Morgunblaðið - 30.04.1966, Síða 4

Morgunblaðið - 30.04.1966, Síða 4
MORCUNBLADID Laugardagur 30. aprU 1966 BlLALEIGAN FERD SÍMI 34406 SENDUM LITLA bílaleigan Ingólfsstræti 11. Volkswagen 1200 og 1300. Sími 14970 iviagimOsar skipholti21 símar21190 eftir lokon simi 40381 Volkswagen 1965 og '66. RAUDARÁRSTÍG 31 SÍMI 22022 BIFREIÐALEIGAK VECFERÐ Grettisgötu 10. Símí 14113. í1 ^ að auglýsing í útbreiddasta blaðlnu borgar sig bezt. B O S C H Háspennukefli 6 volt. 12 volt. Brœðurnir Ormsson Lágmúla 9. — Sími 36820. íslenzk þota Nú bendir allt til þess að íslendingar eignist farþega- þotu í byrjun næsta árs og er það mjög ánægjulegt. Þetia má heldur ekki dragast öllu lengur, þessi þróun er okkur nauðsynleg — og sá dagur kem ur fyrr en varir, að íslenzkar flugvélar á millilandaleiðum verða eingöngu þotur. Okkur hefur jafnan skilizt, að Flugfélagið hafi miðað val sitt á þotutegund m.a. við að- stæður á ReykjavíkurfluveúL Stjórnarvöldin hafa hins vegar séð ástæðu til þess að taka það fram um leið og lagt var til, að þjóðin gengi í ábyrgð vegna þotukaupanna, »ð fé- lagið gæti ekki ætlazt til pess, að endurbætur eða stækkun verði gerð á Reykjavíkurflug- velli umfram það, sem eðlilegt má teljast — einungis til þess að gera rekstur þotu á vell- • inum framkvæmanlegan. Er vísað til Keflavíkurflugvallar. ■jc Flugvöllurinn Þetta er ósköp eðlileg af- staða. Bæði vegna þess, að sérfræðingar þeir, sem fjallað hafa um flugvallarmálið, hafa ekki talið það æskilegustu lausnina að festa meira fé i vellinum — og líka vegna þess, að endanleg niðurstaða í þessu blessaða flugvallarmáli er enn ekki fengin. Auk þess á reynzl an eftir að skera úr um það hvort Reykvíkingar telja sig þola hávaðann frá þotu í reglu bundnu flugi til og frá Reykja- víkurflugvellL Hins vegar er þetta kærkom ið tækifæri til þess að spyrja um það, hvort ekki megi bú- ast við niðurstöðu síðustu sér- fræðinganefndarinnar von bráð ar. Flugmálaráðherra greindi frá því í ræðu við komu Fri- endship-flugvélarinnar í fyrra vor, að væntanlega yrði tekin ákvörðun í flugvallarmálinu innan langs tíma. Við bíðum. Samgöngur Ekki er óeðlilegt þótt stjórnarvöldin hiki við að ráð- stafa nokkur hundruð millj- ónum króna til nýs flugvallar á meðan ekki er fyrir hendi fé til þess að gera aðalþjóð- vegi landsins nokkurn veginn akfæra. Þetta er nýtt vanda- máþ risastórt vandamál, sem margfaldast hefur á nokkrum árum vegna hins aukna bíla- innflutnings. Samgöngumálin eru meðal mikilvægustu málefna þjóðar- innar — og þáttur þeirra í heimi nútímans verður æ ríkari ár frá ári. Þess vegna er ástæða til þess að gefa þeim sérstakan gaum einmitt nú — og eins eða tveggja ára dráttur á til- teknum framkvæmdum á þessu sviði hefur ekki aðeins í for með sér að við ^rögumst enn meira aftur úr oðrum, heidur getur hinn óbeini skaði okkar orðið ófyrirsjáanlegur. Og hann margfaldast með hverju Stórátak í fljótu bragði virðist Ijóst, að þörf sé erlendra lán- taka í allstórum stíl til þess að endurbyggja það, sem nauð- synlegast er að endurnýja af vegakerfinu — og búa flug- samgöngum, bæði innanlands og millL landa, þær aðstæður, sem "nauðsynlegar eru til þess að þessi mikilvægi þáttur sam- gangnanna megi þróast og dafna eðlilega. Hér þarf að gera stórátak. A meðan endanleg niður- staða er ekki fengin í flugvall- armálinu mundu margir telja æskilegt að „taka frá“ svæði þau, í nágrenni borgarinnar sem helzt kæmu til greina, ef áformað yrði að byggja nýjan flugvöll. Hingað til hefur ver- ið litið til ríkisins og beðið eftir að það opnaði budduna, ef þörf krefði í þessu sam- bandi. Ekki væri hins vegar óeðlilegt, að Reykjavíkurborg legði eitthvað fram, ef allir yrðu sammála um að borgin gæti ekki notast við Keflavíkur flugvöll. Flestir eru fyrir löngu sammála um, að núverandi Reykjavíkurflugvöllur Verður ekki nothæfur til eilífðar. 'jAf' Ekkert aukaatriði Allir sjá, að þörf er stór- átaks í samgöngumálum, eins og drepið var á að framan. En menn virðast ekki ætla að hlaupa upp til handa og fóta yfir þessu. Hjólið snýst hægt, þegar Keflavíkurvegurinn er undanskilinn. Framkvæmdir Reykjavíkur- borgar í gatnagerð og öðru slíku hafa hinsvegar verið miklar síðustu árin og hefur verið sérstaklega ánægjulegt að sjá hvernig borgin hefur breytt um svip — og fólkið um leið. Þegar menn geta loks gengið þurrum fótum milli húsa, þurfa ekki lengur að stikla milli p>olla og ana ekki beint í forarvilpu, þegar þeir ganga frá heimilum sínum, verða þeir vissulega glaðlegri og ánægðari með lífið og til- veruna. Þetta er nefnilega ekk- ert aukaatriði. Loftleiðahótelið Þótt Reykjavíkurborg hafi staðið sig vel á mörgum sviðum framkvæmda, hafa Loftleiðir slegið í dag öll fyrri met á íslandi, er þeir opna hótel sitt á Reykjavíkurflug- velli. Þegar á heildina er litið þarf að vísu ekki ákaflega hröð handtök til þess að slá ís- landsmet í húsbyggingum, en hjá Loftleiðum hefur þetta gengið með sannkölluðum amerískum hraða — og ekki nóg með það: Hótelið, sem þeir hafa reist, er langfull- komnasta bygging sinnar teg- undar á íslandi og þótt víðar væri leitað. Það rúmar fleiri gesti en nokkurt annað hótel á íslandi og er ávöxtur mik- illar og ört vaxandi starfsemi, sem færir ekki aðeins íslend- ingum góðar tekjur, heldur fær ir ísland líka nær umhekmin- um og myndar farveginn, sem nýjar hugmyndir og áhrif renna um milli okkar lands og annarra. Þessi nýja bygg- ing og starfsemin þar er upp- örfun fyrir frjálst framtak í landinu, gott dæmi um það hvernig góð samvinna sjálf- stæðs fyrirtækis og ríkisvalds- ins getur stuðlað að beggja hag. En sem betur fer kom ríkið ekki nálægt byggingar- framkvæmdunum, enda hefði þá vart verið slegið Is- landsmet. Anægjulegt er, að stórir atburðir gerast nú án tilhlutan opinberra aðila og þeir, hinir fjölmörgu sem halda að heimsviðskiptin fari fram í Austurstræti, ættu að hugsa málið á ný. Beðið um segulband Á dögunum barst okkur bréf frá Hollandi, ritað af Hollendingi — á prýðilegri ís- lenzku. Hollendingurinn hefur þetta að segja: „Kæri Velvakandi, Mér finnst alltaf mjög gam- an að lesa greinar yðar í Morgunblaðinu, sem ég les á hverjum degi með stóránægju. Ég er 24 ára garnall og er mikill íslandsvinur. Nú langar mig mjög mikið til að biðja yður að gera mér