Morgunblaðið - 09.03.1966, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 09.03.1966, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ ' Miðvikudagur 9. marz 1966 Ég hef slitið trúlofuninni við Önnu — það er bara jafnstraumur heima hjá henni. Kringum hálfan hnöttinn Hann lyfti ofurlítið annarri rauðu augnabrúninni og sagði: — Það er jþá Gary, er það ekki? Hún laut höfði. — Jlá. góðs sagði hann og stundi við. — Ég jafna mig sjálfsagt eftir þetta, Cloe. Hef gert það fyrr. En ég hef nú samt aldrei áður orðið svona snortinn. Veit Gary um þetta? Hiún hristi höuðið. — Nei, ekki býst ég við því. Hann hefur aldrei sagt neitt við mig. —• Hann er skrátinn náungi, sagði Ken. — Góðhjartaður og allt það, en ég held ibara, að hann komi til með að eiga bágt með að yfirgefa þennan einmanna- leik sinn. Eiwhver eða eitthvað hlýtur að hafa sært hann ein- hivern tíma í fyrndinni. Þú færð fullt í fangi að vinna bug á and- stöðu hans, Oloe. Hann glotti til hennar. — En úr þvi þú ert skot inn í honum, þá finnst þér það líklega tilvinnandi. En það verð- ur þú, sem færð að hafa al'la fyr- irhöfnina. Þú verður að leggja frá þér þessa meðfæddu feimni þína og ganga að honum með oddi og egg. Hún hló vandræðalega. — Jafn.vel þótt ég gerði það, mundi hann líklega segja, að hann kæri sig ekkert um mig. Kannski ekki með þeim orðum, heldur auðvitað kureislega. Ken glennti upp augun. Það held ég ekki, að hann myndi gera. Þó ekki væri annað, þá mundi hann kunna að meta, hve mikið átak það hefur verið fyxir þig að hafa nálgast hann að fyrra bragði. En líklega þekkir þú hann betur en ég, Cloe. Ég get ekki gert meira en ráðleggja þér. Og það er skrítið, að ég skuli ætla að fara að kenna þér að bera þig eftir honum, þegar ég vil Sá þig sjálfur. Hún sagði hreinskilnislega: — Þú ert vænn, Ken. Ég vildi næst um óska, að það værir þú, sem ég væri ástfangin af. Það yrði ekki líkt því eins vandasamt. — Ég býst við, að ef einhver hlutur er auðfenginn, þá vilji enginn líta við honum,_ sagði hann daufur í bragði. Ég hef elskað þig æ síðan þú lamdir stólnum í hausinn á kínverska sjóaranum, sem ætlaði að ráð- ast að mér með hníf í kínversku knæpunni. Gary kom aftur til sjúkrahúss- ins. Hann stakk höfðinu inn í hurðargættina og sagði með upp gerðar glettni: — Kem ég of snemma? Ken hló snöggt. — Cloe var ek'ki ástfangin af mér Gary. En ég vildi óska, að hún væri það. Gary leit á þau á víxl, en ekkert varð ráðið af svip hans. — Ég skal koma með bíl á mánu daginn og flytja þig til Tokyo, sagði hann. — Ég hef pantað herhergi handa þér í Imperial. Þú ert ekki í neinu standi til að sof a á gólfinu í japönsku kránni. — Ég hef nú fengið nóg af slíkum í bili, en hefði ég ekki farið í Wanaka, hefði ég aldrei náð í allar upplýsingarnar, sem ég fékk hjá Arao. — Þá hefðirðu heldur ekki verið dreginn meðvitundarlaus upp úr sjónum, sagði Gary. — Arao lék tveim skjöldum. En hann vissi of mikið til þess að Kudo gæti sett hann á, þegar hann seldi fyrirtækið sitt og ætl aði til Suður-Ameríku. — Ég hef hagað mér eins og bjáni, sagði Gary, er þau sátu í rafmagnslestinni á leið til Tokyó. — Ég vissi, að Ken var ástfanginn af þér. Og ég hélt, að þú værir ástfangin af honum. — Mér er mjög vel til Kens, sagði hún lágt, — en ég hef aldrei verið ástfangin af honum, Gary. Hann brosti dálítið vandræða- lega og spurði svo eftir nokkra þögn: — Ertu laus á morgun, Clothilde? Eigum við að koma út saman? Ég hef heyrt mikið látið af Ni'kko og Toshagu-helgi- dómunum. Ættum við að fara þangað? Mér skilst, að þarna sé fyrsta flokks gistihús, þar sem við getum fengið hádegisverð, eða svo sagði mér dyravörðurinn í Imperial. — Já, ég hefði gaman af að □---------------------------□ 39 *—-------------------—n koma þangað, svaraði hún, blátt áfram. Hann tók hönd hennar og stakk henni undir arm sér. Þrýsti hana fast. Þau sögðu ekki margt, það sem eftir var leiðarinnar, en hugur hennar var fullur gleði og vonar. 