Morgunblaðið - 14.05.1966, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 14.05.1966, Blaðsíða 23
Laugardagur 14. maf t§66 MORCU NBLAÐIÐ 23 Málverkasýning Guð- mundar K. Ásbjörnssonar Guðmunur Karl Ásbjörnsson og tvær mynda hans: til vinstri myndin af Euterpe, til hægri „Gömlu bátarnir." Framhald af bls. 10 íiú við, þar sem er bygging Búrfellsvirkjunar. Stjórnin hefir haft þar allmikið starf að vinna, því hún hefir kann- að allar útboðslýsingar, áætl- anir og samninga um bygg- ingu virkjunarinnar. Hér er um að ræða nýtt fyrirtæki, þar sem Landsvirkjun er, sem að vísu tekur við rekstri Sogs virkjunarinnar, en engu að síður þarf að byggja þetta fyrirtæki upp frá grunni og laða starfshætti og skipulag sem mest að nútíma fram- kvæmdum. Um hin miklu verkefni, sem framundan eru fórust Birgi orð á þessa leið: — Þótt mikið hafi verið gert í borginni fyrir forgöngu Sjálfstæðismanna í borgar- stjórn, eins og hinn mikli vöxtur og framkvæmdir, sem allir hafa fyrir augunum, ber með sér, þá gera sér engir betri grein fyrir því en ein- mitt Sjálfstæðismenn, að mörg stór viðfangsefni eru framundan í svo ört vaxandi borg. Auðvitað gera Sjálf- Btæðismenn sér þess fulla grein að margt mætti betur fara og að enginn er óskeik- ull. Það sem úr sker þó um (þær miklu framfarir, sem hér bafa orðið, er að með stjórn borgarmála hefir farið sam- bentur meirihluti, fólk úr öll- um stéttum og af öllum ald- ursskeiðum, sem gengur inn í borgarstjórn, fyrst og fremst til að láta gott af sér leiða íyrir borgarfélagið og starfar samkvæmt því. Það eyðir ekki tíma sínum í fánýtt þras og makk, sem einkenna myndi störf hinna sundurleitu vinstri flokka, ef þeir næðu völdum, og dæmin sýna þar sem þeir hafa sameiginlega farið með stjórn. Um kosningabaráttuna sagði Birgir: — Kosningabarátta þessi hefir verið með nokkuð öðr- um blæ, heldur en áður hefir tíðkazt hér á landi. Sjálfstæð- ismenn með borgarstjórann, Geir Hallgrímsson, í broddi fylkingar hafa í ríkari mæli en áður, reynt að ná nánara sambandi við borgarana til þess að gefa þeim kost á að kynnast þeim störfum, sem unnin hafa verið á vegum borgarstjórnar, og komið þar fram af fullri hreinskilni og sagt kost og löst á hverju máli. Vonandi kemur að því fyrr en síðar að það heyri for- tíðinni til að stjórnmálaflokk- ar telji það vænlegast til ár- angurs til fylgis að beita blekkingum og koma ekki til dyranna eins og þeir eru klæddir. Þa'o virðist þó því miður eiga enn nokkuð í land, þvi bæði málgögn og einstakir frambjóðendur andstöðu- flokka Sjálfstæðisflokksins virðast ekki hafa meiri trú á sínum málstað en svo, að þeir þurfi að beita blekkingum í skrifum sínum og málflutn- ingi. — Þannig hefir Einar Ágústsson, efsti maður á lista Framsóknarflokksins, látið að því liggja í grein, er hann rit- aði fyrir nokkrum dögum í Tímann um skipulagsmál, að þeir 18 milljarðar króna, sem reiknað er með að Reykja- víkurborg þurfi að fjárfesta á næstu 20 árum, sé til þess að laga mistök, sem þegar hafi verið gerð, en hann lætur þess ógetið að í ofangreindri upp- hæð er fólgin væntanleg fjár- festing borgarsjóðs og allra iborgarfyrirtækja, fyrst og fremst í nýjum framkvæmd- um. Það er því alger blekk- ing að með þessu fé sé verið að leiðrétta fyrri mistök. Þá