Morgunblaðið - 14.05.1966, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 14.05.1966, Blaðsíða 8
B MORGU NBLAÐIÐ Laugardagur 14. maí 1966 Fréttir frá Stykkisholmi Stykkishólmi, 7. maí. TÓNLISTARSKÓLANUM í Stykkishólmi var slitið laugar- daginn 30. apríl og hafði hann þá staðið frá 1. okt. s.l. en þá hófst kennsla. Margir voru viðstaddir skóla- uppsögn sem jafnframt voru nemendatónleikar. Þar komu íram margir af nemendum skól- ans og léku ýms viðfangsefní á píanó og létu viðstaddir óspart í ljós ánægju yfir hversu góður árangur hefir názt í vetur. Þá léku unglingar á lúðra en um 17 nemendur hafa verið í skólan- um í blásturshljóðfæraleik og var gaman að hiusta á nemend- ur sem léku bæði ættjarðarlög og marsa af miklum áhuga og höfðu góð tök á hljóðfærunum. Við skólaslit ræddi skólastjór- inn Víkingur um árangur nem- enda og kennsluna í vetur. Sagði hann að í haust hefðu innritast í skólann 36 nemendur og þar af 19 sem lærðu á píanó. Hann kvað áhuga hafa verið ágætan og ástundun góða. Hann benti á að til þess að ná leikni þyrfti mikla æfingu og undir ástundun og æfingum væri árangur kom- inn. Þá þakkaði skólastjóri stuðn- ing Stykkishólmsbúa og annarra aðila við skólann sem hefir verið með ágætum. Á sumardaginn fyrsta lék Lúðrasveit drengja í Stykkis- hólmi í fyrsta sinni úti við barna skólann og var henni mjög vel fagnað af áheyrendum sem voru fjölmargir. Þá var skrúðganga frá skólan- um til kirkju en þar prédikaði séra Hjalti Guðmundsson, en skátar voru í fararbroddi fylk- ingarinnar og settu svip sinn á daginn. — Fréttaritari. Aukin bílasala Detroit 12. maí — NTB. FORD Motor Co., eitt hinna þriggja stóru bílaframleiðslu- fyrirtækja Bandaríkjanna, til- kynnti í dag að sala nýrra bíla fyrstu tíu daga maímánaðar hefði verið meiri en nokkru sinni áður á tíu dögum. í s.I. mánuði varð samdráttur í bíla- sölu allra hinna stóru bílafram- leiðenda- Tilkynningin xun hinar auknu sölur Ford kunna að verða til þess ,að ný uppgangs- alda verði í kauphöllinni í New York, en ástandið þar hefur und- anfarið verið óstöðugt X DX D Ltankjörstaðakosning Þeir sem ekki verða heima á kjördegi geta kosið hjá sýslumönnum, bæjarfógetum og hreppstjórum og í Reykjavík hjá borgarfógeta. Erlendis er hægt að kjósa hjá islenzkum sendiráðum og ræðis- mönnum sem tala íslenzku. Kosningaskrifstofa borgarfógeta í Reykjavík er í Búnaðar- féiagshúsinu við Lækjargötu. — Skrifstofan er opin sem hér segir: Alla virka daga kl. 10—12, 2—6, 8—10 og sunnudaga 2—6. Kosningaskrifstofa Sjálfstæðisflokksins, Hafnarstræti 19, 3. hæð, veitir allar upplýsingar og aðstoð í sambandi við utam kjörstaðaatkvæðagreiðsluna. Skrifstofan er opin daglega frá kl. 10—10. Símar: 22637 og 22708. Upplýsingar um kjörskrá eru veittar í síma 22756. Kosningaskrifstofur Sjálfstæðisflokksins SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN hefur kosningaskrifstofur utan Reykjavíkur á eftirtöldum stöðum: AKRANESI Vesturgötu 47, sími: 2240 opin kl. 10—12 og 14—22. ÍSAFIRÐI S jálfstæðishúsinu II. hæð, sími 537 og 232 opin kl. 10—19. SAUÐÁRKRÓKI Aðalgötu 5, sími 23 — opin kl. 10—18. SIGLUFIRÐI Sjálfstæðishúsinu, sími 71154 opin kl. 13—19. AKUREYRI Hafnarstræti 101, sími 11578 opin ki. 10—12, 14—18 og 20—22. VESTMANNAEYJUM Samkomuhúsinu, Vestmannabraut 19, sími 2233 opin kl. 10—12, 14—19 og 20—22. SELFOSSI Hafnartúni, sími 291 opin kl. 9—17 og 19,30—21. KEFLAVÍK Sjálfstæðishúsinu, sími 2021 opin ki. 10—19. HAFNARFIRÐI * Sjálfstæðishúsinu, sími 50228 opin kl. 9—22. GARÐAHREPPI Lyngási 8, sími: 51690 — 52340 — 52341 opin kl. 15—18 og 20—22, laugardaga og sunnudaga kl. 14—18. KÓPAVOGI Sjálfstæðishúsinu, sími: 40708 opin kl. 9—22. SELTJARNARNESI Melabraut 56, sími 24378 opin kl. 18—22. liTAN AF LANDI LTAN AF LANDI LTAN AF LANDI EYRARBAKKA: — Undan- farin þrjú ár hefur verið unn- ið að allmiklum hafnarbótum hér á Eyrarbakka. Fyrsta árið var bryggjan stækkuð að mun, en síðan árið 1964, var unnið að undirbúningi hafnargerð- ar. Var þá m.a. byggð brú, rúmlega hundrað metra löng, í