Morgunblaðið - 14.05.1966, Qupperneq 16
16
MORGUNBLAÐID
Laugardagur 14. maí 1966
Útgefandi:
Framkvæmdastjóri:
Ritstjórar:
Ritstjórnarfulltrúi:
Auglýsingar:
Ritstjórn:
Auglýsingar og afgreiðsla:
Askriftargjald kr. 95.00
í lausasölu kr.
Hf. Árvakur, Reykjavík.
Sigfús Jónsson.
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstr-æti 6.
Aðalstræti 6. Sími 22480.
á mánuði innanlands.
5.00 eintakið.
VÍÐTÆKAR FRAM-
KVÆMDIR VIÐ
GATNAGERÐ
aranlegri gatnagerð
Reykjavík hefur fleygt
fram með ótrúlegum hraða á
síðustu árum. í maímánuði
1962 var heildarlengd malbik
aðra gatna í Reykjavík 59
kílómetrar, en í árslok 1965
var hún 97,8 kílómetrar, og á
árinu 1966 er áætlað að mal-
bikaðir verði 20—25 km. —
í’yrir árslok 1970 má búast
við, að allar götur vestan
Elliðaáa verði malbikaðar, og
auk þess einhver hluti gatna
í nýju hverfunum austan
þeirra.
í viðtali við gatnamála-
stjóra, Inga Ú. Magnússon,
sem birtist í Mbl. í gær, kem-
ur fram, að framkvæmdir við
gatnagerð hafa aldrei verið
eins miklar og nú hin síðustu
ár. Greinilegt er, að hinn
mikli kraftur, sem verið hef-
ur í malbikun gatna byggist
á nýjum og fullkomnum véla
kosti og vaxandi útboði fram-
kvæmda. Byggð hefur verið
nýtízkuleg malbikunarstöð og
pípugerð, nýr malbikunarút-
leggjari keyptur, ennfremur
hefill til jöfnunar, valtarar og
slórar vörubifreiðir til efnis-
flutninga. Þá hefur verið
keypt vél til þess að steypa
gangstéttarkanta, ásamt ýms-
um fleiri tækjum til þess að
auka afköstin, án þess að
bætt væri við mönnum.
Reykjavíkurborg fylgist vel
með öllum nýjungum á þessu
sviði, og nú er í pöntun vél,
sem steypir ekki einungis
gangstéttarkanta, heldur og
hluta af gangstéttinni með.
í fyrrnefndu viðtali við
Inga Ú. Magnússon kemur
fram, að í athugun er að
reyna að binda yfirborð gatna
i nýjum hverfum með þunnu
asfaltbindiefni, sem kemur í
veg fyrir rykmyndun en und-
irlagið eyðileggst ekki áður
en varanlegt slitlag kemur
tiL Segir gatiiamálastjóri, að
sennilega verði tilraunir gerð
ar með þetta á nýjum götum
í Fossvogi á þessu ári.
Reykjavíkurborg hefur í
vaxandi mæli boðið gatna-
gerð út til verktaka, og hefur
það leitt til meiri fram-
kvæmda og aukinnar hag-
kvæmni.. Vafasamt er að
nokkur framkvæmd á vegum
borgarinnar hafi vakið jafn
almenna ánægju borgarbúa
og gatnagerðin á síðustu ár-
um. Með vaxandi bílaeign
borgarbúa hafa þessar víð-
tæku framkvæmdir á sviði
gatnagerðar orðið brýn nauð-
syn og þær gera Reykjavík
að hreinni og fegurri borg en
elia.
EIMSKIP AL-
MENNINGSHLUTA
FÉLAG
k aðalfundi Eimskipafélags-
ins var ákveðið að gefa
út svonefnd jöfnunarhluta-
bréf til núverandi hluthafa
félagsins, þannig að hluta-
fjáreign þeirra tvöfaldist og
verði þá sem svarar tuttugu-
föld upphaflegu nafnverði
bréfanna. Jöfnunarbréfin fá
hluthafarnir endurgjalds-
laust. Að lokinni útgáfu þess-
ara hlutabréfa verður heild-
arhlutafé Eimskipafélagsins
33.615.000 krónur. Jafnframt
var ákveðið að bjóða út nýtt
hlutafé að upphæð 66,4
milljónir króna, þannig að
heildarhlutafé Eimskipafé-
iagsins verði 100 miiljónir.
