Morgunblaðið - 09.03.1966, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 09.03.1966, Blaðsíða 26
26 MORCU N BLADID Miðvikudagur 9. marz 1966 KR vann ÍR 68:55 og er eina taplausa liðið í 1. deild Góðir og skemmtilegir leikir í ktirfuknattleiksmótinu UM síðustu helgi, þegar flestra hugur var við baráttu Rúmena og íslendinga í handknattleik í Laugardal, var íslandsmótinu í körfu- knattleik haldið áfram að Hálogalandi, og úrslitabarátta háð í fyrri umferð fyrstu deildar. Léku ÍR og KR, þeir margreyndu fjendur, síðasta leik umferðarinnar og lauk með öruggum sigri KR eftir fjörugan leik. KFR sigraði ÍKF , einnig í I. deild, og hlaut KFR nú sín fyrstu stig í mótinu, þó ekki fyrr en eftir harða baráttu við hið unga lið ÍKF. Einnig voru leiknir tveir leikir í II. deild. Skarp- héðinn sigraði Skallagrím, 67:47, og stúdentar burstuðu Skalla- grím, 71:30. — KR — ÍR I. deild. 68:55. Það var spenna í loftinu og óvenju margir áhorfendur mætt- ir til þess að sjá ÍR og KR enn einu sinni mætast á leikvellinum í körfuknattleik. Leikmenn beggja liða voru taugaóstyrkir en KR-ingar komast í 4:0 áður en ÍR svarar. ÍR notaði maður á mann vörn í upphafi en um miðjan fyrri hálfleik breyttu þeir yfir í svæðisvörn og féll þeim sú varnaraðferð bet ur. KR-ingar léku fyrri hálf- leikinn betur en ÍR-liðið og sköpuðu það forskot sem síðan' reyndist þeim nægilegt til sig- urs. Voru ÍR-ingar mistækir í sókninni í fyrri hálfleik og fóru mörg skot út í bláinn. Staðan í hléi var 32:23. Síðari hálfleik- ur tar heldur jafnari en KR hafði þó alltaf undirtökin í leikn um og gátu ÍR-ingar aldrei veru lega ógnað þeim. Var leikurinn fjörugur og skemmtilegur fyrir áhorfendur, sem hvöttu liðin óspart, og sást mörgum kunnum KR-kempum bregða fyrir að Hálogalandi þetta kvöld. Síðari hluta seinni hálfleiks var það einkum Agnar sem hélt uppi baráttu ÍR-liðsins, en hann átti mörg stórglæsileg tilþrif í leikn- um og blakaði knettinum hvað eftir annað í körfuna eftir mis- heppnuð skot samiherja sinna. Lokatölur leiksins urðu 68:55, þrettán stiga sanngjarn KR-sig- ur. Beztir KR-inga voru Kol- beinn, Kristinn og Guttormur, en stig liðsins skoruðu Einar Bollason 16, Guttormur 14, Gunnar 13, Kristinn 10, Kolbeinn 8, Jón Otti 7. Hjá ÍR var Agnar langbeztur með 24 stig og ótal fráköst og Hólmsteinn átti einnig ágætan leik. Dómarar voru Guðjón Magnússon og Ein- ar Oddsson. KFH — ÍKF, I. deild, 72:63. Þessi tvö lið voru fyrir leik- inn þau einu í deildinni sem ekkert stig höfðu hlotið, svo leik urinn var hreint uppgjör um botnsætið. Var barizt af hörku í leiknum, sem var jafn og spenn- andi, var ekki útséð um úrslitin fyrr en á síðustu mínútunum eftir að ÍKF hafði misst einn sterkasta mann út af, með fimm villur. Staðan í hálfleik var 40:31 fyrir KFR. í síðari hálfleik sýndi ÍKF-liðið mikla keppnis- hörku og komst yfir 49:48, en skömmu síðar varð Friðþjófur að yfirgefa völlinn með fimm villur og náðu KFR-ingar þá Kappleikir unga fólksins leikir hjá KR Framfarir og góðir og Ármanni í 3. fl. * Og Víkingur vann IR í hörkuleik TVBIR leikir fóru fram í H. flokki kvenna á laugardagskvöld ið i íþróttahúsi Vals. Fyrri leikurinn var á milli Ár- manns og F.H. 8:2 Ármannsstúlkurnar háðu jafna baráttu við F.H.