Morgunblaðið - 09.02.1966, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 09.02.1966, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 9. febrúar 1966 Loftur Bjarnason, útgerðarmaður: Félág íslenzkra botnvörpuskipaeigenda 50 ára FÉLAG íslenzkra botnvörpu- skipaeigenda var stofnað 9. febrúar 1916. Aðalforgöngu- maður að stofnun félagsins var Thor Jensen, þáverandi aðal- eigandi og framkvæmdastjóri Kveldúlfs h.f. Var hann fyrsti formaður félagsins, með honum voru í stjórninni þeir Th. Thor- steinsson, varaformaður, Ágúst Flygenring, ritari, Jes Ziem- sen, gjaldkeri og Magnús Ein- arsson dýralæknir, meðstjórn- andi. Síðari formenn félagsins voru Ólafur Thors frá 1918 til Thor Jensen. 1935, Kjartan Thors frá 1935 til 1959 og Loftur Bjarnason. frá 1959, og gegnir hann enn formannsstörfum. Með honum eru nú í stjórn: Jónas Jónsson, varaformaður, Ólafur H. Jóns- son, ritari, Ólafur Tr. Einarsson, gjaldkeri. Meðstjórnendur Mar- teinn Jónasson, Valdimar Ind- riðason og Vilhelm Þorsteins- son. Núverandi framkvæmda- stjóri félagsins er Sigurður H. Egilsson. í tilefni 50 ára afmælis fé- lagsins þykir mér hlýða að rekja í stórum dráttum sögu togaraútgerðarinnar hér á landi, allt frá síðustu aldamót- um. Á níunda áratug 19. aldar hófu Englendingar botnvörpu- veiðar á gufuskipum. Á þessum nýju skipum sínum sóttu þeir í æ ríkari mæli á íslenzk fiski- imið. Hin gömlu fiskiskip sín, kútterana, seldu þeir öðrum fiskveiðiþjóðum. Fjöldi af þess- um gömlu skútum voru keypt- ar til landsins á árunum 1890 til 1905. Fyrsta tilraun til botnvörpu- útgerðar, sem íslendingar áttu hlutdeild að ásamt útlending- um, var hin svokallaða Vída- línsútgerð um síðastliðin alda- mót. Var Jón Vídalín konsúll ©g umboðsmaður kaupfélag- anna, forgöngumaður þessarar tilraunar, en stjórn skipanna og fjármagn, sem í hana var lagt, var í höndum útlendinga, og mistókst tilraunin. Einar Benediktsson skrifaði greinar í blað sitt „Dagskrá" á árunum 1896—7, þar sem hann hvatti til þess, að íslenzkir út- gerðarmenn festu kaup á botn- vörpuskipum, og myndi sá út- vegur brátt eflast svo, að lands mönnum yrði stórgróði að. Mundi hinn nýi útvegur henta Iandsmönnum miklu betur en skútuútgerðin. En íslenzk stjórnarvöld og Landsbankinn vildu ekki lána fé til kaupa þessara nýju skipa, en studdu að kaupum á hinum gömlu skútum til landsins. Fyrsti togarinn var keyptur til landsins árið 1905, „Coot" frá Grimsby, gamalt og lítið skip 150 smálestir brúttó, skips stjóri Indriði Gottsvein£\on. Stóð Einar Þorgilsson í Hafn- arfirði og fleiri fyrir kaupun- um og var skipið gert út það- an. Útgerð togarans gekk sæmi lega, en skipið strandaði nokkr um árum síðar við Keilisnes. Þrem mánuðum síðar kom annar togari til Reykjavíkur, „Sea Gull", skipstjóri Árni Byron Eyjólfsson. Forustu um kaupin hafði bændahöfðinginn Þorvaldur Bjarnason á Þor- valdseyri. Skipið var rautt á lit og hlaut nafnið „Fjósarauð- ur" manna á milli, vegna lit- arins og eigandans. Skipið var gamalt og lítið 126 smálestir að stærð. Vélar skipsins voru í ólagi og engin aðstaða til nauð- &^^íi;^^SsS-V:.:¦:-':':-¦ • ,•¦.¦:--:¦:•:¦:: ¦¦ ':"¦¦. : ¦:::¦:¦:¦:-¦:,::.¦ , -¦"..- .''.Wfe .¦;•¦?; v.tSSa^'ii'físíC :::-.'':'--:í:" ¦¦¦"¦¦: :--:,:ff-:::.-.- ¦ ¦:sX::-:::. - ¦¦¦""¦¦¦ ' ". ¦ '-¦'. ¦¦', \.:M:Í%\:-M'&S:m Olafur Thors. synlegrar viðgerðar í landi. Reykjavíkurhöfn opin, þar sem ekki var byrjað á hafnargerð- inni þar fyrr en árið 1913. Varð eigandi togarans fyrir miklu fjárhagslegu tjóni á út- gerðinni. Fyrsti nýi togarinn, sem byggður var fyrir íslendinga var „Jón forseti", 233 smálest- ir að stærð, eigandi var Alli- anoe h.f., Reykjavík ,sem stofn að var árið 1905 fyrir for- göngu hins alkunna athafna- manns Thor Jensen og nokk- urra skútuskipsstjóra, þeirra Halldórs Kr. Þorsteinssonar, Jóns Ólafssonar, Magnúsar Magnússonar, Kolbeins í>or- steinssonar, Jafets Ólafssonar, Coot, fyrsti togarinn sem keyptur var til íslands. og Jóns Sígurðssonar. Halldór Kr. Þorsteinsson varð skips- stjóri á „Jóni forseta". Hann hafði búið sig undir starfið með því að vera háseti hjá Árna Byron Eyjólfssyni, sem áður er nefndur, miklum diugn- aðarmanni, sem gerst hafði skipsstjóri á brezkum togur- um. Skipið var smíðað í Glas- gow árið 1906-7 og hafði Hall- dór eftirlit með