Morgunblaðið - 09.03.1966, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 09.03.1966, Blaðsíða 3
! Miðvikudagur 9. marz 1966 MOR.GU N BLAÐIÐ 3 SUKSTflNAR „Strengleikar" frum- fluttir á ísafirði Bænin „Svona bjó hann“. Madonna íslandi. EN MYNDIN er svona gömul, man vel eftir mynd- inni, er vér skútukarlar kom- um á sýningu, sem þessi mynd Ásgríms tók sig út úr öllum öðrum myndum. Nat- ura Mater. Og núna í saman- burðinum dálítillar þekking- ar kemur manni í hug, að jafngildi finnist á s|>ku stað- alveg gripið upp úr einhverju tímatali alþjóðalistsköpunar í málaralist. Myndin er bæn, og í augum uppi aö þarna sé draumsýn um það, sem þá vantaði, nefnilega brú yfir fljótið, að eða frá lífinu, mað- ur veit það ekki, heimspeki- lega talað. En hugsæisskyggni listamannsins finnur þarna dramatíska eiginleika, — þörfina á að tjá tilfinningar sinar svona. — Síðan hefur spádómsgáfa meistarans runnið saman við draumaþörf og athafnalíf I frjórri sam- tiðinni. Segjum því við sam- anburðinn, — að allar ár séu nú brúaðar. Bænin í málara- listinni Ásgríms var heyrð og er starfandi á öllum öðrum starfssviðum. Um þetta mætti margt og mikið segja og skrifa, en svona er skólinn lifsins, dagdraumar og minn- ingar, — vaka. Það fer ekki hjá því, að manni hrylli við aðbúnaði verka meistarans Ásgríms, í litlum stofum, sem kallast listasafn. Ef það er framundan rsem væri æskilegt, að myndlist Ásgríms nyti sín, — ætti arkitekt að kynna sér stærð og lögun þeirra mynda, sem iistasafnið á — og teikna sal- arkynnin frá myndgildislegu sjónarmiði, — inner of. En berumst þó ekki of mik- ið á. Jóhannes Kjarval. Þórhallur Sigurðsson (Moncrieff) og Ingileif S. Haraldsdóttir (Lady Bracknell), / ísafirði 8. marz. ■h Á hljómleikum í Alþýðuhús- inu í gærkvöldi var frumfluttur Ijóða- og lagaflokkurinn „Streng leikar“, eftir Guðmund Guð- mundsson skáld og Jónas Tómasson tónSkáld. Húsfyllir var og listafólkinu, sem þarna kom fram, frábærlega vel tekið. Að flutningi þessa verks standa Karlakór ísafjarðar og Sunnukórinn, og er það flutt til að heiðra Jónas Tómasson, sem verður 8S ára í næsta mánuði, og einnig er það flutt í tilefni af aldarafmæli kaupstaðarins. Stjórnandi var Ragnar H. Ragnar, einsöngvarar Guðmund- ur Guðjónsson og Sigurveig Hjaltesteð, en undirleik önnuð- ust Ólafur Vignir Albertsson og Sigríður Ragnarsdóttir. Ljóðaflokkurinn ..Strengleik- ar“ eftir Guðmund Guðmunds. er 30 stutt ljóð, sem mynda þó eina heild. Jónas Tómasson tónskáld hefir samið iög við 21 þessara — Herranótt Framhald af bls. 8 einhverja bót á þessu með þrengri sviðsmynd og meiri leik fram í salinn, en varla hefði það ráðið úrslitum. Annar ljóður á ráði leikenda var sá að halda uppi samræðum meðan hlátra- sköilin dundu við í salnum, þannig að lengri eða skemmri kaflar textans týndust. Þetta stafar ugglaust af reynsluleysi og ætti að standa til bóta. Leiktjöld Björns Björnssonar úr sjötta bekk voru mjög snotur- leg, stofumyndirnar einfaldar og stílhreinar, en kannski var garðurinn í öðrum þætti ótþarf- lega natúralískur. Benedikt Árnason setti leik- inn á svið og (hefur fyrr komið við sögu Herranætur. Hefur hann greinilega vandað til sýn- ingarinnar og leitazt við að halda stíl leiksins hreinum, þó það tækist ekki allskostar sökum reynsluleysis leikenda. Höfuðpersónur leiksins, John Worthing og Algernon Mon- crieff, léku þeir Pétur Lúðvígs- son og Þórhallur Sigurðsson, báðir úr sjötta bekk og kunnir af leik sinum á fyrri Herranótt- um. Var frammistaða þeirra um ljóða. Hefir hann unnið að laga- flokki þessum undanfarin 50 ár. Komu fyrstu 3 lögin út 1014 en hið síðasta var fullgert 1062 og lögin við „Strengleika“ voru gef in út á ísafirði 1063, en verkið hefir aldrei verið flutt fyrr en í gærkvöldi. í lo'k