Morgunblaðið - 09.03.1966, Blaðsíða 28
Langstærsta og
íjölbreyttasta
blað landsins
Helmingi útbreiddara
en nokkurt annað
íslenzkt blað
Maður
drukknar
Akureyri, 8. marz: —■
ÞAÐ SLYS varð í fyrrinótt að
Jón Antonsson, Rauðumýri 14,
Akureyri, skipverji á bv. Sval-
bak, týndist af skipinu. Þetta
gerðist er togarinn var að veið-
um, en tveir dagar voru þá liðn-
ir frá því það fór úr höfn. Þegar
átti að ræsa hann kl. 4 um nótt-
ina var hann ekki í rekkju sinni
og fannst ekki er leitað var að
honum.
Jón heitinn var 27 ára að aldri,
ókvæntur, sonur hjónanna Mar-
grétar Vilmundardóttur og Ant-
ons Sigurjónssonar, Akureyri.
— Sv. P.
ísfiskssala
AKRANESI, 8. marz. — Togar-
inn Víkingur seldi í Bremerhav-
en í gærdag 147 tonn fisks
fyrir 131.346 mörk. Skipstjóri er
eins og áður Hans Sigurjónsson.
— Oddur.
Goðinn — nýr dráttarbátur
kemur í marzlok
B|urgtfnarfélagid kaupir báfinn,
tekur við af Geðanesi
sem
BJÖRGUNARFÉLAGIÐ h.f. hef
ur nú fest kaup á norska dráttar-
bátnum „Kraken", sem verSur
væntanlega til afhendingar inn-
an hálfs mánaðar og kemur þá
til landsins í síðustu viku marz.
Að Björgunarfélaginu h.f. standa
öll tryggingarfélögin, sem með
skipatryggingar hafa að gera, en
stjórn þess skipa eftirtaldir
menn: Gísli Ólafsson, stjórnar-
formaður, Ásgeir Magnússon og
Sigurður Egilsson. í varastjórn
er Tryggvi Briem. Hið nýja skip
mun á íslenzku hljóta nafnið
„Goðinn", og kemur í stað Goða
nessins, sem á sl. ári veitti að-
stoð sina 166 sinnum fyrstu 10
mánuði ársins, en tvo þá síðustu
var það meira og minna í Reykja
víkurhöfn vegna veðurs, en skip
inu var ekki kleift að fylgja
fiskiskipaflotanum eftir á þeim
árstíma. Með hliðsjón af þeirri
reynslu, sem fékkst af björgunar
störfum Goðanessins var hið
nýja skip keypt.
Kaupsamningur var undirrit-
aður af stjórn félagsins í Osló
2. marz sl., eftir að skipið hafði
verið skoðað af Páli Ragnarssyni
fulltrúa hjá Skipaskoðun ríkis-
ins. Samningurinn hefur nú ver
ið heimilaður af yfirvöldum hér,
Viðskiptamálaráðuneytinu og
Landsbanka íslands. Skipið er
byggt úr stáli í marz 1963 af Ul-
stein Mekaniske Verksted, og er
í góðu ásigkomulagi, enda ekki
í mikilli notkun frá því það var
byggt.
„Goðinn“, sem skrásettur er í
Reykjavík er með Man diesel-
vél 820 hestafla. Það er búið
góðum og afkastamiklum dæl-
um, tveimur 25 tonna og einni
100 tonna. Eidneytis- og fersk-
vatnstankar gera skipinu mögu-
legt að vera allt í þriggja vikna
úthaldi. í skipinu er skiptiskrúfa
og er henni stjórnað úr brú. Skip
ið er tæp»92 fet á lengd og 23 fet
á breidd. Það er búið ratsjá og
öhum nauðsynlegum siglingar-
tækjum. Verð skipsins er
1.930.000 norskar krónur, og er
Framh. á bls. 27
ÞEGAR Ljósmyndari Mbl.
