Morgunblaðið - 14.05.1966, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 14.05.1966, Blaðsíða 11
LaugarSagur 14. maí 1966 MORCUNBLAÐIÐ 11 í D A G halda eigendur og starfsmenn Ofnasmiðjunnar það hátíðlegt að 30 ár eru lið- in frá stofnun fyrirtækisins. Fyrir skömmu varð stofnandi fyrirtækisins og forstjóri, Sveinbjörn Jónsson, sjötugur. I»ar sem raunar má segja að á hvorugt verði minnzt án þess hins sé getið þótti vel fara á því að sameiginleg af- mælisgrein væri báðum helg- uð og að ósk Sveinbjörns var valinn dagurinn í dag. Vegna þessa brugðum við okkur í heimsókn til Sveinbjörns í fyrirtæki hans og síðan fylgd umst við með honum yfir Sveinbjörn Jónsson, forstjóri, Guðmundur H. Guðmundsson, Björgvin Sigurðsson og Björn Gefðu mér kranann og það skal aldrei brennivin i gegnum hann framar Rabbað við Svelnbjörn í Ofnasmiðjunni í tilefni sjötugsafmælis hans og þrítugsaf mælis smiðjunnar götuna og heim til hans, en hann á ekki langt að sækja í vinnuna, ef miðað er við staðsetningu gömlu verk- smiðjunnar að Einholti 10. Og við byrjum á eldra af- mælisbarninu og biðjum Svein- björn að segja okkur sögu sína á stuttu máii. — Foreldrar mínir voru Jón í>órðarson og María Sigríður Jónsdóttir. Þau voru bæði svarf- dælskrar ættar og í húsmennsku í Syðra-Holti þegar ég fæddist í þennan heim, segir Sveinbjörn okkur um uppruna sinn. — Fað- ir minn var smiður og hafði hann verkstæði sitt í stássstofu þar á staðnum, sem látið hafði gera Ihreppstjóri einn sunnlenzkur. Þetta vissi ég raunar ekki fyrr en tfyrir fáum árum, að ég eignaðist hurðina frá stássstofunni. Faðir minn byggði sér nýbýli í Skíða- dal. Hét það Hlíð og var byggt úr Hnjúkslandi á beitarhúsunum þar. Fyrir nokkrum árum fann ég þessa hurð í gömlum bæ, er 6tóð bak við nýbýlið, sem faðir minn hafði byggt, en hann mun hafa fengið hurðina keypta eða gefna er hann fluttist að Hlíð írá Syðra-Holti. Árið 1903 keypti faðir minn svo Þóroddsstaði í Ólafsfirði, sem er með stærri jörðum þar, og var þá feiknalega niðurnídd. Bærinn var svo vesall að vart fá orð lýst. Var hann hvergi mann- igengur og man ég að biti var yfir baðstofuna þvera, sem menn þurftu að beygja sig und- ir. Faðir minn sagaði bitann í burt, enda bærinn þá svo siginn «ð ekkert gat komið fyrir hann þótt bitinn væri tekinn. Aðeins voru fjalir yfir rúmum en öll gólf moldargólf. Þinghús sveitar- innar var í skála við hliðina á bæjardyrunum, en þar var ofur- lítill hluti gólfsins úr tré. Ég á virðingargerð fyrir staðnum frá þeim tíma er faðir minn keypti hann. Faðir minn kom upp allgóðu búi á jörð sinni, þótt alltaf stund aði hann smíðar og ennfremur 6jósókn, en henni hafði hann van izt á Dalvík. Hann byggði mótor- bát, einn hinn fyrsta sem var við Eyjafjörð, með Snorra Jóns- 6yni, kaupmanni og útgerðar- manni á Akureyri. Var faðir minn formaður á bátnum og fisk aði allvel, en aflinn var fluttur til Akureyrar, þar sem Snorri verkaði hann og kom honum í verð. Vélin í bátnum var 6 hest- afla Dan og sennilega hefir bát- urinn sjálfur verið 6—8 tonn að burðarmagni, fyrst dekklaus, en síðan var hann dekkaður. Bátur- íinn hét Ólafux bekkur, eftir landnema Ólafsfjarðar, er bjó á Kvíabekk, sem kunnugt er. Þegar hér er komið sögu berst tal okkar Sveinbjörns að hag- leik manna og ýmsum frægum munum og smíðisgripum. Svein- björn