hefir Tíminn líka, ekki alls fyrir löngu, gagnrýnt það að 'heildartekjur borgarinnar og fyrirtækja hennar hafi vaxið um 800 milljónir á 4 árum og þar talað um hreinar álögur á Reykvíkinga. Þess var þó ekki getið í blaðinu að þarna voru meðtaldar tekjur allra þjónustufyrirtækja borgar- innar, t.d. hitaveitu og raf- magnsveitu, en tekjur þjón- ustufyrirtækjanna hafi vaxið mjög mikið á undanförnum árum, vegna þess að þjónusta þeirra nær nú til mun fleiri, en áður var. Ef það er sér- stakt gagnrýnisatriði að heild artekjur hitaveitu hækki ár frá ári, þá er um leið verið að gagnrýna, að fleiri njóti nú þjónustunnar en áður. Slíkur málflutningur ber ekki vott um trausta málefna- lega aðstöðu. Reykjavík er ung borg, verkefnin blasa hvarvetna við og ég hef þá trú að unga fólk- ið í Reykjavík vilji að Reykja vík verði áfram borg uppbygg ingar og framfara og því muni unga fólkið velja borg- inni áfram styrka, samhenta og stórhuga stjórn, sagði Borg ir ísleifur Gunnarsson að lok- um. — —■ Ofnasmiðjan Framhald af bls. 11 sem orðið er að stórfyrirtæki. Ertu ánægður með tilveruna? — Ég hef öðlazt mikla reynslu. Hef þjónað iðnaðinum talsvert. Ég hef átt margar ánægjustund- ir, en ég hef líka orðið fyrir miklum vonbrigðum í lífinu. Vanheilsa hefir háð mér, t.d. hef ég orðið að þola fjóra hol- skurði. — Og þú ert haldinn mikilli söfnunargleði á gamla muni? — Segja má það. Ég reyndi eitt sinn mikið til að eignast eitthvað sem afi minn, Þórður á Hnjúki, hafði átt. Komst ég þá að því að frændi minn einn í Svarfaðardal átti muni, sem hann hafði átt, hurðarskrá eina t.d. Og þessi frændi minn sagði við mig: „Ég á raunar annað sem afi þinn átti. Það er brennivínskraninn á kútnum hans. Ég ætti að láta þig hafa hann!“ Ég þakkaði honum kærlega fyrir og sagði: „Já, blessaður gefðu mér kranann og ég skal lofa þér því að það skal aldrei brennivín í gegnum hann fram- ar.“ Að vísu var kranaskrattinn útlendur, en hann hafði verið í eigu afa mins og það var mér nóg. — Hvað myndir þú, Svein- björn að síðustu vi'lja segja með alla þína reynslu, sigra og von- brigði, við unga menn, sem hyggðust leggja út á svipaða braut _og þú hefir á lagt? — Ég myndi segja: Verið var- kárir, bjartsýnir, heiðarlegir og trúið á guð og föðurlandið. Með þessu látum við samtal- inu lokið, en Sveinbjörn lét þess að síðustu getið að í dag ætlar fyrirtæki hans að taka á móti vinum og velunnurum í hinum nýju húsakynnum við Suður- landsbraut. Haldið er austur Vest sem ekki rata, og ekið upp að smálöndum, en þar beygt til suð- urs upp í Ái-bæjarhverfi og blas- ir þá verksmiðjuhverfið við. í dag gefst mönnum kostur að sjá hvernig hin nýja gerð ofna er framleidd, sem Sveinbjörn hefir nefnt eirálofna, kenndir við efn- in, sem í þeim eru, eir og ál. Þar verða mönnum einnig boðn- ar góðgerðir. Við látum þessu þá lokið með hamingjuóskum til afmælisbarnanna beggja. f DAG opnar málverkasýningu í Bogasal Þjóðminjasafnsins ung ur Reykvíkingur. Guðmundur Karl Ásbjörnsson. Guðmundur Karl er fæddur 21. des. 1938 og hóf ungur nám í Myndlistarskói- anum í Reykjavík og fór síðan utan og stundaði nám hjá einka kennurum, únz hann innritaðist 1960 í „Academia Di Belli Arti E Liceo Artistico“ í Flórenz. Hann útskrifaðist þaðan árið 1964 