Morgunblaðið - 09.03.1966, Blaðsíða 13
1 Miðvikudagur 9. marz 1966
MORGUNBLAÐIÐ
13
Deming verolaunin
„Deming verðlaunin“ eru vel þekkt og mjög eftirsótt
viðurkenning í Japan. Þeim er úthlutað árlega, og eru
viðurkenning japönsku vísindastofnunarinnar til þeirrar
iðngreinar í Japan, sem á árinu hefur sýnt og sannað frá-
bært eftirlit með gæðum vöru sinnar við framleiðslu
og frágang hennar.
í nóvember 1965 var Toyota verksmiðjunum veitt þessi
heiðursviðurkenning. Er afhendingin fór fram, var lögð á
það áherzla í dagblöðum og hjá fréttastofnunum, að hin
eftirsóttu „Deming verðlaun“ hefðu nú verið veitt Toyota
Motor Co., og ekki aðeins vegna þess að framleiðsla verk-
smiðjanna hafi verið frábær að gæðum, heldur einnig,
að með þessum vörugæðum hefði Toyota unnið sér sess,
sem einn fremsti bifreiðaframleiðandi í heiminum.
Deming verðlaunasjóðurinn var stofnaður af bandaríska
prófessornum Dr. W. Deming, sem í dag er prófessor við
háskólann í New York Verðlaunasjóðurinn er í umsjá
„Sambands japanskra verkfræðinga og vísindamanna“, og
var fyrst úthlutað úr honum árið 1951.
Þess má einnig geta, að árið 1961 hlaut rafmagnstækja-
verksmiðjan „Nippon Denso Co. þessi sömu verðlaun.
Verksmiðja þessi framleiðir rafmagnsvarahluti og raf-
magnútbúnað í bifreiðir, og er stærsta og nýtízkulegasta
verksmiðjan í Japan á því sviðL Þessi verksmiðja fram-
leiðir allan meiri háttar rafmagnsútbúnað sem Toyota
notar í bifreiðaframleiðslu sína. Undanfarin ár hefur
Toyota keypt 40% af heildarframleiðslu Nippon Denso Co.
CROWN de LUXE
Toyota Grown gerðirnar kosta frá 242.000, og eru fáanlegar með 4ra og 6 cylindra vélum frá
85 — 110 hestafla. Innifalið í verði á öllum Crown gerðum er m. a. Riðstraumsrafall — Toyota
ryðvörn — rafmagnsrúðusprautur — fóðrað mælaborð — tvöföld aðalljós — auka ljósker —
þykk teppi — miðstöð með hitakerfi um allan bílinn — bakkljós — sjálfvirkt innsog — vindla-
kveikjari — útvarpshilla — sólskermar — öryggisbelti — stórt farangursrými—. Einnig með
Crown de Luxe — skyggðar rúður — hvítir hj ólbarðar — mælaborðshilla — Deluxe ljósaút-
búnaður — sjálfstætt loftræstikerfi með hreinsara og nýtízkulegir sófastólar.
TOYOTA COROIMA
Verð á Toyota Corona (5 manna) kr. 197.000.
Innifalið í verði m.a. Riðstraumsrafall — Toyota ryðvörn
.— fóðrað mælaborð — rafmagnsrúðusprautur — tvöföld
aðalljós — þykk teppi — sterk miðstöð — bakkljós —
sjálfvirkt innsog — sólskermar — stórt farangursrými —
hvítir hjólbarðar — sófastólar.
FRÁ UIOBODIIML:
Brátt fer að líða að því að ár sé liðið frá því
að innflutningur Toyota bifreiða hófst. Sem
kunnugt er, hefur hingað til verið um þrjár gerðir að ræða: Corona, Crown og jeppabifreið-
ina Landcruiser. Emnig er nú hafinn innflutn ingur á stationbifreiðum af Crown og Corona
gerðunum. Verð á Corona Stationcar er kr. 208 þús. Verð á Crown Stationgerðum er frá kr.
256 þús., en um fjórar tegundir er að ræða, og er mismunurinn fólginn í mismunandi útbún-
aði og burðarþoli (allt að 825 kg.) Fyrir vorið verða allar Crown gerðirnar fáanlegar með 6
cyl. vélum og innan skamms með sjálfskipting u. Það er okkur ánægja að geta sagt að virí-
sældir Toyota bifreiðanna fara sífellt vaxandi, enda henta þær íslenzkum staðháttum mjög
vel. Toyota verksmiðjurnar leggja alla áherzlu á að bifreiðirnar séu sterklega byggðar og að
allur frágangur sé óaðfinnanlegur. Eigendum Toyota bifreiða hér á íslandi ber saman um að
þær séu með sterkbyggðustu og sparneytnustu bifreiðum, sem þeir hafi ekið, — en Toyota
bifreiðirnar eru allar byggðar á mjög sterkri grind.
