Morgunblaðið - 30.04.1966, Side 11

Morgunblaðið - 30.04.1966, Side 11
f Laugaríagur 30. apríl 1966 MORGUNBLAÐIÐ n við það. Ég þarf að komast í sundlaugarnar, það er langt í þær, og okkur langar til að hreyfa okkur, og það er eitt af lífsskilyrðunum fyrir okkur eldra fólkið að hreyfa okkur, og ég vil endilega fá betri og fleiri strætisvagnaferðir. Mig langar til að vita, hvort það er ekki möguleiki til þess, því að þetta heimili er svo stórt, að það er orðið eins og heilt sveita- þorp eða kaupstaðirnir áður, og | við þurfum oft að bregða okkur I í bæinn til gagns og gamans. Þess vegna óskum við eftir betri eamgöngum við miðborgina. L Borgarstjóri: * 1 Ég skal með ánægju kanna möguleikana á því hvort unnt sé að fjölga strætisvagnaferðum. Það er í því sambandi rétt að | geta þess, að leiðakerfi strætis- j vagnanna er í endurskoðun ein- mitt eftir gerð aðalskipulags og eamþykkt gatnakerfis, og þá hlýt ur það að vera ein meginvið- miðunin hve strætisvagnaleiðirn ar geta þjónað mörgu fólki, og það er rétt sem Lilja Björns- I dóttir sagði, að vistmönnum á !' Hrafnistu fer fjölgandi, ibúum liér á Laugarási fer fjölgandi með tilkomu þriðja há'hýsins og ennfremur með tilkomu ibúðar- hverfisins við Norðurbrún, þann I ig að ég vonast til að hægt sé, eð ein'hverju leyti, að koma til móts við óskir Lilju Björnsdótt- ur. ( Guðmundur Jónsson: 1. Svæði það, er autt er á milli Laugarnesvegar og Rauða- lækjar, var eitt sinn ákveðið sem bílskúrslóðir fyrir sambýl- ishús við Laugarnesveg. Hve marga bílskúra má byggja á því svæði, og hvaða sambýlis- hús hafa rétt til þeirra? 2. Á heildarskipulagi Reykja- víkur 1963 til 1982 er mestur hluti Laugarnestanga ákveðinn eem iðnaðar- og vörulagersvæði fyrir væntanlega Sundahöfn, en eðeins örlítið útiveðursvæði. Ber ég því fram tillögu þess efnis, eð iðnaðarsvæði það er ráðgert er vestan Laugarnesvegar, verði eutt svæði eða leiksvæði ungl- inga sem annarra. Borgarstjóri: Varðandi svæðið á milli Laug- ernesvegar og Rauðalækjar, sem ætlað var fyrir bílskúra fyrir fjöl býlishúsin aðallega við Klepps- veg og Laugarásveg, þá er rétt eð geta um það, að þær fyrir- ætlanir hafa töluvert breytzt. J>ótt hér sé um tiltölulega ungt hverfi að ræða, eða um 9 ára gamalt eða rúmlega það, þá hef- «r bílafjölgunin verið svo geysi- leg, að áður var áætlað að e.t.v. væri einn bíll tilheyrandi ann- arri hvorri íbúð, en nú e.t.v. tveir til'heyrandi einni og sömu íbúðinni. Þetta gerir það að verkum, að skipulagsnefnd telur ekki rétt að leyfa bílskúrsbygg- ingar á þessu svæði, vegna þess að hver bilskúr tekur yfir tvö venjuleg bifreiðastæði. Helzt kemur til greina að leyfa bygg- ingu bílskýla, en svæðið verður þarna hér um bil allt notað fyrir bílastæði tilheyrandi íbúð- um. Einn þáttur þessara breyt- inga er sá, að erfitt er að gera upp á milli húsanna og íbúð- anna, hver eigi að fá bílskúrsrétt indin. Bílageymsluþörfin er svo mikil, að nýta verður svæðið sem mest, og það verður ekki gert ef bílskúrar eru byggðir.. Einnig verður þarna í hverfinu byggður leikvöllur barna. 