Núverandi hluthafar félags
ins fá forkaupsrétt að hinu
nýja hlutafé og heimild til að
greiða það á fjórum árum.
En stjórn félagsins getur síð-
an selt það, sem af kann að
ganga, á almennum markaði,
með yfirverði, ef kaupendur
fást.
Óttar Möller, framkvæmda
stjóri Eimskipafélagsins, benti
á það í ræðu, að félagið hefði
verið stofnað sem almennings
hlutafélag, og tími væri kom-
inn til þess að hluthafar nytu
arðs af eign sinni, enda ákvað
fundurinn að greiða 10% arð
af tíföldu upphafiegu hluta-
fé, og væntanlega verður í
framtíðinni unnt að greiða
10% af hinu nýja hlutafé.
Hin mikla aukning hluta-
fjár Eimskipafélags íslands
mun án efa leiða til þess, að
viðskipti hefjist með þessi
bréf, og er nú þegar Ijóst, að
verðabréfamarkaður mun rísa
hér innan skamms, enda hef-
ur Seðlabankinn lagaheimild
til að koma slíkri stofnun á
fót.
Um það má að sjálfsögðu
deila, hve mikii jöfnunar-
hlutabréf á að gefa út til nú-
verandi hluthafa, áður en
nýtt hlutafé er selt, því að
eignir "Eimskipafélagsins eru
talsvert meiri en svarar til
tuttugufalds upphaflegs nafns
verðs. Hins er þó að gæta, að
gangverð þessara hlutabréfa
hefur aldrei verið hærra en
svarar til hins nýja verðs. En
aðalatriðið er þó, að núver-
andi hluthafar hafa forgangs-
rétt að aukningarhlutum í
hlutfalli við hlutafjáreign
sína. Þann rétt geta þeir ým-
ist notað tii að bæta við sig
hlutafé eða selt hann að ein-
hverju leyti, ef verð bréfanna
á almennum markaði fer yfir
tuttugfalt upphaflega nafn-
verðið.
Mikið hefur verið rætt um
nauðsyn þess að gera Eim-
skipafélag íslands að eigin-
legu almenningshlutafélagi,
og mun að því stefnt með
þeim aðgerðum, sem nú hafa
verið samþykktar. Auðvitað
veltur mikið á því, hvernig
framkvæmdin fer úr hendi.
En ekki er öðrum betur
treystandi til réttsýni í því
efni, en stjórnarformanni fé-
lagsins, Einari B. Guðmunds-
syni, hæstaréttarlögmanni.
Eins og kunnugt er á Eim-
skipafélagið sjálft allmikið af
hlutabréfum í félaginu, og er
mönnum Ijóst, að nauðsyn-
legt er að félagið losi sig við
þessa hluti og komi þeim út
til almennings. Slíkt hefur
fram að þessu ekki verið
unnt, m.a. vegna þess, að heil
brigt markaðsverð hefur ekki
skapazt á bréfum Eimskipafé
lagsins, en með aukningú
hlutafjárins ætti slíkt mark-
aðsverð að myndast og þá er
tækifæri til að koma bréfun-
um á markað. Hlutafjáraukn-
ing Eimskipafélagsins eflir
því ekki einungis félagið f jár-
hagslega, heldur styrkir hún
og innra skipulag þess, ef
rétt er á málum haldið, og er
það ekki síður mikilvægt.
Þessar aðgerðir Eimskipa-
félags íslands eru gleðilegur
vottur um aukinn skilning á
nauðsyn þess, að hér á landi
séu rekin öflug almennings-
hlutafélög og almenningur
hafi beina eignaraðild að fyr-
irtækjunum, og njóti arðs af
rekstri þeirra.
UNNIÐ AÐ
MÁLEFNUM
ALDRAÐRA
I7ins og fram kemur í við-
^ tali við Geirþrúði Bern-
höft, ellimálafulltrúa Reykja
víkurborgar, Svein Ragnars-
son, félagsmálastjóra borgar-
innar, og Þóri Kr. Þórðarson,
borgarfulltrúa, í Mbl. í gær,
er vel hugað að málefnum
aldraða fólksins í borginni.
