Morgunblaðið - 09.03.1966, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 09.03.1966, Blaðsíða 15
Miðvflmðagur f. marz 1968 MORCU NBLAÐIÐ 15 Stuðlar - strik - strengir Grúsíumaðurinn borðar hindber SÍÐDEGIS einn dapurlegan dag árið 1934 varð rússneska skáldinu Osip Mandelstam á versta skyssa ævinnar. Hann lór í heimsókn til Boris Past- ernaks. Mandelstam vissi að Paster- nak gat hann treyst — en er Ihann bar þar að garði voru staddir hjá Pasternak fjórir gestir aðrir, rithöfundar og skáld. Mandelstam var of mik- ið niðri fyrir til þess að gruna þá um græzku og lét ótrauður flakka það sem hann hafði ætl- að Pasternak einum, kjarnyrt Ijóð um Stalin, sem hljóðar eitt hvað á þessa leið í lauslegri þýðingu (úr ensku); sér lítið fyrir og skýrt „réttum aðilum“ frá því sem hann heyrði og sá í íbúð skáldsins — og Mandelstam var óðara tekinn höndum samkvæmt sér- legri tilskipan Stalins sjálfs og sendur í útlegð til Síberíu. — Skáldskapur hans var bannað- ur og er enn nær óþekktur í Sovétríkjunum, en á Vestur- löndum hefur frægð hans gold- ið þess hversu illa hefur tekizt til um þýðingar á verkum hans. Nú eru liðnir nær þrír ára- tugir síðan Mandelstam lézt og hafa ýmsir mætir menn bæði austanhafs og vestan tekið sér Við lifum. Við erum ekki vissir um að við göngum á okkar eigin landi. í tíu skrefa fjarlægð heyrir enginn til okkar. En hvarvetna þar sem talað er í hálfum hljóðum minnumst við fjallgöngumannsins í Kreml. Digrir fingur hans eru eins og spikaðir snákar, við treystum orðum hans eins og tíu punda lóðum. Hann gengur í gljáfægðum stígvélum og hláturinn býr undir humarskegginu. Umhverfis hann, stórmennið, hálsmjóir, skrælnaðir ráðgjafar. Hann leikur að þeim. Hann er kátur með hálfmennin í kringum sig. í>eir gefa frá sér kynleg, hrærandi dýrshljóð. Hann einn talar rússnesku. Orð hans falla, eitt af öðru, eins og glóandi skeifur af steðja. Hann hittir ætíð naglann á höfuðið. Og eftir hvert illvirki er hann eins og Grúsíumaður sem stingur hindberi í munninn. Nokkrum dögum síðar stakk Grúsíumaðurinn í Kreml upp í sig einu hindberinu til, sér- lega gómsætu. Einn gesta Past- ernaks kvöldið góða hafði gert fyrir hendur að kynna hann og verk hans. Meðal annarra sem lagt hafa sinn skerf til kynningar á Mandelstam er bandaríska skáldið Robert Lowell, sem þýtt hefur allmörg Ijóð eftir hann á enska tungu og þykir hafa tekizt mjög vel, svo vel að sumra dómi að Mandelstam standi eftir sem eitt bezta ljóðskáld aldarinnar. Osip Mandelstam var í heim- inn borinn 1891, til auðs og hóglífis að því er ætla mátti, einkabarn efnaðs kaupmanns af Gyðingaættum, sem vildi allt fyrir son sinn gera og sendi hann m.a. í ferðalag um flest lönd Vestur-Evrópu áður en hann hæfi háskólanám í St. Pétursborg. En þegar piltur vís aði á bug öruggri framtíð und- ir handleiðslu föður síns, þver- neitaði að sýsla við leður og skinn en kvaðst vilja verða skáld — sem var í hæsta máta ótrygg atvinnugrein og jafnvel hættuleg á þeim tímum — leizt föður Osips ekki á blikuna og gerði hann arflausan, sennilega í þeirri von að strákur sæi að sér og sneri aftur heim til föð- urhúsanna. En Osip var ekki á því. Hann batt trúss við Akmeista, fá- mennan hóp skálda og rithöf- unda, sem höfðu bækistöð í St. Pétursborg og voru