Morgunblaðið - 30.04.1966, Síða 19

Morgunblaðið - 30.04.1966, Síða 19
Laugardagur 30. aprfl 1966 MORGUNBLAÐIÐ 19 Sextugur: Ernst Stabel, ræðismaður í Cuxhaven ÁRXÐ 1930 hófu íslenzkir togar- ar fyrst sölu á ísfiski í Cuxhav- en í Þýzkalandi, er togarinn Gyllir seldi þar fyrsta farminn, en skipstjóri á honum var þá Vilhjálmur Árnason. Þetta varð upphaf á stöðugum og sívaxandi sölum íslenzkra togara og annað veifið báta í Þýzkalandi, en aðal söluborgirnar urðu þá þegar, og ætíð síðan Cuxhaven og Bremer- haven, en einnig hefir komið fyrir að togararnir hafi selt fisk- farma sína í Hamborg og Kiel. Vegna þessara viðskipta, sem reynzt hafa íslenzkri togaraút- gerð mjög mikilvæg, bar brýna nauðsyn til þess að fá til liðs við hana trausta og ötula umboðs- menn, til að greiða fyrir þessum viðskiptum og afla góðra sam- (banda við fyrirtæki, sem seldu togurunum nauðsynjar, er kaupa þurfti í Þýzkalandi. í Cuxhaven varð fyrir valinu skipamiðlunarfyrirtækið Peter IHein KG., eign samnefnds manns, sem reyndur var að dugn aði og áreiðanleik, og hefur það eetíð síðan gegnt þessu hlut- verki með mestu prýði, jafn- framt því, sem það hefir fallið í skaut þessa fyrirtækis á ann- an áratug, að ráðstafa islenzku togurunum til löndunar í hafn- arborgunum, en sú ráðstöfun fer að sjálfsögðu ætíð eftir framboði á fiski á markaðnum. Strax 1930, er þessi viðskipti hófust, var Ernst Stabel, sem í dag er sextugur að aldri, orð- inn starfsmaður Peter Hein KG., ungur að aldri, og hafði þá þeg- ar afskipti af sölum íslenzku togaranna, og fyrirgreiðslu fyrir skipin og togarasjómennina. Virðing hans og traust, bæði af hálfu húsbænda og viðskipta- manna, fór stöðugt vaxandi og kom að lokum að því, að hann varð meðeigandi og hægri hönd Peter Hein við rekstur og stjórn hins umfangsmikla fyrirtækis. (Hann varð framkvæmdastjóri þess við lát síns góða húsbónda nokkrum árum eftir lok síðari heimsstyrjaldarinnar. í september 1953 var Ernst Stabel skipaður vararæðismað- ur íslands í Cuxhaven og ræðis- maður 31. desember 1959. Árið 1961 var hann sæmdur hinni ís- lenzku fálkaorðu, fyrir ágæt störf sín. Þótt heita megi að fiskinn- flutningur til Þýzkalands sé að formi til frjáls, er hvorki þýzkri togaraútgerð né stjórnarvöldum ósárt um að hóflaust fiskframboð annarsstaðar frá valdi verðfalli eða verðhrauni á markaðinum. Varð það því úr að samningar tókust milli íslendinga og Þjóð- verja, um að halda framboði á íslenzkum fiski á þýzka mark- aðinum innan hóflegra tak- marka, svo og um gæðamat, lág- marksverð o. fl. Samningsgerð þessi og eigi sízt framkvæmd samninganna hefir ætíð verið hið mesta vandaverk og eins og gengur vilja verða árekstrar, þegar um jafn mikil viðskipti er að ræða og ísfisksölur okkar í Þýzkalandi. Jafnframt er mikil nauðsyn á að hafa stöðugar og daglegar upplýsingar um mark- aðsaðstæðurnar ytra. Ernst Stabel hefir jafnan ver- ið íslenzkri togaraútgerð hin öruggasta hjálparhella í sam- bandi við gerð þessara samninga og framkvæmd þeirra. Dreng- skapur hans og óbrigðult traust af hálfu