sambandi við byggingu hafn argarðsins. Steyptir voru það ár fyrstu 15 metrarnir af hafn argarðinum, sem fullgerður verðúr rúmir 300 metrar. Síðastliðið sumar var unnið að byggingu hafnargarðsins og voru steyptir um eitt hundrað metrar. Hafnarbætur þýöingarmestar Garðurinn er hið mesta mannvirki, fimm metrar á hæð og breidd hans að ofan er nægileg til þess að bíll get- ur farið eftir honum. Garður- inn er úr steinsteypu og þarf til hans mikið efni. Með tilkomu hafnargarðs- ins mun öll aðstaða til út- gerðar stórbatna, enda mun fást hér rúmgóð höfn fyrir minnst 20 báta. Svo hagar til hér, að lón liggur meðfram ströndinni en utan við það er margfaldur skerjagarður, svo ekki reynir ýkja mikið á styrk leika garðsins, þar eð báran er margfallin þegar hún nær til hans. Binda menn hér mikl ar vonir við framkvæmdir þessar og óhætt er að fullyrða, að tilkoma þeirra hafi gjör- breytt viðhorfi fólks til fram- tíðarinnar í þorpinu. Fram- kvæmdir hins opinbera hafa verið sáralitlar á Eyrarbakka, þar til hafnarbyggingin hófst og þorpið af þeim sökum dreg ist aftur úr í ýmsu, enda hef- ur fólki hér farið fækkandi fram að þessu. Nú virðist hins vegar allt vera að snúast til hins betri vegar í þeim efn- um. Fleiri hús eru nú hér í smíðum en nokkru sinni áð- ur, og var til dæmis hafin bygging 8 íbúðarhúsa sl. sum- ar. Þykir það lofa góðu um að unga fólkið hafi nú öðlazt 1 trú á staðnum. Allmiklar lagfæringar hafa farið fram hjá Hraðfrysti- stöð Eyrarbakka í haust og vetur, til hagræðingar og ' betri nýtingar vinnuaflsins. Fyrir nokkru tók hér til starfa ný fiskverkunarstöð í eigu Fiskivers sf. og er þar mjög góð aðstaða til saltfisk- verkunar. 1 Héðan róa nú fimm vélbát- ! ar frá 40 til 65 lestir. Ekki er j til hér nægur mannafli á alla bátana og hafa því verið ráðn ' ir allmargir aðkomumenn, m. a. 18 Færeyingar. Þó flestir 1-afi lífsviðurværi l sitt af sjófangi, þá er hér | einnig vísir að iðnaði. Plast- , iðjan hf. mun vera eitt elzta og stærsta fyrirtæki landsins • á því sviði og hafa þar at- ' vinnu um 15 menn árið urp 1 kring. Vélsmiðja Guðjóns Öfjörðs , er vaxandi fyrirtæki, sem annast jöfnum höndum véla- ! viðgerðir og nýsmíðar. Einnig er hér bifreiðaverkstæðið Dvergasteinn. j Hér bíða mörg verkefni brýnnar úrlausnar, en mesta áhugamál okkar utan hafnar- gerðarinnar, er að fá viðun- andi lausn á vatnsmálunum. 1 Hér hefur verið borað eftir vatni, en ekki hefur fengizt nothæft vatn úr þeim tilraun- um. Á fyrra ári var boruð hér 70 metra djúp hola, en vatn úr henni er mjög leirborið og ! óhæft til neyzlu. Reyndar eru ekki allir trúaðir á að það verk hafi tekizt sem skyldi, enda unnið á versta tíma. Telja margir sennilegt að fóðr un holunnar hafi mistekizt og j því komizt vatn úr efri jarð- lögum niður í holuna og mengi vatnið. Hvað sem því líður, þá er okkur lífsnauðsyn á að fá lausn á þessu máli, því ekki verður lengur unað við þau vatnsból sem hingað til hafa verið notuð. — Ó. M. LTAN AF LANDI LTAN AF LANDI LTAN AF LANDI Kuldaiecft vorútlit í FljótdaSshéraÖi f Hrafnkelsdalirm úr flugvélinnl á laugardaginn er ég kom, og var hann þá auður upp undir hlíðarhrúnina. Einnig er autt í Fljótsdal. Efri Jökuldalur hefur í vetuir sem oft Fljótsdalshéraði, 9. maí. ÉR er hörkukuldi um þessar undir. Éljaveður hefur verið ikkra síðustu daga, þó lítið ijóað en grátt yfir að Ijta. I dag þó bjartviðri, sólfar, en norð- i næðingur og talsverð frost, fnvel um hádaginn. Þetta er kuldalegasta útlit er ég man á þessum tíma vors, er meira en vika er liðin af maí. Að vísu hafa oft komið viðlíka kuldaköst í byrjum maí, en þá ekki verið fyrir svo mikill gadd- ur, sem nú er. Stórhjarnfannir um lægðir, t.d. að sjá hér austur yfir Eiðaþingána, en autt er nú orðið til dalanma, t.d. sá ég vel áður samrnað búskapargildi sitt, því að þar hefur vetur ekki verið erfiður, alltaf hagar, og snjór ekki mikill. En nú gerum við áheit á þann guð sem sólina hefur skapað, því nú er nauðsyn að tn'W oíi uora. — J. P.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.