Morgunblaðið - 09.03.1966, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 09.03.1966, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐID Miðvikudagur 9. marz 1966 UTAN AF LAXDI UTAN AF LANDI UTAN AF LANDI UTAN AF LANDI UTAN AF LANDI UTAN AF LANPI UTAN AF LANPI UTAN AF LANDI Framkvæmdir a' Raufarhöfn ‘65 Á RAUFARHÖFN var full- gerð s.l. ár hafskipabryggja, mikið mannvirki er var 2 ár í smíðum. Framkantur bryggjunnar er 95 metrar en hliðarkantur, sem einnig er viðlegupláss fyrir eitt skip, er ca. 40 metr- ar. Bryggja þessi er með sér- stæðu byggingarlagi. Efst er stærð i einu. Bryggjusmíði þessi mun vera sérstæð hér á landi og framkvæmd af Hafnar- og vitamálaskrifstofunni undir stjórn Þorláks Helgasonar verkfræðings, og þykir verk- ið hafa tekizt með afbrigðum vel. Barnaskóli var hér full- Ný bryggja á Raufarhöfn. Tunnuskip að leggja að. Norðursíld h/f og Síldin h/f á Raufarhöfn í fullum gangi. Allar þrær fullar og ekki hægt að taka við meiri síld í verksmiðjunni á Raufarhöfn. Söltunarstöðvarnar hér, 11 talsins, hafa allar verið end- urbættar á síðasta ári. Eru nú komin færibönd og flokkun- arvélar á þær allar og því mikið afkastameiri en áður. Verða þæra allar tilbúnar til söltunar strax og hæf síld berst hingað. Söltunárstöðin Björg H/f. er nú að stækka bryggju sína og söltunarpláss. Er núna unnið við að ramma niður staura ög búa undir verulega endurbót. Fyrir fullkomnum flugvelli hefir verið mælt, ca. 5 km. frá þorpinu, en hefir ekki verið byrjað á framkvæmd við byggingu hans ennþá, en væntanlega stendur það fyrir dyrum. Næst flugvöllur við okkur er á Kópaskeri, og háir það viðgangi verstöðvarinnar hve langt er þar á milli. Vill teppast vegur þangað af snjóalögum og bleytum. Hér er aðeins sjúkraflugvöllur fyrir léttar vélar og geta vélar Flugfélagsins ekki lent á honum. Flugvallarstæði er hér talið mjög gott, sléttir hraunmelar sem hægt er að þjappa niður og vatn stendur ekki uppi í. Vonum við að skriður komist á vallargerðina á þessu ári, þar sem einangrun eins og nú stendur yfir háir mjög at- vinnulífi hér. Einar B. Jónsson. Barnaskóli á Raufarhöfn í smíðum. grjótuppfylling og hlaðið fyrir framan með stórgrýtis björgum, 10 metrum þar fram anvið eru reknir niður staur- ar úr járnbentri steinsteypu og ofaná þá staura steyptur garður, eða veggur, og bilið þakið með bitum úr strengja- steypu og svo steypt plata yfir og 10 metra inn á uppfyll inguna. Á hliðarkanti bryggjunnar er 12 — 15 metra breið og 40 metra löng timburviðbót úr harðviði (Greenhart). Bryggja og uppfylling er sam tals 4275 fermetrar að flatar- máli. Viðlegupláss er því fyrir 3 flutningaskip af meðal gerður s.l. ár, veglegt hús, 400 fermetra grunnflötur, 2 hæðir og kjallari. f húsinu eru 7 kennslu- stofur, skrifstofa, kennara- stofur, bókaherbergi. 160 ferm. kjallari með upphitun fyrir skólann og geymslu. Félagsheimili er hér í smíð- um, stórt og vandað hús, er nú komið undir þak og verð- ur vonandi tekið í notkun að einhverju leyti á þessu ári. Mun Landsbanki íslands reka útibú í húsinu á sumri kom- anda. Mun hús þetta bæta úr tilfinnanlegum skorti á hæfu samkomuhúsi hér á staðnum. Síldarverksmiðja rikisins er nú undir gagngerðri end- urbót. Gamla verksmiðjan sem var orðin 25 ára og búin að tapa afkastage^u verður nú endurgerð með nýjum vinnsluvélum og eimkötlum og ætlast til að hún nái upp- haflegum afköstum éða Síldarflokkunarvél af Steinars-gerð. meiru. Nýjar síldarvogir verða settar upp í stað gömlu mælitækjanna er verið hafa frá öndverðu og aðbúnaður allur lagfærður og endur- bættur. Vélstjóri — Hásefi Vélstjóra og háseta vantar á línu- og neta- bát frá Keflavík. — Upplýsingar í síma 1200 og 2516 í Keflavík. Matreiðslukona Dugleg og vön matreiðslukona óskast í 1—2 mánuði. Gott kaup. Tilboð sendist Mbl. íyrir 12. þ.m. merkt: „Matreiðslukona — 8750“. A r II U G I Ð Þegar miðað er við útbreiðslu, ei langtum ódýnara að auglýsa í Morgunblaðinu en öðrum blöðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.