Morgunblaðið - 09.03.1966, Blaðsíða 12
12
MORCUNBLADID
Miðvikudagur 9. marz 1966
SAMBAND UNGRA SJÁLFSTÆÐISMANNA
ÆSKAN OG FRAMTÍÐIN
RITSTJÓRAR: SIGURÐUR HAFSTEIN OG VALUR VALSSON
T • * ’ •' . • •*'•. . •* ’ O
Lártus Jónsson, bæjargjaldkeri, Ólafsfirði:
Framtíð norölenzkra útgeröarstaöa
GREIN sú, er hér birtist, er eftir
I.árus Jónsson bæjargjaldkera í
Ólafsfirði. Lárus á sæti í stjóm
S.U.S. og hefur starf.að mikið að
málefnum ungra Sjálfstæðis-
manna. Grein þessi birtist í ný-
útkomnu hefti af tímaritinu
Stefni. Ritstjómm síðu þessarar
þótti greinin svo athyglisverð að
ástæða væri til að hún næði til
sem flestra, er létu sig þau mik-
ilsrverðu mál er greinin fjall-
ar um nokkru varða. Vegna
þren.gsla á blaðinu hefur orðið
að fella nokkra þætti úr grein-
inni niður. — Ritstj.
I.
Afialeysið og áhrif þess.
Eins og flestum er kunnugt,
sem fylgzt hafa með atvinnu-
málum í útgerðarplássum á
Norðurlandi undanfarin ár, hef-
ur verið með afbrigðum rýr afli
á heimamiðum þessarra byggð-
arlaga á svo til öllum sviðum
fiskveiða, a.m.k. frá árinu
1963.
Við minnkandi bolfisk og sí'ld
arafla, sem berst á land dregur
að sjálfsögðu úr atvinnu og til-
tölulega mest þar sem viinnsla
sjávarafla er mikill þáttur í at-
vinnulifinu. Gjaldgeta borgar-
anna minnkar og að sama skapi
tekjumöguleikar sveitarfélag-
anna.
Hin mikla aflatregða á heima-
miðum Norðlendinga hefur því
augljós áhrif á efnahaigslíf út-
gerðarstaðanna. Enniþá gætir þó
víðast hvar áhrifanna frá þeim
árum, er sæmilega veiddist.
Þeim framkvæmdum, sem þá
var ráðist í, er víðast hvar hald-
ið áfram og samdráttur hefur
því ekki orðið tilfinnanlegur á
þeim stöðum á sviði byggingar-
framkvæmda, svo og ýmissa opin
berra fraimikvæmda eða ráðstaf-'
anix gerðar til örvunar atvinnu-
lífi staðanna. Hættan á þessu
eykst þó stöðugt, verði etoki um
skipti í aflabrögðum eða ráðstaf
anir gerðar til örvunar atvinnu-
lífs staðanna. Afleiðingar þessa
yrðu mjög alvarlegar.
Á hinn bóginn er stórhættu-
legt að mi'kla fyrir sér þessa
erfiðleika. Öll fyrri reynsla af
aflasveiflum bendir til þess, að
íyrst og fremst sé um tíma-
bundin fyrirbrigði að ræða. Hið
rétta er að reyna að meta að-
stæður á raunhæfan hátt og
bregðast skjótlega við iþeim
erfiðleikum, sem við er að glíma
af stórhug og bjartsýni.
XI.
Neikvæð áhrif bölmóðs
og svartsýni.
Það er einkum tvenns konar
áróður, sem dregið hefur hvað
mest úr sjálfsvirðingu íbúa
norðlenzkra sjávarplássa, svo Og
áliti almennings á þjóðhagslegu
gildi þessara staða og framtíðar
viðgangi: Hið fyrra er almenn
spásögn framsóknarmanna um
xiýstárlegar náttúruhamfarir af
mannavöldum, sem felist í
stefnu ríkisstjórnarinnar og
leiða muni til landauðnar í dreif
býlinu yfirleitt, en hið síðara
eru hinar tvíeggjuðu og ý'ktu
„upplýsingar um ástandið“, sem
dreift er um borg og bí frá þess
um stöðum sjálfum í blöðum og
útvarpi, þegar slíkir tímabundn-
ir erfiðleikar steðja að heima
fyrir.
