Morgunblaðið - 14.05.1966, Side 24

Morgunblaðið - 14.05.1966, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ Uaugardagur 14. maí 1966 Reykvikingar eiga sjáifir að afla soðningu með sportveiöiskap — segir Finnbogi Guðmundsson, útgerðax- maður frd Gerðum, í samtali við Mbl I VIÐTALI, sem Finnbogi Guð- mundsson, útgerðarmaður frá Gerðum, hefur átt við Morgun- blaðið, lýsir hann skoðunum sín- um á vertíðinni sl. vetur og seg- ir frá hugmyndum sínum um, hvemig leysa megi neyzlufisks- skortinn í Reykjavík og ná- grenni. Um vetrarvertíðina sagði Finn- bogí: — Ég hef þá skoðun, að fiski- gegnd á svæðinu frá Reykjanesi og að Horni hafi verið með hinni mestu, sem þekkist á þessari öld. Hins vegar nýttist hún ekki sem skyldi vegna óvenju óhagstæðra veðurskilyrða. — Þrátt fyrir það fékkst góð- ur afli á þessu svæði, en hann varð verðminni og lélegri vegna þess að hann fékkst að mestu í net og segja má að línuvertíðin hafi lagzt niður. — Hins vegar kom engin veru- leg aflahrota á svæðinu sunnan Reykjaness og varð' vertíðin lé- leg hjá Eyjabátum og bátum frá öðrum verstöðvum á Suðurlandi. — Þó held ég, að einmitt um mánaðamótin sl. hafi mikill fisk- ur komið til hrygningar og að bátarnir hefðu náð í aflahrotu, ef þeir hefðu ekki verið búnir að setja netin i land. — Þá finnst mér sérkennandi fyrir þessa vertíð, og sem hefur aldrei gerzt áður, er hversu loðn- an gekk snemma og í svo ríkum mæli. Venjulegast koma þrjár loðnugöngur, en svo snemma gengu þær nú, að þær voru gengnar fram hjá Reykjanesi fyrir febrúarlok. — Afleiðingin var sú, að stóru bátarnir tóku loðnunætur, svo að segja í beinu framhaldi af síldveiðunum, og veiddu feiki- legt magn af loðnu. Þessi mikli bátafloti tók ekki þátt í þorsk- veiðunum fyrr en loðnugöngurn- ar voru farnar hjá og þá tóku þeir upp þorskveiðar í nót, en vegna veðurs voru skilyrði til þeirra veiða óhagstæð. — Sjórinn var óvenju kaldur við ísland á þessari vertíð. Mun hrygning hafa farið fram mun seinna, eða allt að mánuði, en venjulegt er. Það er mjög trú- legt, að sílisgangan hafi verið farin fram hjá þegar þorskurinn leitaði á hrygningarsvæðin. Þess vegna hefur þorskurinn verið þar skemur en venjulegt er. — Fiskurinn, sem mikið var af að þessu sinni, var óvenjulega magur og ætislaus. Komst hann ekki í loðnugegndina að ráði fyrr en hún staðnæmdist á Breiðafirð- inum. — Þetta finnst mér í stórum dráttum einkennandi fyrir ný- afstaðna vetrarvertíð. — Að undanförnu hefur verið kvartað um fiskleysi hér í Reykjavik og ber því ekki að neita, að það ex stórhneykslan- legt og nær engri átt, ef þétt- býliskjarninn hér hefur ekki næg an og góðan neyzlufisk allt árið. — Þetta mál á að leysa á þann hátt að mínum dómi, að Reyk- víkingar eigi sjálfir að veiða í soðið með því að stunda sport- veiðar í frístundum sínum og fá um leið holla útivist og einhverja dásamlegustu skemmtun, sem hægt er að hugsa sér. — Þessar veiðar þurfa ekki ein göngu að vera stangveiðisport. Það er ekki síður gaman að veiða á linu og handfæri. Ein- hver þau félög, sem til eru í borginni, ættu að taka sig sam- an um frumkvæðið með aðstoð borgaryfirvaldanna og sjá um að fólk eigi kost á því að fá leigðar fleytar og veiðarfæri til þess a/ka og kenna fólki þessar veið- ar. — Fiskurinn hér í Bugtinni, og yfirleitt á grunnmiðum, er sá bezti sem hægt er að fá úr sjó. Frá Reykjavík er mjög stutt á fengsæl mið, en þó