Morgunblaðið - 14.05.1966, Síða 28
28
MORCUNBLAÐIÐ
Laugardagur 14. maí 1966
Mary Raymond:
STÚLKA
MEÐ
CRÍMU
— Góða stúlka mín. Einn
vinnumaðurinn minn fann yður
liggjandi úti, í lemjandi slag-
veðri. Ef við hefðum farið nokk-
uð annað með yður, hefði það
verið í líkhúsið. Fyrst hélt ég, að
J>ér væruð dauð, en þegar við
komumst að því, að svo var
ekki, vildi læknirinn ekki láta
hreyfa yður neitt, svo að þér
skuluð ekki hafa neinar áhyggj-
ur af þessu. Ég hefði gert það
sama fyrir bláókunnugan mann.
— En ég er nú sjálf bláókunn-
ug, ef út í það er farið.
— Já, að vísu, en þér berið nú
samt mitt nafn. Hann þagnaði
en bætti svo við, snöggt. — Ef
þér eruð viss um, að þér hafið
allt, sem þér þurfið, ætla ég að
segja góða nótt. Ég er boðinn
út til kvöldverðar.
Þegar hann var farinn, fór ég
að hugsa um hann, í staðinn fyr-
ir sjálfa mig. Ég óskaði mér, að
hann hefði getað staðið við
lengur og talað við mig, en jafn-
vel þótt hann hefði ekki verið
boðinn út hefði verið vafasamt
hvort hann hefði verið þarna
áfram, mér til afþreyingar. Það
er auðvelt að láta sér vera lítið
um mann, sem hefur látið jafn
greinilega 1 Ijós van'þóknun
sina, einkum þó ef maður ber til
hans hlýjan hug fyrir, vegna
glæsilegs útlits hans. Ég átti
auðvelt með að svara mági mín-
um í sama og láta mér fátt um
hann finnast, en hinsvegar var
ég talsvert forvitin um hann.
Um hann sjálfan, hestana hans,
húsið hans, lifnðarhætti hans.
Ég sá hann ekki f nokkra
daga eftir þetta. Stúlkan sagði
mér, að hann hefði farið til
London.
Mér fór dagbatnandi. Eftir að
ég var á annað borð komin fram
úr rúminu, tók ég hröðum fram-
förum. Þó hafði ég enn afleit-
an höfuðverk, og notaði í rík-
um mæli hin verkeyðandi með-
öl, sem stúlkan útvegaði mér,
en á sálunni fannst mér ég vera
orðin næstum eins og ég átti að
mér. Marblettirnir á herðunum
og handleggjunum breyttu lit
með degi hverjum og lýstust.
Læknirinn tók sauminn úr
höfuðleðrinu á mér og við það
létti mér talsvert. Eins og ég
hafði óttazt, hafði breið rönd af
hári verið rökuð burt, þar sem
skurðurinn hafði verið. Ég leit
út eins og einhver einkennileg-
ur Indíáni og örið var rautt og
ljótt, en Martin læknir fullviss-
aði mig um, að það mundi ekki
sjást og hárið mundi vaxa eðli-
lega aftur. Og víst var hárið
farið að vaxa og orðið eins og
skeggbroddar á karlmanni, og
mig klæjaði afskaplega undan
því.
— Við verðum að fara með
yður í hárgreiðslu, sagði ungfrú
Daly hughreystandi. — Þar get-
ið þér sjálfsagt fengið falska
lokka til að hylja þetta ör, sem
kemur í ljós, þegar við tökúm
umbúðirnar af.
Veðrið hélzt óbreytt. Það var
ágætt, dag eftir dag og stúlkan
vildi fá mig á fætur og fara með
mig út í garðinn.
— Þar getið þér setið i sól-
inni og lesið í bók. Þér hafið
áreiðanlega gott af því, sagði
hún.
Ég var til í að gera hvað sem
hún stakk upp á. Mig langaði til
að verða alheilbrigð aftur, svo
að ég gæti beitt mér að því að
komast að ástæðunni til þess, að
ég var á ferð í Englandi, þegar
ég annars átti heima í Frakk-
landi. Enn hafði ég ekkert heyrt
að heiman og vissi heldur ekki,
hvort Steve Gerard 'hefði haft
neinar fregnir þaðan.
