Morgunblaðið - 14.05.1966, Síða 3

Morgunblaðið - 14.05.1966, Síða 3
Laugardag*- 14. mai 1966 MOKiaU S* V LAVIV o w ~ — — —. » — - - HIN árlega sumarsýning í Ás- grímssafni verður opnuð á I morgun. Er hún 18. sýning 1 safnsins síðan það var opnað árið 1960. Þessi sumarsýning er með svipuðu sniði og aðrar slíkar sýningar Ásgrímssafns, leitast er við að sýna sem fjölíþætt- ust viðfangsefni í listsköpun Ásgríms Jónssonar, frá alda- mótum til síðustu æviára hans. Með slítori tilhögun eru ekki sízt hafðir í huga hinir mörgu erlendu gestir, er jafn- Sumarsýning opnui í Ásgrímssafni á morgun an skoða safnið á sumrin. í heimili listamannsins eru vatnslitamyndir sýndar frá ýmsum stöðum á landinu, m. a. Langjökull og Jarlhettur, gerð 1904, Frá Möðrudalsör- æfum, 1951, Frá bernskuslóð- tím Ásgríms í Flóanum, 1909, Úr Svarfaðardal, 1951. Einnig er nú sýnd mjög sérstæð vatns litamynd, Skúraleiðingar á Hraunsásnum í Borgarfirði, máiuð 1947. í vinnustofu Ásgríms eru sýnd olíumálverk, máluð á öiium árstíðum, og frá ýmsum stöðum, m.a. sólsetursmyndir frá Reykjavík og Hafnarfirði, og nokkrar snjómyndir úr ná- grenni borgarinnar. Ásgrímssafn hefur látið prenta kynningarrit á ensku, dönstou og þýzku um Ásgrím Jónsson og safn hans. Einnig kort í litum af nokkrum landslagsmyndum í eigu safns ins, og Þjóðsagnateikningum. Ásgrimssafn, Bergstaða- stræti 74, er opið sunnudag þriðjudaga og fimmtudaga frá kL 1:30—4. Aðgangur ó- keypis. í júlí og ágúst verður safn- ið opið alla daga á sama tima nema laugardaga. „Ovænt heimsókn“ sýnd í Lindarbæ Norrœn messa í Dómkirkjunni — Verður útvarpað um öll Norðurlönd LEIKFÉLAG Hveragerðis hef ur að undanförnu sýnt sakamála leikritið „Óvænt heimsókn" eft- ir J. B. Priestley í Hveragerði, en flutti leikinn á sviðinu í Móritz Sigurðsson, útibússtjóri 1 DAG, laugardag, opnar Bún aðarbanki íslands nýtt útibú, Háaleitisútibú, að Ármúla 3 (húsi Véladeildar S.I.S.). Útibúið er á fyrstu hæð með Inngangi frá Hailarmúla. Annast það allar venjulegar afgreiðsl- ur, þ.e. sparisjóðs- og hlaupa- reikning, innheimtur víxla og verðbréfa, og alla fyrirgreiðslu vegna aðalbankans og annarra útibúa hans. Þetta er fimmta útibú Búnað- arbankans í Reykjavík, en hin eru Austurbæjar- og Miðbæjar- útibú, bæði við Laugaveginn, Vesturbæjarútibú að Vesturgötu 62, og Melaútibú í Hótel Sögu. Auk þess eru í dag starfandi sjö útibú Búnaðarbankans úti á landi. Með opnun hins nýja útibús hyggst Búnaðarbankinn auð- Lindarbæ sl. mánudag fyrir fullu húsi. Talið er að J. B. Priestley muni vera eitt fremsta leikrita- skáld Breta á þessari öld. Hann hefur samið fjölda leikrita, og hafa allmörg þeirra verið flutt hér, bæði á leiksviði og í út- varpi, má til dæmis nefna „Tím inn og við“. „Ég hef komið hér áður“, og „Hvað er sannleikur, og nú síðast „Óvænt heimsókn“, sem Leikfélag Hveragerðis hef- ur ráðizt í að setja á svið, und- ir leikstjórn eins kunnasta leik- ara okkar, Gisla Halldórssonar. Leikendur í „Óvænt heim- sókn“ eru' þessir: Guðjón H. Björnsson, Aðalbjörg M. Jó- hannsdóttir, Gíslunn Jóhanns- dóttir, Hjalti Rögnvaldsson, Ótt- ar Guðmundsson, Bryndís Jóns- dóttir og Valgarð Runólfsson. Efni leikritsins verður ekki rakið hér, enda m-un Reykvík- ingum gefast kostur að sjá leik- ritið í Lindarbæ næstkomandi mánudags- og miðvikudagskvöld kl. 9. velda öll einföldustu peninga- viðski-pti fyrirtækja og almenn- ings í austurhverfum Reykja- víkur, fyrst og fremst í Múla- Mýra- og