smíðinni. Hall- dór var þá 29 ára að aldri, en hafði verið í sigíingum á brezk um og bandarískum skipum víða um heim í nokkur ár, eftir að hann lauk prófi frá Stýrimannaskólanum. Er hann kom heim 1903 gerðist hann skútuskipstjóri. Halldór var af- burða sjómaður aflamaður og enskumaður góður. Var það togaraútgerðinni ómetanlegt happ, að slíkur maður skyldi veljast til forustu í byrjun. Þrír menn hafa verið gerðir heiðursfélagar í Félagi ísl. botnvörpuskipaeigenda, þeir Thor Jensen, stofnandi Kveld- úlfs h.f., sem var umsvifamesti togaraútgerðarmaður hér á landi um sína daga, Halldór Kr. Þorsteinsson og Þórarinn Olgeirsson, skipstjóri og ræðis- maður í Grimsby, sem hefur látið íslenzku togaraútgerðinni ómetanlega þjónustu í té í Bret landi um langan aldur. Þórarinn Olgeirsson. Bv. Sigurður, einn af stærstu og nýjustu togurunum. Kjartan Thors. Næsti togari, sem ísclending- ar keyptú frá Engiandi árið 1907, var b.v. „Marz", eign Is- landsfélagsins h.f. Aðalforgöngu menn þess félags voru Jes Zim- sen, kaupmaður, og Hjalti Jónsson, skipstjóri og var Hjalti fyrsti skipstjóri togar- ans. Hjalti var afburða sjó- maður og aflamaður. í kjölfar þessara nýju tog- ara komu mörg ný skip, og stuðlaði hinn nýi hlutafjár- banki, íslandsbanki, mjög að eflingu togaraútgerðarinnar, en bankinn hafði hafið starfsemi 1904. Með togaraútgerðinni var véltæ'kni nútímans fyrst tekin í þjónustu íslenzkra atvinnu- vega svo nokkuð kvæði að. Árið 1915 voru gerðir út frá Reykjavík 17 togarar. Klem- ens Jónsson segir í Reykjavík- ursögu sinni, sem kom út árið 1929, um togaraútgerðina: „Það er þessari útgerð, sem bærinn á aðallega að þakka hinn mikla vöxt og við- gang, er hann hefur tek- ið síðustu árin, og gert hann að því sem hann er. Með hverju nýju skipi jókst atvinnan......." Togaraútgerðin kallaði á nýj ar framkvæmdir og þjónustu, jók .hún atvinnu og verzlun, einkum í aðalútgerðarbæjun- um Reykjavík og Hafnarfirði. Er hiklaust óhætt að þakka þessari nýju úgerð, að ráðist var í hafnargerðina í Reykja- vík á árunum 1913 til 1916. En hin mikla hafnargerð í Reykja- vík hefur orðið lyftistöng fyr- ir Reykjavíkurborg og landið í heild. Togaraútgerðin varð fyrir miklu áfalli 1917, þegar banda- menn kröfðust þess að 10 tog- arar yrðu seldár Frökkum, til varnar gegn kafbátahættunni, sem þiá var í algleymingi. í sríðslok 1918 voru aðeins 9 tog arar í eigu íslendinga. Arin 1920 til 1922 var mikið verðfall á saltfiski og ísfiskmarkaður- inn í Englandi var óhagstæður. Urðu þá togararnir fyrir mikl- um töpum, en hagur þeirra snerisit mjög til þess betra 1924, þegar fundust ný, auðug fiski- mið, ,,Halamiðin", og verð á saltfiski var jafnframt mjög hagstætt. Á árunum 1919 til 1927 voru keyptir landsins 44 togarar. Á áriniu 1928 var keyptur einn togari á strandstað, 1929 kom einn nýr togari til landsins og annar 1930. Síðan kom enginn nýr togari til landsins fyrr en 17. febrúar 1947. Tveir togar- ar, sem verið höfðu í eigu út- lendinga, annar franskur og hinn enskur, voru keyptir til landsins 1936 og 1939. Af ýmsum ástæðum hafði Halldór Kr. Þorsteinsson. mjög sorfið að togaraútgerð- inni allar götur frá 1927 fram að síðari heimstyrjöld. Hafði togurum farið fækkandi á þess um árum og voru þeir ekki nema 37 talsins þegar styrjöld- in skall á 1. sept. 1939. Meiri hluti fiskiskipaflota landsmanna var þá gamall og hrörnandi, og stórkostlegt at- vinnuleysi haf|Si verið frá 1931, og almenn skuldaskil hjá land- búnaði 1933 og hjá bátaútvegs- möniium 1935-1936. Það sem mest amaði að á þessum árum; var röng gengis- skráning, almenn viðskipta- kreppa, upplausnarástand og borgarastyrjöld á Spáni, sem var annað aðalmarkaðsland fyr ir íslenzkan saltfisk. Tíu pró- sent innflutningstollur hafði verið settur á í .Bretlandi eft- ir Ottawa ráðstefnuna 1933, og jafnframt var innflutningurinn skorinn niður á íslenzkum ís- fiski til Bretlands, og fór kvót- inn minnkandi ár frá ári, og var svo komið i september 139, að innflutningskvótinn fyrir það ár var fullnotaður. Mikil hjálp var í því á síðustu árum fyrir styrjöldina, að innflutn- ingskvóti á ísfiski fékkst rýmk aður í Þýzkalandi fyrir atbeina Jóhanns Þ. Jósefssonar síðar fjármálaráðherra. Þegar stríðið hafði staðið lið-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.