2. Það er gerð tillaga um, að iðnaðarsvæði það, er ráðgert hefur verið vestan Laugarnes- vegar, verði autt svæði eða leik- svæði unglinga sem annarra. Ég tek það fram, að svæðið er ætl- að fyrir kjötvinnslustöð, þar sem hiri ýmsu kjötvinnslufyrir- fæki fái aðsetur, og mun það ná allt frá Laugalæk og að Kleppsveg, en verður dregið frá Laugarnesveginum, þannig að einhver aðskilnaðúr myndist við íbúðarhverfið austan Laugarnes- vegar. Víðir Finnbogason: Hvenær er fyrirhugað að ljúka framkvæmdum við íþróttaleik- vanginn í Laugardal? Borgarstjóri: f Það er erfitt að segja til það, vegna þess að þar ar og margvíslegar framkvæmdir fyrirhugaðar, en ef átt er við fullnaðarbyggingu áhorfenda- stúku, þá er ætlunin að hefja þær framkvæmdir á næsta ári, og þær taka væntanlega tvö ár. Hins vegar eru fyririhugaðar miklar framkvæmdir, bæði við leikvanginn sjálfan og einnig við gerð annarra leikvalla, t.d. á að gera þar malarvöll til af- nota vor og haust, og til þess að leysa af hólmi gamla malarvöll- inn vestur í bæ. Alls verða þama 6 eða 7 fþróttaleikvellir ásamt grasflötum og opnum svæðum. Ætlunin er að stækka að mun skrúðgarðinn í Laugardal og auka við grasgarðinn, en þar eru nú 3000 plöntur mismunandi til sýnis fyrir þá sem hafa áhuga á garðrækt. Laugardalur verður fegursti staðurinn í Reykjavík þegar fram líða stundir, en ég býst ekki við, að framkvæmdir þar verði á enda á næsta ári eða næstu árum. Það mun taka lang- an tíma að rækta Laugardalinn upp, eins og okkur langar til að hafa hann í framtíðinni. Svava Kristjánsdóttir: Virðulegi borgarstjóri. Hvenær má búast við að framkvæmdir við gangstéttir í Höfðahverfi hefjist, og mun þá verða lögð gangstétt við Samtún? Borgarstjóri: Gangstéttaframkvæmd í Höfða hverfi mun hefjast núna í vor, og þar með gangstéttagerð við Sam- tún. Ingþór Sigurbjörnsson: 1. Hve lengi er ákvarðað að sand- og malargeymsla í Vatna- görðum verði þar? 2. Hefur aldrei verið reiknað með nýtingu þessa sérstaka stað- ar sem lystigarðs, eða jafnvel sem bátahafnar, og þá ekki sízt með tilliti staðarins við Dvalar- heimili aldraðra sjómanna. Með ágætri þökk fyrir ágætar upplýs- ingar. Borgarstjóri: Ég þakka fyrirspyrjenda fyrir það traust, að þakka ágætar upp lýsingar fyrirfram, og vona að ég valdi honum ekki vonbrigðum En varðandi fyrri liðinn er það svo, að þessi sand- og mal'ar- geymsla í Vatnagörðum hlýtur að hætta, þegar framkvæmdir við nýju Sundahöfnina hefjast. Eins og sýnt var hér á kortinu í upphafi fundar, þá er fyrsti áfangi í raun og veru þar sem Vatnagarðar eru nú. Þess vegna er ekki unnt að gera þar sér- staka lystibátahöfn. Það má taka fram, að búist er við, að fram- kvæmdir hefjist þar í sumar. Hins vegar mun verða opið svæði þar sem Kleppsspítalinn er núna og beggja vegna við hann. Hvað unnt er að gera þar varðandi lystibátahöfn, skal ég ekki segja, en til meðferðar í hafnarstjóm að undanförnu hefur verið vanda mál trillubátaútgerðar eða smá- bátaútgerðar frá Reykjavík og lystibátahafnar, og í því efni er talið, að rétt sé að koma lysti- bátum fyrir í Fossvoginum eða Skerjafirðingum og að sumu leyti heppilegra að lystibátar hafi þar aðsetur og raunar líka fiskibát- ar, þar sem styttra er þaðan á miðin. Guðmundur Kristjáasson: Mig minnir, að Laugavegurinn eigi að breikka til norðurs frá Höfðatúni og austur úr. Hvernig væri að nota veginn sem þak yfir bílastæði. þar sem Láugavegur- inn er nægilega mikið hærri en lóðir t.d. við Höfðatún? Kannski mætti líka nota breikkunina sem neðanjarðarbílabraut. Þetta gæti orðið mikil prýði og kæmi að notum. Borgarstjóri: Ég þakka fyrir þessa ábend- ingu, og það er velkomið að kanna hana, en sannleikurinn er sá, að aðkoman að háhýsunum við Hátún og frá Hátúni, og ef bílageymsla ætti að vera Lauga- vegsmegin, þá er ég anzi hrædd- ur um. að