dyr eru iátnar standa opnar fyr-
jr samningum.
„Við vonum að við fáum að
heyra annað frá Hanoi en hæðn
isyrði og ásakanir um að tal okk
ar um frið séu svik og prettir.
Ég verð því miður að tilkynna
yður, að við höfum hvorki feng-
ið jákvætt né uppörvandi svar
við friðarumleitunum okkar“,
Sagði Rusk.
Rusk var spurður um hæ'ttuna
á því, að styrjöldin í Vietnam
breiddist til annarra landa SA-
Asíu. Hann svaraði: „Þar er
alltaf haetta á ferðum er árásar-
aðili hefst handa um að reyna
að þvinga vilja sinn fram, og
Ihinn aðiiinn er staðráðinn í að
uppfylla skyldur sínar.“
Rus'k var að því spurður, hvort
— ítahustjórn
Framh. af bls. 1
málið. Hinsvegar kröfðust komm
únistar — næst stærsti flökkur
landsins — þess þegar, að stjórn
in segði af sér. Er tillaga þeirra
um þetta var felld, gengu þing-
xnenn kommúnista út úr þing-
ealnum.
Samstarfsflokkar kristilegra
demókrata í stjórninni tilkynntu
Ihinsvegar á ríkisráðsfundinum í
dag, án þess að það stæði í neinu
sambandi við tillögu kommún-
ista, að þeir óskuðu ekki að
Ihalda stjórnarstarfinu áfram. Er
fund'urinn hafði staðið í 10 mín-
ú'tur, var ákvörðun tekin um að
Btjórnin bæðist lausnar.
Leiðtogi sósíalista í efri deild
/þingsins, Giusto Tölioy ,hefur
sagt, að yfirvega beri, að efna
til nýrra þingkosninga í landinu.
Þetta er í annað sinn, sem svo
nefnd vinstri samsteypustjórn
með Aldo Moro í forsæti, biðst
lausnar vegna ágreinings um
kennslumál. Fyrirfram var vitað,
að hægrisinnaðir aðilar í röðum
Ikristilegra demókrata höfðu
áihyggjur af frumvarpinu um rík
isrekna smábarnaskóla, sökum
Iþess að slíkt nýmæli mundi
svipta kaþólsika menn ábyrgð-
inni á fyrstu fræðslu barnanna.
Kennslumál eru allajafna við-
kvæim miái í stjórnmálaheimi
ftaliu.
Bandaríkin hefðu hugleibt þann
möguleika, að þau gaetu lent í
styrjöld við Kína. Hann svaraði:
„Okkur er fulkomiega Ijóst að
Kína er hinu megin landamær-
anna. Við vitum einnig gjörla
um hernaðarmátt Kína.“
Robert McNamara, varnarmála
ráðlherra Bandaríkjanna, átti
einnig fund með blaðamönnum
í dag. Hann sagði þar, að ekkert
benti til þess að hlé það, sem
Bandaríkin hafa gert á loftárás-
um á N-Vietnam, hafi orðið til
þess að auka á manna- og her-
gagnasendingar frá N-Vietnam
suður yfir landamærin. Hins veg
ar bætti McNamara því við, að
slíkir flutningar hefðu þrefald-
ast sl'. sex mánuði.
McNamara sagði, að kommún
istar no'tuðu nú hléið til þess að
gera við vegi, brýr og símalínur,
sem eyðilagðar hefðu verið eða
laskaðar.
— Enn ókunnugt
Framhald af bls. 28
vélar á sveimi, en ennfremur
leitaði björgunarsveitin í Vík í
Mýrdal að hinni týndu flugvél
frá Múlakvísl að Sandfelli á Mýr
dalssandi. f>á fóru og bændur úr
Borgarfirði upp að Hreðavatni og
leituðu þaðan frá vestri til aust-
urs.
• Ueitin í dag.
Arnór Hjálmarsson, yfir-
flugumferðarstjóri, tjáði frétta-
manni Mbl. í gærkvöldi, að í dag
yrði aðaláherzla lögð á að leita
á Norðurlandi — og þá nær ein-
göngu úr lofti. Myndi það svæði
afmarkast af miðjum Skjálfanda
til austurs en af miðjum Húna-
flóa til vesturs. Þá myndu flug-
vélar leita aftur á flugleiðinni
Egilsstaðir—Akureyri og enn-
fremur myndu þær allar leita
sameiginlega á leiðinni frá
Reykjavík og inn á aðalleitar-
svæðið.
• 14 flugvélar leita.
Að sögn Arnórs. munu í
dag þrjár flugvélar leita á svæð
inu fyrir botni Eyjafjarðar og
austanvert við hann, en um sex
flugvélar munu leita í dag á
svæðinu milli Eyjafjarðar og
Skagafjarðar, sem er mjög erfitt
leitarsvæði. Þá mun ein Nep-
túnusvél leita á svæðinu milli
Skagafjarðar og Húnaflóa, en
að sögn Arnórs munu alls 14
flugvélar leita í dag.