Ól. K. Mag, flaug yfir Faxa-
sker í gær um hádegi var
fjara og báturinn Eyjaberg,
lá á þurru í stórgrýtinu og
bar rauður og hvítur skrokk-
urinn í svart grjótið. Hann
lá á hliðinni og sjór gekk upp
í hann. Á flóðinu mun hann
hafa verið næstum alveg í
kafi.
Ekki fært að
bjarga Eyjabergi
— ©g
engtim werðmætutn
því
ur
I GÆR voru sjópróf í Vest-
mannaeyjum út af Strandi Eyja-
bengsins á Faxaskeri við inn-
Malbikunaráœtlanir
I Reykjavík 1966
í GÆR var gengið frá áætlun
um gatna- og holræsagerð í
borgarráði Reykjavíkur. Við
birtum hér yfirlit og kort yfir
þær götur, sem ákveðið er að
Flugfarmur af hús-
gögnum frá Akureyri
i nýjfa Loftleiðöbotelið
malbika á árinu 1&66. Síðan
segir nánar frá holræsagerð
og gangstéttum. Ennfremur
er gerð grein fyrir kostnaði
við hverja framkvæmd. Nán-
ara yfirlit bíður síðari birting
ar í blaðinu. — Meðfylgjandi
upplýsingar eru fengnar frá
Inga Úifars Magnússyni,
gatnagerðarstjóra Reykjavík-
urborgar í gær.
Kortið sýnir göturnar, sem
verða malbikaðar.
Vesturbær:
Sörlaskjól, Faxaskjól, Grana-
Framhald á bls. 27.
Akureyri 8, marz. ,
Loftleiðir h.f. sendu í dag
Cloudmastervélina Snörra Þor-
finnsson hingað til Akureyrar, til
að sækja húsgögn í nýja Loft-
leiða.hótelið í Reykjavík. Hús-
gögnin eru smiðuð hjá Valbjörk
h.f. á Akureyri, sem á sínumn
tíma sendi hagstæðasta tilboðið
í smiðið þeirra.
Þegar fréttamaður Mbl. kom
á Ak’ureyrarflugvöll í dag stóðu
þrír fuhhlaðnir vörubilar hjá
flugvélinni c»g starfsm.enn Val-
bjarkar bg Loftleiða voru önn-
Framhald á bls. 27.
Verið að ferma Snorra Þorfinnsson með húsgögnum á Akureyri.
siglinguna til Vestmannaeyja. —.
Fultrúi bæjanfógeta Jón Öskars-
son var fonseti réttarins. Fyrir
réttinn komu Sigurður Gunnars-
son skipstjóri, Sigurður Viktors-
son stýrimaður og Guðmundur
Vignir Sigurðsson vélstjóri.
Við réttauhöldin kom frarn að
er skipið var að koma inn til
Vestmannaeyjahafnar var hríð-
ankóf og dimmt mjöig í hryðj-
unum. Siglt var eftir ratsjá.
Hafði skipstjóri sett stefnu, en
fór síðan niður að borða og tók
véistjóri við stýrinu á meðan. Er
skipstjóri kom upp aftur sá hann
eftir skamma stund boða á bak-
'borða en þá var mjög dimmt af
éli. Reyndi hann þá að beygja
frá, en þá kom í ljós að stýrið
var óvirkt. Var þá sett á fulla
ferð aftur á bak, en- það hafði
ekki tilætlaðan árangur þar sem
skipið lét ekki af stjórn og lagð-
ist flatt fyrir sjó og kastaðist
upp í klettana.
Þá var settur út gúmtojörgun-
arbátur og gekk allt vel við það
verk. Bát'ar komu brátt á vett-
vang og var áhöfn bjargað um
borð í Lóðsinn. Talin var, að
samdóma áliti skipstjóra þarna
á staðnum, að enginn kostur
væri að ná skipinu á flot í því
veðri sem á var, og það því ekki
reynt.
Nú er svo komið að s'kipið er
fullt af sjó á flóði og tæki þess
ónýt og ekki taldar líikur til að
(hægt verði að bjarga neinu úr
því.