Morgunblaðið - 09.03.1966, Blaðsíða 17
1 Miðvikudagur 9. marz 1966
MORGUNBLAÐIÐ
17
- FRAMTÍÐ NORÐLENZKRA ÚTGERÐARSTAÐA
Framhald af bls. 12.
lega mjög gagnleg. Svipaða sögu
er að segja um starfsemi Bjarg-
xáðasjóðs, en honum er ætlað
það hlutverk að hlaupa undir
bagiga í illærum og má því
flok'ka starfsemi hans undir hag-
stjórn.
Fjórði sjóðurinn er til, sem
öll skynsamleg rök benda til að
eigi að láta atvinnujöfnun til
sín taka í umræddum tilvikum.
Hér er átt við Atvinnuleysis-
tryggingasjóð, sem mun vera ein
tfjársterkasta stofnun á þessu
landi. Munu eignir hans nema
hundruðum milljóna króna.
í þennan sjóð eru útgerðar-
plássin á Norðurlandi skylduð
að löigum til að greiða tugi
milljóna árlega, en ef lána er
óskað úr honum til atvinnu-
aukninga, sem yrði þá til að
hann þyrfti síður að greiða mönn
um bætur fyrir að gera ekki
neitt, gætir hörðustu bankasjón-
armiða og fæst yfirleitt ekki við
urkenning fyrir því að aukning
atvinnu sé eitt af þeim hlutverk
um, sem sjóðurinn á að rækja
með útlánastefnu sinni. í>essi
byggðarlög, sem hér um ræðir
hafa fengið mörg lán úr þessum
sjóði, sem hatfa gert kleifar ýmiss
konar lítfsnauðsynlegar fram-
kvæmdir, t.d. hafnarframkvæmd
ir, en meiri en venjuleg fyrir-
greiðsla fæst ekki í atvinnuleys-
isárum.
Þess má geta að heildargreiðsl
Ur sjóðsins í atvinnuleysisbæt-
ur munu ekki vera hærri en
upprunalegt framlag ríkissjóðs
til hans þegar hann var stofnað-
ur, svo ekki þarf að óttast að
hann geti ekki sinnt uppruna-
lega hlutverki sínu um greiðslu
BitvinnuleysiSbóta, enda þótt
hann leitist við að koma í veg
fyrir atvinnuleysi með útlána-
stefnu sinni.
Það, sem hér hefur verið sagt
um starfsemi þessara sjóða, leið-
ir glögigt í ljós, að brýn nauð-
syn er á að gera ráðstafanir til
þess að unnt sé að reka sveigjan
iegri stefnu í þessum málum.
Það er höfuðnauðsyn, að byggð-
arlög og svæði, sem verða fyrir
slíkum tímabundnum erfiðleik-
um oig Norðlendingar n-ú, geti
haldið áfram framkvæmdum í
í ýmis konar framfaramálum
staðanna, svo sem á vegum sveit
arfélaganna, óháð gjaldgetu
borgaranna. Að öðrum kosti
verður samdrátturinn í atvinnu
lífinu nánast algjör og stöðnun-
in veldur töfum og truflunum
í efnahags- og félagslífi stað-
anna, þegar betur fer að ganga,
þeim og þjóðfélaginu ti'l tjóns.
Eðlilegit er að samræma alla
Starfsemi þessara sjóða undir
eina stjórn og miða hana í miklu
ríkari mæli við sveigjanlagar að-
gérðir til raunverulegrar atvinnu
jöfnunar á þeim stöðum og tím-
um, sem þörf er á sliku, jafn-
frámt því sem annarra hlutverka
þeirra sé gætt.
Ekki verður hjá komizt að
fninna einnig hér á almenna
etefnu ríkisvaldsins og bankanna
í hagstjórnarmálum, þ.e. við-
leitni þessara aðila til þess að
hamla gegn verðbólgu. Þetta er
í alla staði eðlileg stefna, eins og
komið er þeim málum ökkar, því
eegja má að almenn verðbólgu-
tilhneiging sé orðin rótgróin og
runnin mönnum í meng og blóð.