Hvað varahlutum viðvíkur þá hefur umboðið nú um það bil lokið við að koma upp full-
komnum varahlutalager, en mjög auðvelt er um útvegun allra varahluta því að í Danmörku
er varahlutalager fyrir alla Evrópu.
Japanska Bifreiðasalan h.f. hefur nýlega samið við Bifreiðaverkstæðið Ventil í Reykjavík um
að annast alla viðgerðarþjónustu á Toyota bifreiðum, og væntir umboðið mikils af þessu
samstarfi.
Unnið hefur verið að því að fá umboðsmenn úti á landsbyggðinni og hefur nú verið samið við
þrjá aðila, en samningur á lokastigi víða um land. Umhoðsmaður á ísafirði, hr. Sigurður
Hannesson, Fjarðarstræti 17, sími 217. Á Akureyri: Steinn Karlsson, c/o Lönd og Leiðir Ak-
ureyri, sími 12840. í Vesmtannaeyjum: Erlendur Eyjólfsson og Gunnlaugur Axelsson c/o
Vélsmiðjan Völundur h.f.
Afgreiðslufrestur á flestum tegundum fer eftir skipaferðum frá Kaupmannahöfn og er því
oftast mjög stuttur.
Allar frekari upplýsingar um Toyota bifreiðirnar veitir Japanska Bifreiðasalan h.f., Ármúla 7
Reykjavík, sími 34470.
Blaðaumsagnir um
llm Toyotaverksmiðjurnr.r
Toyota
Toyota Corona sameinar frábær gæði og lágt verð.
Kostur sem er sjaldgæfur nú á dögum.
(Sports Car Graphic octcber 1965).
Toyota Crown de Luxe: Þægilegur og snyrtilegur
japanskur bíll. Frágangur frábær og allur aukaútbúnaður
innifalin í verðL
(Politiken 28. oktober 1964).
Japanski bifreiðaiðnaðurinn hefur þróazt með gífurlegum hraða, og er Japan nú ein af stærstu
iðnaðarþjóðum heims. Þess má geta, að árið 1963 nam bifreiðaframleiðslan í Japan 1.206.720
bifreiðum, en árið 1964 1.702.469 bifreiðum. Er framleiðsluaukningin því hvorki meiri né
minni en 41%. Gefur þetta glögga hugmynd um hina hröðu þróun. Hinar háþróuðu verk-
smiðjur framleiða nú vörur, sem eru viðurkenndar að gæðum og gerð um allan heim. Má
þar nefna skipasmíðar, bifreiðaiðnað, flugvélaiðnað ljósmyndatækni og margt fleira.
„Toyota Motor Co. Ltd“ er stærsti bifreiðafram leiðandinn í Japan og eitt af stóru iðnaðarfyrir-
tækjunum í heiminum. Starfsmenn þess eru nú milli 50 og 60 þúsund og framleiðslan rúmlega
45 þúsund bifreiðir á mánuði.
Toyotaverksmiðjurnar eru meðal nýtízkulegu stu og háþróuðustu bifreiðaverksmiðja heims-
ins, útbúnar öllum hugsanlegum elektrónískum hjálpartækjum svo og fullkomnu sjónvarps-
eftirlitskerfi bæði með einstökum framleiðsluhlutum og samsetningarfæriböndum.
Toyota Corona: Góðir ökueiginleikar, mjög hljóðlítill
jafnvel á miklum hraða, stjórntæki þægileg, fjögurra dyra
og allir aukahlutir innifaldir í verði, ódýr.
(NÁ 8. jan. 1966).
Toyota Corona: Ein af fimm athyglisverðustu bifreiðum
ársins: Liggur vel á vegi, sparneytin', allur mjög strk-
byggður, þægilegur og öruggur í akstri. Fallegur bíU.
(The Sunday Times Magazine 24. october 1965).
Toyota Landcruiser: Einstaklega sterkbyggður, hrað-
skreiður, rúmgóður (tekur auðveldlega 6 farþega), frábær
í ófærð, auðvelt að komast að öllum hlutum. 6 cylindra
135 ha. vél.
(Motor Trend reynslupróf).
„TOYOTA LAIMDCRUISER HARDTOP“
Verð á Toyota Landcruis-
er (7 maníia) kr. 186.500.
Innifalið í verði m. a.
135 ha. topventlavél —
stálhús með stórum glugg-
um — tvöfaldar hurðir —
Toyota ryðvörn — milli-
gírkassi — vökvatengsl —
riðstraumsrafall — mjög
öflug miðstöð — sólskerm-
ar — dráttarkrókur — inni
og útispegill — sætarenríi-
sleði — vindlakveikjari.
Toyota Landcruiser er
fáanlegur með gólf eða
stýrisskiptingu svo og spili.