Þessar tvær tegundir neikvæðs
bölmóðs, lifa eins konar sníkju-
lífi hvor á annarri. Landauðnar-
áróðurinn hefur klingt í eyrum
svo árum skiptir rekinn af dæ.ma
fárri óskammfeilni og þrá-
hyggju. Þegar vel árar virðist
fólk ekki gefa honum gaum, en
Iþegar hin mögru árin koma,
kemur í ljós að tekizt hefur með
iþessum áróðursbrögðum að koma
mönnum til þess að fá þá óljósu
'hugmynd að stefna ríkisstjórnar
innar eigi á einhvern dularfull-
an hátt þátt í fiskleysinu eða
hvers konar óáran af náttúr-
unnar hendi.
Landauðnaráróðurinn ýtir
þannig undir að eðlileg óánægja
fólks, þegar illa gengur, verði
að hálf sjúklegri svartsýni, sem
ibirtist í ýktum bölmóðslýsing-
um um ástandið. Slíkar upplýs-
ingar gleymast hins vegar gjarna
þegar skár gengur. Að þessu
standa jafnvel forystumenn
sumra byggðarlaganna sjálfir,
beint eða óbeint. Vítahringurinn
fullkomnast svo við það að þess
ar bölmóðslýsingar verða hin-
um „framsæknu og umbótasinn
uðu“ áróðursmeisturum ferskt
vatn á myllu landauðnaráróð-
ursins.
. Tilganigurinn af hálfu hinna
skammsýnni með þessum áróð-
urstvísöng er vafalaust sá að
hafa á'hrif á almenning og ráða-
menn þjóðfélagsins í þá átt, að
eitthvað verði að gera „vegna
ástandsins", m.ö.o. virðist þetta
vera í hugum þessara manna
nauðsynlegur inngangur að
bænaskrám tuttugustu aldarinn
ar á íslandi. Þjóðarbúið þurfi að
sjá aumur á þessum „ástands-
börnum" eða þurfalingum sín-
um.
Aftur á móti er tilgangur
hinna sem vita hvað þeir eru
að gera, sá að rífa niður fyrir
stjórnarvöldum landshns, án til-
'lits til þess, hvaða áhrif það
mundi hafa á framtíð dreifðra
byggða í landinu eða yfirleitt
hvað sem það kostar.
Hver sem tilgamgurinn kann
að vera með þessum áróðursað-
gerðum, hafa þær augljós áhrif
á skoðanamyndun almennings
um framtíðarviðgang dreifbýlis-
ins í heild. Yfirleitt lætur þessi
söngur í eyrum manna líkt og
útfararsömgur margra byggðar-
laga og jafnvel landshluta, því
menn gera sér yfirleitt grein
fyrir því að framtíð þessara
Lárus Jónsson.
staða verður ekki byggð á fram
færslu til langframa, og heldur
ekki þótt um s'kemmri tíma sé
að ræða.
Það virðist ekki þurfa mikla
Skarpskyggni til þess að sjá, að
þessi útfararsöngur er ekki beint
til þess fallinn að laða umga
menn til þess að hefja störf og
stofna heimili í byggðarlögum,
sem þannig dæma sjálf sig í
eyru aliþjóðar, eða hvetja þá,
sem trúað hefur verið fyrir spari
fé þjóðarinnar til þess að lána
það til fram'kvæmda á vonlausa
staði, sem þá og þegar verði að
verðlausum húsa- og mannvirkja
ikirkjugörðum, en þetta tvennt
skortir einm tilfinnanlegast á
þessum stöðum: unga sérmennt-
aða menn og fjármagn til fram-
kvæmda.
Allur fyrri ferill og saga
hinna norðlenzku sjávarplássa
ber vott um dugnað og harð-
ifylgi þess fólks, sem þar býr,
enda hefur það sigrað ótrúleg-
ustu erfiðleiika og tekizt að gera
þessa staði að blómlegum þorp-
um og bæjum, sem hafa geysi-
lega mikið gildi fyrir þjóðar-
búið í heild.
