Morgunblaðið - 14.05.1966, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 14.05.1966, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLADID Laugardagur 14. maí 1966 — Borgarsjúkrahús Framhald af bls. 1 hann rakti nokkuð byggingar- sögu sjúkrahússins og sagði hann m.a.: Bygggingarframkvæmdir við kjal'lara og 1. hæð hófust vorið 1954, og annaðist þær Bygginga- félagið Brú h.f., sem gert hafði lægsta tilboð í verkið, en það hafði verið boðið út. Á þessum árum var að áliti ráðamanna þjóðarinnar nauðsyn legt að takmarka mjög bygg- ingarframkvæmdir í landinu. Voru sjúkrahús þar engin und- antekning, og þau fjárfestingar- leyfi, sem veitt voru til spítala okkar, hrukku skammt. Borgar- spítalinn átti hér og í vök að verjast, þar sem einmitt um þess ar mundir var farið að teikna og byggja við Landsspítalann, sem vitanlega þurfti einnig á fjái-festingarleyfum að halda. Á árunum 1954 til 1960, fékk Borgarspítalinn fjárfestingar- leyfi, er námu samtals tæpum 26 millj. kr., eða að meðaltali 3,7 milljónum á ári í þessi 7 ár. Gefur auga leið, að við þessar aðstæður hlaut hægt að miða byggingu, sem er um 55 þús. rúmmetrar. Eftir að fjárfestingarhömlur - voru afnumdar, brá fljótt til batnaðar. Á næstu árum, 1961- 65, var fjárveiting til sjúkrahúss- Ins síaukin, nam á þessum árum alls 106 milljónum króna, þar af 51,5 milljónir á sl. ári. Á fjár hagsáætlun yfirstandandi árs er áætlað til byggingarinnar 55 milljónir króna. Um síðustu áramót var kostnað ur við Borgarspítalann orðinn 144,2 milljónir króna, en af því ber ríkissjóði, lögum samkvæmt að greiða 71,7 milljónir og voru af þeirri upphæð greiddar um síðustu áramót 41,3 milljónir kr. Ekki er ólíklegt að þessar upp hæðir vaxi þeim í augum, sem ókunnugir eru sjúkrahúsbygg- ingum. Hér skal því á það bent, að í nágrannalöndum okkar er kostnaður við spítalabyggingar nú frá einni milljón og allt að tveim milljónum ísl. króna á hvert sjúkrarúm. Kostnaður við byggingu Borgarspítalans fer því örugglega ekki fram úr því, ■ sem gerist hjá nágrönnum okk- ar, sérstaklega ekki, þegar haft er í huga, að eftir er að byggja sjiúkraálmu með um 200 rúmum, en sá hluti spítalans er tiltölu- lega ódýr í byggingu og mun lækka verulega byggingarkostn- að miðað við hvert sjúkrarúm. Biúmin verða þá orðin um 400, en dýrasti hluti spítalans er nú þegar að mestu byggður. Á byggingatíma sjúkrahússins 5 þeirra nú tilbúnar, og 4 þegar komnar í gagnið, en sú sjötta, sem- er rannsóknarstofa fyrir sér hæfoar æðarannsóknir og, aðrar rannsóknaraðgerðir verður vænt anlega tilbúin síðari hluta sum- ars eða í haust. Ásmundur Brekkan, yfirlæknir röntgendeildar lýsir fyrirkomulagi deildarinnar fyrir gestum Geir Hallgrímsson, borgarstjóri og Jón Sigurðsson borgarlæk nir. hafa orðið stórstígar framfarir í læknavísindum og sjúkrahúsmál um. M.a. hefur sjúkdómsgrein- ing 'flutzt æ meira frá sjúkra- beði í rannsóknarstofur og rönt- gendeildir, sem sífellt krefjast stærri og stærri hluta af spítala- rýminu. Það hefur ætíð vakað fyrir þeim, er stjórnað hafa byggingu þessa sjúkrahúss, að það skuli verða nýtízku spítali, sem full- nægði kröfum tímans. Því hef- ur verið tekið fullt tillit til hinna breyttu viðhorfa. Rönt- gen-deild, sótthreinsunardeild og rannsóknarstofur hafa verið stækkaðar og þar af leiðandi fluttar til í byggingunni, og vaktdeild, sem er nýj- ung í sjúkrahúsmálum, komið á fót. Þessar breytingar hafa kost að furðu lítið rask á bygging- unni, en m.a. vegna þeirra má fullyrða, að Borgarspítalinn verði mjög hagkvæmt sjúkrahús, sem fullnægir kröfum tímans þegar það verður fullgert. Hillir nú undir að svo verði, og munu fyrstu sjúklingarnir flytja í sjúkrahúsið að loknum sumar- leyfum, sennilega í september eða október. í árSbyrjun 1965 var bygging- arnefndin lögð niður, en hún hafði unnið mikið og gott starf undir ágætri forystu dr. Sig. Sigurðssonar. Samtímis var stjórn framkvæmda, sem nú voru komnar á lokastig, falin sjúkrahúsnefnd. ásamt húsameist ara borgarinnar og forstöðu- manni byggingardeildar