Háaleitishverfum, en þar hefur til þessa ekkert ban-ka útibú verið. Auk þess mun nýja útibúið létta á miklum afgreiðslu þunga í aðalbankanum við Aust urstræ-ti. Forstöðumaður Háaleitisúti- búsins hefur verið ráðinn Mór- itz Sigurðsson, fulltrúi í víxla- deild aðalbankans, en honum til aðstoðar verður ein stúlka, Mar- grét Dóra Guðmundsdóttir. Form sf. í Hafnarfirði hefur smiðað smekklegar innréttingar í nýja útibúið, sem verður opið alla virka daga klutokan 13 til 18.30, nema laugardaga klukk- an 10-12,30. Á SUNNUDAG verður norræn guðsþjónusta í Dómkirkjunni, sem verður útvarpað um allar út varpsstöðvar á Norðurlöndum sunnudaginn 22. maí. Biskupinn, herra Sigurbjörn Einarsson, pre- dikar og notað verður hið hátíð- lega form íslenzkrar messugerð- ar, þ.e. hátíðarsöngur Bjarna Þorsteinssonar. Slíkar guðsþjón- ustur hafa þekkzt um nokkurt árabil á hinum Norðurlöndunum, en siík messa ekki verið hér fyrr. Fréttamenn hittu af því tilefni Sigurbjörn Einarsson biskup, Kaj Erik Lindqvist, danskan út- varpsmann, sem hingað er kom- inn af þessu tilefni og dr. Robert A. Ottósson, sem æft hefur Dóm- kórinn fyrir þennan hátíðarsöng og útsett sumt af lögunum. Sögðu þeir að allur söngur færi fram á íslenzku. M.a. verða sungnir sálm ar eftir Luther, Grundtvig og Hallgrím Pétursson. Auk þess stuttur sænskur sálmur eftir Bengt Jonzon, sem biskup hefur þýtt, en lag er úr grallaranum frá 1594. Forsöngvari er Kris-tinn Hallsson, en við orgelið er Máni Sigurjónsson, sem leikur einleik á undan og eftir. Messan hefst kl. 11. Predikað verður á sænsku og bænir verða á dönsku. Kai Erik Lindqvist, sem hing- að er kominn vegna þessarar norrænu útvarpsguðsþjónustu, sagði að Danmörk, Finnland, Nor egur og Svíþjóð hefðu haft slík- ar útvarps-guðsþjónustur í lönd- unum á víxl tvisvar á ári í 10 ár. En ísland ekki verið með. Hefði verið skrifað til biskups og ríkisútvarpsins, sem komu í kring messunni á sunnudaginn. Hún verður tekin upp á segul- band og útvarpað sunnudaginn 22. maí, þar sem ekki er hægt að útvarpa beint til Norðurlanda. Lindqvist kvað hugmyndina með þessu vera þá, að undirstrika það sem sameiginlegt er í nor- rænum kirkjnsiðum, jafnframt því sem reynt er við messuna að sýna einnig það sem er sérstakt fyrir viðkomandi kirkju. Þetta kæmi vel fram við messuna á sunnudaginn. T.d. væru sálmar Hallgríms Péturssonar ekki al- mennt þekktir á Norðurlöndum. í sambandi við þessa norrænu messu i útvarpinu á Norðurlönd- um, fer alltaf fram kynning á kirkju þess lands, sem messan er í. Þannig hefur Lindqvist útbúið 3 dagskrár, sem fluttar verða í næstu viku um íslenzka kirkju. Nefnis-t fyrsti þátturinn „Milli torfkirkju og dómkirkju" og rakin saga kirkjanna frá gömlu torfkirkjunum til hinnar nýju Skáiholtskirkju. Annar þáttur- inn fjallar um íslenzka sóknar- fyrirkomulagið, en þar hefur Lindqvis-t m.a. rætt við sveita- prest og kirkjúbónda. Þriðji þátt urinn er um æskulýðsstarf ísl. kirkjunnar, guðfræðideild háskól ans, fyrstu diakonissuna o. fl. Kvaðst Lindqvist vona að þessi viðleitni mætti verða til að tengja ísl. kirkjuna nánar kirkj- unum á Norðurlöndum. Söngskemmtun í Sandgerði Sandgerði, 14. maí. UNDANFARIÐ hefur Karla- kór Keflavíkur og Kvennakór haldið söngskemmtanir í Kefla- vík og nágrenni við mjög xnikla aðsókn og undirtektir. Hann söng í gær í Sandgerði á veg- um Tónlistarfélagsins fyrir fjöl- menni og ágætar undirtektir. Hann mun syngja í Keflavík næstkomandi