Hin áðurnefnda bölmóðs og
volæðisvofa, sem virðist vakin
upp úr myrkri miðalda, á því
ek'kert erindi til nútímafólks,
hvorki í þessum lands'hluta eða
annars staðar á Íslandi og allra
sízt sú fylgja hennar, að mikill
hluti þjóðarinnar skuli teljast
eins konar niðursetningar í eigin
landi á framfærslu þess þjóðfé-
lags, sem þetta fólk hefur helg-
að jafn erfiðan og árangursríkan
starfsdag, eins og norðlenzkir
sjómenn og verkamenn.
III.
Staða norðlenzku útgerðar-
plássanna í þjóðarbúskapnum.
Eins og nú er háttað málum,
er hvergi á aðgengilegan máta
hægt að fá tölulegar upplýsing-
ar um fjármagn, sem bundið er
í framleiðslutækjum sjávarpláss
anna á Norðurlandi, afrakstur
þeirra eða aðrar upplýsingar,
sem varða þjóðhagslega stöðu
þeirra. Þannig er yfirleitt um
svæðisbundnar upplýsingar um
efnahagsmál hér á landi.
Hér er því að finna eina or-
sö'k þess að yfirleitt er unnt að
bera á borð fyrir þjóðina alls
konar ýktar bölmóðslýsingar og
læða inn hugmyndum um vafa-
sama framtíðarmöguleika
dreifðra byggða.
Eitt frumskilyrði þess, að unnt
sé að hnekkja slíkum svartsýnis-
og barlómsviðhorfum á Norður-
landi er að koma á fót lítilli hag
fræðistofnun, t.d. á A'kureyri,
sem hafi með höndum að safna
svæðisbundnum upplýsinugm
um efnahagslíf norðlenzkra
'byggðarlaga. Á grundvelli þeirra
staðreynda, sem vafalaust leiddu
í Ijós þjóðhagslegt gildi þessara
staða á síðan að byggja áfram-
haldandi framfarasókn og upp-
byggingu í efnahagslífi þeirra.
Æskilegt væri að þessi stofn-
un annaðist, ásamt fleiri aðil-
um, gerð sérsta’kra framkvæmda
áætlana fyrir Norðurland, sem
fælu I sér áform um opinberar
iframkvæmdir til langs tíma og
yfirleitt samræmda stefnu í efna
hags og félagsmálum Norður-
lands.
Engum blöðum er um það að
fletta, að sjávarútvegur verður
um fyrirsjáanlega framtíð sá at-
vinnuvegur, sem drýgstur mun
reynast okkur íslendinigum til
gjaldeyrisöflunar, jafnvel þótt
vel muni takast til um stóriðju.
Mikla áherzlu ber því að
leggja á vöxt sjávarútvegsins og
viðgang. Burðarásar þessa at-
vinnuvegar eru hins vegar út-
vegsbæir og þorp umhverfis allt
land.
Staða norðlenzku sjávarpláss-
anna í þjóðarbúskap íslendinga
ræðst því af hagkvæmum við-
skiptum þjóðarheildarinnar við
þá á sviði gjaldeyrismála og
verðmætissköpunar og í annan
stað fer framtíð þeirra og geysi-
mikilvægra þátta í islenzkum
sjávarútvegi saman. Þjóðarheild
in á því margvíslegra hagsmuna
að gæta í norðlenz'ku sjávarpláss-
unum. Það er hagur þjóðarinnar
allrar jafnt þeirra eigin að
vinna bug á efnahagsörðugleik-
um þeirra og búa þeim sem
traustasta framtíð.
IV.
Stefnan í atvinnumálum
norðleni/.ku útgerðarstaðanna.
öll reynsla um aflasveiflur af
völdum mismunandi fiskgangna
við ísland bendir til þess, að um
tímabundin fyrirbrigði sé að
ræða. Því verður að gera ráð
fyrir, að svo sé nú við Norður-
land og þeir örðugleikar, sem af
þessu hafa staðið, því einnig
tímabundnir.