hefir sýnt iðnminjasafninu mikla ræktarsemi og áhuga, m.a. gefið því stássstofuhurðina frá fyrsta verkstæði föður síns. — Hagleikurinn hefir verið alveg ótrúlega mikill með íslenzku þjóðinni, segir Sveinbjörn. Sjálf- ur er Sveinbjörn mikill smiður og kunnur byggingameistari, einkum stóð hann fyrir mörgum þekktum byggingum á Norður- landi. Við spyrjum hann því um upphaf smíðaferils hans. — É byrjaði að smíða við hefil bekkinn hjá föður mínum um svipað leyti og ég fór að ganga. Ég lokkaði hann til að lofa mér að smíða í afturtönginni á bekkn um þegar hann var sjálfur að nota hina fremri. Þar lærði ég að fara með sagir og hefla og önnur handverkfæri og smíða hurðir og glugga. En erfiðast þótti mér að saga með honum rekaviðinn. Faðir minn elskaði rekavið og mátti helzt hvergi vita af spýtu, svo hann þyrfti ekki að eignast hana. Einnig elskaði hann grjót og valdi með mikilli kostgæfni í byggingar sínar. — En stundaðir þú ekki bú- skap á heimili föður þíns? spyrj- um við. — Jú, eitthvað lítillega, en bú- maður hefi ég aldrei verið. Ég átti að sitja yfir ánum með öðr- um strák þegar ég var 7 ára, en þegar leið fram á nóttina laum- aðist ég heim og skreið inn um hundagatið á bæjardyrunum og upp í rúm, þvi ég vildi ekki vekja fólkið með því að láta opna fyrir mér bæinn. Þannig hófst og endaði raunar að mestu mín búskaparsaga. Fyrsta húsið, sem ég byggði, reisti ég fyrir Pál heitinn Bergs- son, kaupmann og útgerðarmann í Ólafsfirði. Ég var þá 19 ára. Húsið byggði Páll yfir gamlan mann þar í plássínu og dóttur hans. Var húsið á steyptum kjall ara og gert af góðum viðum, en það var lítið og hefir fyrir skömmu verið rifið. Ég vann svo við nokkrar byggingar í Eyja- firði, var við að steypa Ólafs- fjarðarkirkju, húsið að Syðsta- Bæ í Hrísey og að Hofi í Svarf- aðardal. — Þið eruð fleiri bræður? Sveinbjörn, spyrjum við. — Við erum fjórir, einn varð bóndi eftir föður okkar á Þór- oddsstöðum, en við hinir erum allir smiðir. — Og þú forframaðist á er- lendri grund? — Já, þegar ég var tvítugur sigldi ég utan til Noregs. Vann ég þar við trésmíðar og stein- steypu og gekk í kvöldskóla, fór síðan til Óslóar og gekk í tækni- skóla, en gerðist síðan fulltrúi múrarameistara í Drammen. Byrjaði ég þá að teikna hús og lærði steinsteypufræði í einka- tímum. Ég var alls 3% ár í Nor- egi. Kom ég þá upp aftur og settist að á Akureyri. — Og varst maður einhleypur? — Já, þær vildu mig ekki þær norsku (sem betur fer), bætir Sveinbjörn við og kímir og mér fannst einhvern veginn hann segja það svo, eins og það ætti heima innan sviga. — Þegar heim kom stofnaði ég Steinsteypufélag Akureyrar, sem enn er rekið af sonum Óskars Gíslasonar, en hann var nem- andi minn í múrfræðinni. Þá fann ég upp, ef svo má að orði komast, hinn svonefnda R-stein og vél til að steypa hann í. Fékk ég einkaleyfi á vélinni R-steins- byggingar urðu talsvert algeng- ar á Akureyri. Ég var svo á Ak- ureyri í allmörg ár, bjó raunar á Knarrarbergi austan fjarðarins, þar sem við hjóninkeyptumskika úr Kaupangslandi. Ég byggði svo hús á Akureyri og út um sveitir Eyjafjarðar. Má meðal þeirra nefna Kristneshæli og byggingu Kaupfélags Eyfirðinga. Alls mun ég hafa staðið fyrir byggingu 200 húsa þar nyrðra. Árið 1922 byggði ég bryggju í Ólafsfirði úr steins teypukerum, liklega þeim