Morgunblaðið - 09.03.1966, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.03.1966, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐID ' Miðvikudagur 9. marz 1966 er til starfa að morgninurn — það er þjóðarósiður á fslandi að fara seint í háttinn og rumska ekki fyrr en í seinustu lög á morgnana. ■jf Síðbúnir jólasveinar Volkswagen 1965 og ’66. BÍLALEIGAN FERÐ Daggjald kr. 300 — pr. km kr. 3. SÍMI 34406 SENDUM LITLA bílaleigon Ingólfsstræti 11. Volkswagen 1200 og 1300. Sími 14970 BÍLAR Opel Reckord ’64. Fallegur bfll. Greiðsluskilmálar. Consul Coreet ’64. Volkswagen ’65. Voívo Amazon ’63. Greiðslu- skilmáiar. ; Vd r y-c Inilasoilq GUÐMUNDAR Bergþórugötu 3. Símar 19032 og 20070. ■Ar Mátti hún verzla? Verkfall verzlunarfólks í síðustu viku virðist ekki hafa komið neytendum úr jafnvægi. A mánudagsmorguninn kom ég í matvöruverzlun og þá var þar gömul kona, sem mikinn áhuga hafði á að kaupa sér einn kaffi- pakka. Þetta var í kjörbúð og sú gamla hikaði við að taka pakkann úr hillunni og hætti við það eftir nokkra uiphugs- un. Gekk til einnar stúlkunnar, sem annaðist afgreiðslu þarna — og spurði: „Hvernig er það, megið þið selja annað en mjólk og brauð í dag? Ekki eruð þið búin í verkfallinu — er það? Stúlkan sagði henni, að nú gæti hún keypt allt, sem hana langaði til að kaupa — en sú gamla lét ekki sannfærast á svipstundu: „Eitthvað voru þeir að tala um það í blaðinu, að það yrði framhald á þessu verkfalli. Er það einhver vitleysa, stendur ekki verkfallið enn?“ Stúlkan sannfærði loks þá gömlu um að hún mætti kaupa kaffipakkann, sem bún girntist — og öllum viðstöddum varð ljóst, að verkfallinu var lokið — í bili a.m.k. ■Ar Áfram með smjörið „Ég kann ágætlega við þetta. í>eir ættú ekki að hafa opið nema tvo daga í viku“, sagði önnur húsmóðir. „I>að er i rauninni alveg nóg að gera innkaup einu sinni í viku úr því að bakari, mjólkurbúðir og fiskibúðir eru opnar aðra daga. Þessir dagar, sem verzlunar- mennirnir voru í verkfalli, voru svo rólegir og áhyggju- litlir. Maður þurfti aldrei að brjóta heilann um hvað vantaði í búið, hvorki að hlaupa sjálf- ur né senda aðra út í búð. Tíminn var miklu drýgri en venjulega". Já, hún var mjög ánægð með verkfallið og henni var alveg sama þótt verzlunar- menn héldu áfram í verkfalli — þó með hæfilegum hvíldum, einn eða tvo daga í viku. Skipulagsbreyting Ég er ekki frá þvi að margir geti sagt svipaða sögu og þessi húsmóðir. 1 rauninni óska þeir þess ekki, að verzl- anir loki hálfa vikuna. Hins vegar rennur það uipp fyrir mörgum, þegar verzlanirnar loka, að venjulega fer allt of mikill tími í þetta búðaráp. Margar húsmæður sóa beinlínis dýrmætum tíma í eilíf hlaup eftir smáræði. Þær venja sig ekki á að skrifa niður það, sem þær vanhagar um, heldur hlaupa alltaf, þegar þær muna eftir einhverju nýju. I>ær eru ekki fáar — ferð- irnar — sem farnar eru eftir einu stykki af smjölíki, eða einum kaffipakka, eða poka af kartöflum, eða mjólk — já eða þessu eða hinu — í stað þess að sameina. þetta og gera eina ferð úr mörgum. Sumir segja e.t.v., að