23. kafli. Nikko Kanaya-gistilhúsið — eitt hið hezta í Japan — er hvít- má'lað og byggt í musterisstíl, en að baki því er brött brekka með mösurtrjám, sem á þessum árstíma voru að breyta dökk- rauðum Mt sínum í gulMnn lit. Þau höfðu lagt af stað snemma morguns og höfðu verið hálfa þriðju klukkustund á leiðinni, i járnbrautarlest til Nikko. Þau höfðu þegar heimsótt Tosihagu- musterið sem er húsaþyrping, hver annarri skrautbúnari og með mikilli gyllingu. Þau höfðu séð Hina Þrjá Vitru Apa undir kvistunum á Hesthúsinu Helga. Þau höfðu séð Brúna Helgu, sem er máluð himinblá, og skreytt kopar, en yfir hana fá sendiboð- ar keisarans að fara einu sinni á ári, er þeir færa musterinu fórnir. Þau höfðu heimsótt Rin- noy-musterið og sal þess með þremur Búdda-Mkneskjum, en hver þeirra er tuttugu og sjö fet á hæð, úr máluðum viði og gullskrauti, og situr hver á blaði af risavöxnu lótusblómi. Einn Búddann hiafði fjörutíu hendur, en hann var kallaður Þúsundhenti Búdda, til þess að geta fært þúsund manns ham- ingjuna í senn. Nú voru þau orðin þreytt á þessu rápi og hvíldu sig í hinu dásamlega umhverfi gistihússins. Þau gátu fengið hvort sem þau vildu heldur, japanskan eða vest rænan mat ,en þar eð bæði höfðu þegar fengið smekk fyrir þeim japanska, báðu þau um suki- yaki. Gary bað Mka um eina flösku af kampavíni. — Það kann nú að vera óviðeigandi svona um há degisbiMð, en mér þykir kampa vín svo gott. Manstu þegar þú komst heim til mín og við feng- um kampavín og styrjuhrogn, áður en við fórum í leikhúsið? Roðinn steig upp í kinnar hennar. Hún leit ofurMtið undan, — Vitanlega man ég það, Gary. — Þú varst falleg það kvöld, Clothilde. Ég var næstum far- inn að halda, að ég væri skot- inn í þér. Þetta kom illa við hana og hún svaraði engu. En það var eins og hann tæki ekki eftir því. Hann hélt áfram, um leið og hann saup á kampa- víninu: — Þetta hlýtur að vera eitthvert mesta töfraland í 'heimi Olothilde. Eftir að hafa séð svona mikið af iþví, langar mig til að sjá meira. Og svo bætti hann við, lágt og tók um _ hönd hennar undir borðinu: — Ég vil sjá það með þér. Heldurðu, að það væri mögulegt? Ég get feng ið nokkurra vikna frí og þú átt orðið skiMð eitthvert fri, eftir allt, sem þú hefur orðið að reyna. Er ekki eitthvað í jápan, sem þig langar að sjá, Clothilde. Hún brosti á móti. — Jú, það er víst býsna margt, sem mig langar ti'l að sjá í Japan! Kyoto, gömlu höfuðborgina, með öllurn ölturunum og musterunum, og Nara, þar sem einnig eru mörg gömul musteri. Svo langar mig að fara til Atami og Vatnsins og sjá Fuji-fjallið betur en ég hef enn getað gert, úr flugvélinni. Það var svo dásamlegt. Svo hef ég heyrt mikið látið af Banraku- brúðuleikhúsinu í Osaka. Já, það er víst óteljandi margt, sem mig langar að sjá í Japan. —- Jæja, ég óska ykkur alls Akureyri — Ikrsveitir LAKALÉREFT Mjög mikið af nýjum vörum hefur komið fram og núna síðast ódýra vinsæla laka- léreftið með vaðmálsvernd, breidd 140 cm. Verð kr. 39 meter. Einnig damask, danskar langerma kven- blússur á kr. 9 8 Kuldaskór fyrir kvenfólk. Eldhúspottar, leikföng og margt annað. Akureyri. Pottar Ódýru eldhúspottarnir með mislitu lok- unum komnir aftur, þrjár stærðir 2ja 1. 3% 1. og 6 1. Einnig skaftpottar, þykkur botn. Miklatorgi. — Lækjargötu 4. KJÖR Tvær starfsstúlkur vantar í söluturn okkar. — Upplýsingar í síma 36374. Frystihús Til sölu er frystihús og bátar á Suðurnesjum, allt í fullum gangi. Fyrirspurnir sendist Mbl. merkt: „Frystihús — 8738“. ÚTBOÐ Tilboð óskast í að byggja tvo vatnsgeyma úr stáli, 9000 rúmm. hvorn, í Öskjuhlíð hér í borg, fyrir Hitaveitu Reykjavíkur. Útboðsgögn eru afhent í skrifstofu vorri Vonar- stræti 8, gegn 3000 króna skilatryggingu. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR. Chrysler eigendur Höfum tekið að okkur boddý-viðgerðir og sprautun á Dodge, Plymotuh og Chrysler. Reynið viðskiptin. BÍLAVERKSTÆÐIÐ VESTURÁS H.F. Síðumúla 15 — Sími 35740.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.