Morgunblaðið - 30.04.1966, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 30.04.1966, Qupperneq 16
16 MORGU N B LADID Laugardagur 30. apríl 1966 Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 95.00 á mánuði innanlands. I lausasölu kr. 5.00 eintakið. ÞRÓTTMIKIÐ ÞING Cenn líður nú að þingslitum, ^ og þess vegna er ekki úr vegi að vekja á því athygli, að það þing, sem nú situr, er líklega athafnasamasta þing, sem setið hefur. Slíkur fjöldi stórmála, sem til framfara horfa, hefur verið afgreiddur á þessu þingi, að ekkert þing annað jafnast þar við. Ekki verða hér talin upp öll þau mikilvægu mál, sem Alþingi hefur haft til með- ferðar, en álmálið eitt er þess aðlis, að afgreiðsla þess mundi telja þetta þing meðal hinna merkustu. Að sjálfsögðu er ljóst, að það er ekki Alþingi eitt, né heldur ríkisstjórnin sjálf, sem allar þakkir eiga skilið fyrir það merka löggjafar- starf, sem unnið hefur verið. Fjöldi sérfræðinga hefur ver- ið önnum kafinn við undir- búning mála, og embættis- mannakerfi ríkisins hefur unnið að meiri og merkilegri verkefnum, en nokkru sinni áður. Við eigum nú, sem bet- ur fer, á að skipa sívaxandi fjölda velmenntaðra og hæfra sérfræðinga á hinum ýmsu sviðum tækni, efnahags- og hagmála, og flestir þessara manna hafa brennandi áhuga á því að láta gott af sínum störfum leiða fyrir land og lýð. En Alþingi, og þó fyrst og fremst Viðreisnarstjórnin, hefur verið leiðandi í þessu efni. Stjórnmálamennirnir hafa markað stefnuna á grund velli upplýsinga og skýrslna embættismannanna, og þeir hafa gefið sérfræðingunum þau tækifæri, sem þeir þurftu að fá. Á því, ekki sízt, byggjast þær alhliða framfar- ir, sem nú eru í íslenzku þjóð lífi og batnandi lífskjör. Á það er bent, að góðæri þafi verið til lands og sjávar, og víst er það rétt. En það hefði þó ekki nýzt til hinna glæsilegu framfara, ef röng stefna efnahagsmála hefði ríkt. Með frjálsræðinu, sem hófst 1960, voru leyst úr læð- ingi framfaraöfl um þjóðlífið allt, og þá hófst mesta upp- byggingar- og framþróunar- tímabil í sögu þjóðarinnar fram til þessa. Þess mun lengi verða minnzt, þótt hitt sé ljóst, að framfarir þær, sem að undanförnu hafa orð- ið, eru smámunir á móti því, æm verða mun, þegar ísland hefur verið iðnvætt og allar auðlindir hagnýttar. ÖDRENGSKAPUR að er almenn skoðun, að stjórnmálabaráttan á ís- landi hafi færzt í heiibrigðara horf og síðari árin verið mun xnálefnalegri og ópersónu- legri en oft áður, enda hafa blöðin reynt að forðast að blanda viðkvæmum persónu- legum málefnum inn í póli- tískar deilur. Mönnum hnykkti því við, er þeir sáu forsíðu Tímans í gær, þar sem gefur að líta geysistóra mynd af öldruðum manni, sem missti stjórn á sér á fjölmennum fundi, og birta síðan fjögurra dálka uppláttargrein um það, að hann hafi verið beittur naz- istískum aðferðum. Hið sanna í þessu efni er í örstuttu máli, að þessi roskni maður reis upp í miðju á- varpi, sem flutt var á fundi í Lídó. Hann kallaði nokkr- um sinnum: „Hér á að ræða um álgufuna“, „Eiturgufan er mál málanna", og annað í þeim dúrnum. Var það látið kyrrt liggja drjúga stund, en síðan bað fundarstjóri mann- inn vinsamlegast að bíða með mál sitt, þar til fyrirspurnar- tími hæfist. Hann hélt hins- vegar uppteknum hætti, en fundarstjóri óskaði þess þá, að hann gjörði svo vel og fengi sér sæti. En þrátt fyrir alla samúð fundarstjóra og fundarmanna með þessum roskna manni, sem sýnilega