Morgunblaðið - 09.03.1966, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 9. marz 1966
Piltur óskast
Sigríður Tómasdöttir
í himnesku ljósi
og helgri ró
lífið þér opni
ljóssins heima.
til afgreiðslustarfa strax.
Upplýsingar í búðinni í dag.
SunnubúðÉn
Langholtsvegi 17 — Sími 34585.
Maiverkauppboð
Þeir sem hafa hug á að selja málverk á
næsta uppboði þurfa að láta vita um það
sem fyrst.
SIGURÐUR BENEDIKTSSON
Austurstræti 12 — Sími 13715.
litgerðarmenn—Skipstjórar
NETASTEINN fyrirliggjandi 3ja og 4ra kg.
Hellusteypan
Sími 52050 eftir kl. 7 á kvöldin 51551.
IÐNAÐARFYRIRTÆIKI
óskar eftir ötulum og reglusömum
SÖLUMANNI
verzlunarmenntun nauðsynleg. Tilboð merkt: „Sölu
maður — 8744“ leggist inn til Morgunblaðins fyrir
15. marz.
Háseta vantar
á netabát frá Hafnarfirði.
Upplýsingar í símum 50426, 50698 og 50437.
Tjarnorkaffi Keflavík
vantar frammistöðustúlku og aðstoðarstúlku, helzt
vanar. Frítt húsnæði og fæði. Ekki yngri en 20 ára.
Sími 1282.
Umboðsmaður á íslandi fyrir TIIE RAWLPLUG CO. LTD.,
Kinston-on-Thames, Surrey, Englandi:
John Lindsay, Austurstræti 14, REYKJAVÍK. Sími 15789.
Mmning
Fædd 7/5 1884 að Járngerðar-
stöðum í Grindavík.
Dáin 5/2 1966 í Reykjavík.
Ennþá brotnar brim við kletta
og björg um Reykjanes.
Sjórinn liggur logntær stundum,
— eða lyftir sér til kuls og
hlés —
Grindavík var gæfta verstöð,
og golan úr flestum áttum blés.
Þá var vænt að vera í blóma
af vöskum drengjum eftirsótt.
Þegar þeir að landi lögðu
litlu skipi um miðja nótt.
Færa bæði bros og bita
að borðstokknum á smárri skeið.
En þáð var fremur bros en biti,
sem beindi drengjum fram á
leið.
Grindavíkur vona vor
vakti lengi í sál,
það gaf bæði giftu og þor
og glæstust svör og mál.
Frá bernsku og æsku lífsins,
leikur
ljós um stigin spor.
ÞANN 5. febrúar sl. andaðist að
heimili dóttur sinnar, Ingibjarg-
ar og manns hennar, Andrésar,
að Rauðalæk 18 í Reykjavík Sig-
ríður Tómasdóttir. Sigríður var
fædd að Járngerðarstöðum í
Grindavík 7. maí 1884. Þar ólst
Sigríður upp á stóru og mann-
mörgu heimili í stórum systkina-
hópL
Járngerðarstaðir voru á þeim
tíma eitt af höfuðbólum Grinda-
víkur. Þar var rekin allmikill
landbúnaður, ásamt sjávarútgerð
og því ærið að starfa til sjós
og lands. Á unglingsárum sínum
stundaði Sigríður nám í Reykja-
vík,í Kvennaskólanum og víðar
og bjó á þeim misserum hjá móð
urbróður sínum, dr. Bjarna Sæ-
mundssyni. Átti hún bjartar
myndir frá þeim tima.
Nítján ára gömul gekk hún
að eiga Sigurþór Ólafsson frá
Múlakoti í Fljótshlíð og fluttist
með honum til búskapar austur
þangað og bjó flest sín búskap-
arár að Kollabæ, eða hátt í 50
ár. Kollabæjarheimilið var nokk
uð stórt, á húsbóndann hlóðust
mörg opinber störf og gesta-
straumur alla tíð mikill. Hús-
móðirin hafði því jafnan mikið
að starfa, eins og húsfreyjur í
sveit hafa á stórum heimilum.
Þeim hjónum Sigríði og Sig-
urþóri varð átta barna auðið og
eru öll á lífL í Koilabæ búa
bræðurnir Sveinn og Erlendur,
Sveinn er kvæntur Ingileifu
Steinsdóttur, en Erlendur býr
með Stefaníu systur sinni og
tveim dætrum hennar. Hin syst-
kinin búa í Reykjavík. Ólafur
gjaldkeri Mjólkursamsölunnar,
kvæntur Ragnheiði Aradóttur,
Tómas starfsmaður Reykjavíkur-
borgar, kvæntur Sigríði Jónsdótt
ur, Ingibjörg, gift Andrési Guð-
brandssyni, Margrét, skrifstofu-
stúlka, ógift og Guðrún, sauma-
kona, einnig ógift.
Síðustu 10 árin var Sigríður
mjög farin að heilsu og naut
mjög góðrar umhyggju og hjúkr-
unar Ingibjargar dóttur sinnar
og manns hennar að Rauðalæk
18 og þar andaðist hún eins og
áður getur.
Minningarathöfn um Sigríði
fór fram í Dómkirkjunni í
Reykjavík og var útvarpað 11.
febrúar og flutti dómprófastur-
inn séra Jón Auðuns hana, en
jarðað var að Breiðabólsstað í
Fljótshlíð og jarðsöng hennar
gamli sóknarpresturog og heim-
ilisvinur séra Sveinbjörn Högna-
son 12. febrúar við fjölmennL
Farðu sæl
til fegri heima,
opnist þér fornir
æskudraumar.
í hinum lýsandi ljóssins geim
lífsins kjarni grær.
Til upprunans leitar lífið heim
og laun sín tekið fær.
Við hin Ijúfu Ijósaskil
fer lífið himni nær.
Þessum línum fylgir þakklæt-
iskveðja frá gömlum nágrönn-
um.
Reykjalundi, Mosfellssveit,
19/2 1966
Axel Oddsson frá Tiimastöðum.
Vakfmaður
Óskum að ráða eldri mann ábvggilegan
og reglusaman til vaktstarfa.
Upplýsingar á skrifstofunni (ekki í síma).
Geysir hf.
Aðalstræti 2.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 69., 70., 71. tbl. Lögbirtingablaðs-
ins 1965 á verbúðar- og fiskvinnsluhúsi við Hrannar
götu í Keflavík, eign Þorsteins N. Halldórssonar
fer fram eftir kröfu fiskveiðasjóðs fslands, Seðla-
banka íslands, Rikisábyrgðarsjóðs og fleiri á eign-
inni sjálfri fimmtudaginn 10. marz 1966 kl. 2.00
síðdegis.
Bæjarfógetinn í Keflavík.
N auðungaruppboð
sem auglýst var í 69., 70., 71. tbl. Lögbirtingablaðs-
ins 1965 á V.b. Gulltoppi K,E. 29 talin eign Þor-
steins N. Halldórssonar fer fram eftir kröfu Fisk-
veiðasjóðs íslands og fleiri við skipið sjálft við
bryggju í Keflavíkurhöfn fimmtudaginn 10. marz
1966 kl. 2,30 síðdegis.
Bæjarfógetinn í Keflavík.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 69., 70., 71. tbl. Lögbirtingablaðs-
ins 1965 á V.b. Haffara RE 20, eign Jóns Karissonar
fer fram að kröfu Fiskveiðasjóðs íslands við skipið
sjálft í dráttarbraut Keflavíkur fimmtudaginn 10.
marz 1966 kl. 11.00 árdegis.
Bæjarfógetinn í Keflavík.