fjár- hagur þeirra leyfi ekki mikil innkaup í einu. Þótt fólk kaupi sjaldnar en meira í senn, þarf það ekki endilega að kaupa meira magn, þegar allt er lagt saman. Útgjöldin verða ekki meiri. Hér er einfaldlega um skipulagsbreytingu að ræða. Þegar fólk er einu sinni komið upp á lagið með að kaupa sjaldnar en mikið í einu verða peningaútlátin ekki tilfinnan- legri, en tímasparnaðurinn hins vegar mjög mikill. Ef þetta verkfall hefur orðið til þess að kenna einhverjum örlitla hagræðingu varðandi verzlun til beimilishalds, þá hefur það orðið til góðs. Hús- mæður sóa allt of miklum tíma í verzlunum. Ef þær hefðu betra skipulag á þessum mál- um ynnu þær mikinn tíma, sem þær gætu notað til að hvíla sig, grípa í góða bók, eða gera eitt- hvað annað sér til afslöppunar í amstri dægranna. Heim í hádegismat Ég sá iþað í blaðinu í gær, að Fræðsluráð hyggst nú kanna nestismál skólabarna. Þetta er annað mál, sem varðar húsmæð urnar engu síður en börnin, jafnvel miklu frekar. Það hlýtur að vera mikilvægt fyrir heilsu og vellíðan skóla- bama, að þau fái sæmilega undirstöðu áður en þau fara í skóla að morgninum. Annars er hætt við, að þau venjist á að nærast á alls kyns rusli, sem keypt er í sjoppum og bakarí- um í friminútum. Húsmæður, sem vaka yfir velferð barna sinna, fara á fætur með þeim að morgninum, sitja til borðs með þeim og sjá um að þau nærist á einhverju áður en far- ið er í skólann. í þessari frétt er líka drepið á þá þróun, að færa aðalmál- tíð dagsins frá hádegi til kvölds, en þetta er orðið all aigengt — a.m.k. í Reykjavík. Ástæðan er sú, að það fer stöð- ugt í vöxt, að heimilisfeður komi ekki heim í hádegismat. Borgin er orðin það stór, að ógerningur er fyrir alla að komast heim í (hádeginu. Það er jafnvel hrein fásinna að ætla sér að æða borgina á enda, borða hádegisverð — og komast aftur á vinnustað á einum klukkutíma, jafnvel, þótt menn hafi bíl til umráða. Hjá mörg- um er orðið það langt á milli vinnustaðar og heimilis, að þetta er ekki framkvæmanlegt með góðu móti, því að umferð- in í hádeginu er orðin mjög mikil — og iválgast stundum það, sem nefnt er þvaga í stór- borgunum. 'A' Gott fyrirkomulag Mörg fyrirtæki hafa tekið upp það ágæta fyrirkomulag að gefa starfsfólki sínu kost á ful’lri málltíð á vinnustað í hádeginu — við hóflegu verði — og hefur matartíminn sums staðar verið styttur í hálftíma af þeim sökum. Lýkur vinnu- deginum þá hálftíma fyrr en ella, eða — eins og þeir hafa það á Flugfélaginu úti á flug- velli: Starfsmenn taka hálftíma í mat og greiða fyrir hann með því að vinna hinn hálftímann — og er það fyrirkomulag sjálfsagt hagfellt fyrir alla. 