Morgunblaðið - 09.03.1966, Síða 14

Morgunblaðið - 09.03.1966, Síða 14
14 MORCU NBLAÐIÐ Miðvikudagur 9. marz 1988 Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Yigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Simi 22480. Áskriftargjald kr. 95.00 á mánuði innanlands. I lausasölu kr. 5.00 eintakið. SKYLDA ISLENDINGA VIÐ L ÝÐRÆÐI OG FRELSI TWyjustu fregnir um athafnir Frakka innan Atlantshafs bandalagsins benda til þess, að Frakklandsforseti hyggist losa þann herstyrk Frakka, sem enn er undir yfirstjórn bandalagsins, undan henni. Er það í samræmi við þá stefnu Frakka undanfarin ár að draga mjög úr starfi sínu innan bandalagsins. Greinilegt er, að de Gaulle telur Atlantshafsbandalagið ekki jafn þýðingarmikið og áður, en sennilegri skýring á afstöðu hans til þess er þó sú, að Bandaríkjamenn og Bretar hafa jafnan neitað að verða við kröfu hans um sam stjórn þessara þrívelda á mál efnum þess, sem að sjálf- sögðu mundi draga mjög úr áhrifum annarra bandalags- þjóða á stefnu þess og störf. Ýmsir eru þeirrar skoðunar, að Frakkar stefni að því að hætta þátttöku í Atlantshafs- bandalaginu eftir 1969. Vera má að svo sé, og segja má að slík ákvörðun skipti ekki meg inmáli, eftir að Frakkar hafa tekið herstyrk sinn að mestu leyti undan stjórn NATO, þar væri aðeins um að ræða form lega staðfestingu á því, sem í raun og veru hefur verið að gerast. De Gaulle hlaut mikið áfall í forsetakosningunum í des- ember, aðallega vegna stefnu sinnar gagnvart samvinnu við hinar Evrópuþjóðirnar. Ó- hætt er að fullyrða, að stefna hans gagnvart Atlantshafs- bandalaginu nýtur mjög tak- markaðs stuðnings meðal frönsku þjóðarinnar. En hers höfðinginn er sérvitur og fer ekki troðnar slóðir. Markmið hans eru hins vegar mjög óljós, og oft virðist utanríkis- stefna hans hafa þann til- gang einan að skapa banda- lagsþjóðum hans erfiðleika, án þess að staða og hagur Frakka hafi batnað. En hvað sem líður afstöðu Frakka er kjarni málsins auð vitað sá, að Atlantshafsbanda lagið er í dag engu þýðing- arminna en það var, þegar það var stofnað. Harka kalda stríðsins hefur að vísu færzt frá Evrópu til Asíu, en það er auðvitað fyrst og fremst að þakka Atlantshafsbanda- laginu. . Ekkert hefur enn komið fram, sem bendir til þess að slík meginbreyting hafi orðið á utanríkisstefnu Sovétríkjanna, að þau mundu ekki grípa tækifærið til þess að magna útþenslustefnu sína í Evrópu á ný, ef Atlantshafs ríkin slökuðu á árvekni sinni. Enn hafa engir friðarsamn- ingar verið gerðir við Þýzka- land. Enn er Þýzkaland tví- skipt. Berlínarmálið er áleyst. Múrinn er á sínum stað. Þannig hafa í rauninni engin þeirra vandamála, sem ger't hafa Evrópu að hættulegri púðurtunnu frá stríðslokum, verið leyst. Það eina, sem hefur gerzt er, að Atlants- hafsbandalagið hefur stöðvað útþenslustefnu kommúnism- ans í Evrópu, og þess vegna hafa kommúnistar beint at- hygli sinni að annarri heims- álfu. Meðan svo er, er nauðsyn- legt að ríkin í Atlantshafs- bandalaginu haldi áfram hernaðarsamstarfi sínu og annarri samvinnu innan