það nmndi rýra lóðir húsanna of mikið. Björg ólafsdóttir: Herra borgarstjóri. Fyrirspurn um leikvelli hér í hverfinu. Ég er hér með upp- drátt frá 1954. Á honum er sýnd ár, en engar framkvæmdir orðið. En á þessum uppdrætti er engin brennivínsbúð sýnd, en hana höf um við fengið. Og með henni hef ur umferðarhættan orðið svo gíf- urleg, að gæzluvellir þola enga bið. Borgarstjóri: Að þessu leyti hafa teikningar ekki breytzt frá 1954, og ætlun- in er einmitt að byggja leikvölí við Jaðar eða Brúnaveg Og Dal- braut, og þar mun einnig koma leikskóli. Hins vegar hefur óvissa um legu Dalbrautar og gerð henn ar valdið því, að ekki hefur ver- ið farið út í framkvæmdir á iþessu svæði. Og fyrir það er held ur ekki að synja, að framlrvæmd ir á þessu sviði hafa mjög síð- ustu árm beinzt að byggingu vist heimilis og uppeldisheimilis við Dalbraut en í það hefur mikið fjármagn farið, en það á líka að vera miðstöð fyrir uppeldis- vandamál munaðarlausra og heimilislausra barna. En ég vona að það. verði ekki löng bið á því að byggður verði leikvöil- ur á þessu svæði, og síðan leik- skóli. Albert Guðmundsson: Ég álít að það þurfi kjark borgarstjóra og borgarstjórnenda til að boða til svona fundar, leggja fram fyrir kjósendur verk in og láta dæma sig. Ég tók eftir iþvi áðan, þegar talað var um íþróttavöllinn í Laugardalnum, að það stendur til að flytja mal- arvöllinn frá Melunum vestur úr bæ til Laugardalsins. Er það rétt skilið, að það sé keppnisvöllur sem komi í staðinn fyrir Mela- völlinn? Borgarstjóri: Melavöllurinn á að hverfa sam kvæmt skipulagi, og þarna verð- ur því að koma keppnisvöllur líka, malarvöllur, sem hægt er að nota vor og haust, eftir því sem mér skilst. Kristinn Jónsson: 1. Hvað tefur úthlutun á iibúð arlóðum i Fossvogi? 2. Er ekki hægt að flytja hrá- efni til verksmiðjunnar að Kletti á annan hátt en gert er? Borgarstjóri: 1. Til skýringar á úthlutun ibúðarlóða í Fossvogi, þá skal þess getið, að umsóknir voru það margar, að langan tíma tekur að fára yfir þær og flokka þær. Ég býst við því að úthlutunin fari fram í júnímánuði. 2. Ég er því miður ekki nægi- lega kunnugur þeim málurn til þess að geta svarað því, en ég geri ráð fyrir að fyrirspyrjandi eigi við, hvort hægt sé að flytja það í lokuðum bílum, og gæta þess að ekki slettist á götumar við flutninginn, en því miður get eg ekki svarað þeirri spumingu svo að nokkuð lag eða vit sé L Guðmundur Magnússon: Herra borgarstjóri. Mig langar til að þakka fyrir þennan fund, og ég tók eftir því í framsöguræðu Styrmis, og reyndar fundarstjóra líka’, að þeir álíta að slíkur fundur sem þessi marki tunamót í íslenzkum stjórnmálum. Það má vel vera. En ég varpa fram þeirri hug- mynd til borgarstjóra núverandi, ef hann verður borgarstjóri áfram eftir kosningar, hvort ekki væri rétt til að koma í veg fyrir óæskilega þróun, sbr. t.d. Banda ríkin, að einhverjir fundir sem Þessir væru líka haldnir einu sinni, t.d. á miðju kjörtímabili? Eg varpa þeirri hugmynd aðeins fram. 2. Það ganga illar sögusagnir um það, að þessir fundir séu kost aðir af borgarsjóði. Það dettur mér ekki í hug að veita því að Geir borgarstjóra að slíkt sé rétt. En það væri gaman að fá yfirlýsingu hans sjálfs, að allar siíkar sögusagnir séu úr lausu lofti gripnar, og þar með sé rétt sem stendur í Staksteinum Mbl. i dag. 3. Mig langar til að spyrja borgarstjóra að því, hvort ekki megi vænta þess að sú stefna, sem upp var tekin í lóðamálum