íslenzkra útgerðar- manna og ekki síður viðskipta- manna okkar í Þýzkalandi, hafa leitt til þess að viðskiptin hafa að öllum jafnaði gengið árekstr- arlaust og vel, en í þau fáu skipti sem út af hefir brugðið, hefir Stabel jafnan getað leitt deilu- málin farsællega til lykta, enda nýtur hann mikils trausts stjórn- arvalda í Þýzkalandi, og út- gerðarmanna þar. íslenzk togaraútgerð stendur því í mikilli þakkarskuld við Ernst Stabel ræðismann, fyrir áratuga farsælt og frábært starf í hennar þágu, og eflaust má þakka honum hvað mest hinn góða árangur, sem náðst hefir við ísfisksölur í Þýzkalandi á þessu tímabili, og verður naum- ast séð hvérr;ig þessi umfangs- miklu viðskipti hefðu mátt tak- ast svo giftusamlega, sem raun ber vitni, ef ekki hefði notið við hinna sérstæðu og frábæru hæfileika hans. Jafnframt störíum Ernst Stab- el, sem aðalumboðsmaður fyrir Félag ísl. botnvörpuskipaeig- enda, hefir hann sem ræðismað- ur íslands í Cuxhaven greitt götu fjölda íslendinga, sem loið sína hafa lagt til Þýzkalands. Ber þar fyrst og fremst að nefna íslenzku sjómennina. Margir íslendingar hafa notið gestrisni hans og hans góðu góðu konu, frú Anne-Lotte, á hinu vistlega heimili þeirra í Cuxhaven. Munu margir hugsa með hlýjum hug til Ernst Stabel og konu hans, á þessum tímamót um. Að endingu vil ég þakka Stab- el fyrir ómetanleg störf í þágu íslenzkrar útgerðar, og óska þess, að hún fái að njóta starfs- krafta hans sem lengst. Loftur Bjarnason. Flugmálastjóri svarar SVFÍ vegna ásakana um leit að Flugsýn.vélinni MBL. hefur borizt til birtingar eftirfarandi frá Agnari Kofoed Hansen, flugmálastjóra: í tilefni af frétt þeirri á þingi Slysavarnafélags íslands, sem birt er í dagblöðum í dag, og þar sem deilt er á framkvæmd leitar að Flugsýnarvélinni, sem fórst þann 18. janúar sl., leyfi ég mér að óska eftir að mega birta eftirfarandi í blaði yðar: Forseti SJlysavarnafélagsins birtir kafla úr bréfi, er hann rit- aði embætti mínu, en hefur láðst að geta um svarbréf mitt við því,- Með bréfi Slysavarnafélags- ins fylgdi greinargerð frá erind- reka þess, en meginefni hennar er það, að leit hlyti að hafa taf- izt við það, að ekki var hringt strax til höfuðstöðva Slysavarna félagsins í Reykjavík, heldur verið haft beint samband við til tæka leitarflokka á Austfjörðum og Flugbjörgunarsveitina í Reykjavík, og þeirri sveit síðan falin yfirstjórn landflokka. Svar bréf mitt hljóðaði svo: „Ég leyfi mér að staðfesta mót töku bréfs yðar varðandi flug- slys TF-AIS, sem fórst þann 18. janúar sl., en í bréfi og greinar gerð með því er haldið fram, að óeðlilegur dráttur hafi orðið á leitar- og björgunarstörfum við það, að ekki var haft strax samband við aðalstöðvar Slysa- varnafélags íslands í Reykjavík. Samkvæmt gildandi starfsregl um flugumferðarstjórn ber varð stjóra _ í flugstjórnarmiðstöð á Reykjavíkurflugvelli, þá er loft fars er saknað eða það ferst, að sjá strax um fyrstu útköll við- eigandi björgunarsveita og ein- staklinga, en tilkynna síðan til yfirflugumferðarstjóra, eða sér- staks