Fyrsta morguninn, sem ég
treysti mér, fór ég í föt með
hjálp stúlkunnar Það var blátt
léreftspils og hvít silkiskyrta,
úr töskunni minni. Svo 'kom hún
með svarta skó handa mér. —
Viljið þér vera í þessum? spurði
hún, eins og i vafa. — Þeir eru
nokkuð hælajháir, en hinsvegar
® ER 5 IVSAINIIMA BILL
ER FJÖLSKYLDUBÍLL
KOSTAR 151.600,-
Nœsta sending at Volkswagen 1300
vœntanleg á mánudag, er uppseld
Tökum á móti pöntunum til af -
greiðslu um nœstu mánaðamót.
Simi
21240
IfEILfeVEBZLIIIIR
HEKLA hf
Laugavagi
170-172
er ekki hægt að vera í inniskóm
úti.
Ég stakk fótunum í þessa fall-
egu lakkskó.
— Það er eins og fætumir á
mér hafi gengið saman, sagði
ég og horfði niður á þá. Mér
fannst skórnir vera að minnsta
kosti númeri of stórir.
— Kannski hafði þér horazt
svona, sagði stúlkan.
— Maður horast nú ekki svo
neinu nemi á fótunum.
— Kannski viljið þér líka hafa
skóna þægilega, hélt hún áfram.
— Já, þeir eru nú svo þægi-
legir, að þeir eru til óþæginda,
sagði ég. — Þeir gleypa mig al-
veg.
— Reynið þér þessa, sagði hún
og rétti mér eina lághælaða og
þykka, sem voru sýnilega ætl-
aðir til notkunar úti í sveit í
Frakklandi. Þeir voru allir gat-
aðir og reimamar svo breiðar,
að þær urðu að heljarmikilli
slaufu, þegar þær voru hnýttar.
En þessir skór voru líka óþægi-
lega stórir.
□--------------------------□
8
D--------------------------n
— Ég ætla heldur að vera í
inniskónum, sagði ég og furð-
aði mig á þessari rýrnun á fót-
unum á mér. — Það gerir hvorki
til né frá. Ég stakk svo fótun-
um í Ijósrauðu inniskóna, sem
ég hafði verið að nota.
Þetta var í fyrsta skipti, sem
ég hafði komið út úr herberg-
inu mínu, nema rétt þegar ég
fór í baðið, og það var ekki
teljandi, vegna þess, að þangað
var innangengt úr herberginu
mínu. Ég hafði því raunverulega
sama sem ekkert séð af húsinu.
Ég skal játa, að ég var talsvert
spennt að sjá það. Ég _ hafði
aldrei komið þarna áður. Ég gat
skoðað húsið, án þess að vera
að kvela mig til að reyna að
muna það aftur.
Ég kom út úr herberginu og
fram á stigagatið, en út frá því
lágu önnur svefnherbergi. And-
spænis snúna stiganum var hár
bogagluggL Ég stanzaði andar-
tak, óstyrk á fótunum og horfði
út um haran. Hann var aftan til
á húsinu. Fyrir neðan var stein-
lagður húsagarður með gömlum
múrsteinsvegg í kring, en hand-
an við hann sá ég reglulegar
raðir af matjurtaplöintum, en
handan matjurtagarðsins voru
útihúsin og yfir þau gnæfði
klukknaturn. Þarna voru sjálf-
sagt hesthúsin, hugsaði ég.
Ég gekk niður breiða stigann
og hjiúkrunarkonan á eftir mér,
berandi bækurnar mínar og
kodda. Stiginn sjálfur var mjög
fallegur og lá í bugðum niður í
forsalinn. Þessi forsalur, sem
stúlkan kallaði garðsalinn, var
með hellugólfi úr hvítum og
svörtum marmara og með mál-
uðu lofti. Þarna var fallegt eld-
stæði og við hliðina á því hæg-
indastólar. Margar myndir voru
og þarna og kringlótt 'borð í miðj
unni, alþakið dagblöðum og
tímaritum. Til beggja hliða við
dyrnar voru háir gluggar, sem
vissu út að brautinni.
