Morgunblaðið - 09.03.1966, Page 19

Morgunblaðið - 09.03.1966, Page 19
Miðvikudagur 9. marz 1966 MORCUNBLAÐIÐ 19 F. 20. marz 1885. D. 14. des. 1965 INGIBJÖRG Hróbjartsdóttir var fædd 20. marz 1885 að Oddgeirs hólaausturkoti í Hraungerðis- Ihreppi. Foreldrar hennar voru Hróbjartur Jónsson, bóndi þar og kona 'hans Elín Jónsdóttir. Voru þau merkishjón og orðlögð fyrir dugnað og hjólpsemi. Bœði ættuð úr Árnessýslu. Hróhjartur niðji Guðrúnar Jónsdóttur frá Óseyrarnesi ,sem mikill ættbálk ur er kóminn frá, en langamma Elínar var móðursystir Bjarna riddara Sivertsen. Þau Elín og Hróbjartur eignuðust 13 börn og eru nú aðeins eftir á lífi, Guð- mann, vélstjóri, búisettur hér í borg. Þennan bamahóp létu þau sér ekki nægja, því af nágranna sínum tóku þau til fósturs eitt barn, Kristrúnu Kristjánsdóttur, nú húsfreyju að Þórissöðum í Grímsnesi. Hjó þeim ólst Krist rún upp, þar til Hróbjartur varð að bregða búi vegna heilsubrests. Tók þá Ingibjörg Kristrúnu að sér og var hún með henni næstu tíu árin. Ingibjörg ólst upp hjá foreldr- um sínum til fullorðinsára. Nærri má geta, að foreldrar hennar hafa ekki mátt liggja á liði sínu til að geta séð svo stórum barnahóp fyrir lífsnauð- synjum. Börnin urðu þvi svo fljótt sem þau gátu að hjálpa foreldrum við búverkin og heim- SMsstörf. Vafallaust hefur það verið þeim hollur reynsluskóli, því mér er kunnugt um að vegna dugnaðar síns og mannkosta nutu þau ávallt trausts og virð- ingar allra þeirra, sem kynnt- ust þeim. Síðustu árin bjuggu foreldrar Ingibjargar að Odd- geirshólum, þar til þau urðu að hætta búskap. Árið 1910 giftist Ingibjörg Guð mundi Guðjónssyni frá Reykja- nesi í Grímsnesi, orðlögðum dugnaðarmanni. Þau hófu bú- skap að Reykjanesi, sem þá var í þjóðleið, þvi að ferja yfir Brú- ará var á þeim tíma um Reykja nes. Þar var þá mannmargt í heimili og gestakomur miklar, en búið stórt og rekið af mikl- uim myndarbrag. Árið 1919 hættu þau búskap i Reykjanesi og flutti til Reykja- víkur og náku þar um táma gisti- hús og matsölu að Laugavegi 70. Guðmundur kunni ekki við bæjar lífið og keypti fljótlega Lauga- land við Þvottalaugarnar og tók einnig Gufunesið á leigu. Rak hann búskap á báðum stöðunum. Ingibjörg sá um búið að Lauga- landi og hafði hún börnin í sinni umsjá. Uppp úr þessu Umróti slitu þau samvistum. Þau Ingibjörg og Guðmundur eignuðust 7 böm, en misstu eitt þeirra, svo að börnin voru sex, þegar þau skildu. Samkvæmt landslögum þá, var móðurréttur inn aðeins að einum þriðja hluta á móti föðurnum. Ingiibjörg tók því 2 börnin með sér, en faðirinn Hróbjarts- Minning hafði hin fjögur og var það yngsta á öðru árinu. Það gefur að skilja, að það hafa verið þung spor, er Ingibjörg steig þá, þeg- ar hún skildi við barnahópinn sinn. Næstu árin vann hún fyrir sér með annað barnið, en hinu kom hún í fóstur. Börn þeirra Ingi- bjargar og Guðmundar eru: Bergþór, bóndi að