Morgunblaðið - 14.05.1966, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 14.05.1966, Blaðsíða 22
22 MORGU N BLAÐIÐ Laugardagur 14. maí 1966 Bjarni Gtiðmundsson Stokkseyri — Minningarorð í DAG fer fram frá Stokkseyrar- kirkju útför eins af hinum eldri athafnasömu Stokkseyringum, Bjarna Guðmundssonar frá Ald- arminni. Bjarni var fæddur á Stokkseyri 24. júní 1884. For- eldrar hans voru hjónin, Guð- mundur Steindórsson, sjómaður, og Þuríður Kristjánsdóttir, er bjuggu allan sinn búskap í Út- görðum. Ólst Bjarni upp hjá for- eldrum sínum. Hann var næst yngstur fjögurra systkina, en þau eru öll létin. Foreldrar Bjarna voru dugnaðar- og mynd- arhjón, en það hef ég heyrt getið um móðurina, sem var góðgjörn kona og kjarkmikil, að hún hafi verið mjög gjafmild og ekkert aumt mátt sjá, svo að margir efnalitlir hafi notið góðvildar hennar. Bjarni hóf ungur að stunda sjóinn eins og þá tíðkaðist um dugmikla unga menn. Reri hann frá Stokkseyri eða verstöðvun- um í nánd. Það þurfti þrek og dirfsku til þess að stunda sjóinn frá Stokkseyri í þá daga. Hafald- an brýtur á óvarinni og hafn- lausri ströndinni. Brimaldan er þar enginn leikur og það sízt á litlum, opnum róðrarbáti, eins og þeir voru á uppvaxtarárum Bjarna. Þessi átök bryndu kjark og þrek, en vosbúðin og erfiðið gat s£tmt beygt hið hraustasta karlmenni. Svo fór það með Bjarna Guðmundsson, því að um langan tíma átti hann við van- heilsu að stríða, en léttlyndi hans ■ og þolinmæði sigruðu alla erfið- leika. Bjarni var greindur maður og hógvær í framkomu, en þó þétt- ur fyrir, ef því var að skipta. Gaman var að hlusta á Bjarna segja frá liðnum dögum. Átti ég margar ánægjulegar stundir á heimili hans og þegar við hitt- umst hjá dóttur hans og tengda- syni. Efalaust hefur Bjarni þráð að öðlast meiri menntunar en fá- tækt ungmenni gat þá veitt sér, en síðar á ævinni fékk hann þó tækifæri til þess að bæta það upp með lestri góðra bóka. Bjarni var kennari í Ölfushreppi í tvo vetur og á Stokkseyri kenndi hann oft börnum á heim- ili sínu. Allir, sem þekktu Bjarna, báru til hans traust. Honum voru því falin ýmis trúnaðarstörf fyrir hreppsfélagið. Hann starfaði m.a. í skólanefnd Stokkseyrar og í sóknarnefnd staðarins mörg ár. Árið 1910 kvæntist Bjarni Jó- hönnu Jónsdóttur frá Bjargi á Stokkseyri. Var sambúð þeirra á allan hátt til fyrirmyndar. Jó- hanna reyndist manni sínum traustur förunautur. Það kom bezt í ljós í veikindum hans, en þá fylgdi hún honum til verka, bæði við búskapinn og sjó- mennsku og lá þá ekki á liði sínu. Og núna síðast vakti hún við dánarbeð hans, en Bjarni andaðist á heimili sonar síns, 3. þ. m. Þau Jóhanna og Bjarni eignuð- ust 5 börn, en eitt þeirra misstu þau kornungt. Börn þeirra eru: Lilja, sem býr með Ólafi Guð- jónssyni, bílstjóra á Eyrr aakka; Jóna, gift Axel Þórðarsyni, kenn ara; Óskar, starfsmaður við Austurbæjarskólann, kvæntur Sigurjónu Marteinsdóttur, og Jó- hannes, verkstjóri, kvæntur Dag- björtu Guðmundsdóttur. Þau Bjarni og Jóhanna bjuggu síðustu tvo áratugina í Áldar- minni á Stokkseyri. Þar hygg ég, að þeim hafi liðið bezt, því að þá var efnahagur þeirra orð- inn sæmilegur og börnin upp- komin. Árið 1961 fluttu þau til Reykja víkur og bjuggu þar síðan. Veturinn áður hafði Bjarni geng ið undir uppskurð, en upp frá