Ef gera ætti ráðstafanir til
mótvægisaðgerða í þessum efn-
um, sýndist því rökrétt að þær
miðuðust við að auka atvinnu
og örva efnahagslíf á þessum
stöðum skamman tíma, eða á
meðan umrætt ástand er ríkj-
andi.
Margt ber til, að slíkt mun
ekki skynsamlegt eingöngu,
nema jafnframt sé leitað til auk
inna framfara og uppbyggingar
á þessum stöðum, sem og annars
staðar í dreifbýlinu yfirleitt.
Gera verður ráð fyrir geysiörum
framförum á sviði atvinnu- og
félagsmála í þéttbýlustu héruð-
um landsins. Af þeim sökum er
ekki að búast við jafnvaxandi
viðgangi dreifbýlissvæða nema
framfarir þar haldist í hendur
við byltingarþróun þá í þéttbýl-
inu, sem augljóslega er fram-
undan.
Stefnan í atvinnu- og félags-
málum sjávarplássanna á Norð-
urlandi á því að hafa tvíþættan
tilgang: í fyrsta lagi á hún að
beinast að þvi að örv.a atvinnu-
líf á meðan hinir timabundnu
erfiðleikar eru ríkjandi, og jafn
framit að beinast einnig að sam-
ræmdum aðgerðum í því skynl
að efla alhliða framfarasókn og
uppbyggingu á svæðinu.
Hér verður að sjálfsögðu ekki
gefin nein forskrift í þessum
efnum, sem skoðast ber afla og
omaga alls, sem hugsanlegt er
að gera í ofangreindum tilgangi,
en drepið skal á nokkur mikil-
væg atriði:
Ef fyrst er vikið að mótvægis
aðgerðum við hinum beina tíma
bundna vanda vegna aflaleysis-
ins, sem lýsir sér í minnkandi
atvinnu- og gjaldgetu almenn-
ings á þessum stöðum, liggur
beinast við að álykta, að hér
ættu að koma til fyrst hagstjórn
araðgerðir af hálfu ríkis, þar
sem ein grundvallarskylda rikis
valdsins í löndum með frjálst
markaðSkerfi, er einmitt að hafa
jöfnunaráhrif á hagsveiflur,
hvort sem um þenslu eða sam-
drátt er að ræða. Ennfremur má
nefna nýjungar eða breytingar
í atvinnulífinu sjálfu, sem unnt
er að gera með skjótum hætti
og er sú leið miklum mun ákjós-
anlegri.
Nok'krar tilraunir hafa verið
gerðar til hagstjórnar hér á
landi á ofangreindu sviði, þ.e. til
örvunar atvinnu á þeim stöðum,
sem verða fyrir svipuðum erfið-
leikum og norðlenzku sjávar-
plássin nú. Hér er átt við starf-
semi Atvinnuaukninigarsjóðs og
að sumu leyti Aflatrygginga-
sjóðs, þótt í öðru formi sé. Nú
er það samt svo, að fé Atvinnu-
aukningas j óðs, sem er hverju
sinni allt of lítið til þess að sinna
því hlutverki, sem honum er nú
áætlað, er úthlutað eftir regl-
um eða hefð, sem taka alls ekki
æs'kilegt tillit til atvinnuástands
á þeim tíma og stöðum sera
því er úthlutað á. XJthlutunar-
reglur Aflatryggingasjóðs eru
einnig mjög gallaður og má m.a.
geta þess að hann bætir minna
aflaleysi fyrir norðan land en
sunnan, þ.e. miðað við sama
meðalafla á bát.
Þess er jþví ekki að vænta að
þessir sjóðir örvi nægilega at-
vinnulíf á þeim stöðum, sem
verða fyrir viðlíka erfiðleikum
og sjávarplássin á Norðurlandi,
a.m.k. ekki að óbreyttu, enda
þótt starfsemi þeirra sé vissu-
Framhald á bls. 17.
Skagaströnd. Engin síld í mörg ár.