Morgunblaðið - 30.04.1966, Síða 17

Morgunblaðið - 30.04.1966, Síða 17
Latigafríagur W. apríl 1966 MORGUNBLADIÐ 17 V Ræða Gunnars Friðrikssonar á ársþingi iðnrekenda: Stærri framleiðslufyrirtæki — Ef verkaskipting, sérhæfing og hagkvæmni í framleiðslu eiga að njóta sín — Búrfellsvirkjun mikilvægt skref til upp- byggingar iðnaðarins — Álbræðsla í Straumsvík stuðlar að aukinni iðnvæðingu HÆSTVIRTUR iðnaðarmálaráð- herra, góðir gestir, góðir fundar- menn. Starfsemi Félags islenzkra iðn- rekenda hefur eins og áður verið mjög fjölþætt, og frá því að við héldum hér siðasta ársþing, hef- ur margt gerzt sem snertir hag iðnaðarins og vil ég í því sam- bandi leyfa mér að vísa til skýrslu stjórnar félagsins, sem útbýtt verður hér á fundinum. Ég mun þó fara nokkrum orðum um þau atriði, sem mestu máli skipta fyrir iðnaðinn eins og nú standa sakir, og verða muna mest á dagskrá á komandi starfs- ári. f>ær áætlanir, sem liggja fyrir um þjóðarfranjleiðsluna árið 1965, benda til þess, að um 5% aukningu hafi verið að ræða frá árinu 1964. Vöxtur þjóðarfram- leiðslunnar byggist fyrst og fremst á stórauknum fiskafla, en á sl. ári varð hann meiri að magni til en nokkru sinni fyrr. Er áætlað að sú aukning nemi um 20% frá árinu áður og bygg- ist hún öll á auknum síldar- og loðnuafla. Hin hagstæða þróun sem átti sér stað á verðlagi útflutnings- afurðanna, hefur hins vegar haft í för með sér, að vöxtur þjóðar- tekna varð meiri en vöxtur þjóð- arframleiðslu eða 8—9%. Var það enn hin fremur hagstæða þróun efnahagsmála í viðskipta- löndum okkar, sem mestu réði þar um, en þegar á heildina er litið var yfirleitt um talsverða aukningu framleiðslu og neyzlu að ræða. Þannig er áætlað að í Bandaríkjunum hafi þjóðarfram- leiðslan aukizt um 6—7% frá ár- inu áður og iðnaðarframleiðslan um 9%. Þykja horfur í efnahags- lífi þar áfram mjög hagstæðar, að því er árið 1966 snertir. Hjá löndum innan Efnahags- bandalagsins varð aukning iðn- aðarframleiðslunnar einna mest í V-Þýzkalandi eða tæp 6%. Yfir leitt varð veruleg framleiðslu- aukning í þessum löndum nema Ítalíu. Þó dró sömuleiðis úr aukn Ingu iðnaðarframleiðslunnar í Frakklandi, en þar hafði verið gripið til róttækra efnahagsráð- stafana til stöðvunar á ört vax- andi yerðbólgu. Nam aukning iðnaðarframleiðslunnar í Frakk- landi 2—3% og um svipaða aukningu var að ræða á Ítalíu. Þó er talið að útlitið í ár sé hag- stætt í löndum Efnahagsbanda- lagsins og megi það einkum rekja til hagstæðrar efnahags- þróunar í Bandaríkjunum. Hjá löndum innan EFTA varð framleiðsluþróunin einna hag- stæðust á Norðurlöndunum og er áætlað að aukning iðnaðar- framleiðslunnar í Noregi hafi numið 8%, í Danmörku 6% og í Svíþjóð 4%. Aftur á móti varð enn fremur lítil framleiðsluaukn ing í Bretlandi, en efnahagsað- gerðir þar í landi miðast mjög við varðveizlu á gengi pundsins. Hefur það þótt takast vel og eru nú horfur á því, að nú verði unnt að beita framleiðsluörvandi að- gerðum. Um iðnaðinn hér á landi er það að segja, að skýrsiur um hann eru enn ófullnægjandi og um fram allt mjög síðbúnar, þannig að þær kama hvergi nærri að því gagni, sem æski- legt væri. Verður því aðeins stuðzt við lauslega könnun um framleiðslu síðastliðins árs. Sam- kvæmt henni má telja líklegt, að framleiðsluaukning hafi verið í minna lagi. Á sumum sviðum mun vera um aukningu að ræða svo sem í steinefnaiðnaði, drykkj arvöruframleiðslu, húsgagna- framleiðslu, sútun og ullariðn- aði, málmiðnaðarframleiðslu og framleiðslu á hreinlætisvörum. f öðrum greinum virðist hafa orðið nokkur samdráttur, svo sem í framleiðslu veiðarfæra, fatnaðar og sælgætis. En uppbygging og vöxtur ým- issa iðnaðargreina hélt áfram. Tekin voru í notkun ný verk- smiðjuhús og