fyrstu, sem gerð voru hér á landi. Uti í Noregi hafði ég imnið við að byggja skip úr steinsteypu og þaðan fékk ég hugmyndina. Þessir steinnökkvar munu svo allmarg- ir hafa lent í bryggjuhausum hér uppi á íslandi. Þá annaðist ég byggingu vatnsleiðslu, slipps og rafveitu. — En hvað kemur svo til að þú flytur til Reykjavíkur? — Þetta var bölvaður kreist- ingur þarna fyrir norðan eftir að kreppan skall yfir, framkvæmd- ir litlar og kaup lítið. Það þótti nánast ekki viðeigandi að greiða manni fyrir teikningar húsa í þann tíð. En þegar ég lít aftur til þess tíma, er ég var nýkominn hing- að til lands eftir utanförina, undrar mig að menn skyldu þora að trúa mér, svo ungum, fyrir stórvirkjum þeim, sem þá voru reist. En þegar ég hugsa til þess er auðséð að framfarahugur réði og ekki var í mörg hús að venda til byggingarfróðra manna. — Hvenær kvæntist þú, Svein björn? — Það var 1921, eða skömmu eftir að ég kom heim. Konan mín er Guðrún Björnsdóttir frá Veðra móti í Skagafirði. Við byggðum svo að Knarrarbergi 1925. — Þú hefir þá ekki haldið með fullar hendur fjár hingað til Suðurlandsins? — NeL hingað kom ég blá- snauður og ferill minn hóf>t ekki glæsilega, því ég byrjaði á því að verða berkláveikur, þótt aldrei færi ég á hæli. Hér syðra byrjaði ég á því að standa fyrir byggingu Raftækjaverksmiðjunn ar í Hafnarfirði og svo Ofna- smiðjunnar hér í Reykjavík. Ég hafði brugðið mér til Noregs til þess að kanna hvort við gætum ekki byggt raftæki okkar sjálfir. í sömu ferð athugaði ég fyrir Akureyrarkaupstað hvernig þeir mættu hagnýta sér mótekju. Sú athugun reyndist neikvæð fyiir þá. í sömu ferð rakst ég á tæki, sem urðu til þess að við fórum hér að framleiða helluofna. Við stofnuðum svo Ofnasmiðjuna aðallega nokkrir Hafnfirðingar hér í Reykjavík og syðra svo og Jón Loftsson. Hlutaféð var 39 þúsund og hver átti 5 þús. kr. hlut. Sjálfir ætluðu hluthafarnir að vinna við fyrirtækið flestir hverjir. Við hófum svo starfið og allt gekk sómasamlega f fyrstu. Fyrirtækið var stofnað f maí 1936 og framleiðsla hófst I nóvember. Stofnendur fóru nokk að út í veður og vind, við juk- um hlutaféð upp í 50 þúsund og fjölguðum hluthöfum. En eftúr nokkra erfiðleika og hluthafa- stríð jafnaði málið sig. Okkar fjölskylda á nú % hluta fyrir- tækisins. Einkaleyfið á fram- leiðslunni var norskt og ég fékk leyfi til að nota það. Pressan, sem þú sást úti í vélasalnum áð- an, er smíðuð af okkur og hefir verið í gangi allt frá fyrsta áií fyrirtækisins, með nokkrum endurbótum, sem við höfum sjálfir á henni gert. í dag hefir þessi verksmiðja 73 manna starfslið og í fyrra seldum við vörur fyrir þrjátíu og hálfa milljón króna. Við fram leiddum árið 1965 53 þús. ferm. af ofnum og er það stærsti hluti framleiðslunnar, en eins og þú sást er talsvert framleitt af ým- iskonar öðrum tækjum úr ryð- fríu stáli, svo sem vöskum hillu- búnaðL þvottapottum, hurðastáli og ýmsum smáhlutum. Og nú vantar okkur meira fé, stærri byggingar og fleira fólk, því verkefnin eru næg. Við höfum fengið að 24-falda hlutaféð og við skuldum ekki annað en ný- bygginguna við Suðurlands- braut. — Og hvað segir þú svo Svein- björn, sjötugur maðurinn með þrítuPt fyrirtæki í höndunum, Framhald á bls. 23. Gestir skoða hina nýju ofna fyrirtækisins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.