-stúlkurn- ar í fyrri hálfleik, var staðan jöfn 2:2, eftir að 9 mínútur voru liðnar af leiktímanum. Á síðustu mínútu þess hálf- leiks tókst Vigdísi að koma Ár- manni yfir, með marki úr lang- skoti. Staðan var því í hálfleik 3:2 Ármanni i vil. Seinni hálfleikur var aftur á móti gjörólikur þeim fyrri, hvað Ármannsstúlkurnar snerti en þá komu í ljós yfirburðir þeirra. þegar á fyrstu mín. Skora Ár- mannsstúlkurnar mark, með á- gætu skoti frá Ósk af línu. Á eftir fylgdu.fjögur mörk til við- bótar frá Ármanni, Eygló 2, Elsa 1 og Vigdís 1. F.H.-stúlkunum tókst ekki þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir að skora mark í þess- um hálfleik. Leiknum lauk með yfirburða- sigri Ármanns 8:2. Ármannslið- ið hefur sótt sig, og er að verða eitt af sterkari liðunum í II. fl. kvenna. Beztar voru þær Ósk, sem hefur farið mikið fram í vef- ur, og enn meira býr í, og Eygló, sem er skothörð vantar samt meiri léttleika. H.F.-liðið er að miklu leyti breytt frá í fyrra, inn í liðið hafa komið mjög ungar telpur, sem ekki eru háar í loft- inu. boltameðferð hjá þeim er ágæt. Best var Ásdís. Liðið á ábyggilega eftir að taka miklum framförum, með svo reynda hand knattleikskonu sem leiðbeinanda þar sem Silvía er. Síðari leikurinn var á milli Vals og Víkings 10:5. Leikur þessi var spennandi og jafn framan af. Eftir fjórar mín- útur eru Valsstúlkurnar búnar að Skora 3 mörk á móti 2 mörk- um Víkingsstúlknanna. Á 7. mín. skorar Guðbjörg 4. mark Vals af línu, litlu síðar bætir Björg við 3. marki Víkings með föstu skoti. Staðan er því í hálf- leik 4:3 fyrir Val. Seinni hálfleik ur byrjaði heldur ógæfulega fyr ir Víking, því á fyrstu fimm mín útunum, ná Valsstúlkurnar sér verulega vel upp og skora fimm mörk í röð. Það er ekki fyrr en eftir eru þrjár mín. af leiknum að Víkingsstúlkumar taka við sér og skorar Björg þá tvö mörk fyrir Víking á móti einu frá Val sem Guðbjörg skorar af línu. Leiknum la-uk því með sigri Vals 10:5. Valsstúlkurnar áttu þarna sæmilegan leik, en eru þó full bráðar í skotum á mark. Bestar voru Birna markvörður ásamt Guðbjörgu, Önnu Birnu og Ragn heiði. Víkingslðið veitti viðnám í fyrri hálfleik, en einhver deyfð kom yfir þær í seinni hálfleik, sem reið þeim að fullu. Þær leika skemmtilega saman og bregða fyrir leikfléttum. Best var Björg. Á mánudagskvöld fóru fram þrír leikir í III. flokki karla. K.R. — Breiðablik 16:9. K.R.-ingarnir réðu lögum, og lofum í fyrri hálfleik. og sýndu oft á tíðum bráðskemmtilegan sóknarleik. Þeir skoruðu í fyrri- hálfleik 9 mörk gegn 1 frá Breiðablik Seinni hálfleikur var mun betri hjá Breiða- bliksstrákunum og sýndu þá hvað í þeim býr. þeir héldu vel í við K.R.-ingana og lauk þeim hálfleik með sigri Breiðafoliks 8:7. En það dugði skammt þar sem K.R.-ingarnir höfðu tryggt sér svo rækilega sigurinn í leikn um í fyrrihlutanum. Endanlegar tölur urðu 16:9 K.R. í vil. KR- ingarnir eru harðir í horn að taka, en slöppuðu of mikið af í seinni hálfleik. Bestur var Magn ( ús Sigurðsson. Breiðafoliksstrákarnir voru | ekki nógu fljótir í gang og eru . ef til vill ekki nógsamlega á- 1 kveðnir í að sýna sitt bezta í byrjun. Haldið áfram að æfa dyggilega, styrkleikinn er að koma. Ármann — F.H. 13:4. Gaman er að sjá hve Ármanns drengjunum hefur farið mikið fram í vetur. Leikur þeirra gegn FH í gærkvöldi var skemmtileg- ur og brá oft fyrir skemmtileg- um