hafnar framkvæmd ir við nýbyggingar og unnið var að því að vinna íslenzkum iðn- aðarvörum markaði erlendis. Þótt ræða mín á síðasta árs- þingi hafi að verulegu leyti snú- izt um verðbólguvandamálið og þá erfiðleika sem verðbólgan skapar iðnaðinum þá kemst ég því miður ekki hjá því að ræða þetta mikla vandamál enn á ný. Hækkanir framleiðslukostnaðar urðu enn mjög miklar. Þannig hafa laun karla skv. samningum við Iðjufélögin hækkað frá árs- byrjun 1965 til 1. marz á þessu ári um 14,3% og laun kvenna um 18,8%. Auk þessa kom til framkvæmda stytting vinnuvik- unnar á miðju sl. ári, er jafna má við tæplega 7% launahækk- un. Samkvæmt útreikningi Hag- stofunnar hefur vísitala bygg- ingarkostnaðar hækkað um 27,7% frá því í lok febrúar 1965, þar til 1. marz 1966 og þar með viðhaldskostnaður á eldra hús- næði. Flutningsgjöld til og frá landinu hækkuðu um 15% í des- ember 1965 og aftur um 7,5% hinn fyrsta þessa mánaðar. Raf- magn til iðnaðar hækkaði um 8% í júlí 1965 og um 13% í des- ember, og benzín hækkaði einnig í desember sl. um 19%. Iðnaður- inn -hefur orðið að taka á sig þessar feikilegu kostnaðarhækk- anir án þess, að geta borið þær uppi með hækkuðu verði á fram- leiðslu sinni, nema í fáum til- vikum. Á sama tíma hefur land- búnaður fengið hækkanir á sín- um framleiðsluvörum, og sjávar- útvegur og fiskiðnaður hafa bú- ið við mjög hagstæða verðlags- þróun á framleiðsluvörum sínum á erlendum mörkuðum, auk þess sem ríkissjóður hefur hlaupið undir bagga með auknum styrkj- um og uppbótum til handa þess- um atvinnuvegum. Hin geigvænlega verðbólga hef ur lent með öllum sínum þunga á íslenzkum iðnfyrirtækjum, sem með stórhug og bjartsýni hafa byggt upp framleiðslu sína, með útflutning fyrir augum. Og ekki síður á þeim iðnfyrirtækj- um, sem engrar eða lítillar toll- verndar njóta og keppa verða við alfrjálsan innflutning. Toll- vernd þeirra iðnfyrirtækja, sem hennar hafa notið, hefur farið síminnkandi og er sums staðar beinlínis orðin að engu af völd- um hins sívaxandi innlenda kostnaðar. Iðnaður okkar hefur þurft að mæta hinum aukna framleiðslukostnaði eftir beztu getu, með því að grípa til auk- innar hagræðingar, aukinnar vél væðingar og sjálfvirkni. En með þeim hraða, sem kostnaðarhækk anir hafa átt sér stað að undan- förnu eru því takmörk sett, hversu lengi dugar að grípa til slíkra ráðstafana. Ég vil afdráttarlaust fullyrða, að verðbólgan sé höfuðvandamál íslenzks iðnaðar í dag. En því miður er það svo, að síðastliðna tvo eða þrjá áratugi hefur engri Gunnar Friðriksson. ríkisstjórn tekizt að ráða niður- lögum eða hafa hemil á hinni óstöðvandi dýrtíð. Annars hefur verið rætt og ritað svo mikið um vandamál verðbólgunnar og eðli hennar, að ég vil þar við engu bæta. En iðnaðurinn vill leggja ríka á- herzlu á, að fundin verði skyn- samleg lausn á þessum vanda og heitir stuðningi sínum við allar réttlátar aðgerðir í þá átt. Þá leggur hann og áherzlu á, að ekki verði aftur horfið inn á brautir almennra útflutningsupp bóta og framleiðslustyrkja vegna þess misræmis sem þeir skapa. Haft er eftir Nicolin, for- stjóra sænska fyrirtækisins ASEA, að ríkisstyrkir og upp- bætur séu eins og að gefa hesti blásýru. En hún er bráðdrepandi svo sem kunnugt er. Nicalin ætti að tala af talsverðri reynslu, eftir að hafa verið fenginn til þess að rétta við hag SAS-flug- samsteypunnar. Tolla- og innflutningsmál hafa mjög verið á dagskrá að undan- förnu, og er það yfirlýst stefna rikisstjórnarinnar, að stefnt skuli að skipulagðri lækkun tolla, og einnig má gera ráð fyrir því að haldið verði áfram á þeirri braut að auka hinn svonefnda frílista. Mikill meirihluti iðnaðarvara er þegar kominn á frílista, en þó eru nokkrar vörutegundir enn