Morgunblaðið - 30.04.1966, Page 28

Morgunblaðið - 30.04.1966, Page 28
28 MORGUNBLAÐIÐ m: Zv.f v j.j.'-v Laugardagur 30. apríl 1966 SUZANNE EBEL: ELTINGALEIKUR lands að yfirskrift. Það efsta var Frakkland og svo komu í stafrófsröð nöfnin á þingmönn- um, flotaforingjum, hershöfðingj um, greifum — yfirleitt öll nöfnin, sem Frakklandsvinir kannast bezt við. Ég gleymdi hættunni og fletti áfram þar til kom að Englandi og þar voru nöfn þingmanna, aðalsmanna, leikara, eins rithöfundar eða tveggja, nafn velþekkts mann- vinar .... Ég flýtti mér að lesa þetta, leit snöggvast á skrárnar fyrir ítalíu og Spán og flúði svo aftur út í dimman ganginn. Ég hafði séð hættuna augliti til auglitis í þessum upplýsta sal Monsieur Fhilippe, þar sem hann sat við stóra borðið, gerði nóttina enn dimmari og horfur mínar og Prudence ennþá skuggalegri. Ég fann ekki til annars en illsku, þegar ég lædd- ist eftir ganginum og ásetti mér að hverfa sem fljótast út um gluggann út á gluggasylluna og komast þannig í fangelsi mitt aftur. En rétt í bili var ég frjáls. Og aftur greip mig þessi fífldirfska. Ég gekk gegnum bogadyr, sem þykk tjöld héngu fyrir, og niður á næstu hæð, þar sem einnig sást ljósgeisli út úr dyragætt og þvert yfir ganginn. Ég var nú farin að venjast myrkrinu og Ijósin gerðu mér glýju í augu. Hurðin var í hálfa gátt, en ég heyrði mannamál inni fyrir og nú á ensku, og þarna var verið að rífast. □- -□ 35 □- -□ Þetta var sú ljóshærða. Rödd hennar, sem var hvöss og sker- andi heyrðist greinilega út um gættina. — Monsieur Philippe segir, að okkar verki sé lokið. Firth skipt- ir engu máli lengur, jafnvel þó hann hjami við — sem ólíklegt er. í næsta mánuði verður loka- þátturinn. — En komum við fyrirætlun- um okkar fram, ef Englendingar standa gegn þeim? spurði ein- hver forvitin rödd. Áætlanir okkar eru öruggar. Og foringjar okkar geta komið þeim í fólkið. Æðsta stjórnin á þeim er búin að kosta mikið. Ég ELDRIDAMSA KLÚBBIJRIIMN verður í Brautarholti 4 (Dansskóla Heiðars Ást- valdssonar í kvöld 30. apríl kl. 9. Guðjón, Einar, Þorvaldur, og Erlingur leika. Eldridansaklúbburinn. LINDARBÆR GÖMLUDANSA Gömlu dansamir Polka kvartettinn leikur. Húsið opnað kl. 8,30. Lindarbær er að Lindar- götu 9, gengið inn frá Skuggasundi. Sími 21971. KLUBBURINN Ath.: Aðgöngumiðar seldir kl. 5—6. eyddi meira en milljón nýfrönk- um í mánuðinum, sem leið. — Það hlýtur að hafa komið við spamaðarkenndina hjá þér, sagði rödd, sem ég kannaðist við, að var Rochel. Og stúlkan rak upp skerandi hláturroku. — Ég þykist nú hafa átt nokk- urn þátt í verkinu sjáltf, sagði hún. — Ég er búinn að segja Mons- ieur Philippe, að ég vil fá þessa stúlku, þegar verkinu er lokið, sagði Roohel. — Þú getur ekki fengið hana, Dominique. Hún er handa mér einum. Ensk fröken. Yiðskiptavinir mínir hafa alltaf áhuga á þeim. Þegar ég er bú- inn að ganga frá henni, skaltu ekki þekkja hana aftur. — Það er ég líka viss um, sagði sú ljóshærða, hvasst. Þú ferð illa með þá, sem vinna hjá þér. Ég hef spurt Mönsieur Fhilippe, hvort ég megi ekki fá hana. — Já, en .... — Ekkert múður! sagði hún léttilega. — Kannski Mka Monsi- eur Philippe hugsa til að nota hana sjálfur. Og þá er ég meira um málið að segja. — Dominkjue er svo grófur í sér, sagði Rochel og röddin var fculdalega snefsin. — Sáuð þið hana með Caxton-kvenmann- inum? Ég skil ekki, hvernig fómardýrið þitt hefur getað þraukað svona lengi, væna min. Ég fann, að mér ætlaði að fara að verða flökurt, svo að ég læddist eftir ganginum, fann skápherbergið, þar sem glugg- inn var til allrar hamingju op- inn út í ískalda nóttina. Mér tókst að klifra út á gluggasyll- una, stökkva yfir á mína syllu og 'brölta inn um gluggann inn í fangelsið mitt. Ég lá á legubekknum með kápuna mína yfir mér. Ég gat ekki sofið. Svo að Prudence Caxton