Morgunblaðið - 14.05.1966, Blaðsíða 31
Laugardagur 14. maf 1966
MORGUNBLADIÐ
31
,Hér er vináttan svo hjartnæm'
Viðtal við Gretti Eggertsson
Hér á landi er staddur nú
Grettir Eggertsson hinn kunni
Vestur-íslendingur. Hann er
hér vegna aðalfundar Eim-
skipafélags íslands og mun
dvelja hér eitthvað fram í
næstu viku. Við hittum hann
í hótelherbergi hans að Hótel
Sögu og ræddum við hann
lítillega.
— Eru ekki allir stofnend-
ur Eimskipafélagsins vestra
látnir?
— Jú, flestir þeirra er
keyptu upphaflega hlutabréf-
in eru einnig horfnir af sjón-
arsviðinu. Annar ættliður
þessa fólks og svo sá næsti
fékk þessi bréf í arf frá
feðrum sínum, en .mörg bréf-
anna hafa glatazt með öllu.
Aðeins fáeinir keyptu bréf,
sem námu verulega háum
upphæðum.
— >ú hefur svo unnið að
því að safna þessum bréfum?
— Já. Eftir að ég tók sæti
í stjórn félagsins sem annar
af fulltrúum Vestur-íslend-
inga tók að hugleiða, hvað
yrði um mín bréf í framtíð-
inni. Mér kom aldrei til hug-
ar að selja þau, svo að þau
kæmust ef til vill í hendur
manna, sem gætu bakað fé-
laginu óþægindi eða tjón,
Ákvað ég eftir nokkra um-
hugsun, að hjálpa til við að
stofnsetja Háskólasjóð Eim-
skipafélags Islands. Sjóður-
inn var stofnaður til minn-
ingar um alla þá V-íslend-
inga, sem stuðluðu að stofn-
un Eimskips. Tilgangur sjóðs
Grettir Eggertsson
ins er að styrkja efnilega
stúdenta, samkvæmt ákvörð-
un Háskólans. Stofnféð nam
342 þúsundum króna í hluta-
bréfum Eimskipafélagsins auk
35 þúsund króna peninga-
gjafar. Var þetta gjöf frá
mér og fjölskyldu minni. Síð-
ar, er sjóðurinn var orðinn að
veruleika tók ég mér fyrir
hendur að skrifa öllum skráð
um hluthöfum vestra og vekja
áhuga þeirra á sjóðnum.
Hvatti ég þá til þess að ljá
þessu máli lið, og leggja fram
hluti sína. Árangur þessa hef
ur ekki verið sá, er ég von-
aði, því að ég hafði búizt við,
að sjóðurinn yrði um ein
miljón króna á þessu ári.
Hins vegar hafa um ein millj
ón króna safnast í peningum,
en þar eru þá meðtaldar
beinar peningagjafir.
— Hvað heldur þú að hafi
ráðið því, að söfnunin gekk
ekki sem skyldi?
— Mörg bréfanna eru al-
gjörlega glötuð. Aðrir vilja
ekki sjá af þeim vegna þess,
að þetta er ef til vill hið
eina, sem eftir er til minn-
ingar um ísland.
Fjölmargt fólk, sem á ættir
sínar að rekja til hinna ís-
lenzku frumbyggja í annan
og jafnvel þriðja lið, ber
mjög hlýjan hug til Eim-
skipafélagsins og íslenzkra
þjóðþrifamála ýfirleitt. Þetta
fólk skilur og metur þá arf-
leifð, sem það hefur fengið
frá feðrum sínum, sem hér
voru fæddir eða rekja hingað
ætlir sínar.
— Viltu taka eitthvað
fram að lokum?
— Mér þykir alltaf gaman
að koma til íslands. Hér á
ég marga vini, sem gaman er
að heimsækja. Vinátta hér
meðal íslendinga er miklu
hjartnæmari en vestra. I>ar á
maður að sjálfsögðu sína
kunningja, en vináttan er ein
hvern veginn aldrei eins hlý,
sagði Grettir að lokum.