eftir nám í teikningu. list- málun, listsögu o.fl. Haustið 1964 hóf hann síðan framhalds- nám við „Escuela Superíor De Bellas Artes De San Jorge“ og lauk þaðan prófi vorið 1965 í málverkaviðgerðum. Guðmund- ur Karl er félagi í Myndlistar- félaginu og hefur tekið þátt í nokkrum sýningum þess. Sýn- ingin, sem opnar í dag kl. 14.00 er hins vegar fyrsta sjálfstæða sýning hans, en hann er nýkom- inn að utan, þar sem hann hef- ur dvalizt síðan snemma sumars 1965. Við hittum hinn unga mál- ara að máli, þar sem hann var staddur í Bogasalnum í gær og röbbuðum lítil'lega við hann. — Það er óalgengt, að svo ung ur maður sem þú málir svo naturalistiskt eða impressjónist- iskt? — Já, það mundi maður segja, a.m.k. er það sjaldgæft hérlend- is. Hins vegar er það mjög al- gengt í Suður-Evrópu, þar nýtur MÁNUDAGINN 16. maí opn- ar bandarísk fjölskylda mál- verkasýningu í Ameríska bókasafninu, sem er til húsa í Bændahöllinni suður á Mel- um (á fyrstu hæð í suður- enda). Húsbóndinn, Gene Haynes, á flest málverk á sýningunni, en einnig sýna kona hans, Lee, og tvær ung- ar dætur þeirra, Susan og Parm. Gene Haynes er veðurfræðing- ur í varnarliðinu suður á Kefla- víkurflugvelli. Hann hefur verið í bandaríska sjóhernum um tutt- ugu ára skeið, þar af fimm ár á Kodiak-ey í Alaska. Hjónin höfðu áhuga á að dveljast á fs- landi, og sótti Gene Haynes um að fá að starfa hér. Leyfið var veitt, og hefur fjölskyldan nú dvalizt hér hátt á annað ár. Hús- bóndinn getur bjargað sér nokk- urn veginn í íslenzku, en telur það galla, hve margir íslending- ar skilji og tali ensku, því að fyrir bragðið lærist íslenzkan síður. Fyrir um það bil tíu árum fór hann að mála í frístundum sín- um, og fjórum árum síðar tók frú Lee að stunda listmálun. Nú hafa dæturnar bætzt í hópinn. Fjölskyldan hefur ferðazt tölu- vert um Suðvesturland og kynnzt landinu, og dæturnar hafa með- al annars verið í fiskvinnu í Keflavík. Gene Haynes er frá Arizona, en frúin frá Texas. Þau voru sammála um, að landslag- inu á Reykjanesskaga og í suð- vesturhluta Bandaríkjanna svip- aði mjög saman, — víða eyðilegt eldfjallaland, sem býr yfir mik- illi en oft næsta hrikalegri feg- urð. Einnig minnti landslagið á sum svæði í Alaska og á Aljúta- eyjum, þar sem eldfjöll láta á sér bæra annað veifið. Dalur einn I Alaska nefnist á Indíánamá'li Þúsundreykjadalur, enda er þar mergð hvera og lauga, og minnir nafngiftin nokkuð á íslenzku abstraktlist ekki eins mikilla vin sælda og hér. —• Hefurðu málaralistina að aðalstarfi? — Já, en hins vegar hef ég kennt teikningu í Gagnfæða- deild Vogaskóla í vetur, þó ekki sem fastur kennari, Málverk Guðmundar Karls eru mjög margvísleg. Þar má sjá kyrralífsmyndir, landslags- myndir o.m.fl. Ein myndanna er kopía af Euterpe eftir Giovanni Battista Tiepolo. — Þarf ekki töluvert aðra tækni við að mála eftir gömlum málverkum, svo að þau verði Reykjadalina. Málverk eitt, sem frúin málaði í Arizona, gæti fullt eins vel verið málað á Suður- nesjum, ef kaktustré vísuðu ekki til annars. Málverk frá Suðurnesjum Mörg málverkanna eru mál uð suður með sjó, til dæmis við Grindavík og í Sandsvík, sem Gene Haynes segir, að breytist á nokkurra daga fresti, vegna þess að fjörusandurinn færir sig um set. Hjónin og dætur þeirra