tilnefnds leitar- og björg- unarstjóra, sem þá tekur við stjóm leitar. Flugstjórnarmiðstöðin, sem var í beinu símasambandi við Norðfjarðarflugradio og Egils- staða-flugturn, gerði tafarlaust ráðtafanir til þess að Landssími íslands héldi opnum öllum sím- stöðvum frá Hornafirði til Þórs- hafnar, símstöðin í Neskaupstað var beðin að hringja til nærliggj andi sveita og Neskaupstaður- radio látið tilkynna til báta. Klukkan 32.40 staðfestir Norð- fjörður flugradio að búið sé að láta vita á öllum bæjum, sem náðst hafi til í Norðfirði, Mjóa- firði, Reyðarfirði, Eskifirði, Seyðisfirði,: Loðmundarfirði og Fáskrúðsfirði, ennfremur hafi bátar verið látnir vita og sam- band við formann slysavarna- deildar í Neskaupstað, honum tilkynnt um hvarf vélarinnar og beðinn að undirbúa flokka til leitar. Leitarflokkar frá Egils- stöðum, Eskifirði og Neskaup- stað undirbjuggu lei-t um kl. 2.3-0 og á sama tíma hélt sér- þjálfaður flokkur Flugbjörgun- arsveitarmanna austur með DC-3 frá Fiugfélagi íslands. Ég get því ekki fallizt á þau sjónarmið, að hér hafi orðið óeðlilegur dráttur á byrjun leit arstarfs við það, að flugstjórn- armiðstöðin hafði ekki beint samband við aðalstöðvar Slysa- varnafélagsins í Reykjavík. Þar sem stöðin var í beinu síma- sambandi við Austfirði má frem- ur ætla, að flýtt hefði fyrir leit- inni, að skilaboð komust strajf til viðeigandi sveita þar. Með- fylgjandi afrit af bréfi SVFÍ, dagsettu þ. 14. janúar sl. og sent til „Flugstjórnar Reykjavíkur- flugvelli", er vart hægt að skilja á þann veg, að þar ætlist SVFÍ til að leitarbeiðnir fari eingöngu um aðalstöðvar í Reykjavík, t.d. ef um slys er að ræða úti á landi.“ í framhaldi af þessu vil ég taka fram, að flugstjórnarmið- stöðin í Reykjavík hefur beint símasamband á sérstökum línum við Keflavík, Patreksfjörð, ísa- fjörð (og þaðan við Þingeyri), Akureyri (og þaðan við Sauðár krók, Grímsey, Kópasker, Þórs- höfn og Vopnafjörð), Langanes, Egilsstaði (og þaðan við Norð- fjörð), Hornafjörð og Vestmanna eyjar. Þegar mikið liggur við, er því eðlilegast að slíkt fjar- skiptasamband sé notað til að koma nauðsynlegum boðum sem tafarminnst á framfæri. Tilmæli frá Slysavarnafélaginu þess efn- is, að einungis beri að hringja í tiltekna síma aðalstöðva SVFÍ, voru ekki fyrir hendi, enda hef- ur sorgleg reynsla áður fengizt af því símasamfoandi. Þegar slys ber að höndum, bjóða margir aðilar fram að- stoð sína, svo sem Flugbjörgun- arsveitin, Slysavarnafélags ís- lands, hjálparsveitir skáta, flug félögin, Landhelgisgæzlan, einka flugmenn og varnarliðið. Sú regla hefur gilt um langt árabil, að við flugslys er yfirstjórn land sveita falin Flugbjörgunarsveit- inni, sem var stofnuð m.a. í því augnamiði og til að bæta úr sárri þörf sérhæfðra björgunar- sveita. Að frumkvæði Flugbjörg unarsveitarinnar var í nóvember 1961 efnt til fundar með Slysa- varnafélagi fslands og eftirfar- andi tillögur lagðar fram: „Slysavarnafélag íslands og Flugbjörgunarsveitin gera með sér eftirfarandi málefnasamning: 1. Markmið beggja aðila er björgun mannslífa. 