Verkfall boðað á brezka
kaupskipaflotanum
Wilson skerst í leikinn en fær ekki að gert
London, 13. maí, — NTB —
SÍÐDEGIS í dag var ákvörðun
tekin um boðað verkfall á
brezka kaupskipaflotanum og
kemur verkfallið til fram-
kvæmda að kvöldi sunnudags
n.k. ef ekki berst fyrir þann
tíma viðunandi samningstilboð.
Verkfaliið tekur til 62.500 sjó-
manna á um 2.500 skipum. Har-
old Wilson forsætisráðherra,
— /jb róttir
Framhald af bls. 30
verið að gróðursetja tré en árang
ur lítill vegna ágangs sauðfjár
og væri slíkt óþolandi. Hann
kvað það von G.R.-manna að
þarna í Grafarholti yrði fallegur
lundur sem Reykvíkingar myndu
njóta, ganga þar um, þeir sem
ekki léku golf.
Félagsstarfið.
Aðspurður um öflun þess
mikla fjármagns sem G.R. hyggst
verja til framkvæmda. ÞeLr
sögðu að um 400 félagsmenn
ígreiddu 2500 kr. hver. Auk þess.
kæmu tekjur af firmakeppni,
styrkir, framlög félagsheimila-
sjóðs auk þess sem klú'bburinn
tekur lán.
Vilhjálmur Árnason blaðafull-
trúi lagði áherzlu á að G.R.-
menn vildu auka félagatöluna úr
400 í 500 og það sem fyrst vegna
fjárskorts. 1 fyrra gengu 140
manns í klúbtoinn.
Golfíþróttinni eykst nú mjög
fy.lgi. 150 eru í Keflavíkurklúbbn
um, nýstofnaður er klúbbur á
Akranesi og í Neskaupstað, auk
Nessklúbbsms og fjölgunar hjá
G.H.
Vollur G.R. er nú augiýstur hjá
Flugfélögunum og ferðaskrifstof
um erlendis, Greiða :þá útlending
ar visst daggjald. eins og utan*
félagsmenn, sem er 100 kr. virka
daga en 150 kr. um helgar.
reyndi að fá sjómannasamtökin
til þess að hverfa frá fyrirhug-
uðu verkfalli og koma á bráða-
birgðasáttum en tókst ekki.
Verkfallið er til þess gert að
leggja áherzlu á kröfur sjó-
manna um hærri laun og styttri
vinnutima og hafa brezkir sjó-
menn í kaupskipaflotanum ekki
gert svo víðtækt verkfall sl.
fimmtíu og fimm ár. Krefjast
sjómennirnir 40 tíma vinnuviku
í stað 56, eins og nú er, en það
telja vinnuveitendur jafngilda
17% launahækkun.
Wilson forsætisráðherra boð-
aði á sinn fund í Downing
Street 10 forustumenn sjómanna
samtakanna, 48 talsins, að reyna
að koma á bráðabirgðasam-
komulagi meðan unnið væri að
endanlegum samningum. Lagði
forsætisráðherrann áherzlu á
efnahagslegar afleiðingar verk-
fallsins, sem hann sagði að gætu
orðið hinar alvarlegustu, en
sjómenn héldu fast við sitt og
varð forsætisráðherranum ekki
ágengt.
Brezka stjórnin hefur látið
gera áætlanir um hversu skuli
fara um aðflutning nauðsynja-
vöru er allur venjulegur inn- og
útflutningur stöðvast og fyrir-
sjáanlegt er að standi verkfall-
ið nokkurn tíma verði brátt
skorur á matvöru og eldsneyti,
farþegaflutningar yfir Atlants-
haf dragist saman og 'einnig
fækki ferðum manna yfir Erma
sund. Um 65% allrar útflutnings
vöru frá Bretlandi er flutt með
brezkum skipum og sama er að
segja um helming þess sem flutt
er inn i landið.
'AHMM
Vorsýning Myndlista"
©g handiðaskólans
MYNDLISTA- og handíðaskól-
anum er sagt upp í dag og kl. 4
verður opnuð vorsýning skólans
í húsakynnum hans í Skipholti 1.
Alls hafa um 600 nemendur sótt
tíma í skólanum í vetur ,ef alit
er meðtalið en í dagskóla verið
um 60 nemendur. Nemendur og
kennarar voru í gær að undir-
'búa sýninguna ,hengja upp mynd
ir og koríia fyrir listaverkum.