skólanna samanber Álftamýrar- skólann, verði framvegis fram- kvæmd, þ.e.a.s. að lóðir skól- anna verði boðnir út um leið og skólaibyggingin sjálf. Það er til Stórra bóta, en því miður hefur verið brestur á því undanfarin ár, ég vil segja áratugi, að lóðir skólanna væru í því ástandi sem viðunandi er Það er t.d. rétt og satt að lóð Vogaskólans verður alltof lítil og ég bý við þau skilyrði, að vera skólastjóri skóla við eina hættulegustu umferðaxgötu bæjarins án þess að nokkuð hafi verið gert til þess að koma í veg fyrir slys með eðlilegum framkvæmdum. Ég veit það og fagna þvd, og það, er vissulega rétt og skylt að þakka það sem hefur verið gert, og mér er kunnugt um það núna, áð það verður eitthvað gert í málefnum Laugarlækjarskólans og ég hlakka til þess, en þetta hefur dregizt alltof lengi. 4. Mig langar að beina þeirri fyrirspurn til borgarstjóra, hvort ekki væri timabært í samlbandi við skemmtana og félagsmálin, að ráða einhverja sérstaka menn á vegum borgarinnar og kannske með þátttöku ríkisins líka, til að annast þessi mál. Við fáum að vísu fjárveitingu nokkra, en þurfum að biðja kennara, sem eru störfum hlaðnir að annast þessi mál, og þetta verður ekki í góðu lagi, fyrr en sérstakir menn, sem eru menntaðir til þess og hafa þekkingu í uppeldisfræði líka, eru ráðnir til slikra starfa. Þessum fyrirspurnum langar mig til að beina til borgarstjóra, um leið og ég sem almennur borg ari þakka fyrir 'þennan fund, og vona að þeir verði áfram í því formi, sem ég minntist á í upp- hafi máls míns. Borgarstjóri: Ég þakka Guðmundi Magnús- syni þessar fyrirspurnir, og sann leikurinn er sá, að ég hef mikinn áhuga á því, ef ég verð endur- kjörinn borgarstjóri, að halda slíkum fundum áfram til að mynda annað hvert ár eða svo, eða jafnvel hvert ár eftir undir- tektum. En hins vegar dettur mér í hug að einhvers staðar sá ég gagnrýni á því af hverju þetta nýmæli, sem út af fyrir sig væri ágætt, hefði ekki verið fyrr upp tekið, og verð ég bara að játa það, að hvorki mér né öðrum datt það í hug. En eftir þeim undirtektum, sem þessir fundir hafa fengið. er sjálfsagt að við- halda þeim tengslum sem tekizt hafa á þennan hátt í framtíð- inni. 2. Ég skal skýrt og skorinort lýsa því yfir að borgarsjóður kost ar alls ekki þessa fundi, og kostn aður af þeim greiðist af stuðn- ingsmönnum mínum og félaga minna í borgarstjórn. 3. I þessu sambandi skal það fram tekið, að nú eru byggingar borgarinnar yfirhöfuð boðnar út á þann veg að allar framkvæmd- ir í sambandi við bygginguna sjálfa eru innifaldar í hreinu út- boði, og þar á meðal lóðalögun. Þetta er töluvert mikið framfara spor að samræma þannig allar framkvæmdir á einum bygging- arstað á einni hendi undir sömu ábyrgu stjórn. Þetta hefur gefizt mjög vel. Laugalækjarskólinn var á hinn bóginn byggður áður en þessi nýjung var upp tekin, og að vissu marki nær hún ekki alveg tilgangi sínum hvað lóðar lögun snertir, þar sem skólar eru byggðir í áföngum og eitthvert rask hlýtur að eiga sér stað á lóðum, þegar nýr áfangi er tek- inn undir. 