Á hinn bóginn eiga norðlenzku
ejávarplássin við öfug vandamál
að stríða, þ.e. tímabundið at-
vinnuleysi Og samdráttartilhneig-
ingu. Stefna ríkisvaldsins og
bankanna, sem er lifsnauðsynleg
heildar-efnahagsmálastefna leys-
ir því alls ekki vandann á þess-
um stöðum, nema til séu tæki til
þess að reka sérstaka hagstjórn-
arstefnu á takmörkuðum svæð-
um með aðstoð fjársterkra hag-
jöfnunarsjóða. 1 þessu ljósi er
annþá meiri nauðsyn á að stefna
þessara sjóða sé sveigjanlegri en
áður. Þetta hlýtur að teljast eðli-
legur háttur þessara mála á ís-
landi, þar sem svo mikil óvissa
ríkir um afkomuna í sjávarpláss
unum umhverfis landið vegna
misjafnrar fiskigöngu á einstök
mið.
Þær ráðstafanir í atvinnulí'finu
sjálfu sem hægt er að gera með
skjótum hætti og hafa mikil áhrif
til örvunar þess, eru m.a. afla-
flutningur frá fjarlægum miðum.
Nokkuð hefur þegar verið gert í
þessu efni, m.a. að tilstuðlan rík-
isvaldsins. Hins vegar er þetta
stórmál, sem tekur áreiðanlega
nokkurn tíma að skipuleggja og
finna á hagkvæmustu leiðir og
form í framkvæmd, í samræmi
við þá reynslu, sem fæst af þeim
hverju sinni á hinum ýmsu svið-
um þessara flutninga. Því er
ekki minni ástæða til þess að
telja þetta vera hvort tveggja
framtíðarstefnumál og einnig
ráð, sem grípa má til, og gripið
hefur verið til, í hinum tíma-
bundna vanda, sem nú steðjar
að sjávarplássunum á Norður-
landi.
Ef vikið er þá að nokkrum at-
riðum varðandi framtíðarstefn-
una í atvinnu- og félagsmálum
útgerðarstaðanna á Norðurlandi,
þá verður fyrst fyrir að undir-
strika, að hún hlýtur að byggjast
á hinu mikla gildi, sem þeir hafa
fyrir þjóðarbúið í heild.
Höfuðáherzlan í atvinnumál-
um þessara staða hlýtur enn um
sinn fyrst og fremst að verða
lögð á vöxt og viðgang sjávar-
útvegsins, enda þótt iðnaður
muni sífellt aukast þar, þótt í
mismunandi mæli verði. Þær að-
gerðir, sem koma því fyrst og
fremst til auikningar afkomuör-
yggis þar, eru því á sviði sjávar-
útvegs og fiskiðnaðar. Sem dæmi
um slíkar ráðstafanir má netfna:
a) Áframhaldandi flutninga
ferskfisks og fersksíldar (í salt
og bræðslu) frá fjarlægari mið-
um bæði í fiskiskipunum sjálfum
og sérstökum skipum og athug-
anir á hentugustu leiðum og
formum á flutningum þessum í
tframkvæmd.
b) Hagkvæm fjárhagsleg lausn
á aflaflutningamálum, t.d. með
breytingu á reglum Atvinnu-
aukningasjóðs, Aflatrygginga- og
Atvinnuleysistrygigingasjóðs.
c) Aukin áherzla á rannsóknir
og tilraunir með geymslu fersk-
fisks í lestum skipa.
d) Raunhæfar ráðstafanir til
veitingar fjármagns, sem sér-
staklega sé varið til útgerðar-
manna, er taka nýjungar í þjón-
ustu sína á sviði veiðitækni,
geymslu í lestum skipa o. fl., sem
stuðlað gæti að árangursríkari
sókn á fjarlæg mið.
e) Að þau byggðarlög verði
studd með fjárhagslegri fyrir-
greiðslu, er óska eftir að fá skip,
sem hentug eru til sóknar á fjar-
læg mið og geymslu afla í lest-
um.
f) Efling almennra rannsókna
og vísindastarfsemi í þágu sjáv-
arútvegsins svo og fiskiðnaðar
(dæmi: haf- og fiskirannsóknir,
fiskileit, hagræðing í rekstri,
íramléiðnirannsóknir o.s.frv.).