var þá dáin. Það var ekki lengra síðan en í gær, að hún hafði verið hlæjandi að tala um allar þær þúsundir barna, sem hún hefði hjálpað og hún hafði verið svo hress og ótoug- andi. Og nú hafði hún verið myrt með einhverri viðurstyggi- legri aðferð, sem ég gat ekki og vildi ekki gera mér í hugarlund. SjáiS þér til. Við leggjum aðal áherzluna á bindin! ! ! Ég lokaði augunum, en það var aðeins til að sjá hana _ ljóslitf- andi fyrir framan mig. Ég opn- aði þau aftur í myrkrinu og lá svo hreyfingarlaus. Ég gat ekki einu sinni munað arma Rods, röddina í Steve, líf mitt, vinn- una mína, veslings_ Maurice eða hver ég var sjálf. Ég varð brjál- uð af hræðslu. 11. kafli Dagrenningin var tekin að varpa ofurlitlum gráum lit á himininn og ég tók smásaman að geta greint það sem var kringum mig í heitoerginu, og glugga- tjöldin fóru að taka á sig lit. Klukkan var hálfsex um morg- uninn. Ég stóð upp, fleygði af mér kápunni og gekk út að gluggan- um. Það var von, að ég skylfi. Öll eyjan var þakin snjó. Ég kraup á kné uppi á gluggakist- unni, og leit á þessa hvitu eyði- mörk, og í fyrsta sinn á ævinni fór ég að hpgsa um, hvort ég væri ekki betur dauð. Hvað ætl- aði Rochel að gera við mig? Hverjum myndi hann selja mig? Hvernig gat ég verið með fullu viti — því að nú virtist það gefið, að ég ætti að halda lífi. 1n crlre (/K /K^7 A Átthagasalurinn Hinn nýi salur á 1. hæð Hótel Sögu opinn í fyrsta sinn í kvöld frá kl. 20,30. Trió Loga Einarssonar SKEMMTIR. (Inngangur sunnan aðalinngangs). ARGERÐ 1966 BLAUPUNKT !0°Jo afslátfur gegn staðgreiðslu 5°Jo afsláttur ef greitt er á 5 mánuðum BLAUPUNKT fyrir bæði kerfin, frábær tón- og myndgæði, langdræg. Sérlærðir viðgerðarmenn. — BLAUPUNKT fæst í 10 gerðum. Útsölustaðir víða. Suðurlandsbraut 16. — Sími 35200. Þegar ég leit niður hengiflugið fyrir neðan gluggann, datt mér í hug að stökkva út. Það yrðu endalokin .... eða hvað? Þeir mundu ekki ná í mig og ég yrði hrein og frjáls. En ég var ekk- ert sjálfsmorðssinnuð. Því að enda þótt mér dytti slíkt í hug, var það þýðingarlaust í mínum augum. Ég var í hættu, ósjálf- bjarga og óvön þjáningum. En ennþá var ég ósködduð og þegar ég leit á hreinan snjóinn, datt mér í hug, að enn gæti ég átt eina ofurlitla von. En _ til þess þurfti ég að vera róleg. Ég skyldi ekki hugsa um Prudence Caxton, rétt í bili. Reyna að halda full- komnu jafnvægi, og vera alveg köld. Og það ætti ekki að verða erfitt hugsaði ég og bryddi upp á fyndni, þegar næðingurinn kom svona beint á mann norðan úr íshafinu. Þegar ég sat svona í gluggan- um og horfði á snjóinn, sem lá svo mjúklegaa á jörðinni, alla leið til sjávar, heyrði ég ein- hvern hávaða að baki mér. Eitt- hvert ískyggilegt brak. Þegar ég leit við, sá ég hurðina opnast hægt og hægt og einhver manns- mynd læddist inn. Ég stökk á fætur og faxrn hár- in á mér rísa. — Ginny! hvíslaði einhver rödd. Ég var í örmum Rods. í fyrstunni gat ég alls ekki hugsað neitt. Ég vissi það eitt, að svo fast var haldið utan um mig, að ég náði varla andanum, að hjartað í mér ætlaði að springa, engu síður en rifin, og að ég var kysst af ákafa. Andar- taki seinna sleit ég mig lausa. — Rod! Hvernig hefur þetta......? — Hafðu ekki hátt! sagði hann. Talaðu eins lágt og þú get- ur. — En þessi fatnaður á þér .. ? Hann var íklæddur frá hvirfli til ilja kafarabúningi úr tog* leðri, sem stóð á beini. Honum var lokað með rennilás upp i háls og með þykkum, háum kraga. Og hann hafði verið með sundfitjar, sem dingluðu nú við hendurnar á honum. Þetta var fáráanlegur útbúnaður. — Það skal ég segja þér seinna. Ertu heil á húfi? — Já, .... já, Rod .... en þeir eru búnir að myrða hana Prudence. FEHIEft kýlreimar og reimskífur ávalf fyrirliggjandi VALD. POULSENf Klapparsffg 29 - Sfmi 13024

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.