4. Ég tek því fram, að borgar- sjóður hefur greitt aukalega ýmsum kennurum og ráðið sér- staklega kennara í ýmsa skóla til þess að vinna að félags- og tómstunda störfum, í þeirri trú líka að þetta þætti eðlilegur lið- ur í kostnaði við skólahald, en nokkur skoðanamunur virðist vera á milli borgarsjóðs og menntamálaráðuneytisins í þeim efnum, en ég vona að sá skoðana munur leysist á þann veg, að báðir aðilar fallizt á sjónarmið borgarinnar. að þetta félags- og tómstundastarf unglinga og starf kennara að því sé sjálfsagður liður í skólahaldinu. Borgarstjóri þakkaði að lokum fundarmönnum komuna og fund- arstjóri sleit siðan fundi með nokkrum orðum. ★ ★ ÞESSAR fyrirspumir komu fram á fundi borgarstjóra í Lídó, ea hafa ekki áður verið birtar: Tryggvi Ólafsson: 1. Hvað er ætlunin að gera við holtið vestan og norðan Sjó- mannaskólans. Svar borgarstjóra: Á þessum slóðum hefur Sjómannaskólanum verið ætluð lóð og ég held ég megi segja að burt séð frá þeirri byggingu, sem komin er, ráði Sjómanna-. skólinn yfir þessu svæði sam- kvæmt samþykkt borgarráðs og borgarstjórnar, að þvi þó frá- teknu, að Háteigskirkja hefur sæmilega rúmt um sig á homi Háteigsvegar og Lönguhlíðar. Tryggvi Ólafsson: 2. Hefur borgarstjóm gert nokkrar ráðstafanir til flutnings á veitingahúsunum Röðli og Þórs kaffi. Frá þeim stafa oft mikil ólæti, köll og bílaflaut, langt fram eftir nóttu, fbúum hverfis- ins til mikilia óþæginda. Svar borgarstjöra: í þessum efnum er ekki hægt að segja, að borgarstjóm hafi gert nokkrar ráðstafanir til flutn ings á þessum húsum, en hins vegar hefur verið lögð áherzla' á, í samráði við löggæzluna, að herða eftirlitið með umgengni manna um þessar slóðir þegar veitingahúsum þessum er lokað vegna þess að það. er rétt, sem segir í fyrirspurninni, að mikil óþægindi eru af rekstri þessara veitingahúsa fyrir nágrennið og er það skylda börgaryfirvalda að friður og ró haldizt þegar svefn- tími er komin í íbúðarhverfum. Valgarð Kristjánsson: Hvenaer má vænta úthlutunar á byggingarlóðum þeim sem þér sögðuð að úthlutað yrði á þessu sumri. Svar borgarstjóra: Svarið er að þeim verður út- hlutað á þessu sumri. Það var svo, að þær voru auglýstar laus- ar til umsóknar, margiar umsókn ir bárust og raunar fleiri en Ióð- imar voru og sérstaklega voru fleiri umsóknir um sérstakar lóð ir_ Þar sem reisa mátti sérstakar húsagerðir og á sérstökum svæð-: um í borginni. Fjöldi umsókn- anna gerði það að verkum, að við þurfum að setja sérstakar reglur um úthlutunin* meðal annars er sett það skilyrði, að sá sem lóð fær, hafi ekki fengið lóð síðustu tíu árin, ef um tvibýlishúsalóð, einbýlishúsalóð eða raðhúsalóð er að ræða og ekki aðild að f jölbýlishúsalóð síðustu fimm ár- in; að hann sé í skilum við borg- arsjóð og borgarstofnanir og ann að þvíumlíkt. Eftir flokkun samkv. þeim regl um, þarf að kanna fjölskyldu" stærð og upplýsingar umsækj- anda af Manntalsskrifstofimni, en Manntalsskrifstofan er nú bund- in við gerð kjörskrár svo að bið verður a því að hún geti snúið* sér að þessu verkefni, en það mun verða um mánaðarmótin ™aí—júni- Fer þá úthlutun fram í kjölfar þeirrar athugunar. CIA og sykurinn írn Kúbn New York, 28. apríl. — NTb. „NEW YORK TIMES" birtir i dag enn eina grein um banda- rísku leyniþjónustuna (CIA) og starfsemi hennar, og segir þar að ♦ leyniþjónustan hafi árið 1962 ]át ið eyðileggja sykurfarm er var á leið frá Kúbu til Sovétríkjanna og hafi tilgangurinn verið að spilla um fyrir utanríkisviðskipt um Kúíbumanna. Segir blaðið að er Kennedy forseti hafl frétt þetta hafi hann orðið ofsareiður og fyrirskipað að þegar í stað yrðu gerðar ráðstafanir til þess að bæta tjónið að fullu. ur ieiKSKon og gæzmvoiiur, um er leikskólinn staðsettur á h eru iriare- inu hjá mér. Nú eru liðin

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.