Markmið allra þessara tillaigna
er að auka svigrúm útgerðarinn-
ar á hinum ýmsu veiðum, en
tryggja jafnframt að hver og
einn geti lagt upp afla sinn í
heimahöfn. Þar sem hér er aug-
ljóslega um nokkurn beinan
kostnað að ræða tfyrir þjóðanbú-
ið, er sú hlið málsins rædd hér
í sérstökum kafla: Þjóðhagslegur
kostnaður aflajöfnunar.
Jafnhliða ofangreindum að-
gerðum er nauðsynlegt að efla
stuðningsgreinar sjávarútvegsins
á þessu svæði, svo og koma á
fót iðnaði úr sjávarafla til full-
vinnslu á honum. Sem dæmi um
slíkan atvinnurekstur, sem stuðl-
aði að jafnari atvinnu yfir árið
mætti nefna: Stofnsetning og
rekstur dráttarbrauta, auknar
skipaviðgerðir og eða skipasmíð-
ár, aukna viðgerðarþjónusu alls
konar, niðurlagning og niðursuða
síldar og fiskafurða o.s.frv.
Enntfremur er eðlilegt að stuðla
að vexti og viðgangi hvers konar
smáiðnaðar fyrir innanlandsmark
að svo og hugsanlega stærri iðn-
fyrirtækja og stóriðju, ef unnt er
og hagkvæmt þykir. I skemmstu
máli er nauðsyn á að leitast við,
jatfnframt því sem afkomuöryggi
útvegsins er bætt, að auka fjöl-
breytni og nýjungar í atvinnu-
lífi þessara staða og stuðla þann-
ig að jafnari og öruggari atfkomu.
Sérstaklega er vert að undir-
strika þá nauðsyn að koma á
hagkvæmri verkaskiptingu milli
nærliggjandi byggðarlaga í ofan-
greindum efnum, þar sem auig-
Ijóst er, að stærð fyrirtækja og
’hagkvæmur rekstur þeirra leyfir
t. d. ekki dráttarbraut í hverjum
stað o.s.frv.
Leiðin til þess að koma ofan-
greindri stefnu í framkvæmd er
að gera einstaklingum og félaga-
samtökum kleift, m.a. með fjár-
hagslegri fyrirgreiðslu, að leggja
út í þessi fyrirtæki. Reynslan
hefur sýnt, svo ekki verður dreg-
ið í efa, hversu heilbrigðara og
'hagkvæmara er, að einstaklingar
hatfi á hendi frumkvæðið í at-
vinnumálum, er nauðsynlegt að
eða hálfopinber fyrirtæki. Allt
frumkvæði í þeim efnum á því,
eftir sem áður að koma frá ein-
staklingum og félagssamtökum í
hinum ýmsu byggðarlögum.
En jafnframt því, að ein-
staklingum er veitt fyrirgreiðsla
til þess að taka frumkvæðið í at-
vinnumáum, er nauðsynlegt að
gera á vegum áðurnefndrar hag-
fræðistofnunar, í samstarfi við
viðkomandi aðila, áætlun um hin
ýmsu stefnumið í opinberum
framkvæmdum svo og efnahags-
legri og félagslegri framvindu á
svæðinu, þ.e. öllu Norðurlandi.
Með þeim hætti er vænlegast að
stuðla að umræddri verkáskipit-
ingu milli byggðarlaga, myndun
svonefndra byggðakjarna, eða
þjónustumiðstöðva og bættum
samgöngum innan svæðisins til
þeirra. í stuttu máli er þannig
vænlegast að móta saihræmda
heildarstefnu í því skyni að auka
atfkomuöryiggi og grósku í at-
vinnu- og félagslíifi á Norður-
landi í heild.