mánudag. Söng- stjóri með Karlakórnum er Þór- ir Baldursson úr Keflavík, og einsöngvararnir eru fjórir, það er Ha-ukur Þórðarson, Böðvar Pálsson, Sveinn Pálsson og Sig- urður Dements Franzson. Und- irleikarar voru tveir við pían- óið, Jónas Ingimundarson og á kontrabassa Gunnar Sigurðsson. — Páll. Búnaðarbankinn iærir enn út kvíarnar SIAkSTMNAR „Hugsandi og skynsamir Reykvíkingar" Alþýðublaðið bærir lítið á sér í kosningabaráttunni. Það er kannski vegna þess að blaðið tel- ur litla von um fylgisaukningu Alþýðuflokksins, enda hefur það þegar lýst yfir því, hverjir muni kjósa hann að þessu sinni. Það eru samkvæmt óskum Alþýðu- blaðsins sjálfs „hugsandi og skyn samir Reykvíkingar“. Frá sjónar- hóli Alþýðublaðsins er Reykvík- ingum því skipt í tvennt, annars vegar eru „hugsandi og skynsam ir Reykvíkingar“ á hinn bóginn eru svo við hin, sem erum þá væntanlega hvorki „hugsandi né skynsöm“. Þetta er mat Alþýðu- blaðsins á Reykvíkingum, og er einkar fróðlegt að hafa það stað- fest á síðum þess blaðs. Hitt er svo annað mái ,að Reykvikingar munu hugsa sig um tvisvar áður en þeir styðja Alþýðuflokkinn í borgarstjórnarkosningunum, m.a. vegna þess, að Alþýðublaðið hef- ur iýst því yfir, að skipta beri borgarstjóraembættinu í tvennt, og hefur ekki verið hægt að skilja annað á því, en að annar borgarstjórinn skuii vera sérstak ur veizlumálaborgarstjóri, hinn skuli vinna. Áróður Alþýðublaðs ins um aukið aðhald fyrir borg- arstjómarmeirihlutann, byggist þá sjálfsagt á þeirri ósk, að AI- þýðuflokkurinn fái aðstöðu trl þess að annar borgarstjórinn »f tveimur verði úr hans röðum, og er þá væntanlega hugsunin að Óskar Hallgrímsson verði veizlu- málaborgarstjóri, enda mun það falla Alþýðuflokksmönnum bet- ur en starf þess, sem vinna skal. En einmitt vegna þess að þetta eru þær einu skoðanir, sem Al- þýðublaðið hefur látið í ljós á borgarmálum Reykjavikur munu Reykvíkingar hugsa sig um tvisv ar áður en þeir greiða Alþýðu- flokknum atkvæði í borgarstjóm arkosningunum. Nýmæli F ramsóknarmanna Framsóknarmenn hafa tekið upp á því nýmæli að hafa vín- veitingar á boðstólum á stjóm- málafundum sínum, og fóru þeir fyrst inn á þessa braut, þegar haldinn var fundur fyrir ungt fólk í Lídó s.l. fimmtudag. Hætt er þó við að nýmæli þetta muni ekki faila fólki i geð, og það sýnir bezt málefnafátækt og ör- væntingu Framsóknarmanna, að þeir skuli sjá þá leið eina til þess að fá fólk á fundi sina, að hafa vínstúkur opnar. Gagnlegui lestur Það væri vissulega gagnlegur lest ur fyrir þá, sem nú skrifa um borgarmál af litilli hugmynda- auðgi í málgagn Framsóknar- flokksins ,að kynna sér bókina um aðalskipulagið svolitið betur. Framsóknarblaðið hefur nú í tví gang haldið því fram, að í bók- inni um aðalskipulagið sé ákveð- ið að brjóta skuli niður fjölda húsa við Miklubraut. Og jafnvel þótt borgarverkfræðingur Gústaf E. Pálsson, hafi í viðtali við Morg unblaðið skýrt tekið fram, eins og raunar má lesa í bókinni um aðalskipulag, að hér væri aðeins um táknmynd að ræða um hugs- anlega lausn á ákveðnu umferö- arvandamáli á ákveðnu svæði, og jafnvel þótt borgarverkfræðingur hafi skýrlega tekið fram, að aðr- ar og ódýrari lausnir séu fyrir hendi, sem framkvæmdar verði, heldur Tíminn þessum ósannind um áfram. Ef Framsóknarmenn viija hafa það, sem réttara reyn ist ,ættu þeir að kynna sér bók- ina um aðalskipulag Reykjavíkur svolítið betur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.