tónleikanna voru lista- mennirnir kallaðir fram og hylltir og sömuleiðis hið aldna tónskáld. Bjarni Guðbjörnsson bankastjóri þakkaði listafólkinu og bað alla viðstadda að hylla tónskáldið. Kórarnir og áheyrend ur sungu síðan ljóðið „í faðmi fjálla blárra“ við lag Jónasar Tómassonar. Að lokum mælti tón skáldið nokkur orð og færði öll- um þeim, sem staðið hefðu að flutningi þessa verks innilegustu þakkir. Lagaflokkurinn verður endur- te'kinn á hljómleikum í Alþýðu- húsinu í kvöld og er þegar upp- selt á þá hljómleika. ■— H.T. margt skemmtileg og hlut- verkin kankvíslega leikin, þó talsvert skorti á það brezka yfirbragð sem leikritið útheimt- ir. Pétur túlkaði alvöru og ein- lægni Worthings á einkar við- felldinn hátt, en I>órhallur brá upp spaugilegri mynd af skelm- inum Moncrieff, en hefði að skaðlausu mátt stilla látbragði sínu og augnagotum meira í hóf. Ingileif S. Haraldsdóttir lék þá aðsópsmiklu Lady Bracknell og náði merkilega góðum tökum á hlutverkinu. Má segja, að Lady Bracknell og séra Chasuble hafi verið einu verulega útfærðu persónulýsingar sýningarinnar. Presturinn var leikinn af Jóni Erni Marinóssyni, og var bæði gervi hans og framganga öll hæfilega ýkt og stílfærð. Ingi- leif var ekki jafnörugg í hlut- verki Lady Bracknell, sem er miklum mun erfiðara, en hélt þó sínu striki og gerði skassið merkilega lifandi áður en yfir lauk, þó raddlbeiting og handa- tilburðir væru stundum fálm- andi. Gunilla Skaptason lék Gwend- olen Fairfax, dóttur Lady Bracknell, af kvenlegum þokka með nokkuð öruggu látbragði, en oft fengu orðsvör hennar óeðlilegan upplestrarkeim sem í spillti annars geðfelldum leik. Halla Hauksdóttir lék Cecily Cardew, frænku Worthings, af barnslegum gáska sem átti vel við hlutverkið, en framsögn hennar og látbra^ð var viðvan- ingslegt. Kristín Fjeldsted lék fröken Prism kennslukonu á þokkaleg- an hátt, en minnti furðulega á unga íslenzka leikkonu, bæði um látbragð og raddblæ. Pétur Gunnarsson lék Lane, þjón Moncrieffs, á hæglátan en launkiminn hátt, og Gísli Bene- FÉLAGSHEIMILI ★ Miðvikudagur: Bridgekvöld. ★ Föstudagur: Opið hús. HEIMDALLAR diktsson lék Merriman, yfirþjón Worthings, á látlausa og virðu- lega vísu. Og eru þá upptaldir leikend- ur Herranætur 1666. Þeir skiluðu torveldu verkefni sómasamlega miðað við allar aðstæður, en hitt virðist ljóst að menntaskóla- nemum láti betur að leika kómetþur gömlu meistaranna, Moliéres og Holbergs^ þar sem þeir geta reglulega brugðið á leik og hagnýtt sér hermigáfur jafnt og leikgáfur. Sigurður A. Magnússon. OPBE> í kvöld miðvikudag frá kl. 20.00 í Sjálfstæðihúsinu niðri Dagskrá: Kvikmyndasýning Dans — hinir vinsælu „Engir“ leika. Góðar veitingar á hóflegu verði. Munið nafnskírteini með stimpl- aðri mynd. Sýndarmennska TlMINN birti í gær forustugrein um tillögur borgarfulltrúa Sjálí- stæðisflokksins í húsnæðismál- um. Þar segir: „Sýndarmennska íhaldsins í borgarstjóm tók á ság eymdarlega mynd á siðasta borg- arstjórnarfundi, er það reyndi að fela minnihlutatillögu í bygg- ingarmálum með sýndarflík, saumaðri af vanefnum og mikilli skyndingu. íhaldið lagði allt í einu fram tillögu um byggingu borgaríbúða og kallaði bygg- ingaáætlun næstu 5 ár. Fól hún í sér að byggja nokkrar íbúðir fyrir gamalt fólk, 200 leigu- íbúðir, 50 söluíbúðir og veita lán til 300-400 íbúða. Lét íhaldið líta svo út, sem þetta væru nýjar tillögur til viðbótar fyrri álykt- unum. En þetta var aðeins sýndarmennska. Hér vom aðeins gamlar lummur hitaðar upp. Borgin hefur áður samþykkt að bygg’ja nokkrar íbúðir fyrir gamalt fólk og hún hafði áður samþykkt aðild sína á bygg- ingaáætlun ríkisins og verka- lýðsfélaganna á þann veg, að borgin sæi um byggingu 250 íbúða. En nú skyldi borgarbúum fært þetta sem nýtt framtak. Það var nærri