greiða. Ég á nefnlega segulbands- tæki og af því að ég er að læra íslenzku af eigin rammleik og hef ekki tækifæri til að hlusta á íslenzka útvarpið, vildi ég feginn komast í samband við íslending, sem vildi skipta á segulböndum við mig, taka upp fyrir mig eitthvað skemmtilegt og lærdómsríkt úr útvarpinu. Ég vona að þér gerið svo vel að birta þetta í blaði yðar. Með fyrirfram þökk fyrir ó- makið. Jan R. Nienhuis Jozet Israelsstraat 70 Groningen Holland Og svo gera menn lítið úr vinsældum íslenzka útvarps- ins. Einstefna Húsmóðir í Hlíðunum skrifar okkur eftirfarandi: 24. apríl, 1966. „Astandið hjá okkur, sem búum við Barmahlíð (milli þvergatnanna Lönguhlíðar og Stakkahlíðar) er þannig, að hér er tvístefnuakstur um mjóa götu, gangstétt er öðru megin vað akstursbraut og leyft að leggja bílum beggja vegna götunnar. Bíleigendur eru mjög margir. — Má nefna t.d. að í 4-íbúða húsi eru 4 bíleigendur en aðeins einn bil- skúr við húsið. Óhjákvæmi- lega eru því margir bilar að staðaldri við götuna. Þetta er því óhugsandi skip- an mála til lengdar, en hér er samt ekki öll sagan sögð. Fjölmennt hverfi, þ.e. Boga- hlíð, Stigahlíð, Grænahlíð — með fjórtán hundruð íbúum, er hér fyrir ofan og fer bíla- umferðin til og frá þessu hverfi að langmestu leyti um þennan umrædda hluta Barma- hlíðar. Væri ekki full ástæða til aS gera hér einstefnuakstursgötu í austurátt og það hið bráð- asta? Benda má á að í Barma- hlíð neðan Lönguhlíðar er ein- stefnuakstur í vesturátt og greinilega merkt bílastæði —• þar er umferð þó mun minni en hér. „Húsmóðir í Hlíðunum.“ Fyrirvaralaus hækkun Hér kemur bréf um inn- heimtu útvarps og síma: „Velvakandi — Ösköp finnst mörgum (og mér líka), óviðfeldið að rík- isstofnanir gangi á undan í þeim ósóma, að koma aftan að fólki, eins og bæði R:kis- útvarpið og Landssíminn gera með gjöld og skatta. Landssím inn lækkar „fríu upphring- ingarnar“ sem eru innifaldar í afnotagjaldi úr 600 í 580 árs- fjórðungslega, án þess nokk- urs staðar sé um það getið. Má segja, að lítið dregur ves- alan. Ríkisútvarpið hækkar afnotagjald fyrir yfirstandandi úr úr kr. 530,00 í kr. 620,00, án þess nokkur hafi hugmynd um það fyrr en innheimtan kemur. Þetta þættu heldur leiðinlegar aðfarir hjá „ein- staklihgsframtakinu“. „Svo má illu venjast að gott þyki“. Fólk er orðið það vant svona aðferðum, að það er að hætta að greina milli þess, sem er rétt og rangt. Utvarps og símnotandi.“ FERMINGAR SKEYTI SUMAR STARFSINS Sumarstarf KFUM og KFUK býður ySur falleg, litprentuð fermingarskeyti, sem gefin eru út til eflingar sumarbúð- unum í Vatnaskógi og Vind- áshlíð. Móttaka laugardag kl. 10—12 og 1—5 og sunnud. kl. 10—12 í K.F.U.M., Amtmanmsstíg 2 B. Ennfremur móttaka ferming- arkveðja í simum 17536 og 23310. Vatnaskógur Vindáshlíð Sparifjáreigendur Avaxta sparifé á vinsælan og öruggan hátt. Uppl. kl. 11—12 f. h. og 8—9 e. h. Margeir J. Magnússon Miðstræti 3 A. Sími 15385 og 22714. SAMKOMUR Almennar samkomur. Boðun fagnaðarerindisins A morgun (sunnudag) að Austurg. 6, Hafnarf. kl. 10 f.h. aO Hörgshl. 12, Rvík, kl. 8 e.h.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.