Arnór kvað ástæðuna fyrir
því, að mest áherzla vaeri lögð
á Norðurlandið í dag, vera þá
að þar um lsegi flugleið, sem til
greina gaeti komið, þ.e.a.s. Egils-
staðir, Akureyri, Langamýri og
loks Reykjavík. Arnór sagði að
lokum, að enda þótt í dag yrði
nær eingöngu leitað úr lofti,
væru allar björgunarsveitir á
landi viðbúnar, ef aðstoðar þeirra
þyrfti við.
Leiðrétting
ÞAU mistök urðu í blaðinu í
gær, að undir mynd af bifreiða-
árekstri var sagt að leigubifreið
hafi ekið á kyrrstæðan bíl. Er
hér umsnúið staðreyndum, því
það var sá bíll, sem á leigu-
bifreiðina ók með þeim afleið-
ingum, að hún lenti á kjallara-
glugga hússins Eskihlíðar 22 hér
í borg. Eru hlutaðeigendur beðn-
ir velvirðingar á þessum slæmu
mistökum.
Uppfinningamaðurinn, söluumboðsmaounnn, og iiokkrir útgerðarmenn við Sigmunds-huna-
arflokkunarvélina. T.v. Ólafur Jónsson útgerðarmaður frá Sandgerði, sonur hans Gunnar, Sig-
mund Jóhannsson, Ágúst Flygenring frá íshúsi Hafnarfjarðar hf. og Árni Ólafsson.
Mý íslenzk uppfinning:
„Sigmunds-humarflokkunarvér
í GÆR var blaðamönnum boð
ið að skoða nýja humarflokkunar
vél, sem hinn kunni teiknari,
Sigmund J. Jóhannsson frá Vest
mannaeyjum, hefur fundið upp
og gert teikningar að. Söluum-
boð fyrir vélina hefur fyrir-
tækið „íslenzkar sjávarafurðir".
Flokkunarvél þessi er ákaf-
lega einföld í sniðum, enda
kveðst Sigmund hafa fengið hug
myndina að henni, er hann var
að velta fyrir sér einfaldari
gerð sildarflokkunarvéla, Vélin
þarf um 1.5 fermetra gólfrúm,
og öll vinnslan er hljóðlaus. Dag
legt viðhald við vélina er frem-
ur lítið og eru aðeins átta smur-
staðir á lienni. Þá eru rafmótor-
ar og rofar sérstaklega vatns-
varðir. Grind vélarinnar er úr
galvainseruðum „prófílum",
klædd ryðfríum stálplötum. Vél
in verður framleidd með skúffu-
bandi, sem tvær stúlkur komast
að til þess að mata vélina.
Að sögn Árna Ólafssonar, for-
ráðamanns „Islenzkar sjávaraf-
urðir“, eru afköst vélarinnar um
2-2J4 kg. (80-90 stk.) á minútu,
er ein stúlka vinur við vélina,
eða um 11-1300 kg. á tíu t. vinnu
degi. Tvær stúlkur anna því
tvöföldu magni eða 22-2600 kg.
á tíu tíma vinnudegi. Árni sagði
ennfremur, að mjög auðveld-
lega væri hægt að stilla milli
hvaða stærðaflokka, sem væri.
Áður hefði þetta allt verið unnið
þannig, að hver humarhali hefði
verið settur á vigt, og flokkað-
ur samkvæmt því. Mætti því sjá
af þessu, hve afköstin ykust
stórlega með tilkomu þessarar
flokkunarvélar, auk þess sem
nákvæmnin og öryggið hvað
snerti stærðarflokkunina væn
miklu meiri. Sagði Árni að lok-
um, að hann teldi, að þessi Sig-
munds - humarflokkunarvél
ætti eftir að gerbreyta humar-
framleiðslunni í heild.
Sigmund skýrði fréttamanni
Mbl. frá því, að þessi flokkunar
vél hefði verið i undirbúningi
hjá honum um þriggja mánaða
skeið, en hugmyndina hefði
hann fengið, eins og áður segir,
er hann var að velta fyrir sér
einfaldari gerð síldarflokkunar-
véla. Hann kvað stærðarflokk-
unina fara eingöngu eftir þykkt
humarshalans, en þykktin gæfi
svo rétta þyngd. Aðspurður
hvort hann væri með nokkrar
aðrar nýjungar í bígerð, svar-
aði hann því til, að hann væri
með á teikniborðinu og í hug-
anum vél fyrir flatfisksflokkun.
— Ironsi
Framhald af bls. 1.
