Morgunblaðið - 05.04.1966, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 05.04.1966, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 5. apríl 1988 MORGUNBLAÐIÐ 3 í GATA ein í Jerúsalem hefur (hlotið nafnið fslandsgata eða „Reöhov Iceland" á þarlendu má'li. Var hún skírð og opnuð er forseti ÍSlands var á ferð í fsrael. Eru þessar myndir teknar við það tækifaeri. Gata þessi er í einni af nýjum út- toorgum Jerúsalem, sem toyggð er Gyðingum er flutzt v_ íslandsgata í Jerúsalem hafa til Landsins helga frá ýmsum stöðum. Ásgeir Ásgeirsson, forseti fslands, opnaði götuna þriðju- daginn 29. marz og gaf henni nafn Mikill mannfjöldi hafði safnazt saman á stóru torgi í hverfinu. Á miðju torginu var forseti íslands, borgarstjórinn og sendilherrar erlendra ríkja. Fjöildi barna veifuðu íslenzka fánanum og þjóðfánum sín- um. Hermenn stóðu heiðurs- vörð, og var rautt teppi lagt upp að ræðupalli. Eftir að nokkrar ræður höfðu verið fluttar, klippti forseti ís- lands á silkitoorða, sem strengur hafði verið yfir göt- una. Og forseti íslands og for- seti ísraels gengu fyrir niður götuna, sem hlotið hafði nafnið íslandsgata, en mann- fjöldinn fylgdi á eftir. Á eindálka myndinni sjást forseti íslands, Teddy Kollek, borgarstjóri Jerúsalem, með- an íslenzki þjóðsöngurinn er leikinn, eftir að götuskiltið með nafninu fslandsgata hef- ur verið afhjúpað. j Á annarri þriggja dálka myndinni sést er Ásgeir Ás- geirsson, forseti íslands, klippir á silkiborðann og opn- ar íslandsgötuna Teddy Koll- ek toorgarstjóri aðstoðar hann, en Zalman Shazar forseti ísrael og Emil Jónsson utan- ríkisráðherra íslands horfa á. Á þriðju myndinni ganga for- setarnir niður fslandsgötuna og með þeim borgarstjórinn, Pardess höfuðratobí og önnur stórmenni. w í; i:\kimii ii Skugginn Fylgispekt Framsóknarflokks- ins við kommúnista er öllum kunn, og ekkert fréttnæmt við það. Hitt er sjaldgæft að komm- únistar ögri og stríði Framsókn- arforingjunum fyrir þessa fylgi- spekt, en greinilegt er, að einn af ritstjórum Þjóðviljans hefur ekki staðizt mátið lengur, síðast- liðinn laugardag, þegar . hann segir: „Það hefur verið ákaflega fróðlegt að fylgjast með Fram- sóknarflokknum í stjórnarand- stöðunni. Honum hefur naumast tekizt að marka sérstöðu sina í nokkru máli, og leiðtogar hans hafa oft átt í miklum erfiðleik- um með að fóta sig. Yfir- leitt hefur raunin orðið sú, að fyrst hefur Alþýðubandalagið mótað stefnu sína, og síðan hef- ur Framsóknarflokkurinn komið í kjölfarið misjafnlega snemma. Afstaðan til alúmínsamninganna hefur verið til marks um þetta ......Leiðtogum Framsóknar- flokksins er enn ákaflega ósýnt um að átta sig á málavöxtum. Þegar aðalforstjóri svissneska auðhringsins lýsti því yfir á blaðamannafundi á þriðjudaginn var, að samningarnir við ríkis- stjóm íslands væri algjört eins- dæmi í sögu auðfélagsins að því er varðar raforkuverð og ákvæð in um erlent dómsvald, virtust ritstjórar Tímans ekki gera sér neina grein fyrir því að þessi játning væri ákaflega söguleg og lærdómsrík, heldur birtu yfir- lætislausa frétt. Það var ekki fyrr en Þjóðviljinn hafði vakið mjög rækilega athygli á þessum staðreyndum, að Tíminn gerði slíkt hið sama degi síðar. Þjóð- viljinn birti forustugrein um málið í fyrradag, Tíminn tók hana upp með svolítið breyttu orðalagi í gær Þetta er ekki sagt leiðtQgum Framsóknar- flokksins til ávirðingar, hverj- um skyldi detta í hug að álasa skugganum sínum?“ Bragð er að þá barnið finnur. Misskilnmgur S-Vietnamstjdrn sendir herliö til Da Nang Oeirðir og mótmæVaaðgerðir í fleiri borgum Dan Nang, 4. apríl — NTB: HERSTJÓRINN í Saigon sendi í dag herflokk manna flugleiðis til Da Nang til þess að berja niður andúðaröldu þá gegn S- Vietnamstjórn og Bandaríkjun- um, sem orðið hefur tilefni fjöldafunda og götuóeirða þar í borginni um helgina. Einnig var lögreglulið og herlið sent til fleiri borga norður þar sömu erinda. Ekki hefur neitt verið tilkynnt opinberlega um liðsflutninga þessa, en fregnir herma að í kvöld hafi hermönnunum verið komið norður og þeir settir niður skammt frá Da Nang. Fregnir frá Da Nang herma að hermenn úr liði S-Vietnamstjórn ar, sem gengið hafi í lið með uppreisnarmönnum gegn henni, séu nú að loka veginum er ligg- ur frá flugvellinum að borginni sjálfri til þess að freista þess að hefta för sunnanmanna. í Hué lýstu leiðtogar stúdenta sig reiðubúna til þess að berjast við herlið stjórnarinnar, verði það sent norður þangað eins og Ky