bundnar. Það skal fúslega viður- kennt að í mörgum tilvikum eru tollar hér á landi óeðiilega háir, þegar miðað er við viðskipta- lönd okkar. En þá verður jafn- framt að hafa í huga, að þessir tollar voru ekki í upphafi settir til verndar iðnaðinum, heldur voru þeir miklu fremur hugsaðir sem tekjulind fyrir ríkissjóð. Iðnaðurinn hefur í fæstum til- fellum fengið að njóta þeirrar verndar sem hinir háu tollar ‘hefðu átt að skapa honum, og er það fyrst og fremst vegna óraun- hæfra verðlagsákvæða sem stað- ið hafa í meir en aldarfjórðung. Ég tel rétt að það komi hér skýrt fram, að iðnaðurinn hefur I beinlinis verið látinn gjalda þeirrar tollverndar, sem hann hefur notið. Hann var um langt árabil, og er í sumum tilvikum enn, beittur svo óraunhæfum og óréttlátum verðlagshömlum, að telja verður það eina höfuð- ástæða fyrir því, hversu hann er nú illa undir það búinn að mæta breyttum kringumstæðum, sem skapazt hafa við frjálsan inn- flutning og lækkun tolla. íslenzk iðnfyrirtæki voru af þessum sök- um fjárhagslega máttvana, þeg- ar horfið var frá haftastefnunni og hafa mörg átt erfitt með að nota sér þá möguleika, sem skap- azt hafa til þess að kaupa vélar og byggja húsnæði, eða til að bæta framleiðsluaðferðir og mæta aukinni samkeppni. Má því fullyrða að mikil ábyrgð hvílir á þeim sem fastast hafa fram- fylgt þessari stefnu í verðlags- málum iðnaðarins. Með hliðsjón af þeim yfirlýs- ingum, sem gefnar hafa verið af hálfu ríkisstjórnarinnar um skilning hennar á aðlögunar- vandamálum iðnaðarins, verður að líta svo á, að ekki sé óeðlilegt að hafin verði almenn lækkun tolla, ef með því mætti stuðla að lækkun vöruverðs og auð- velda samninga um lækkun inn- flutningstolla erlendis á íslenzk- um útflutningsvörum. Þó getur iðnaðurinn eins og nú er ástatt, með engu móti fallizt á afnám verndartolla og vísa ég í því sambandi meðal annars til um- mæla minna um hið mikla verð- bólguvandamál. Iðnaðurinn á við mörg vanda- mál að etja í sambandi við aðlög un að breyttum samkeppnisað- stæðum. Eitt af þeim vandamál- um er smæð og fjöldi fyrirtækja í hinum ýmsu greinum. Þetta er reyndar ekki vandamál iðnaðar- ins eingöngu, heldur á það einnig við um fiskiðnað og landbúnað. Það er vissulega flestum fslend- ingum í blóð borið að vilja vera sjálfstæðir og sjálfs síns herrar, en ef fullkomin verkaskipting, sérhæfing og aukin hagkvæmni í framleiðslu, eiga að njóta sín, þá skiptir stærð framleiðslufyrir tækjanna meginmáli. Þó hér sé um viðkvæmt mál að ræða, tel ég.af tvennu illu hagkvæmara og sársaukaminna, að sameiningu fyrirtækja eða samstarfi sé kom- ið á, meðan fyrirtækin hafa bol- magn til að hagnýta sér þá mögu leika, sem við það skapazt. Það mun reynast haldbetra heldur en að bíða eftir þvi að svo sé að þeim dregið vegna harðrar sam- keppni, annað hvort innbyrðis eða við erlenda aðila, að lítils ár- angurs sé að vænta, eða að þess yrði beðið, að þeir, sem minna mættu sín yrðu að gefast upp eða yrðu jafnvel gjaldþrota. Er- lendis eru til mörg dæmi um samruna fyrirtækja, ekki sízt á Norðurlöndunum. Stórar og voldugar samsteypur hafa verið byggðar upp úr fjölda smærri fyrirtækja og mætti í því sam- bandi t.d. nefna Tuborg-ölverk- smiðjurnar í Danmörku. Ég vil láta þess getið hér, að stjórn Fé- lags íslenzkra iðnrekenda, fór fram á það við iðnaðarmáláráð- herra, að hann léti fara fram athugun á því, hvort aukið sam- starf og samruni íslenzkra iðn- fyrirtækja væri ein af þeim leið- um sem rétt væri að fara til styrktar samkeppnishæfni iðnað- arins. Yrði um jákvæða niður- stöðu þeirrar athugunar að ræða, skyldi jafnframt bent á ráðstaf- anir, sem stuðlað gætu að sam- starfi og jafnvel samruna fyrir- tækja í stærri heildir. Hefur iðn- aðar.málaráðherra