Stefna borgarinnar í velferð-
armálum aidraðra hefur ver-
ið sú, að fólk geti dvalizt sem
lengst á eigin heimilum, og
þess vegna var á árinu 1963
hafizt handa um byggingu
stórhýsis að Austurbrún, sem
ætlað er öldruðu fólki,
svo og öryrkjum og ein-
stæðum mæðrum. Má bú-
ast við, að flutt verði í þetta
hús í júlí í sumar. Þá hefur
Reykj avíkurborg einnig hald
ið uppi heimilisaðstoð fyrir
aldraða. Sú starfsemi er að
vísu á byrjunarstigi, en fer
sífellt vaxandi, og sendir skrif
stofa félagsmála eftir beiðni,
konu einu sinni í viku til
ræstinga til aldraðs fólks. —
Heimilishjúkrun hefur um
árabil verið rekin af Heilsu-
verndarstöðinni, og hefur
skrifstofa félags- og fram-
færslumála oft haft fyrir-
greiðslu um útvegun hennar.
En þótt mikið átak hafi þeg
ar verið gert í þessum efnum,
verður áfram haldið á;sömu
braut, og hefur nú verið sam-
þykkt í borgarstjórn að
byggja 100 íbúðir á næstu
fjórum árum fyrir aldraða, og
er áætlað, að reistar verði 25
íbúðir á ári. Hefur þegar ver-
ið ákveðin lóð undir 60 íbúð-
ir í þessu skyni við Klepps-
veg, og er í því sambandi ver-
ið að athuga samstarf við
Dvalarheimili aldraðra sjó-
manna. Þá hefur verið ákveð-
ið að byggja hjúkrunarheim-
ili fyrir aldrað fólk, sem
vegna umönnunar getur ekki
dvalizt í heimahúsum. Hefur
undirbúningur þegar verið
hafinn að byggingu fyrsta
heimilisins. Er gert ráð fyrir,
að það rúmi 60 manns.
í fyrrnefndu viðtali segir
prófessor Þórir Kr. Þórðar-
son, borgarfulltrúi, að það sé
ekki stefna Reykjavíkurborg-
ar, að hið opinbera taki mál
þessi algjörlega í sínar hend-
ur, heldur að eflt verði eftir
fremsta megni samstarf við
félagssamtök og stofnanir, og
þá ekki sízt söfnuði, sem full-
víst má telja, að geti unnið
merkt starf á þessu sviði,
sjálfstætt og með stuðningi
borgarinnar. Þá má geta í
þessu sambandi, að undanfar-
ið hefur verið samstarf milli
nokkurra safnaða og elliheim
ilisins Grundar um starf-
rækslu fótaaðgerðarstöðva,
sem hafa hjálpað gamla fólk-
inu mikið og aukið á vellíð-
an þess.
Af þessu má ljóst verða, að
á vegum Reykjavíkurborgar
hefur vel verið hugað að mál
efnum aldraða fólksins í borg
inni, og ákveðin stefna mörk-
uð í þeim efnum.
ÞEGAR við sjáum borgina
okkar í dag eigum við erf-
itt með að gera okkur
grein fyrir — og við trú-
um því varla — hvernig
hún leit út fyrir aðeins
nokkrum árum. Sýnir það
glöggt þann dugnað og stór
hug, sem hér hefur ríkt.
Heil hverfi hafa risið upp
þar sem áður voru berir
melar eða tún.
Æði fróðlegt er því —
ekki sízt fyrir æsku borg-
arinnar — að bera saman
hin ýmsu hverfi eins og
þau voru fyrr og eru nú.
Þetta verður bezt gert með
myndum eins og þeim, sem
birtar eru hér til hliðar. —
Efri myndin er af hluta af
Laugarnesinu eins og þar
er umhorfs í dag, en hin
er tekin af sömu slóðum
fyrir réttum tíu árum. —
Hefði eldri myndin verið
tekin aðeins 2—3 árum
fyrr, væri vart nokkurt
hús að sjá í „Lækja-hverf-
inu“ svonefnda.
Borginni okkar hefur
verið vel stjórnað og við
viijum ÁFRAM trausta
stjórn.