var ekki í jafnvægi, tókst ekki að róa hann fyrr en einn af fundarmönnum gekk til hans og fékk hann með góðu til að ganga með sér út úr salnum. Hélt þá fundur áfram eins og ekkert hefði í skorizt, og engum fundarmanna datt í hug að vanvirða þennan mann á einn veg eða annan. En pólitískt siðleysi á enn upp á pallborðið í íslenzkum stjórnmálum, því miður. Tíminn fer á stúfana og blaðamenn hans heimsækja þennan roskna mann til þess að reyna að nota hann í ör- væntingarfullri baráttu Fram sóknarflokksins fyrir áhrif- um í Reykjavík. Er þá ekki um það skeytt, þótt leiðinlegt framferði borgara, sem svo lít ið hefur til saka unnið, að enginn mundi við hann erfa, sé dregið fram í dagsljósið. 550 vitni voru að þeim tiltölu- lega saklausa atburði, sem þarna gerðist. Og nú geta landsmenn allir orðið vitni að mesta ódrengskap, sem sézt hefur um langt skeið í ís- lenzkri blaðamennsku. En Morgunblaðið getur sagt Tímamönnum það — þótt þeir þekki e.t.v. ekki hugsun- arhátt Reykvíkinga — að slík an ódrengskap, sem Tíminn hefur sýnt í þessu máli, vilja Reykvíkingar ekki hafa inn- an sinna vébanda, og svo vel vill tii, að einmitt fram- kvæmdastjóri Tímans, sá sem líkti Reykjavík við Síberíu- KÍNVERJAR FVRIRSKIPA TAKMÖRKUN BARNBGNA Enginn fæðingarstyrkur með fjórða barni ÞÆR fréttir berast nú frá Hong Kong, að Pekingstjórn- in hafi fyrirskipað takmörk- un barneigna meðal lands- manna. Ýmsir fylkisstjórar hafa tilkynnt að hafnar verði refsiaðgerðir gegn þeim for- eldrum, sem fæði af sér fleiri en þrjú börn. Kínverska stjórnin hefur hingað til veitt foreldrum fæðingastyrk, þ.e. matvæli og fatnað fyrir hvert nýfætt barn. Stjórnin hefur ákveðið að þessi styrkur verði aðeins veittur með fyrstu þremur börnunum. f sumum héruðum er fæðingarstyrkur- inn tekinn af eftir tvö börn. Stjórnarvöldin hafa einnig hvatt landsmenn til að not- færa sér getnaðarvarnir og fóstureyðingar. Stjórnin hafði áður gefið út yifirlýsingu þess eðlis, að kvenfólk mætti ekki giftast fyrr en það hefði náð 26 ára aldri og karlmenn mættu ekki kvænast fyrr en þrítugir. Samkvæmt þessum fréttum er stjórnin farin að hafa vax- andi áhyggjur út af fólks- fjölguninni, sem stendur í veginum fyrir þeirri miklu iðnvæðingu sem hún stetnir að. 40% af innflutningi Kín- verja frá öðrum löndum, sem þeir verða að greiða fyr- ir í erlendum gjaldeyri, eru matvæli í stað véla. Bilið milli fólksfjölgunarinnar og landlbúnaðarframledðslu breikkar með hverjum degi sem líður. Árið 1957 lýsti stjórnin því yfir, að fólksfjölgunin yrði aðeins til að styrkja Kína- veldi, en nú er hún komin á aðra skoðun. Stjórnin hefur unnið ötullega að því að út- breiða fræðslu um getnaðar- varnir og nauðsyn þeirra. Út- sendarar frá stjórninni eru sífellt í fyrirlestrarferðum, heimsækja verksmiðjur og skrifstofur og flytja erindi fyrir ýmis félagssamtök. Eng ar skýrslur hafa verið geínar um árangurinn af getnaðar- herferðinni. Hinar ýmsu teg- undir af „varnartækjum“ eru seldar í söluturnum og öðrum verzlunum. Stjórnin hefur til kynnt, að verið sé að gera til- raunir með pillur, sem koma munu á markaðinn intian skamms. Verksmiðjuverkamenn 1 Kanton, gefa fengið tilvísun upp á ókeypis fóstureyðingu. Erfiðlega gengur að koma sveitafólkinu í skilning um nauðsyn getnaðarvarna, því hjá þessu fólki ríkir enn sú gamla trú, að barnafjöldi veiti foreldrunum öryggi í ellinni. Kom Vervoerd á viðræð- um ■ Ródesíumálinu