í andstöðu við symbolista, sem um þær mundir voru allsráðandi í rúss- neskri ljóðagerð. Mandelstam tók sér forngríska ljóðlist til fyrirmyndar um margt og hafði hið mesta dálæti á öllu sem grískt var. Aþena var honum ímynd fegurðarhugsjónarinnar og ljóð hans hafa, að dómi sumra gagnrýnenda hans, til að bera tígulegan einfaldleik og þrótt forngrisku hofanna. Er kom fram á árið 1917 hafði Osip Mandelstam gefið út tvær ljóðabækur þótt ekki væri hann nema 26 ára gamall og var þá þegar talinn í hópi merkari skálda. Sjálfur var hann maður smávaxinn og barnslegur, eða eins og einn vina hans frá þessum árum í St. Pétursborg lýsir honum: „Grannvaxinn piltur með lilju- blóm í hnappagatinu og augn- hár svo löng að ná niður á miðja vanga.“ Aðrir vina hans líktu honúm við hvekktan og hræddan kjúkling. En það var aðeins í útliti. Mandelstam hataði harðstjórn bolsévikka ofurhatri allt frá þeim degi er þeir tóku völdin í sínar hendur og skirrðist ekki við að láta skoðanir sínar í ljós. Enn í dag undrast menn fífl- dirfsku þessa grannvaxna pilts eins og hún kemur fram í sög- um vina hans af honum. Ein sagan segir frá því þegar Mandelstam horfði á það er •háttsettur leynilögreglumaður sat að sumbli í krá einni og ritaði í drykkjuvímunni nöfn ýmissa þeirra er vegna stjórn- málaskoðanna sinna voru tald- ir „óæskilegir1*, á aftökutilskip- anir sem hann hafði af hjá sér heilan bunka. Skáldið smá- vaxna horfði á þessar aðfarir um stund en gat svo ekki á sér setið, þaut yfir að borði drykkjusvolans, hrifsaði út- fylltar aftökutilskipanirnar af borðinu, reif þær í tætlur og rauk svo af stað út í myrkrið. í það skipti hélt skáldið lífi fyrir bænarstað systur Xtotzk- ys, sem þótti mikið til l>ða hans koma. En upp frá því var hann dæmdur maður. Allan áratuginn milli 1920 og ’30 bjó ihann við sult og seyru með konu sinni ungri, í sífelldum ótta við það sem koma kynni. Árið 1931 orti hann: maður að heilsu og lá enn sjúk- ur er hann var aftur tekinn höndum, sakaður um andbylt- ingarstarfsemi og var þá dæmdur til fimm ára þrælkun- arvinnu í fangabúðum lengst austur í Síberíu. Er Mandel- stam frétti um þennan nýja dóm missti hann vitið. Hann var fluttur austur engu að síð- ur, en fékk þar þá flugu í höf- uðið að verið væri að eitra fyr- ir sig og neitaði að snerta mat- arskammt þann sem honum var ætlaður en rændi í staðinn mat •<í'"||£j ÍS&i.. Osip Mandelstam. Ég hangi utan á ógnþrungnum tíma, strætisvagni á ferð. Ég veit ekki til hvers ég lifi. Mandelstam var 43 ára gam- all er Stalin sendi hann til Síberíu. Harðrétti það er hann var beittur elti hann um aldur fram, en list hans varð þrosk- aðri og fegurri fyrir þjáning- ar þær sem á hann voru lagð- ar. Robert Lowell hefur þýtt eftir ihann harmljóð um útlegð- ina, sem ort er um þetta leyti og ber því glöggt vitni hversu hin síðari Ijóð hans eru laus við allt útflúr og óþarfa skraut mælgi. Ljóð þetta hljóðar svo í lauslegri þýðingu: frá meðföngum sínum. Honum var refsað harðlega fyrir og engin miskunn sýnd. Loks gekk svo fram af föngunum að þeir fleygðu honum á dyr í þrjátíu stiga gaddi. Mandel- stam hjarði í nokkrar vikur eftir þetta, hafðist við í áhalda- skúrum og leitaði sér ætis á' sorphaugunum. Svo dó hann. (í>ýtt og endursagt úr banda- ríska vikuritinu ,,Time“). Líkami minn, allt sem ég hef fengið að láni frá jörðinni. ég vil ekki að hann hverfi hingað aftur eins og hveitifölt fiðrildi. Líkami minn, flakandi og sviðinn hugsunum ég vil hann verði stræti, land — Hann átti fjöld hryggjarliða og vissi vel af lengd sinnL Dökkgrænar furunálarnar kveina í kyljunni eins og jarðarfararkransar sem kastað er á vatnið ... Hvernig tómstundir okkar og líf runnu út í sandinn! Árið 1937 var Osip Mandel- stam látinn laus um stundar- sakir. En hann var þá farinn Listmálarinn Hans Hofmann látinn Í>EIM listmálurum fækkar stöðugt, er á fyrstu tugum ald- arinnar lögðu grundvöllinn að þeim stefnum í myndlist, sem nefndar hafa verið óhlutlæg- ar. Einn af þessum mönnum var Hans Hofmann, sem lézt í New York 17. febrúar s.l. Hof- mann var fæddur í Bavaríu árið 1880. Myndlistin náði snemma sterkum tökum á hon- um. Eins og fjölmargir aðr- ir Evrópubúar, lagði hann leið sína til Farísar til að nema og iðka list sína. Þetta var snemma á öldinni og á þeim tíma, er hinir ýmsu „ismar“ voru að fæðast. Hofmann varð fljótlega atkvæðamikill maður í listaheiminum og árið 1915 setti hann á stofn myndlistar- skóla í Múnchen. Síðar ferð- aðist hann með skóla sinn til Austurríkis, Júgóslavíu og ít- alíu, en hélt síðan aftur til Parísar. Hofmann þótti alla tíð frábær kennari og margir af þeim mönnum, er hann studdi fyrstu skrefin á listabrautinni, eru fyrir Yingu orðnir heims- þekktir menn. Líf Hofmanns var sífelld leit að nýju umhverfi og nýjum tjáningaleiðum og að síðustu hafnaði hann í Bandaríkjun- um. Árið 1933 setti hann á stofn myndlistarskóla í New York, sem síðar átti eftir að verða ein merkasta myndlist- arstofnun vestan hafs. Hof- mann er oft nefndur faðir bandarískrar nútímamyndlistar Upptalning á frægum nemend- um hans verður ekki gerð hér, en þó er rétt að nefna Polloc, de Kooning og Wolf Kahn. Allt eru þetta mjög þekktir menn og mörg af eirnkennum verka þeirra, eru komin beint frá læriföðurnum. Hofmann var m.a. upphafsmaður að „sprautu-tækninni“ sem ein- kennir flest af verkum Poil- ocs. Lausleg útskýring á þess- ari tækni er sú, að listamað- urinn sprautar eða kreistir út litatúbunum, (eða hellir úr ílátunum) yfir myndflötinn. Framhald á bls. 21 Hans Hofmann ☆ ☆ ☆ Frá Bretlandi: Látnir eru í Bretlandi fyrir nokkru tveir rithöfundar, John Brophy og Thomas B. Costain. Costain náði áttræðisaldri og liggja eft- ir hann 25 bækur, einkum sögu legar skáldsögur, sumar mjög vinsælar, s.s. The Black Rose og The Silver Chalice. Má hann teljast næsta afkastatnikill rit- höfundur, ekki sízt ef tekið er tillit til þess að hann var 57 ára gamalf er fyrsta bók hans kom út. Skáldsagnahöfundurinn John Brophy varð 66 ára gamall. Eftir hann liggur margt rit- verka en kunnastur en hann fyrir afskipti sín af réttinda- baráttu rithöfunda — og m.a. var eftir honum heitið gjald það er renna átti til rithöfunda fyrir útlán bóka af söfnum og kallað „Brophy’s Penny“. Um kollega sína í skriffinnskunni, sagði Brophy ein-hverju sinni: „Jú, ég hef gaman af þeim, svo fremi að þeir líti á skriftir s>in- ar sem vinnu en ekki einbvers konar dulspekiiðkanir“. Brop- hy er faðir Brigid Brophy, sem einnig er kunn af skrifum sín- um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.