samleik. FH-drengirnir hjálp uðu þeim þó töluvert með, stöð- ugum skotum þannig að ekkert varð úr nema að Ármenningarn- ir fengu boltann og skoruðu. Staðan í Hálfleik var 6:1 fyrir Ármann. Seinni hálfleikur var heldur skárri hjá FH-ingunum en þó ekki nærri nógu góður. Ár- mann var sterkari aðilinn og bættu við sig 7 mörkum á móti 3 frá FH. Eins og áður er sagt hefur Ármenningum farið mikið fram og ættu með meiri keppnis- reynslu að geta orðið gott lið. Bestir voru þeir Björn og Bjarni. FH-liðið átti þarna slæman leik, þurfa að venja sig *f skot- græðgi. Víkingur — f.R. 16:9. Búist var við fyrir leik þenn- ann að þarna yrði um jafnan leik að ræða. En það fór á annan veg, Víkingarnir voru frá byrjun mjög ákveðnir, segja má að bæði liðin hafi barist af hörku, sér- staklega í vörninni. Víkingarnir náðu þegar í fyrri hálfleik góðu forskoti 9:4. Eftir það varð leik- urinn jafnari en enginn vafi lék á því hvort liðið færi með sig- ur af hólmi. f seinni hálfleik skor uðu Víkingarnir 7 mörk og ÍR- ingarnir 5. Lokatölur urðu 16:9 og Víkingssigur. Víkingarnir eru með mjög skemmtilegt lið. sem beitir oft mjög skemmtilegum og árang- ursríku línuspili. Bestur var fyrirlðinn Georg. ÍR-ingarnir léku ágætlega í sókn en réðu ekki við línuspil Víkinganna. Bestur var Ásgeir. aftur öruggri forystu og sigruðu 72:63. Beztir hjá ÍKF voru Frið- þjófur og Einar, en hjá KFR Sigurður og Þórir, sem þó hitti ekki sem skyldi. Dómarar voru Gunnar Gunnarsson og Kristinn Stefánsson. Leikir í gæirkvöldi í GÆRKVÖLDI fóru fram tveir leikir karla 1 fyrstu deild ís- landsmótsins í handknattleik. —■ Leikar fóru svo að Fram sigraði KR með 23:21 og FH sigraði Val með 28:21. Enska knattspyrnan 5. UMFERÐ ensku bikarkeppn- innar fór fram sl. laugardag og urðu úrslit leikja þessi: Ohelsea — Shrewsfoury 3-2 Everton — Coventry 3-0 Huddersfield — Sheffield W. 1-2 Hull — Southport 2-0 Manchester City — Leicester 2-2 Norwich — Blackburn 2-2 Preston — Tottenham 2-1 Wolverhampton — Maneh. U 2-4 Nokrrir leikir fóru fram i deildarkeppninni. og urðu úrslit þessi: 1. deild: Arsenal — Blackpool 0-0 Newcastle — Sunderland 2-0 Northampton — Leeds 2-1 West Ham — Aston Villa 4-2 2. deild; Bury — Gharlton 3-0 Cardiff — Bolton 1-1 Derby — Plymouth 1-2 Middlesbrough — Bristol C. 4-2 Southampton — Birmingham 0-1 Dregið í bikar- keppnunum DREGIÐ hefur verið um það hvaða lið mætast í næstu um- ferð ensku bikarkeppninnar, sem nú nálgast lokastig. Leikirnir verða þessir: Chelasea — Hull City Blackburn eða Norvich' gegn Sheff. Wed. , Preston — Maneh. Utd. Leicester eða Manch City gegn Everton. Þá hefur og verið dregið í undanúrslitum skozku foikar- keppninnar. Þar mætast Aber- deen og Rangers og hins vegar Dunfermline og Celtic eða Hearts. Loksins er staður fundinn LOKSINS hefur tekizt að tryggja stað fyrir hinn um- deilda kappleik milli Cassius- ar Clay og Ernie Terrell, sem að dómi heimssambands hnefaleikmanna er heims- meistari í þungavigt. Verður Ieikurinn í Maple Leaf Gard- en í Toronto í Kanada. Leikurinn verður á upphaf- lega ákveðnum degi, eða 29. marz. Upphaflega átti hann að vera í New York, en yfir- völdin þar höfnuðu ósk þar um svo og yfirvöldin í Chi- cago, Pittsburg, Louisville, Montreal og Verdun (útborg Montreal).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.