forsætisráðherra hefur hótað. Mótmælagöngur voru farnar í Hué í dag og gerðu göngumenn hróp að hvorum tveggja, stjórn- inni í Saigon og Bandaríkjunum. Héldu göngumenn að ræðis- mannsskrifstofu Bandaríkjanna í borginni og afhentu þar orð- sendingu er ætluð var Johnson forseta, en þar sagði að vera Bandaríkjamanna í Vietnam og það að þeir skertu svo sem raun bæri vitni rétt Vietnam-manna til sjálfstjórnar væri orsök alls þess er á gengi í landinu. Borgarstjórinn í Da Nang, Nguyen Can Man, sem Ky for- sætisráðherra hefur hótað lífláti fyrir aðild að skipulagningu mót mælaaðgerða, lýsti því yfir í dag, að leiðtogar hersins þar í héraði væru á sínu bandi. „Ky gengur í berhögg við vilja fólksins", sagði Can Man á fundi er hann héit með fréttamönnum í dag, við mikið varðlið. Hann neitaði því eindregið, að hann væri kommúnisti og fullvissaði menn um að hann myndi berjast fram í rauðan dauðann. Rusk áhyggjufullur Dean Rusk, utanríkisráðherra Bandaríkj anna, sagði í dag að ástæðan til hins slæma stjórn- málaástands í S-Vietnam nú, væri flokkadrættir vegna fyrir- hugaðra kosninga í landinu, sem lofað hefur verið að haldnar skuli. Rusk sagði að mótmælaað gerðir gegn stjórninni í Da Nang og Hué hefðu engin bein áhrif á hernaðaaðgerðir þær, sem beint væri til höfuðs kommúnistum í S-Vietnam. Höfðu fréttamenn þetta eftir utanríkisráðherranum er þeir lögðu fyrir hann spurn- ingar að loknum fundi hans með utanríkismálanefnd þingsins og var Rusk sagður mjög áhyggju- fullur vegna hinna alvarlegu ó- eirða er orðið hefðu í landinu undanfarið. 1 Saigon réðust vopnaðir lög- reglumenn tvívegis gegn hópi stúdenta er höfðu uppi mótmæla- aðgerðir gegn ríkisstjórninni. Um það bil 2.000 stúdentanna brut- us't ótrauðir áfram og létu sig engu skipta táragas lögreglu- mannanna, eða gaddavírsgirðing- ar en héldu sem leið Ía til bú- staða upplýsingamálaráðherra landsins og ríkisleiðtoga. Er stúd entarnir höfðu kveikt í banda- rískum jeppa er þar stóð kom lögreglunni liðsstyrkur fallhlífar hermanna og tókst henni þá að dreifa stúdentunum. Við fyrstu umræðu álmálsins í Neðri deild Alþingis síðastlið- inn laugardag, ræddi Jóhann Hafstein, iðnaðarmálaráðherra margendurteknar fullyrðingar um, að Norðmenn eignist ál- bræðslur þar í landi að samn- ingstíma liðnum. Um þetta sagði iðnaðarmálaráðherra: í fjallaibænum Dalat var stúd- entunum og öðrum skólanemend um ekið hópum saman af mót- mælafumdum og í strandibænum Nha Trang var lýst yfir neyðar- ástandi. í Hué voru miklar mót- mælaaðgerðir eins og áður sagði og létu lögreglumenn þar það með öllu afskiptalaust þótt menn færu þar um götur þúsundum saman að mótmæla stjórninni í Saigon og stefnu hennar en stjórnuðu umferðinni áfram sem ekkert væri. Fregnir hafa einnig borizt um mótmælaaðgerðum í bæjunum Pleiku, Tam Ky og Ban-Methuot. í Saigon hefur bandaríska sendi- ráðið xáðlagt starfsliði sínu að halda sig sem mest innandyra og svipuð fyrirmæli hafa verið gefin bandarískum hermönnum í borginni. Sunnan Saigon halda land- gönguliðar flotans áfram hern- aðaraðgerðum og finnast þar um slóðir æ fleiri bækistöðvar Viet Cong skæruliða og vistabúr og hefur fjöldi skæruliða verið tek- inn til fanga. Talsmaður Bandaríkjahers i Saigon sagði í dag að týnzt hefðu tvær flugvélar sl. sólarhring, önnur norðan landamæranna hin sunnan þeirra. „Þetta er að mínum dómi al- gjörlega úr lau.su lofti gripið, og veit ég ekki hvar menn hafa fundið slíkan vísdóm. Sviss- lendingar haft lagt fé í álbræðsl- ur í Noregi, og þar eru ekki nokkur ákvæði um það að þeir skuli eignast bræðsluna að samn ingstíma liðnum. Eins og ég segi veit ég ekki hvaðan þessi vís- dómur er kominn, en það kynni að vera um misskilning að ræða, vegna þess, að áður fyrr a.m.k. var það svo, að erlend fyrirtæki virkjuðu fossa og nátt- úruauðlindir Norðmanna, og þá voru ákvæði í slíkum samning- um um að slík fyrirtæki skyldu falla til ríkisins að samningstíma liðnum. En þetta á auðvitað ekk- ert skylt við álbræðslu, þar sem útlendingar eru annaðhvort meiri eða minnihluta aðilar í venjulegum norskum hlutafé- lögum“. Því hefur oft verið haldið fram í blöðum og á öðrum vett- vangi, að Norðmenn hefðu gert slíka samninga um álbræðslur, að þeir eignuðust fyrirtækið að samningstíma loknum. Af orðum iðnaðarmálaráðherra er ljóst, að hér er um misskilning að ræða. Þessi ákvæði hafa átt við um virkjanir fossa, en ekki ál- bræðslurnar sjálfar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.