Morgunblaðið - 14.05.1966, Page 15
ILaWgardagur 14. maí 1966
MORGUNBLAÐID
15
Frá Churchill-
mótinu í skák
NÝLEGA var tekin upp í
Bretlandi sú nýbreytni, að halda
skákmót til minningar um
Winston Churchill og skulu slík
mót fara fram árlega í borginni
Bognor Regis við Ermarsund.
Bognor Regis er þekktur bað-
staður, sem telur um þrjátíu
þúsund íbúa. Er veðrátta þarna
með því bezta, sem gerist á
B petlandseyjum og lifir mikill
hluti íbúanna ýmist á eftirlaun-
um eða á gestum á einn eða
annan hátt.
Mikið er þarna um skemmti-
tæki af ýmsu tagi, og skákmót
Ihafa verið haldin þar árlega að
undanfömu, svonefnd Bognor
Regis mót. En það var fyrst í
ár að boðið var mörgum er-
lendum meisturum til mótsins,
styrkleiki aukinn að mun, og
keppnin í efsta flokki kennd
við hinn látna leiðtoga.
AIls voru keppendur í Bognor
Regis 462 að tölu, en í efsta
flokki — sjálfu Churchillmót-
inu — 78. Svo fjölmenn þátttaka
í einum flokki á sikákmóti er
ejaldgæf og gerir baráttuna um
efstu sætin mun harðari en á
venjulegum mótum. Voru þarna
samankomnir keppendur frá
þrettán þjóðum, þar af um se«-
tíu af beztu skákmönnum
Breta, nokkrir sterkir skák-
meistarar frá Austur-Evrópu og
fleiri.
Einn Islendingur tók þátt í
mótinu. Var það Freysteinn >or-
bergsson skákmeistari Norður-
landa. Aðrir frá Norðurlöndun-
inn voru Gulbrandssen núver-
andi skákmeistari Noregs,
Krantz, sem varð fjórði á síð-
asta skákþingi Svíþjóðar og
Daninn Seelen.
Tefldar voru ellefu umferðir
eftir monradkerfi. Sérstaka at-
fhygli vakti hin góða frammi-
staða Gulbrandssen, sem barðist
um efsta sætið allt til síðustu
umferðar, er hann hlaut sitt
eiha tap gegn alþjóðlega meist-
aranum Ciocaltea frá Rúmeníu,
svo og allgóð frammistaða
margra ungra Englendinga, en
mikil grózka virðist nú í skák-
lífi Breta, sem kemur þó frem-
ur fram í aukinni breidd held-
ur en hækkuðum toppi. Tuttugu
efstu menn í mótinu urðu eft-
irfarandi:
1. Karaklaic 9 vinningar. 2.
Matanovic 8,5 v. 3.—6. Guld-
brandssen, Bouwmeester, Bas-
man og Ciocaeltea 8 vinningar.
7.—14. Littlewood, Lee, Frey-
eteinn, Hindle, Divinsiky, Hart
Whitley og May 7 vinningar.
15.—20. Wade, Lloyd, Walker,
Sugden, Nicholas og Golombek
6,5 vinningur.
Freysteinn >orbergsson vann
eex skákir, tapaði þremur og
gerði tvö jafntefli. >ótt Frey-
eteinn hafi stundum sýnt meira
öryggi en í þessu móti, nær þó
eðeins einn Bretanna hærri
vinningatölu en hann. Telur
Freysteinn að hin tiðu alþjóða-
mót í Bretlandi, Hastingsmótin
og mótin í Bognor Regis, séu
mikil lyftistöng fyrir brezkt
skáklíf.
(Frá Skáksambandi íslands)
London, 7. maí. — NTB
GRÍÐARSTÓR flotkví brotn-
aði í gær og sökk á Atlants-
hafi ,uin 400 sjómílur frá Bret
landsströnd. Birtar hafa verið
aðvaranir til skipa á þessu
svæði, þar eð brak úr kvínni
kann að vera á reki á hafinu.
Flotkvíin, sem var í drætti,
er óhappið varð, var smiðuð
í Falmouth í Bretlandi. Óveð
ur skall á, meöan flutningur-
inn stóð yfir, en engan mun
hafa sakað við óihappið.
Iðnaðarhúsnæði til sölu
1 þús. ferm. af nýbyggðu iðnaðarhúsnæði á jarð-
hæð til sölu. Ef viðunandi tilboð fæst. Tilboð sendist
afgr. biaðsins merkt: „9084“.
Iðnaðarhúsnæði til leigu
©00 ferm. af nýbyggðu iðnaðar- og skrifstofuhús-
næði á jarðhæð til leigu nú þegar. Tilboð leggist
inn á afgr. blaðsins merkt „9630“.
Bnðherbergisskápor
komnir aftur.
Fallegir og
Laugavegi 15
Sími 1-33-33
1-96-35
nýtízkulegir.
Verð frá kr: 705,00.
Drýgsli uppþvottalögurinn
beztu kaupin.
Kvensokkar
30 DENIER
fallegir
vandaðir.
endast ótrúlega
ÍSABELLA
30 DEN.
KLÆÐNING HF
auglýsir:
Opnum í dag verzlun vora að Laugavegi 164.
Höfum á boðstólum úrval allskonar gólfefna, svo
sem flísar, dúka og teppi ásamt límum og öðru þar
að lútandi.
Einnig málningarvörur í miklu úrvali.
Komið og kynnist af eigin raun.
Klæðning h.f. — Sími 21444.
HÖFUM AÐEINS ÞAÐ BEZTA.
STENTOFON
innanhússkallkerfi
STENTOFON transistor innanhúskallkerfið auðveldar
samstarf á vinnustöðum og skrifstofum, sparar tíma,
peninga og fyrirhöfn, þar sem STENTOFON er tæki,
þar sem einn getur talað við alla og allir við einn.
STENTOFON-kalltækið er ódýrt.
STENTOFON-kalltækið er fallegt.
STENTOFON-kalltækið cr endingargott.
Allar nánarl upplýsingar hjá umboðinu.
Georg Amundason & Co
Frakkastíg 9. — Sími 15485.