Ríkisstjórn íslands hefur boðað
stofnun sérstaks sjóðs, sem-ein-
mitt er ætlað það hlutverk að
efla með líkum hæ.tti og hér er
bent á atvinnulíf í dreifðum
byggðum á landinu. Hér er því
af miikilli framsýni stigið stórt
skref í því að koma þessari
stefnu í framkvæmd. Ljóst er þó,
áð því aðeins að til séu vel unnar
svæðisibundnar áætlanir sem feli
í sér meginstefnuna í efnahaigs-
málum hvers landshluta fyrir sig,
má þess vænta. að þessu fé verði
varið á ákjósanlegan hátt til
Séð yfir höfnina í ÓlafsfirðL
traustrar uppbyggingar atvinnu-
lífs í dreifbýlinu.
V.
Þjóðhagslegur kostnaður
aflajöfnunar.
Til þess að unnt sé að gera sér
nokkra grein fyrir, hversu mikið
megi kosta til þjóðhagslega í því
efni að draga úr áhrifum þess, að
þorskur og síld ganga misjafn-
lega á mið, verður að athuga það
óhaigræði, sem af þessu stafar
fyrir þjóðarbúið og hversu mikið
það kostar, eða er sennilegt að
kosti, ef ekkert yrði aðgert í mál-
inu.
Rétt er að gera hér almenna
grein fyrir þeim megináhritfum,
sem misjafn afli umhverfis land
hefur á þjóðlífið.
Mjög bar á því á árum áður
að fólk norðanlands færi á vertíð
fyrir Suðurlandi á vetrum og svo
er ennþá, þó í minna mæli sé en
áður. Þetta fyrirbrigði stafar af
mismunandi afla kringum landið
á vetrum. Að sjálfsögðu er ekik-
ert nema eðlilegt við það að bát-
ar sæki þangað á mið, sem fisk-
ur er fyrir. Aftur á móti líkist
það einna helzt hirðingjalífi með
al frumstæðra þjóða, þegar ver-
tíðarfól-k, éem ef til vill á heim-
ili í öðrum landsfjórðungi, tekur
sig upp og fer í atvinnuleit þvert
yfir landið. Hér er á ferðinni
afar merkilegt einkenni á ís-
lenzku þjóðlífi. sem allt of lengi
hefur ekki þótt neitt við að at-
huga, en ber greinilega vott um
vanþroska í atvinnuítfinu.
Svipaða sögu er að segja um
þann eltingarleik, sem háður er
sumar hvert við síldina, bæði af
rnönnum og mannvirkjum, en
hin síðarnefndu virðast hafa
sprottið upp við þá firði, sem
síðast veiddist síld hverju sinni,
eins og eftir einhverju náttúru-
lögmáli.
Þegar þessar og fleiri stað-
reyndir eru skoðaðar nánar, gegn
ir sízt furðu, þótt sú spurning sé
tekin að gerast áleitin, hvort
ekki sé skynsamlegra að flytja
aifla til fólksins og mannvirkj-
ánna, sem fyrir eru á ákveðnum
stöðum í landinu, heldur en að
fólk og mannvirki séu flutt, ef
svo mætti segja, þangað á land-
ið, sem þorskur eða síld veiðist
hverju sinni. Ennþá áleitnari
verður þessi spurnimg, þegar þau
vandamál, sem misjafn afli á
■hinum ýmsu stöðum hefur í för
með sér, eru athuguð, en þau eru
svo dæmi séu nefnd:
1. Vinnuaflið á þeim stöðum, sem
atflaleysi er, getur ekki ýmissa
orsaka vegna farið allt í at-
vinnuleit í önnur pláss. Þetta
íól’k verður því meira og
minna atvinnulaust. Það skap-
ar engin framleiðsluverðmæti.
Aftur á móti er gjarnan vinnu-
aflsskortur þar sem afli er
mestur. Ofnýtt vinnuafl dreg-
ur úr afköstum og gæðum
framleiðslunnar. Tekjur þjóð-
arinnar skerðast því á tvennan
hátt af ofamgreindum orsökum
við misjafnan afla, þar sem
vinnuaiflið er sumpart óhreyf-
anlegt milli staða.