því hlátursefni þegar þessi barnalegi feluleikur upplýstist á borgarstjómarfund- inum og íhaldið stóð bert eftir eins og það hefur alltaf verið í íbúðarmálum í höfuðborginni“. Aumingja Björn Svo mörg era þau orð. Annar borgarfulltrúi Framsóknarflokks ins, Björn Guðmundsson, tók til máls á borgarstjómarfundinum sl. fimmtudag og ræddi þessar tillögur borgarfulltrúa Sjálf- stæðisflokksins um húsnæðis- mál. Þar kvað við annan tón en í Tímanum í gær. Bjöm Guð- mundsson sagði, að ekki væri ástæða til annars en taka þess- um tillögum vel. Þær væru við- urkenning á þeirri skoðun Framsóknarmanna að byggingar ættu að vera á félagslegum grimdvelli. „Mér finnst málið svo merkilegt“, sagði borgar- fulltrúi F'ramsóknarflokksins, „að fyllsta ástæða er tU að hafa um þær tvær umræður". Hældi hann síðan einstökum liðum til- lagnanna en sagði þó, að vafa- samt væri að keppa við bank- ana um útlán. Borgarfulltrúi Framsóknar- flokksins fannst málið sem sagt „merkilegt" en Tíminn kallar það „sýndarmennsku“. Refsingin Ekki verður annað sagt, en málgagn Framsóknarflokksins fari illa með aumingja Bjöm. Og kunnugt er, að refsingin hans fyrir þessa hreinskilni og annað hefur þegar verið ákveðin. Hon- um hefur nefnilega þegar verið sparkað af framboðslista Fram- sóknarflokksins. Þannig fer fyr- ir þeim Framsóknarmönnum sem taka heiðarlega afstöðu til mála. Þeir eru þegar beittir hin- um hörðustu refsingum. Enda er heiðarleg og hreinskilin af- staða til manna og málefna eitur í beinum Framsóknarflokksins. Það er svo aftur annað mál, hvort gamalt og efnalítið fólk í Beykjavík telur það sýndar- mennsku að byggðar séu sér- stakar íbúðir fyrir það. Það kann að vera spurning hvort unga fólkið í borginni, sem nú á von á auknum lánum til íbúða- bygginga, telur þessar tillögur „sýndarmennsku“. Og það er ekki víst, að þeir fjölmargir borgarbúar, sem við erfiðan hag búa og fengið hafa og fá ódýrt húsnæði á vegum borgarinnar telji þá starfsemi „sýndar- mennsku". En Framsóknarmenn hugsa ekki um það. Þeir sjá ekkert annað en stundarhags- muni Framsóknarflokksins. Og í einfeldni sinni telja þeir að hagsmunir Framsóknarflokksins krefjist þess, að þeir leggist á móti öllum góðum málum, sem frá öðrum koma. ,AIIt í lagi... vorum ekki með kanadísku þotunni4 — förum með brezkri þotu til Hong- kong eftir hdlftíma — sögðu Kawa- hjónin í símtali heim t FRÁ því var skýrt í frétt Morgunblaðsins í gær, að með brezku Boeing 707 þot- unni, sem fórst í Japan sl. laugardag hefði verið hjón, er komizt hefðu lífs af úr flug- slysinu á föstudag, er kanad- ísk þota af gerðinni DC-8 fórst á Tokíó-flugvelli. Nán- ári fregnir af þessu frá AP- fréttastofunni hafa Ieitt í ljós, að hér var um misskilning áð ræða — sem stafaði af því að þau höfðu símasamband við heimili sitt í North Dar- mouth í Massachusetts í Bandaríkjunum á föstudags- kvöld og létu vita, að þau hefðu EKKI verið með kan- adísku vélinni. Hjón þessi, Elsie og Karol Kawa, töluðu við systur frú- arinnar, Dolores Duarte, sem ætlaði að gæta þriggja barna þeirra, meðan þau væru í ferðalaginu. Þau sögðu ung- frú Duarte, að þeim liði vel og hefðu ekki verið með kanad- ísku Kyrrahafsvélinni, sem fórst. Síðan bættu þau því við, að þau ættu eftir tæpan hálf- tíma til að fara um borð í brezka flugvél, se mfæri til Hong Kong. Á laugardag var staðfest, að þau hefðu verið meðal farþega í BOAC-vél- inni, sem fórst á laugardags- morgun. Kawa-hjónin fóru að heim- an 23. febrúar sl. í ferðalag til Austurlanda fjær með fulltrúum Themo King Cor- poration, en Kawa er eigandi ísskápafyrirtækis í North Dar mouth. Börn þeirra þrjú, allt synir — Paul, David og Stev- en að nafni — eru á aldrinum þriggja, fimm og tólf ára.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.