Sýningin verður opin til miðviku
dags daglega kl. 14—22 e.h.
Sameiginlegt heiti sýningarinn
ar er, að sögn skólastjóra: EFNI-
TÆKNI-FORM. Og er sýning-
unni skipt í þrennt. þannig, að
hún eigi að sýna hlutlæga og
huglæga afstöðu nemandans, svo
og afstöðu hans til listhefðar og
sögu. Eru verk nemenda í öllum
stofum skólans, þar sýnd m.a.
modelteiknun, hlutateiknun, —
myndmótun á hauskúpum og
beinum, tilraunir með listræna
tækni samstillingar, klippingar,
steind gler, veggskreytingar, —
þrykk o.fl. Þar er og til sýnis
starf teiknikennaradeildar, vefn-
aðardeildar og kort og fleira frá
lista -og bókmenntasögunámi.
Vetrarvertíð
lokið 15
Hornafirði
Höfn, 13. maí.
VETRARVERTÍÐ er lokið á
Hornafirði. í maí voru gæftir
slæmar og afli lítill. Aðeins voru
farnar 33 sjóferðir og var afli
359 lestir frá áramótum. Er afli
á land kominn í Hornaf. 5.216,3
lestir í 359 sjóferðum. í fyrra
var heildarafli 5.353,8 lestir í 429
sjóferðum. Þá voru gerðir ein-
um til tveimur bátum fleiri út.
Afli bátanna er sem hér segir:
Gissur hvíti 1066,4 lestir í 62
sjóferðum, Ólafur Tryggvason
908 lestir í 52 sjóferðum, Hvann
ey 849,9 lestir í 60 sjóferðum,
Akurey 752,3 lestir í 53 sjóferð-
um, Sigurfari 706 lestir í 59 sjó-
ferðum, Jón Eiríksson 371,1 lest
í 13 sjóferðum. Tveir heimatog-
bátar hafa lagt hér á land 287,7
lestir í 30 sjóferðum auk þess
lögðu þeir upp í Vestmannaeyj-
um. Aðkomubátarnir hafa lagt
upp 274,8 lestir. Handfærafiskur
hefur nær enginn verið. Bátar
eru nú þegar farnir að búa sig
undir síldveiðar og humarveiðar.
— Gunnar.
Framhald af bls. 1
mark, svo vélin sprakk í loft
upp og féll til jarðar.
Fregnir frá Peking herma aft-
ur á móti að bandarískar þotur
hafi í gær skotið niður kínverska
vél yfir suðvestur-Kína með eld-
flaugum. Segja Kínverjar vélina
hafa verið skotna niður yfir
Yunnan-héraði, 16 km. norðan
landamæra Kína að N-Vietnam.
Haft er eftir áreiðanlegum
heimildum í Washington, að þar
þyki mönnum sem Kínverjar
gæti allrar varkárni í yfirlýsing-
um sínum vegna meintrar árás-
ar bandarískra flugvéla á kín-
verskar vélar í kínverskri loft-
helgi. Enda þótt fast sé að kveð-
ið í fréttum frá Peking, bæði í
yfirlýsingum talsmanna hins opin
bera og í ,,Dagblaði þjóðarinnar"
er þar hvérgi hótað hefndum eða
útbreiðslu styrjaldarinnar í Viet-
nam af hálfu kommúnistá og er
haft til marks um að Kínverjar
vilji forðast að egna Bandaríkin
um of þótt þeir skirrist ekki við
stóryrðin.
Engin opinber yfirlýsing hefur
verið gefin út af hálfu Banda-
ríkjastjórnar varðandi mál þetta.
í ritstjórnargrein í blaði kín-
verska hersins í dag segir: „Við
lýsum yfir því hátíðlega gagn-
vart hinum bandarísku árásar-
mönnum, að við munum gjalda
tvöfalt allt það sem á okkar hlut
verður gert. Eftir árásina á kínv.
vélina í gær eru hræsnisfull orð
Johnsons forseta um frið í Viet-
nam eins og sprungnar sápukúl-
ur“. Blaðið klykkir út með því
að segja að sovézkir endurskoð-
unarsinnar hafi einnig lýst fylgi
sínu við falsfriðartal þetta.