bandalagsins, með eða án Frakka. Og meðan svo er, er það skylda íslendinga við lýðræði og frelsi að taka þátt í þeirri samvinnu. SVAR HELGA BERGS lll'bl. beindi nýlega að gefnu tilefni þeirri fyrirspurn til Helga Bergs alþm. hvenær hann teldi tímabært að reisa hér alúmínverksmiðju. Þótt nokkuð sé nú um liðið hefur alþm. sent frá sér svar: Þar segir m.a.: „Núverandi ríkisstjórn hef ur aldrei fengizt til að gera neina allsherjaráætlun um uppbyggingu atvinnulífsins og raunar engar áætlanir, sem tryggt gætu skipulega nýtingu framkvæmdagetu þjóðarinnar. Og héðan af er þess ekki að vænta af henni. Hún nýtur ekki lengur þess trausts, sem þarf til að hafa forustu um slíkt, hafi hún þá nokkurn tíma notið þess.“ Og síðar: „Það er margt sem þarf að breytast áður en til mála kemur að mínum dómi að telja alúmínbræðslu tíma- bæra m.a. það sem nú hefur verið nefnt.“ Af þessum orðum alþm. verður ekki önnur ályktun dregin en sú, að hann telji forsendur fyrir byggingu al- úmínverksmiðju því aðeins vera fyrir hendi, að Fram- sókn komist í stjórn. Sem sagt: Ef Framsóknarflokkur- inn væri nú í ríkisstjórn væri bygging alúmínverksmiðju tímabær að dómi Helga Bergs. Er til betri lýsing á afstöðu Framsóknarflokks- ins til mikilvægustu hags- munamála þjóðarinnar en sú, sem ritari flokksins hefur nú gefið? OZYMW Hvað verður um Minds- zenty kardínála? Búdapest, 6. marz, NTB, AP. SENDIMAÐUR Páfastóls kom til Búdapest á sunnudagr, þeirra erinda að þvi er talið er, að kynna sér hvort það muni ætlun Jozefs kardínála Mindszentys að dvelja áfram í bandaríska sendiráðinu í Búdapest. Eins og kunnugt er, leitaði kardínálinn hælis í sendiráðinu 1956 þegar upp reisnin í Ungverjalandi var bæld niður, Mindzenty kard- ínáli bafði verið dæmdur í lífstiðarfangelsi 1949 fyrir drottinssvik og njósnir en tókst að flýja úr fangelsinu. Sendimaður pófastóls, Franz kardínáli König, erkibiskup Vínarborgar, er sagður hafa fengið það verkefni að telja hinn ungverska starfsbróður sinn á að hverfa brott úr landinu og halda suður til Rómar. Sagt er að Minds- Mindszenty kardináli. zenty kardínáli, sem verður 74 ára 29. marz n.k., sé því mótfallinn og líti á sjálfan sig sem pislarvott kaþólsku kirkjunnar í Ungverjalandi. Krefst kardínálinn þess að sögn að ungversk yfirvöld setji fram tryggingu fyrir frelsi kirkjunnar og vilji hvergi fara nema slík trygg- ing fáist. Þá er og sagt að yfirvöld í Ungverjalandi séu heldur hlynnt því að akrdín- álinn fái að fara úr landi, með því skilyrði þó að hann og pófastóll sömuleiðis, láti hjá líða öll ótilhlýðileg af- skipti af innanríkismálum Ungverja. König kardínáli og Minds- zenty ræddust við í fimm klukkustundir síðdegis á sunnudag, að því er fregnir herma, en ekkert hefur verið uppskátt látið um hvað hafi einkum verið til umræðu á fundi þeirra. Illa horfir í at- vinnumálum Svía — meiri likur til allsherjarverkfalls, en ver/ð hefur um árabil Stokkhólmi, 3. marz — NTB. SAMKOMULAGSUMLEITANIR samtaka sænskra atvinnurek - enda og launþega, sem staðið hafa undanfarna mánuði, hafa ekki borið