'A' Þjóðarósiður Þegar heimilisfeður fá fulla máltíð á vinnustað í há- deginu ætti ekki að vera þörf á þvi að^ aðalmáltíðin heima á heimilinu færist frá hádegi til kvölds. Það er vafalaust heppi- legra fyrir börn sem fullorðna, að fá staðgóða máltíð fyrrihluta dags fremur en á kvöldin, þegar starfsdagurinn er á enda. Þetta er þó ekki jafntilfinnan- legt fyrir þá, sem borða mikið á morgnana áður en farið er til vinnu eða í skóla, en slíkt er óalgengt á íslandi. Víða í út- löndum er það hins vegar al- gengt að borðað sé mikið að morgninum — og er nóg að benda á „breakfast” Englend- inga sem dæmi. Þeir komast af með léttan hádegisverð — miklu fremur en við, sem þömibum eitt mjólkurglas, eða sötrum kaffibolla og nörtum í brauðsneið áður en rokið er af stað. Það er auðvitað skilyrði að fara tímanlega á fætur, ef fólk ætlar sér að borða meira en hér er algengast — áður en farið Kona nokkur, sem býr við Bergstaðastræti, hringdi hingað í gær og tjáði okkur þær gleðifréttir, að hún hefði verið að fá jólapóstinn sinn, m. a. jólakveðju frá bróður sín- um, sem býr við Grettisgötu. Sjálf fékk konan fjögur jóla- kort með póstinum, dóttir hennar tvö — og pósturinn skildi óvart eftir eitt jólakort, sem átti að fara í næsta bús. Konan kynnti sér það, að bróðir hennar hafði a.m.k. póstlagt jólakveðju sína í tæka tíð — þannig, að hún hefði átt að berast fyrir jól. Ekki er gott að vita hvað veldur þessum seinagangi, en vitanlega verður að taka tillit til þess, að vegalengdin frá Pósthúsinu að Bergstaðastræti er alllöng — og ekki víst, að pósturinn eigi leið þar um á hverjum degi. — Annars hefði verið miklu nær fyrir póstinn að geyma jólakortin í nokkra mánuði í viðbót — og koma þeim til viðtakenda í desem'ber n. k., þegar allir verða aftur komnir í jólaskap. Loksins er hér eitt bréf irá lesanda, sem er nýkominn af Álftanesinu: „Velvakandi góður. Nýlega fór ég víða um á Álftanesinu. Á. einum stað skammt fyrir utan Sveinskot, þar sem vegurinn liggur rétt við fjöruna, tók ég eftir hræi af hrossi, sem lá ofarlega í fjör- unni. Þarna hefur dauðum hestinum á sínum tíma verið ekið og fleygt fyrir hunda og manna fætur, ef svo mætti segja. Ég spurðist fyrir um það hver myndi hafa verið svona notalegur í sér gagnvart mönn- um og dýrum og var sagt af kunnugum, að bóndinn i Sveinskoti myndi hafa gert þetta. Bf það er satt, að hann hafi gert þetta, vil ég nú biðja hann að sýna þau mannlegheit að fjarlægja skrokkinn og grafa hann einhversstaðar á góðum stað. Það eru heldur ógeðslegar aðfarir að fleygja skrokkum dauðra húsdýra hingað og þangað á bersvæði — og sem betur fer er það ákaflega óalgengt. Bændur hafa áreiðanlega bæði fyrr og síðar kunnað betur að meta húsdýr sín en svo, að þeir hafi haft geð í sér til þess að skilja þannig við leifar þeirra, þegar þau hafa lokið lífsgöngu sinni og þjónustu við bú þeirra. ht“ M.s. „Kronprins FREDERIK" fer frá Reykjavík laugar- daginn 12. marz n.k. Tiikynn ingar um flutning óskast sem fyrst. Skipaafgreiðsla Jes Zimsen Sími 13025. Nýkomin sending af rafhlöðum fyrir Transistor útvarpstækln. BRÆÐURNIR ORMSSON h.f. Lágmúla 9. — Sími 38620 Bílar til sölu Ford Fairlane sjálfskiptur módel 1965, lítið ekinn. Mercedes Benz 180 árg. ’56 í afbragðs ástandi. Upplýsingar gefur Halldór Þórðarson. Bilasýningarskáli Egils Vilhjálmssonar hf. Laugavegi 118 — Sími 22240. Timpson karlmannaskór n ý 11 ú r v a 1. RÍMA, Austurstræti 10.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.