Mig langaði mest til að skoða
eitthvað meira en garðsalinn og
opna dyrnar, sem lágu út frá
honum, en þá ánægju varð ég að
geyma mér þar til síðar. Stúlk-
an fór með mig út um aðaldyrn-
ar og út í forstofuna og þaðan
aftur yfir brautina til vinstri
og niður gamlar tröppur niður
í lægð í garðinum, þar sem loft-
ið var þrungið blómailmi og
suði býflugna. Þar hafði hún
komið fyrir garðstól og litlu
borði handa mér.
Seinna átti ég eftir að komast
að því, að garðurinn þarna —
sem var frægur í nágreínninu —
væri í rauninni heil röð af
smærri görðum, sem voru tengd
ir saman með stígum og götum
þar sem voru allskonar runnar
og rósir. En þetta sá ég ekki
með eigin augum fyrr en löngu
seinna, þegar ég gekk um þá
alla, en þá bar alltaf eitthvað
nýtt og óvænt fyrir augu. Auð-
vitað voru þessir garðar gamlir
og höfðu verið ræktaðir af mörg
um kynslóðum Gerardættarinn-
ar, en ég heyrði einnig, að móð-
ir Steve hefði verið sérlega
áhugasöm um garðyrkju og
hefði fundið upp ýmsar breyt-
ingar, sem þarna höfðu verið
gerðar.
En í dag sat ég bara í rósa-
garðinum og sleikti sólskinið.
Þegar nokkur stund var liðin
fór ég að ganga um það svæð-
ið, sem næst var. Meðan ég var
að horfa á rósarunna, sem mér
fannst sérstaklega fallegur, varð
mér litið upp og þá þá beint f
augu Steve Gerards. Hann stóð
þarna rétt hjá tröppunum, í reið
fötum en gyllti Labrador hund-
urinn hoppaði kring um hann.
Og Steve var með bréf í hend-
inni.
Hann gekk niður tröppurnar
og hundurinn á eftir honum. —
Ég hef fengið bréf frá Frakk-
landi, sagði hann, — frá Yves
Renier skipstjóra. Augnaráðið
var spyrjandi, en þetta nafn,
sem hann nefndi hafði enga
þýðingu fyrir mig. Þegar ég
svaraði engu, leit hann aftur á
bréfið, sem hann hélt á. — Hann
segist vera ráðsmaður Toms, og
einnig skipstjóri á skemmti-
skipinu hans.
— Skemmtiskipi? spurði ég.
Litli hvolpurinn kom og flaðr-
aði vmgjarnlega upp um mig
alla. Ég rétti úr höndina til að
strjúka honum. Hundurinn dill-
aði rófunni, hálflokaði augunum
og virtist kunna vel þessum
blíðulátum mínum.
Herbergi óskast
Herbergi óskast til leigu í ágúst fyrir roskin þýzk
hjón. Helst í nágrenni Safamýri.
Vinsamlegast hringið í síma 37702 eftir kl. 8 í
kvöld og næstu kvöld.
Frá
Samvinnuskólanum
Bifröst:
Inntökupróf í Samvinnuskólann Bifröst verður fellt
niður þetta ár. Eftirtalin próf verða tekin gild til
inntöku, eftir því sem húsrými skólans leyfir:
Landspróf, gagnfræðapróf og próf í landsprófsgrein-
um frá Bréfaskóla SÍS og ASÍ.
Umsóknir ásamt prófvottorðum sendist Bifröst —
fræðsludeild, Sambandshúsinu, Reykjavík eða skóla-
stjóra Samvinnuskólans, Bifröst, Borgarfirði.
Umsóknir skulu hafa borizt fyrir 1. júlí n.k. Þeir,
sem áður hafa sótt um að þreyta inntökupróf næsta
haust, þurfa að endurnýja umsóknir og senda til-
skilin prófvottorð.
Samvinnuskólinn Bifrest.
VATNSUTAMYNDASÝNING
Opna kl. 6 í dag vatnslitamyndasýningu í Kjallaranum Hafnar-
stræti 1 (Inngangur frá Vesturgötu).
Á sýningunni eru margar myndir frá Reykjavík og nágrenni.
Verið velkomin. Elín K. Thorarensen.