Ek'ki er enn ljóst, hvaða öfl
það voru innan hersins, sem
gerðu hina misheppnuðu bylt-
ingu um sl. helgi. Talið er þó,
að menmrnir, sem fyrir bylting-
artilrauninni stóðu, Ihafi átt
þrennt sameiginlegt:
1. Flestir voru þeir frá Austur
Nígeríu.
2. Þeir óskuðu þess að upp-
ræta það, sem þeir taldu vera
spillingu 'og stöðnun í nígerísku
stjórnmálalífi.
3. Einkum og sérstaklega vildu
þeir höggva á þau bönd, -sem
tengdu furstann af Sokoto við
Akinola, höfðingja. Hið nána
samibai.d þessara tveggja stjórn
málamanna virðist hafa verið
helzta stoðin í tilraunum Norður
Nígeríu, sem er múhameðstrúar,
til að koma í veg fyrir að stjórn
málasamsteypan í suðri (UPGA)
kæmist til valda í vestur-héruð-
unum. Þetta myndi hafa haft
það í för með sér, að endir yrði
bundinn á yfirgnæfandi völd
No- Nígeríu í ríkjasambandinu.
Sjálf uppreisnin var gerð í
þrennu lagi, og á sama tíma. í
Lagos voru Balewa, forsætisráð-
herra og fjármálaráðlherrann,
Festus Okotie, teknir og fluttir á
brott af fáimennum hóp her-
manna. Um sama leyti réðst
sveit foringja inn í bústað furst-
ans af Sokoto, forsætisráðlherra
norðurhéraðanna, og heims-
þekkts leiðtoga Múhameðstrúar-
manna. Hann og „aðalkona“
hans voru tekin af lífi.
í höfuðborg vesturlhéraðanna,
Ibadan, hélt þriðji flokkurinn
inn á heimilT Akintola, forsætis-
ráðherra, og réð hann af dögum.
— Rústir
Framh. af bls. 1
er nú ófært vegna vetrarríkis.
NTB bar fregn þessa undir
Helge Ingstad. Hann vildi fátt
segja um málið á grundvelli
þeirra ónákvæmu upplýsinga
um fundinn, sem liggja fyrir á
þessu stigi. Ingstad taldi það þó
líklegt, að farnar hefðu verið
fleiri ferðir til N-Ameríku fyr-
ir daga Kólumbusar en þær Vín-
landsferðir, sem áttu sér stað um
árið 1000. Hann vildi því ekki
útiloka þann möguleika að upp-
lýsingarnar um hinn nýja fund
væru réttar.
Ungava-flói liggur við Hud-
sonsundið á norðanverðum
Labradorskaga, alllangt norðan
Nýfundnalands, þar sem Helge
Ingstad framkvæmdi hinn at-
hyglisverða fornleifauppgröft
sinn. Ingstad segir að töluverð-
ur skógur sé umhverfis Ungava-
flóa og það virðist ekki ósenni-
legt að mannabústaðir hafi verið
á þessum slóðum, en annars taldi
hann líklegra að landnemar
hefðu haldið lengra suður á bóg-
inn.
Prófessor Björn Hougen við
Fornmrnjasafn Oslóarháskóla, lét
nægja að segja að fregnirnar um
hinn nýja fund hefðu komið al-
gjörlega á óvart.
— Mikiö tjón
Framhald af bls. 28
tanga gert aðvart, en það gat
lítið aðhafzt, þar sem vatn var
af skornum skammti og gadd-
hörkufrost, eða eins og það hef-
ur verið undanfarna daga, 18-20
stig.
Einnig dreif að fjölda manns
af næstu bæjum, en við ekkert
var ráðið annað en að reyna að
bjarga fjósi og hlöðu, sem var
sambyggt. Tókst að verja þau
hús.
Innbú og hús var hvoru-
tveggja brunatryggt, en frekar
lágt, Bifreiðin var ekki bruna-
tryggð, svo sjá má að tjón eig-
andanna er mjög tilfinnanlegt.
Fólkið hefst við á næstu bæj-
um í bili og fer á milli til að
annast búpening sinn. S. T.
Revían „Kleppur
hraðferðílO.sinn
Revían KLEPPUR — HRAÐ-
FERÐ var sýnd í Sigtúni í gær-
kvöldi í 10. sinn. Hefur aðsókn
verið ágæt og undirtektir áheyr-
enda með afbrigðum góðar.
Vegna árshátíða sem framundan
eru í húsinu má búast við að
sýningar hér í bænum falli nið-
ur um sinn, jafnvel fram í febr-
úarlok, en strax og húsnæðis-
vandamálið leysist hefjast sýn-
ingar að nýju með endurbótum
og viðaukum, eins og hæfir
góðri revíu, því alltaf er eitt-
hvað að ske, sem revíusmiðir
mega ekki láta fara fram hjá
sér. Á þessu tímabili verður rev-
ían hinsvegar sýnd nokkrum
sinnum í nágrenni bæjarins.