Sovézka fréttastofan Tass birti
í dag frétt Kínverja aí atburð-
inum, undir fyrirsögninni: Hrein
ögrun. Fréttastofan gerði ekki
frekari athugasemdir við frétt
Kínverjanna og kom fréttinni
ekki á framfæri fyrr en meira
en tíu tímum eftir að Peking til-
kynnti um atburðinn.
ÍBÚÐABYGGINGAR. — Á
þessu kjörtímabili hafa verið
miklar byggingar íbúðarhúsa í
Hafnarfirði. Hefur þar orðið
mikil breyting frá kjörtímabil-
inu næst á undan, þegar Arni
Gunnlaugsson ásamt kommúnist
um réðu mestu um stefnuna L
bæjarmálum Hafnarfjarðar. Þá
seig allt á ógæfuhlið. Stöðugt
færri og færri áttu þess kost að
koma sér upp íbúð. Unga fólkið
fékk ekki lóðir. Eftirfarandi
tafla sýnir bezt afrek Árna
Gunnlaugssonar og kommúnista
í þessum efnum, en á árununt
1958-1961 var lóðaúthlutunia
þannig:
1958 lóðir undir 89 íbúðir
1959 lóðir undir 85 íbúðir
1960 lóðir undir 31 ibúðir
1961 lóðir undir 13 íbúðir
Alltaf á niðurleið og Ámi og
kommúnistar höfðu ekkert gert
til að undirbúa átak í úthlutun
byggingarlóða, en slikur undir-
búningur er timafrekur. Fyrstu
ár þessa kjörtímabils hlutu því
að fara í slíkan undirbúning og
því ekki hægt að úthluta nema
fáum lóðum.
BREYTT STEFNA. Algerlega
hefur verið breytt um stefnu í
þessum efnum. Fer hér á eftir
tafla yfir lóðaúthlutun árin 1962-
1965.
1962 lóðir undir 10 íbúðir
1963 lóðir undir 76 íbúðir
1964 lóðir undir 151 ibúðir
1965 lðir undir 214 íbúðir
Á kjörtimabili Áma Gunn-
Iaugssonar og kommúnista var
alls úthlutað lóðum undir 218
ibúðir og komið niður í 13 ibúð-
ir á ári. Á kjörtímabili núver-
andi meirihluta hefur verið út-
hlutað lóðum undir 451 íbúð og
komið upp í 214 á ári. í lok
kjörtímabils Arna var ekkert
nýtt svæði til skipulagt undir
íbúðir en í lok þessa kjörtima-
bils er að verða fullskipulagt
íbúðarhverfi fyrir 1800-2000
manns.
Unga fólkið veit hvert stefnir
í húsnæðismálunum, ef á ný
mundi gæta áhrifa Áma Gunn-
laugssonar og kommúnista í
bæjarstjórn Hafnarfjarðar. All-
ir eitt gegn slíkri óstjórn. Allir
eitt fyrir unga fólkið og fram-
tíðina.
BÆR UPPBYGGINGA OG
FRAMFARA. Á þessu kjörtíma-
bili hefur Hafnarfjarðarbær ver
ið bær uppbygginga og fram-
fara. Það er vilji fólksins að
slík uppbygging haldi áfram, en
til þess að það megi verða þarf
að koma í veg fyrir glundroða-
stjórn margra flokka þar sem
hver togar í sinn hagsmuna-
skækil. Kommúnistar hafa þeg-
ar tekið afstöðu gegn öllu sam-
starfi við Sjálfstæðisflokkinn og
vitað er að þeir ásamt Árna
Gunnlaugssyni stefna að vinstri
samfylkingu og glundroða. Sjálf
stæðisflokkurinn hefur einn
möguleika á hreinum meirihluta.
Hafnfirðingar, allir eitt gegn
glundroðaöflunum, allir eitt fyr
ir Hafnarfjörð.
X D
i Bílar á kjördegi
t ÞEIR stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins, sem lána vilja
flokknum bifreiðar sínar á kjördegi 22. maí eru beðnir að
hafa samband við skrifstofu bilanefndar i Valhöll.
Skrifstofan er opin daglega frá kl. 13—19 alla virka
daga. Símar 15411 og 17103.
Stjórn bílanefndar Sjálfstæðisflokksins.