2. Sama er að segja um nýtingu
fjárfestingarinnar í fiskiðnaði
og hér er sagt um vinnuaflið,
hún er óhreyfanleg og nýtist
vægast sagt illa, ef misjafn atfli
berst á land.
3. Fers’kfiskur og síld nýtast verr
í gæðaflokka á metaflastöðum
en þessar tegundir gerðu, ef
afli bærist jafnara á land milli
staða.
4. Á afialeysisstöðunum dregur
verulega úr gjaldgetu almenn-
imgs og þar af leiðandi úr
framkvæmdum á vegum sveit-
arfélaganna og einkaaðila. —
Þetta hefur í för með sér rösik-
un á framleiðsluhæfni byggð-
arlaganna, þegar afli glæðist
á ný, en á metaflastöðunum
veldur þensla og yfirborganir
þrýstingi í verðbólguátt og
kyndir þannig undir höfuð-
meinsemdina í efnahagslífinu
hér á landi.
5. Beinn og óbeinn kóstnaður af
flutningi fólks milli staða og
dvöl þess fjarri heimilum er
dýr og veldur félagslegu og
menningarlegu rótleysi til ó-
metanlegs tjóns fyrir þjóðfé-
lagið.
6. Enn er ótalinn sá þáttur hinna
staðbundnu aflasveifla, sem er
sennilega afdrifaríkastur fé-
lagslega og efnahagslega fyrir
þjóðarbúskapinn, en hann er
fólginn í áhrifum hinna sí-
'breytilegu og óöruggu afla-
bragða á byggðaþróunina í
landinu. Reynslan hefur sýnt,
að meiri afli er að jafnaði við
Suð-Vesturland en annars stað-
ar á landinu, auk þess sem fjöl-
breytni atvinnulífsins þar veit-
ir svo til algjört atvinnuör-
yggi. Atvinnuleysistímabil í
hir.um einhæfu sjávarplássum
hafa því augljós áhrif í þessu
efni.
Af framansögðu verður ljóst
að aðgerðir til aukins afkomuör-
yiggis í hinum ýmsu sjávarþorp-
um, bætt nýting vinnuafls, mann
virkja og hráefnis, og aukin festa
í þjóðlífinu, sem leiddu af afla-
jöfnuninni frá fjarlægum mið-
um, mættu kosta gífurlega mikið
til þess að þær yrðu taldar þjóð-
félaginu of dýrar.
VI.
Niðurlag og niðurstöður.
Af því, sem hér hefur verið
sagt er ljóst, að tímamót eru nú
í atvinnumálum útgerðarstað-
anna á Norðurlandi. Afkomuör-
yggi fólks er þar í hættu um
tíma, vegna aflabrests á heima-
miðum, bæði á sviði þorsks og
síldveiða frá og með árinu 1963.
Mjög getur dregið úr eðlilegum
framförum og framkvæmdum á
þessum stöðum, vegna þessara
tímabundnu erfiðleika til stór-
kostlegs tjóns fyrir þjóðarheild-
ina, ef ekki tekst að bregðast
gegn áhrifum aflabrestsins á
efnahagslíf þeirra og stuðla jafn-
framt að varanlegum vexti þeirra
og viðgangi.
Þetta mun ekki takast ef hlust-
að er á áróðursmeistara bölmóðs
og svartsýni, heldur er sú leið
ein fær að leita leiða til úrbóta,
sem eru hagstæðar þjóðarbúinu
í heild og byggja þannig af bjart-
sýni og þrótti á staðreyndinni um
hið þjóðhagslega gildi þessara
staða.
Á þeim tforsendum ber að halda
áfram hiklausri viðleitni til þess
að auka afkomuöryggi og byggja
upp atvinnu- og félagsmál fjórð-
ungsins í heild, m.a. með útveg-
un fjármagns til áframhaldandi
nytsamlegra framkvæmd'a, flutn-
ingi alls konar afla frá fjarlæg-
um miðum og gerð sérstakra
framkvæmdaáætlana fyrir svæð-
ið, er feli í sér efnáhagsleg og
Framhald á bls. 21
Siglufjörður. Aflaflutningar á tilraunastigi