er jafnvel styttra annars staðar í nágrenni borgarinnar. —■ Ef ég tek sem dæmi þar sem ég þekki bezt til, en það er í Gerðum í Garðahreppi, þá er svo stutt þaðan á miðin til að veiða þaraþyrskling að það þarf stöðu til þessara veiða viða við Breiðafjörð, svo til alla Vest- firði og sjálfsagt víðar. — Veiðar sem þessar eru hið mesta sport og eru mjög eftir- sóttar. Það eina sem vantar er aðstaðan til að fólk geti almennt tekið þátt í því og fengið þann- ig úrvals neyzlufisk, holla úti- vist og beztu skemmtun, sem hægt er að hugsa sér. Öll fjöl- skyldan gæti tekið þátt í veið- unum, karlar og konur á aldurs- skeiðinu frá 12 ára til sjötugs. Bolinder-Munktell vélskófla að störfum. Forráðamenn Bolinder- Munktell, þinga ■ Reykjavík Finnbogi Guðmundsson aðeins nokkur áratog út úr Gerða vörinni. Það geta allir notfært sér án þess að þekkja til fisk- veiða eða sjósóknar. — Væri þarna fyrir hendi beitt lina með ca. 500—1000 krókum, sem fólk gæti fengið leigt gegn vægu gjaldi, gæti það farið út og róið í 15—20 minútur og feng,- ið nokkra tugi eða hundruð kilóa af lúksusfínni smálúðu, ýsu, þyrsklingi og steinbít á 2—3 tím um í góðu veðri. — í Gerðum er aðstaða til að fá fiskinn frystann fyrir sann- gjarnt gjald og innpakaðan og getur hann geymst í allt að tvö ár án þess að skemmast. — Ég teldi æskilegast, að bát- arnir ,sem fólk fengi leigða, yrðu útbúnir með seglum og árum, svo fólk hefði jafnframt ánægju af því að sigla þessum litlu bát- um. — Að sjálfsögðu þyrftu að vera menn til taks, sem kenndu fólki að fara með bát og segl og jafnframt eitthvað af bátum með vélar fyrir þá sem það vildu. — í Gerðum væru möguleikar til að stunda svona veiðar frá miðjum apríl til septemberloka. Þar vantar ekkert nema fleyturn ar og aðstöðu til gistingar og matsölu, ef fólk vildi stanza þar að ráði. Annars er ekki nema um klukkustundar akstur þang- að frá Reykjavík. —Svipuð aðstaða og í Gerð- um er einnig í Vogum, Njarð- víkum, Keflavík, Sandgerði, Höfnum, Grindavík, Stökkseyri og Eyrarbakka. — Einnig er hægt að skapa að- Samsæri gegn Suharto Djakarta, 10. maí. — NTB. KAÞÓLSKA blaðið „Kompas" skýrir frá því í dag að fyrir skömmu hafi komizt upp um sam særi kommúnista um að myrða Suharto hershöfðingja, helzta valdamann Indónesíu, svo og aðra háttsetta herforingja. Segir blaðið að yfirmaður setuliðsins í Djakarta hafi skýrt frá sam- særinu á fundi með helztu stjórn málaleiðtogum landsins OM þessar mundir er haldin hér í Reykjavík ráðstefna for- ráðamanna Bolinder-Munktell verksmiðjanna sænsku, en þær eru dótturfyrirtæki Volvo-verk- smiðjanna. Framleiða verk- smiðjur þessar þungavinnuvélar og eru þær fjórðu stærstu verk- smiðjur sinnar tegundar í heim- inum í dag. Sölustjóri verksmiðjanna fyr- ir Norðurlönd, Högberg og um- boðsmaður verksmiðjanna hér á landi, Gunnar Ásgeirsson ræddu við blaðamenn í tilefni ráðstefn unnar. Ráðstefnuna sitja full- trúar dótturfélaga Volvo á Norð urlöndum, þ.