því fór heilsa hans hnignandi. Ykkur öllum sem sýndu mér hlýhug og vináttu, og glöddu mig með heimsóknum, gjöfum og öðru á sjö- tugsafmæli mínu 7. maí s.l., sendi ég mínar innilegustu þakkir. Kristín Vilhjálmsdóttir. Maðurinn minn STEFÁN JÓNSSON rithöfundur, Hamrahlíð 9, lézt að morgni hins 12. þessa mánaðar. Anna Aradóttir. Móðir okkar MABGRÉT JÓNSDÓTTIB frá Kirkjubæ, til heimilis að Ránargötu 8 A, lézt í Borgarsjúkrahúsinu, fimmtudaginn 12. maí. — Jarðarförin ákveðin síðar. Páll Guðmundsson, Elísabet Guðmundsdóttir, Hildur Guðmundsdóttir, Margrét Guðmundsdóttir, og Guðrún Guðmundsdóttir. Hjartkær móðir okkar SVEINSÍNA BENJAMÍNSDÓTTIB Tannastöðum, andaðist 11 .þessa mánaðar í sjúkrahúsinu Hvammstanga. Systkinin. Eiginmaður minn og faðir KARL H. JÓNSSON bifreiðastjóri, Ásvallagötu 29, andaðist í Landsspítalanum 12. maí. Þorbjörg Jónsdóttir og börn. Minningarathöfn um listakonuna JÚLÍÖNU SVEINSDÓTTUR verður haldin í Landakirkju í Vestmannaeyjum n.k. þriðjudag 17. maí kl. 2.00 e.h. Vandamenn. Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför ÁSTVALDAB ÞORKELSSONAB Þrándarstöðum, Kjós. Kristbjörg Lúthersdóttir, börn og tengdabörn. Ég færi hér með öllum fjær og nær einstaklingum, félagssamtökum og fyrirtækjum innilegasta þakklæti mitt fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför mannsins míns VILHJÁLMS S. VILHJÁLMSSONAR rithöfundar. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna. Bergþóra Guðmundsdóttir. Hjartans þakklæti fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför ÁGÚSTU LÚÐVÍKSDÓTTUB Heiði Fáskrúðsfirði. Fyrir hönd vandamanna. Óli Lúðvíksson. Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför SIGURÐAR STEINÞÓRSSONAR fulltrúa, Stigahlíð 35. Anna Oddsdóttir, böm, tcngdaböm og fósturdætur. Síðustu vikuna, sem Bjami lifði, dvaldi hann hjá Óskari syni sínum. Honum var það ljóst, að hann átti skammt eftir ólifað og óskaði því eftir að fá að njóta návistar og umönnunar ástvina sinna til hinztu stundar. Ég, sem þessar línur rita, kveð hér hugljúfan drengskaparmann, sem ávallt var ávinningur í að finna. Bjarni er horfinn sjónum vorum, en minningin geymist um góðan dreng og vammlausan mann, sem sleit barnsskónum í harðindum áranna fyrir aldamót in, en háði lífsbaráttuna fyrir sér og sínum í umróti líðandi aldar. Gladdist yfir velgengni barna sinna og vina. Tryggur og kær öllum, sem honum kynntust. Virtur og dáður af sinum nán- ustu, en þar var hugur hans allur. Ég sendi samúðarkveðjur eig- inkonu, börnum, tengdabörnum og öllum ættingjum hans og venzlafólki. Hjálmar Guðmundsson. Nýtt barnaheimiíi á Seltjarnarnesi NÝTT barnaheimili var tekið í notkun í Seltjarnarneshreppi sl. miðvikudag. Nefnist heimilið Fagrabrekka og stendur við Lambhússtaðaveg. Fréttamaður Mbl. heimsótti heimiiið rétt sem snöggvast, er það var opnað og hitti hann þar fyrstan að máli, Sigurgeir Sigurðsson, sveita- stjóra, og spurði hann nánar um heimili þetta. Sigurgeir sagði, að upphaf þessa máls hefði verið, að Ás- geir M- Ásgeirsson, kaupmaður, sem vair eigandi hússins, hefði komið að máli við sig, og það borið á góma, að hús þetta væri Snorri Erlends- son — Kveðja Fæddur 12. nóvember 1896. Dáinn 18. febrúar 1966. Þó við minnumst hans sem hnig- inn er harmaljóð ei kkur syngja ber okkur