árangur. Sáttasemjari, Jarl Hjalmars- son, tilkynnti í nótt, að tilraunir hans til að koma á samkomu- lagi hafi ekki leitt til neins sam komulags, og fái hann engu til leiðar komið. Sagði hann, að 10 vikna starf sitt, og margir og langir fundir með deiluaðilum síðustu daga, hafi orðið árang- urslausir. Sé ekki lengur neinn grundvöllur fyrir frekari mála- miðlun af sinni hálfu. Bilheldur ís á Skorradalsvatni AKRANESI, 7. marz — Einn hitti ég, nýkominn ofan úr Borg arfirði. Aðspurður sagði hann að ísinn á Skorradalsvatni hefði ver Er#nú almennt talið í Svíþjóð, að ver horfi í atvinnumálum, en verið hefur um langt skeið. Talsmaður atvinnurekenda- samtakanna, Bertil Kugelberg, sagði í dag, að svo mikið bæri á milli, að atvinnurekendur myndu heldur hætta á verkfall, en ganga til móts við kröfur launþega. Ákveðið hefur verið að kalla saman til fundar á laugardag formenn samtaka ýmissa iðnað- ar- og iðnverkamanna, en fram hefur komið af ummælum tals- manna launþega, að iðnaðar- samtökin ráði mestu um það, hvort til almennra vinnustöðv- ana kemur í Svíþjóð. Umræðurnar undanfarið hafa að mestu snúizt um það, innan hvers ramma helldarsamningar fyrir næsta samningsár skuli gerðir. Segja fréttaritarar, að hættan á allsherjarvinnustöðunum á þessu ári sé meiri, en verið hefur um mjög langt skeið í Svíþjóð. f sama streng tók sænski innan- ríkisráðherrann, Rune Johans- son, í dag. Sagði hann horfur mjög alvarlegar. Adenauer til ísrael Bonn, 7. marz (NTB-AP) t Konrad Adenauer, fyrr- um kanzlari V-Þýzka- lands, hefur þegið boð um að heimsækja ísrael í maí næst- komandi, að því er upplýst var af hálfu flokks Kristi- legra demókrata í Bonn í morgun. Adenauer, sem nú er níræður, fer þangað í boði stjórnar lands- ins og er þess getið til, að hann verði sæmdur heiðursdoktors- nafnbót við Weizmann-stofnun- ina. Sakaðir um samsæri gegn Fidel Castro Havana, Kúbu, 7. marz NTB. • TVEIR foringjar úr kúb- anska hernum, Roland Cubelaa og Ramon Guin verða leiddir fyrri rétt í Ilavana á morgun, ásamt nokkrum óbreyttum kúbönskum borgurum, allir sak- aðir um aðild að samsæri um að ráða Fidel Castro af dögum. Stjórn Kúbu segir bandaríska aðila hafa staðið að baki sam- særinu. Verði menn þessir sekir fundnir, eiga þeir yfir höfði dauðadóma. v Berlin: Somkomulag um keimsóknir ið orðinn bílheldur í byrjun þorra, og ísinn loks orðið hálfur meter á þykkt. Einn bæ að minnsta kosti veit ég um í daln- um, sem enn sækir vatn í vatn- ið og hefur lengi gert í brúsum, sem ekið er á traktor. Fara 3 klukkustundir daglega í þetta. Þó rignt hafi í 2—3 daga undan- farið, er vatn allt ofan á enn. — Oddur. Berlín, 7. marz NUTB—AP. • FULLTRÚAR yfirvaldanna í Vestur-Berlín og Austur-Þýzka landi hfaa undirritað samkomu- lag, þar sem kveðið er á um heimsóknir V-Berlínarbúa til ættingja í Austur Berlío um næstu páska og hvítasunnu. Samkomulagið gildir til 30. júní nk. Páskaheimsóknirnar verða leyfðar á tímabilinu 7. — 20. apríl og hvítasunnuheimsókn- irnar 23. maí — 5. júní.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.