2. Beztum árangri væri náð með fullkomnu samstarfi. 3. Ef um sjóslys er að ræða, hefur Slyavarnafélagið hér eft- ir sem áður frumkvæði að og stjórnar aðgerðum í samfoandi við leitir og björgun. Flugbjörg- unarsveitin veitir alla þá aðstoð, sem Slysavarnafélagið óskar, og er í henar valdi að veita. 4. Ef um flugslys er að ræða, hefur skipulagsnefnd Flugbjörg- unarsveitarinnar ásamt flug- björgunarmiðstöðinni frumkvæði að og stjórnar aðgerðum í sam- bandi við leitir og björgun. Slysavarnafélagið veitir þá að- stoð, sem þessir aðilar óska, og er í þess valdi að veita. 5. Ef um slys á landi eða leit að týndu fólki er að ræða, hef- ur SVFÍ að jafnaði forgöngu um framkvæmdir, enda snúi al- menningur sér til SVFÍ í slíkum tilfellum. Ef sérstaða og tækni Flugbjörgunarsveitarinnar má að gagni koma, mun hún að sjálfsögðu veita þá aðstoð, sem um er beðið, og hægt er að veita. 6. Upplýsingar til fréttamanna skal sá aðili veita, er sér um björgunarstörf hverju sinni. 7. Stjórnir félaganna hafi með sér sameiginlega fundi, þegar þurfa þykir, eða annar hvor að- ili óskar þess. Reykjavík, 3. nóvember, 1961." Þessu máli vísaði forseti Slysa varnafélagsins algjörlega á bug, nema um yrði að ræða innlim- un Flugbjörgunarsveitarinnar í Slysavarnafélagið og sveitin lyti stjórn þess að öllu leyti. Er hægt að kalla þetta samstarfsvilja? í XI *kafla laga um loftferðir er fjallað.um bjargþjónustu og rannsókn flugslysa, og gerir 141. grein ráð fyrir að ráðherra skipi nefnd kunnáttumanna til að ransaka flugslys, þá er manntjón hefur orðið, Slík nefnd hefur verið skipuð og liggur því bein- ast fyrir, að hún rannsaki nánar öll þáu atriði, sem hér er fjail- að um. Allar skýrslur, er mál þetta varða, þar með talin yfirflugumferðarstjóra í Reykja vík, dagbókarúrdrættir flug- stjórnarmiðstöðvar, flugturna og flugradiostöðva og útdráttur úr hljóðritun radioviðskipta liggja frammi, og eru aðgengilegar fyr ir alla þá, sem telja sig mál þetta varða. Ég hlýt að harma, að mál þessi hafa verið gerð opinber á þennan óvenjulega hátt og tel það miður farið. Kins vegar væri óviturlegt að halda uppi karpi um hin ýmsu má'.satriði meðan opinber rannsókn hefur ekki farið fram. Að henm lok- inni verður óhjákvæmilegt að koma aftur að þessu máli svo og öðrum málum, er snerta sam- skipti Slysavarnafélag íslands, Flugbjörgimarsveitar og fiug- málastj órnarinnar. Með þökk fyrir birtinguna. Agnar Kofoed-Hansen, flugmálastjóri. Vörugeymsluhurð Viljum selja járnslegna hurð, stærð: 470x270 cm. Hurðin er mjög sterkbyggð, hentug fyrir vöru- geymslu eða verkstæði.v Mjólkurfélag Reykjavíkur Sími 1-11-25. Vornámskeið Kennt á harmoniku, gítar. HÓPTÍMAR. Munnharpa, Melodica. Emil Adólfsson, Framnesvegi 36. Sími 15962. Kemisk hitakerflshreinsun Hreinsum hitakerfi með viðurkenndu efni. Séfstak- lega ætluðu til hreinsunar á kísil og ryðmynd- unum. Efninu er dælt í gegnum kerfið og hrein- skolað á eftir. — Minnkið vatnsneyzluna og njót ið hitans. — Uppiýsingar í síma 33349.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.