þetta líf er aðeins léð láni þessu aftur skilum við. Það er sælt að mega falla í fold fyrr en elli lamar sál og hold vera öðrum ljós á lífsins leið lifa þannig sinnar æviskeið. Margan mann um lífsins léða tíð lama gerir sjúkdómsböl og stríð aðrir mega gæfu og gengi með gleði öðrum veita hjálp og lið. Þú sem gekkst með honum lífs- ins leið liðsemd veittir bæði í gleði og neyð lítur glöð á unnið ævistarf engan skugga á lífið bera þarf. Þeir sem ástvin eiga guði hjá og á náð hans trúað geta á æðri kraft við komu dauðans fá "kjark frá drottni sérhver öðlast þá. heppilegt húsnæði fyrir barna- heimili. Eftir nokkra athugun af hálfu hreppsnefndar varð það svo úr núna 17. marz sl., að húsið var keypt og ákveðið að gera á því þær breytingar, sem nauðsyn legt væri, til þess að mögulegt væri að reka þar barnaheimili. Kvaðst Sigurgeir vilja þakka Ásgeiri sérstaklega fyrir góða fyrirgreiðslu og lipurð af hana hálfu í viðskiptum þessum. Hann gat þess einnig að ákveðið hefði verið að láta heimilið halda sínu nafni, Fagrabrekka, til minn ingar um konu Ásgeirs, sem hafði mikinn áhuga á að hrinda þessu máli í framkvæmd. Húsið er um 180 fermetrar að stærð á einni hæð, ásamt um 1300 fermetra eignarlóð, stórum og góðum bílskúr, sem ætlaður mun í framtíðinni til geymslu á leikföngum barnanna. Þá röbbuðum við lítillega við forstöðukonu heimilisins, Geir- þrúði Einarsson. Hún sagði að heimilið ætti að geta tekið á móti 30 börnum ,20 böm yrðu væntanlega á dagskólanum, og um 10 böm sem sæktu leikskól- ann eingöngu. Fyrirkomulag heimilisins væri þannig, að um kl. 8.30 á.d. kæmu börnin, sem ættu að vera á dagheimilinu. Fengju þau þar morgunverð um kl. 11-30, en á tímabilinu sem væri fram að hádegisverð, sem væri snæddur kl. 11.30, væri frjáls tími, útivist ef veður leyfði o.fl. Frá kl. 12—1.30 væri síðan hvíldartími, en á því tíma- bili kæmu svo leikskólabörnin Síðan væri síðdegiskaffi kl. 3 — 3.30, en þar á eftir væri svo frjáls tími, föndur eða útivist, þangað til börnin yrðu sótt mi'lli kl. 5 — 6. Geirþrúð sagði að nú væru fjórar stúlkur, sem störf- uðu við bamagæsluna, en von væri á fjórum innan skamms. Þá væri og starfandi við heimilið ein matráðskona. í barnaheimilinu er eitt stórt leikberbergi, og annað minna, sem ætlað er fyrir föndur, borð- stofa, fullkomið eldhús, svo og tvö fatahengisherbergi, baðher- bergi, þvottahús og skrifstofa. Við hittum að máli nokkrar húsmæður, er voru að ná í börn sín af heimilinu. Lýstu þær allar ánægju sinni yfir því mikla fram taki, sem nú hefði verið gert í barnagæzlumálum á örskömm- tíma, og kváðust vera mjög ánægðar með aðbúnaðinn að börnunum á heimilinu- Þess má geta að endingu, að nú eru þrir gæzluvellir á Seltjarnarnesi, en auk þessa, er það einn, sem eir starfræktur allt árið, og völlur- inn kiringum Mýrarhúsaskóla, en þar verður barnagæzla yfir sum arið. Sagði Sigurgeir sveitastjóri að hann byggist við að um 12 — 15 manneskjur myndu vinna að barnagæzlu á vegum hreppsins í sumar. J. Þ. Innilegustu þakkir til allra sem glöddu mig með heim- sóknum, gjöfum og skeytum á 70 ára afmæli mínu. Sérstaklega vil ég þakka börnum, tengdabörnum og barnabörnum sem gerðu mér daginn ógleymanlegan. Emil Theodór Guðjónsson, frá Seyðisfirði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.