Eystra-Sálu- nesi, Borgarfirði, giftur Vilborgu Helgadóttur, Hjáimar, kennari í Reykjavík, Guðjón, trésmiður, giftur Elínu Gísladóttur, Guðrún gift Jóni Kristjánssyni, trésmíða meistara, Erlingur, bóndi að Mel um í Borgarfirði og Haukur, sjómaður. Síðar kynntist Ingiþjörg Jó- hanni Magnússyni frá Hliði á Álftanesi, sem þá var bústjóri hjá Sveini Hjartarsyni, bakara- meistara og kona hans Steinunni Sigurðardóttur, en þau hjón ráku búskap bæði að Breiðabóli og Laugalandi hér í Reykjaví'k. Með Jóhanni eignaðist Ingibjörg einn son, Frímann, giftur Guð- rúnu Þórhallsdóttur. Frímann er verzlunarstjóri hjá Vatnsvirkj anum. Árið 1950 andaðist Jóhann og bjó Ingibjörg eftir það með börn um sínum, Hjálmari og Guð- rúnu. Ingibjörg var alla tíð dug- leg og kjarkmikil kona og kom það bezt í ljós, þegar þess var mest þörf. Þrotlaust starf til að sjá sér og sínum farborða var hlutskipti hennar á þeim árum, sem erfiðara var en nú að afla sér og sínum lífsnauðsynja, en móðurumihyggjan gaf henni þrek og kjark til að sigra erfiðleik- ana. Það hlaut því svo að fara, að h-ún yrði aðnjótandi þeirrar lífsgleði, sem sigursæl barátta hennar fyrir velferð barna sinna gaf ástæðu til. Ég sem þessi minningarorð skrifa, kom oft á heimili Ingibjargar síðasta ára- tuginn, sem hún lifði. Hún bjó þá með Hjálmari syni sínum að Gnoðavogi 48. Ég og kona mín áttum margar skemmtilegar stundir á því heimili, þvi Ingi- björg var glaðlynd kona og gestrisin. Góðgirni hennar og hlý hugur í okkar garð gleymist ekki. Nú er Ingibjörg horfin til æðri heimkynna. Hún andaðist 14. des sl. og var jarðsett þann 20. s.m. að viðstöddu miklu fjölmenni. Öllum ástvinum hennar sendi ég hugheilar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning hennar. Axel Þórðarson. Guðlaug R. Guðmunds- dóttir — Minning Frá Hattaverziun Soffíu Pálma LAUGAVEGI 12. Stórkostleg útsala í tilefni 30 ára afmæli verzlunarinnar. AÐEINS NOKKRA DAGA. HATTAVERZLUN SOFFÍU PÁLMA Laugavegi 12. Clœsileg íbúð Höfum til sölu mjög skemmtilega 5 herb. íbúð í háhýsi. íbúðin er teppalögð og öll hin vandaðasta. Harðviðarinnréttingar og flísar á baði og eldhúsi. Eignarhlutdeild í húsvarðaríbúð og samkomusaL Fullkomið vélaþvottahús. Glæsilegt útsýni í 3 áttir. Allar nánari upplýsingar veittar á skrifstofu vorri. FASTEIGNA SKRIFSTOFAN AUSTURSTRÆTI 17. 4. HÆÐ SlMI 17466 Bezt ú auglýsa í Morgunblaiíinu .......... N F. 18. 3. 1921. D. 27. 2. 1966. TÖKUM við alla jafna eftir því, að litbrigði tilverunnar eru því háð með hverjum þú gengur, við hvern þú hjalar um gleði þína eða sorg? Sumir dýpka lit- brigðin, kalla jafnvel fram í þín- um eigin barmi, heima, sem þú hafði ekki hugmynd um að þar væru. Aðrir gera tilveru þína tilbreytingalitla og jafna, gera hamarinn að sléttu — sléttuna að hamri. Sumir flétta þér blómsveig úr ljósi frá gleðiheimum og breyta þannig göngu þinni, hvar sem hún er hafin, í sumarferð. Aðrir