á.m. þrír aðalfor- stjórar Volvo í Svíþjóð, svo og fulltrúar frá umboði Volvo hér, Gunnar Ásgeirssyni og Co. Högberg sölustjóri kvað notk- un þungavinnuvéla sífellt auk- ast. Verksmiðjurnar leggja nú áherzlu á vélar af öllum stærð- um allt frá litlum vélskóflum og upp í stórvirkar vélar. Koma á markaðinn í ár 4 gerðir af ýmsum stærðum. Mikið af fram leiðslu verksmiðjanna fer til útflutnings og alls hafa verk- smiðjurnar framleitt 8000 vélar frá árinu 1953. Á ráðstefnunni hér hafa fulltrúarnir lagt drög að áætlanagerð til ársins 1970 auka framleiðsltma, svo unnt sé og rætt um leiðir til þess að að mæta aukinni eftirspurn. Högberg sagði, að stolt verk- smiðjanna væru vegheflar, sem reynst hefðu mjög vel t.d. væri helmingur allra veghefla í Sví- Þjóð framleiddir af þeim og nýlega hefðu Norðmenn pantað 33 slíka og er söluverð þeirra Kosningahand- bób Fjölvís komin út ÚT ER komin Kosningahandbók Fjölvíss fyrir bæjar- og sveitar- stjórnarkosningarnar Z2. mai n.k. — í bókinni er að finna upp- lýsingar um alla frambjóðendur í þeim sveitarfélögum, þar sem kosið er eftir listum, svo og nið- urstöður nokkurra síðustu al- þingis- og sveitarstjórnarkosn- inga. í bókinni eru einnig töflur um mannfjölda og tölu kjósenda á kjörskrá, yfirlit um listabókstafi, eyðublöð til að færa inn kosn- ingatölur er talning hefst, út- dráttur úr kosningalögunum og síðast en ekki sízt verðlaunaget- raun um úrslit kosninganna í Reykjavík. . Bókaútgáfan Fjölvís hefur um margar undanfarnar kosningar gefið út kosningahandbók og bókin notið mikilla og vaxandi vinsælda. f ár mun Kosningahandbók Fjölvíss vera eina kosningahand- bókin, sem út kemur, og upplag takmarkað. Bókin er seld í bókabúðum og á blaðsölustöðum um allt land. Sú villa hefur slæðzt inn í kosningahandbókina, sem nýkom in er út, að listi Framsóknar- flokksins í Borgarnesi er sagður vera F, en á að vera B. Notendur bókarinnar eru vin- samlega beðnir að leiðrétta þessa viílu. um 80 milljónir ísl. króna. Starfs fólk verksmiðjanna er um 4700 manns, en velta félagsins er um 4 milljarðar ísl. króna. Högberg kvað það ávallt hafa verið stefnu verksmiðjanna, að fram- leiða sem vandaðasta vöru, þann ig að viðskiptavinirnir kæmu aftur til þeirra síðar. „Án við- skiptavinana værum við ekki til“, sagði hann að lokum. Ný bíla- og byggingarvöru- verzlun ú Akureyri Akureyri, 8. maí. FYRIRTÆKIN Jón Loftsson h.f. og Vökull h.f. hafa opnað sam- eiginlegt útibú að Glerárgötu 26. Akureyri (áður húsnæði kexverk smiðjunnar Lorelei) þar sem á boðstólum verða ýmsar bygging- arvörur og auk þess bjlar af teg undunum Rambler og Chrysler (Dodge og Plymouth). Þá mun útibúið hafa til sölu varahluti í framangreindar tegundir bíla. Bílarnir eru til sýnis í verzlun- inni. Sölumaður bílanna er Steinþór Jensson, en um byggingarvöru- verzlunina mun sjá Guðmundur Tómasson, sem um leið er trún- aðar- og eftirlitsmaður beggja fyrirtækjanna. Vökull h.f. (Chrysler-umlboð- ið) og Jón Loftsson h.f. (Rambl- er-umboðið) hafa samið við bila verkstæðið Baug h.f. um viðgerð arþjónustu á bjlunum. Þá muix útibúið taka notaða bíla upp í andvirði nýrra, ef ménn hyggja á endumýjun bíla sinna, með sama hætti og fyrirtækin gera í Reykjavík. — Sv. F Aflafréttir af Skaga Akranesi, 10. maL 50 TONN af þorski bárust hér á land í gær. Bátarnir sem lönd- uðu voru sjö að tölu. Sigurborg var aflahæst með 17-5 tonn. Sól- fari er í síðasta róðri. Kemur að á morgun með þorskanetatross- urnar og þá sennilega með 9 tonnin sem hann vantar í þús- undið. Hinir eru svona í aðsigi að taka upp þorskanetin. — Oddur. Kvöldverður laugardaginn 14. mai Rækjukrókettur —O— Kjötseyði Carmen Kjörsveppasúpa —O— Fiskifilé Frascati Strasburgar Schnitzel Svínasteik m/Rauðkáli —O— Rjúpur m/Rjómadýfu Tutti Frutti ■■ —O—1 Nugga Rjóma fs

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.