nú? Jóhannesarborg, London og Salisbury, 28. apríl, AP, NTB. S-AFRÍSKA blaðið „Rand Daily Mail“ segir þá sögu ganga fjöll- unum hærra í Jóhannesarborg að Vervoerd forsætisráðherra hafi beitt sér fyrir því að konta á samningaviðræðum milli Rreta og stjórnar Ians Smiths i Ródesíu. sem skýrt var frá í gær, það væri öllum fyrir beztu að þeir sem þar mættu til leiks gætu ráðið ráðum sínum í kyrrþei. Engrar yfirlýsingar er að vænta frá Ian Smith um við- ræðurnar fyrr en á morgun, en er hann var spurður að því í dag hversu honum litist á þær, hló hann við og sagði: Bíðið þið þangað til við erum seztir kring- um samningaborðið“. Kínversk vetnis Segir blaðið að Vervoerd hafi viljað slá tvær flugur í einu höggi, sýna heiminum að efna- hagsaðgerðir einar saman dygðu ekki til þess að buga Ró- desíu en halda samt vinfengi sínu við áhrifamenn í Bretlandi „Tíminn mun leiða í ljós Hverj- um ber heiðurinn af því að fá málsaðila til þess að setjast að samningaviðræðum. En það mun koma mjög á óvart ef Dr. Ver- voerd hefur ekki átt þar mikinn hlut að máli þótt á bak við tjöld- in væri“, sagði blaðið. Ródesíustjórn hefur ákveðið að hverfa frá kröfum sínum um að lokað verði sendifulltrúaskrif- stofum Breta í Salisbury meðan fram fara viðræður þær milli fulltrúa hennar og brezku stjórn arinnar sem frá var skýrt í gær. Einnig mun Rhodesía House í London starfa áfram enn um sinn en því átti að loka um svip- að leyti. Wilson forsætisráðherra Breta sagði í dag að hann myndi ekkert uppskátt láta um það hvar eða hvenær fram færu hinar fyrir- huguðu undirbúningsviðræður, þorp, er í öðru sæti á fram- boðslista Framsóknarflokks- ins við borgarstjórnarkosn- ingarnar, og hann hefur með þessum ósæmilegu aðförum blaðs síns misst fleiri atkvæði en hann órar fyrir sprengja á næstunni? Washington, 28. apríl — NTB Bandaríska utanríkisráðuneyt ið er þeirrar skoðunar að Kín- verjar muni innan skamms sprengja þriðju kjarnorku- sprengju sina, ef til vill vetn- issprengju. Talsmaður utanríkisráðuneyt- isins, Robert McCloskey, sagði að sennilega yrði sprengja þessi stærri en hinar fyrri og myndi hafa í för með sér meira geisla- virkt úrfelli. Closkey sagði nokkrar líkur á að hér myndi vera um tilraun með vetnissprengju að ræða en Gerfihnöttur hlýðir ú Kosygin New York, 27. apríl — AP—NTB. í GREIN er birtist í bandaríska stórblaðinu „The New York Times“ segir, að Bandaríkja- menn ráði nú yfir gefihnetti, sem sé þess megnugur, að hlusta á þegar Kosygin ræðir við einkabílstjóra sinn. Grenin fjall- ar um leyniþjónustu Bandaríkj- anna og er þar getið ýmissa nýrra njósnatækja, sem hún héfur yfir að ráðau gat þess um leið að enn myndi þess nokkuð langt að bíða að Kínverjar ættu nauðsynleg hjálpartæki eldflaugar eða lang drægar flugvélar, til þess að koma slíkum vopnum þangað sem þeim væri ætlað. Kínverjar sprengdu fyrstu kjarnorkusprengju sína 16. okt- óber 1964 og hina aðra 1 mai- mánuði 1965. Picnsso tekur ! við Lenin- verðlounum ; Cannes, 27. apríl — NTB. HINN 84 ára gamli Pablo Picasso tók við friðarverð- launum Lenins í kyrrþey á miðvikudag. Honum voru veitt verðlaunin fyrir tveimur árum, en þá neitaði Picasso að taka við þeint á þeirri for- sendu, að hann væri ekki lengur eins hlynntur Rússum og áður. Það var sovézki rit- höfundurinn, Ilja Shrenburg, sem afhenti Picasso verðlaun- in í viliu málarans í Cannes. I

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.