kalla rökkrið fram á veg þinn, þó svo þú hafir hafið ferð þína í skæru ljósi. Oftast mun það þó, að þú hittir í honum vegbróður þín- um þetta hvorttveggja. Lauf trésins ber bæði í sér þrótt ljóss- ins og grænku lífsins og hrörn- un haustsins og gulan lit dauð- ans. En tekur þú eftir því hvorn heiminn hann ber hann vinur, fyrr en skóhljóð hans þagnar við hlið þér á veginum? Allt í einu hættir hann að gefa svar við orðum þínum, og þú finnur, að annað er ei eftir af honum en myndin hans, sem hefir greipzt í þinn eigin barm, myndin sem hefir samofizt þinni og verður aldrei frá henni s'kilin? Svo fór mér að minnsta kosti. Ég gerði mér þess ekki fulla grein, hvern fjársjóð tengdamóðir mín, hún Guðlaug, bar á veginn, fyrr en nú, er hún er hætt að gefa svar við orðum mínum. Nú finn ég, að hennar líf hefir ofizt og líf okkar beggja heldur í mót fram tíðinni í dótturbörnum hennar, börnunum minum. Og á greftr- unardegi hennar nú, þá er mér þakklætið efst í huga, þakklætið fyrir það, að hún leyfði mér að njóta móðurhlýju sinnar, tók við mér í barnahópinn sinn og gaf mér með þeim af þeim fjársjóð- um, er hún átti bezta. Ég man er hún þurrkaði út ótta minn, þá ég kom á heimili hennar fyrsta sinn, þurrkaði hann út og gaf mér í staðinn tilfinninguna um það, að þennan stað, sem ég var gestur á, bæri mér að skoða framvegis sem annað heimili mitt. Ég man, er hún gaf okkur börnum sínum, innsýn í æsku- drauma sína, er við vorum á ferð um æskustöðvar hennar. Þá var gaman að vera ungur, gaman að fá notið leiðsagnar hennar. En kærastar eru mér komur hennar á mitt eigið heimili og hjal henn ar við dótturbörnin þrjú. Þau væru svo ósegjanlega kát þegar þau áttu von á „Lullu mömmu“, sælgætinu feennar í munninn, yljaði kærleikshönd hennar á vangann. Fyrir þessar gleði- stundir í lífi barnanna ber mér að þakka, því að þær færðu þeim ljósheim á veg. Já, hún er horfin af braut þessa heims, skóhljóð hennar þagnað. Við vinir hennar eigum margs að minnast, dugnaðarins, orðheldninnar, hlýjunnar, já, margs, sem við geymum með okkur hvert og eitt. En þó við heyrum ekki orð hennar lengur, þá berum við með okkur gjafir hennar, þær gjafir, sem hafa samofizt okkar lífi. Og í barna- börnunum sá ég hana ganga á vit framtíðarinnar, sá hana ganga í mót ljósinu. Ég færi henni þakkir mínar og heimilis míns, þakkir fyrir allt og allt. Drottinn gaf — drottinn tók. Guð blessi þig móðir og leiði þig í dýrðarheima. ASalsteinn Guðniundsson. Málflutningsskrifstofa Vagn E. Jónsson Gunnar M. Guðmundsson hæstaréttarlögmenn Austurstræti 9 Simar 21410 og 14400. SAMKOMUR Almennar samkomur Boðun fagnaðarerinidisins að Hörgsihlíð 12, Reykjavík í kvöld kl. 8 (miðvikudag). Sf Kornvörumar frá General Mills fáið þérí hverri verzlun. Ljuffeng og bœtiefnarík fieða fyrir alla fjölskylduna. ð HEILDSÖLUBIRGOIR V

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.