kváðust vona, að íslendingar sæju sitthvað nýtt í landi sínu í málverkunum, því að glöggt væri gests augað. Ætlun fjölskyldunnar er að setjast að í Arizona eða Kali- forníu að þremur árum liðnum, þegar húsbóndinn hyggst hætta störfum í bandaríska hernum og helga sig málaralistinni einvörð- ungu. Öll eru þau afar ánægð með dvöl sína hér og hafa tekið ástfóstri við landið. Munu ís- lendingar eignast góða málsvara vestur í Bandaríkjunum, þar sem þessi glæsilega og prúðmannlega fjölskylda er. Eins og fyrr segir, verður sýn- ingin opnuð mánudaginn 16. þ. m. Hún verður opin fram á föstudaginn 27. þ. m., á mánu- dögum, miðvikudögum og föstu- dögum frá kl. 12 til 21, .þriðju- dögum og fimmtudögum frá kl. 12 til 18, og laugardögum og sunnudögum frá kl. 13 til 19. — Myndirnar eru allar til sölu, og er verð þeirra hóflegt, miðað við það, sem nú gerist. ýv Um málaralist Um skoðanir sínar á list- málum segir Gene Haynes: „Mér þykir gaman að mála alls konar hluti á marga, ólika eða mismunandi vegu. Ég hef ekki haft neinar áhyggjur af þvi að mynda mér sérstakan, per- sónulegan stíl, en reyni að nálg- ast viðfangsefnið á expressjón- istískan hátt („dynamic, creativé, sem líkust? — Jú. Fyrst verður maðui að má'la myndina eins og um frum- málun væri að ræða, síðan verð ur maður að lakka hana upp og hreinlega mála ellimörkin á hana á eftir. Ég hef lært málaverkavið- gerðir í Barcelóna, en við þær þarf alveg sérstaka tækni og að því er ég veit eru mjög fáir, sem gera við málverk hérlend- is. ^ Á sýningu Guðmundar Karls Ásbjörnssqijar eru 30 myndir og mun sýningin verða opin i viku til tíu daga. expressionistic approach“), og mér fellur vel að nota hugsanir mínar, drauma, raunverulega hluti, atburði og fólk sem inn- blástur. Allt er þetta þó aðeins kveikja, því að ég aðlaga það síðan hughrifum mínum. Þetta reyni ég að gera á skáldlegan hátt. Þegar ég mála, reyni ég að koma einhverju þannig á léreft- ið, að það veki tilfinningalegt andsvar hjá áhorfendum, þegar ég var að mála, — hamingju- kennd, hryggð, gleði, sorg, ein- manaleika og fleiri tilfinningar. Vitaskuld er mismunandi erfibt að túlka þessar tilfinningar. Ég held ekki, að neinn einstak- ur listmálari ráði yfir „bezta“ stílnum. 4 líkir og mismunandi listmálarar höfða til mismunandi fólks. Venjulega er það mjög persónubundið, að hverju fólki geðjast í listum. Ég verð aldrei fær um að mála alla þá fegurð eða alla leyndar- dóma, sem ég sé í daglegu lífi mínu. Hið fegursta, sem ég þekki, hef ég aðeins séð í huga mér, og það er ég ekki nægilega fær til að túlka á léreftinu. Ég er þeirrar skoðunar, að tak mark listmálarans sé fyrst og fremst að lifa lífi sínu með öll skilningarvit og huga sinn opinn og glögglega meðvitandi um allt, sem gerist umhverfis hann, og síðan skuli hann reyna að end- urspegla lífið í öllum hinum fjöl- breytilegu og auðugu myndum þess og merkingum í verkum sín um.“ — vig. Sjálfboðaliðar SJ ÁLFSTÆÐISFLOKKINN vantar fjölda sjátfhoðaliða við skríftir í dag næstu daga. Þeir sem vilja leggja til lið sitt hringi í sima 21409 — 17100 eða komi á kosningaskrifstofu Sjálfstæðisflokksins Hafnarstræti 19 3. hæð. (Hús HEMCO). Bandarísk fjölskylda heldur málverkasýningu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.