borgar- verkfræðings, en sjúkrahús- nefnd mun sjá um rekstur spít- alans. í henni eiga sæti: Úlfar Þórðarson, augnlæknir og hugsað fyrir því, að staðsetja sjúkradeildir í sem eðlilegustu fjarlægð við þær þjónustudeild- ir, er þær kynnu mest að nota. E-álman er tæpir 800 fermetrar að flatarmáli. Við skipulagningu röntgen- deildarinnar voru eftirfarandi sjónarmið fremst þöfð í huga: 1. Góðar samgöngur við aðrar þjónustudeildir og sjúkradeildir. Við skipulagninguna hefur ennfremur eftir megni verið reynt að sjá fyrir sem mestri vinnuhagræðingu, og þá hjálpar tækjum til vinnuhagræðingar. Þannig hefur verið tekin upp sjálfvirkni í framköllun, færi- bandskerfi til flutnings röntgen- filma að og frá rannsóknarstof- unum, rafknúnir skjalaskápar af svonefndu „compactussystem“- gerð og rafknúnar skjalageymsl ur, sem auk þess að vera til vinnusparnaðar spara einnig mjög mikið pláss. Afkastageta þess hluta deildar innar, sem nú er komin í gagn- ið, er áætluð um 15.000 röntgen rannsóknir á ári við beztu hugs- anlegu skilyrði, þ.e.a.s. að fengnu fulllþjálfuðu starfsliði, og að fenginni' fullri nýtingu tækja og hjálpartækja, en slíkt tekur nokkurn tíma, og mun afkasta- geta deildarinnar í bráð ekki ná þessu marki. Þörfin fyrir rönt- genrannsóknir er mikil. Þannig er áætlað í löndum með svipuð skilyrði og hér eru hjá okkur, að komi u.þ.b. ein röntgenrann- sókn á hvern innlagðan sjúkling eða ca. 23 röntgenrannsóknir á hvert sjúkrarúm per ár, en rann sóknarþörfin miðað við íbúa- fjölda og þá meðtaldar rann- sóknir á utansjúkrahúss sjúkling um er áætluð um 30% af íbúa- fjöldanum á ári. Við eigum hér við sama vandamál að stríða og allar nágrannaþjóðir okkar, þ.e. 2. Greiður aðgangur að deild- inni fyrir þá utanspítala sjúkl- inga, sem hún þarf að þjóna, og í þriðja lagi niðurröðun rann- sóknarstofa m.a. þeirra verk- efna, sem deildinni er ætlað að sinna, en þau eru: Röntgenrann- sóknarþjónusta fyrir sjúkrahús- ið og inniliggjandi sjúklinga þess og þá sjúklinga, seip þar eru til meðferðar bæði á hinum venjulegu deildum, og eins á slysavarðstofu og slysaspítala. Ennfremur röntgenrannsóknar- þjónusta fyrir utansjúkrahúss sjúklinga, sem visað er af lækn- uin og heilbrigðisstofnunum ut- an þessa sjúkrahúss. í þirðja lagi sérhæfðar rannsóknir og rannsóknaraðgerðir. Hefur eftir föngum verið reynt að koma ransóknarstofunum þannig fyrir, að þær gætu sinnt þessum mis- munandi hlutverkum og enn- fermur hefur við tækjaval og skipulagningu rannsóknarstof- anna verið reynt að fylgja þeirri línu, að þær styðji sem mest hvor aðra. Rannsóknar- stofurnar eru 6 talsins, og standa sár og tilfinnanlegur skortur á þjálfuðu aðstoðarfólki. Vonandi tekst að ráða nokkra bót á þessu í náinni framtið og eru þau mál öll í undinbúningi í samvinnu við Landsspítalann og m.a. Hjúkrunarfélag íslands. Starfslið deildarinnar er nú 3 læknar, 2 röntgenhjúkrunarkon- ur, 2 ritarar og 6 aðstoðarstúlk- ur, og er vonandi að einhverjar þeirra muni geta hafið röntgen tækninám. Okkur vantar samt nú a.m.k. 2 þjálfaðar röntgen- hjúkrunarkonur eða röntgen- lækna. og borgarfulltrúi, Alfreð Gísla- son, læknir og borgarfulltrúi, frú Herdis Biering, hjúkrunar- kona, Hjálmar Blöndal, hag- sýslustjóri og Jón Sigurðsson, borgarlæknir. Framkvæmdastjóri nefndarinn ar er Haukur Benediktsson. Afkastagetan 15000 röntgenrannsóknir á ári Ásmundur Brekkan, yfirlækn- ir röntgendeildarinnar, skýrði frá fyrirkomulagi deildarinnar og sagði: Röntgendeild Borgarspítalans er staðsett í E-álmu sjúkrahúss- ins ásamt öðrum (þjónustueining um þess, en þær eru „intensiv care-deild“, 2 skurð- stofudeildir, sótthreinsunar- deild, þá röntgendeild og neðan við hana slysavarðstofa, og loks meinefna- og blóðmeinarann- sóknarstofur og meinvefjarann- sóknarstofa. Allar þessar deildir eru í nánum og góðum innibyrð- is tengslum, og sömuleiðis eru tengsli og samgöngur við sjúkra rúmadeildirnar í A-álmunni góð, Tvær starfsstúlkur röntgendeildarinnar við sjálfvirka fram- köllunarvél. AFHAM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.