falið fram- kvæmdastjóra Iðnaðarmálastofn- unar fslands að láta í ljós álit sitt á því, hvernig heppilegast mundi verða að framkvæma slíka athugun og einnig að gera áætlun um þann kostnað, sem það mundi hafa í för með sér. Eitt þeirra atriða, sem augljóst er að standa muni í vegi fyrir því að um samruna fyrirtækja geti orðið "að ræða, er hlutafé- lagslöggjöfin. Þau lög sem nú gilda eru frá árinu 1921 og full- nægja á engan hátt þörfum ís- lenzks atvinnulífs eins og það er í dag og er því orðið mjög að- kallandi að endurskoðun þeirrar I löggjafar fari fram á meðan við aðhyllumst og búum við það efnahagskerfi sem nú ríkir, það er að segja sem víðtækast at- hafnafrelsi einstaklingsins. — Brýna nauðsyn ber til þess, að það félagsform sem hentar sliku þjóðskipulagi, verði sem bezt fært um að geta mætt kröfum tímans hverju Hnni. Það þolir því enga bið, að lög þessi verði tekin til gagngerrar endurskoð- unar, og vil ég þvi leggja ríka áherzlu á, að hafizt verði handa sem allra fyrst, svo að hægt verði að leggja fram tillögur um það á næsta Alþingi. í þessu sambandi er einnig veigamikið atriði að hér verði komið á eðli- legum og heilbrigðum verðbréfa- markaði Eins og ég gat um í upphafi máls míns hefur starf Félags ís- lenzkra iðnrekenda verið mjög fjölþætt á síðastliðnu ári, og vil ég minnast á nokkur þeirra mála, þar sem þýðingarmikill ár angur hefur náðst til hagsbóta fyrir iðnaðinn. Snemma á þessu ári var sett ný reglugerð um hámarksfyrn- ingu iðnaðarvéla. Með reglugerð þessari eru reglur um hámarks- fyrningu iðnaðarvéla samræmd- ar reglum sem í gildi hafa verið fyrir vélar og tæki í fiskiðnaði, sjávarútvegi og landbúnaði, en fram til þessa hafði iðnaðurinn verið settur skör lægra í þessum efnum. Áður voru heimilaðar af- skriftir iðnaðarvéla allt að 9%, en nú hefur verið sett ein al- menn regla, sem gerir ráð fyrir heimild til þess að afskrifa iðn- aðarvélar um 18% á ári. Samþykkt hafa verið lög, sem miða að stórfelldri aukningu Iðnlánasjóðs. Gera lögin ráð fyr- ir því, að framlag ríkissjóðs til sjóðsins hækki úr 2 milljónum króna í 10 milljónir króna. Hin almenna lántökuheimild sjóðs- ins er aukin í 150 milljónir króna en hins vegar er Iðnlána- sjóði heimilt að fengnu samþykki ríkisstjórnarinnar, að taka allt að 100 millj. kr. lán til að mynda nýjan lánaflokk í því skyni að veita sérstök hagræðingarlán til viðbótar hinum almennu lánum. Mega lán þessi vera með betri kjörum en lán sjóðsins almennt, lengri lánstíma eða afborgunar- laust fyrst í stað, og verður það nánar ákveðið í reglugerð. Þá er sýningarhöllin í Laugar- dal það langt á veg komin, að tekin er til starfa sérstök iðn- sýningarnefnd, sem undirbýr al- menna iðnsýningu í september nk. Er þess að vænta að sú sýn- ing muni verða til þess að auka skilning almennings og valdhafa enn betur á þýðingu iðnaðarins á atvinnulíf okkar. Samkvæmt ósk stjórnar Félags islenzkra iðnrekenda hefur iðn- aðarmálaráðherra skipað nefnd, sem hefur það hlutverk, að kanna hver muni verða þörf ís- lenzks iðnaðar fyrir tækniað- stoð og aðra sérfræðilega þjón- ustu. Að beiðni Félags íslenzkra iðn- rekenda hefur Iðnaðarmálastofn- unin tekið að sér að athuga sér- staklega vandamál fataiðnaðar- ins og gera tillögur um hvað helzt megi gera til þess að bæta úr þeim erfiðleikum, sem þessi grein hefur átt við að etja að undanförnu. Einn liðurinn í þeirri viðleitni var að halda kaupstefnuna „íslenzkur iðnað- ur 1965“, sem félagið efndi til á sl. ári. Var það álit þeirra fram- leiðenda, sem þátt tóku í henni að hún hefði borið góðan árang- ur. Mikið hefur verið rætt og rit- að um aðlögunarvandamál iðn- Framhald á bls. 12

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.