Morgunblaðið - 14.05.1966, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 14.05.1966, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLADID Laugardagur 14. maí 1966 BIRGIR ísleifur Gunnars- son hefir nú verið borgar- fulltrúi okkar Reykvíkinga eitt kjörtímabil. Hann er enn innan við þrítugt, en var 25 ára kosinn í borg- arstjórn og þegar á fyrsta ári í borgarráð og mun vera yngsti maður, sem fram til þessa hefir átt sæti í borgarráði og bæjarráði Reykjavíkur. Aðeins árið áður en hann var kjörinn í borgarstjórn útskrifaðist hann úr Háskóla íslands, en frá því 1963 hefir hann rekið eigin lögfræðiskrif- stofu hér í borg. Þar sem Birgir hefir allt kjörtímabilið átt sæti í borg- arráði hefir hann orðið að láta sig skipta öll mál, sem fyrir borgarráð koma. Hann segir okkur að það sé heill- andi starf að hafa afskipti af Birgir á heimili sínu með konu sinni, Sonju Baekman, og börnum, Gunnari Jóhanni, 5 ára, og Björgu Jónu, 9 ára. taka og borgarinnar þyrfti að ná inn á fleiri svið en nú er. Það er nauðsynlegt að halda áfram byggingu heimila sem þessara og í framkvæmdaá- ætlun fyrir næstu 4 ár er gert ráð fyrir frekari átökum í þessum efnum. Næsta framkv. sem ákveðin er, er bygging dagheimilis og leikskóla við Sólheima eftir teikningu Skarphéðins Jóhannssonar og Guðmundar Kr. Guðmunds- sonar, en teikningin fékk 1. verðlaun í samkeppni borgar- stjórnar um nýja gerð slíkra bygginga. Næst berst talið að vist- heimilum fyrir börn, sem Fyrir utan hið nýja upptöku og vistheimili við Dalbraut, sem tekið verður í notkun í næstu viku. Talið frá vinstri: Birgir ísl. Gunnarsson, varaform. barnaheimiia og leikvallanefndar; Ólafur Jónsson, form. barnaverndarnefndar; Jónas B. Jónsson, form. barnaheimiia og leik- vallanefndar og Stefán Kristjánsson, íþróttafulltrúi borgarinnar. svo skaðlegt fyrir börnin að komast í snertingu við slíkar stofnanir. Þessari þörf hefir borgin reynt að sinna með því að sýna málefninu vaxandi skilning, t.d. með mjög aukn- um fjárframlögum. Um rekst- ur þessara stofnana hefir borg in samvinnu við Barnavinafé- lagið Sumargjöf. Þeirri sam- vinnu er þannig háttað, að borgin byggir leikskólana og dagheimilin, afhendir heim- ilin síðan Sumargjöf til rekst- urs og greiðir rekstursstyrk til félagsins árlega, sem nem- ur halla á rekstri starfseminn- ar. Þetta samstarf er mjög gott og til fyrirmyndar, því þannig nýtist borginni fórn- fúst áhugamannastarf til fulls. Slíkt samstarf frjálsra sam- ekki geta dvalizt á heimilum sínum. — Reykjavíkurborg rekur nú fjögur slík heimili og hið fimmta er verið að taka í notkun um þessar mundir, en það er stórt upptöku- og vist- heimili við Dalbraut. Leikvöllum hefir fjölgað mikið á seinustu fjórum ár- um og þeim þarf enn að fjölga á næstu árum, þannig að öll íbúðahverfi séu vel sett í þessum efnum. Stjórn Landsvirkjunar hef- ir ærið starf að vinna um þessar mundir. Um það segir Birgir ísleifur: — Það er stórkostlegt og heillandi viðfangsefni, sem stjórn Landsvirkjunar fæst Framhald á bls. 23. hæfileika og löngun til að starfa að sínum hugðarefnum utan heimilisins, og þurfa því að koma börnum sínum fyrir hluta úr degi á slíkum heim- ilum. Frá uppeldislegu sjón- armiði er það talið síður en Isleif Gunnarsson um borgur- Rætt við Birgi múlin síðnsta málefnum jafn gróskumikill- ar og vaxandi borgar og Reykjavík er. Við spyrjum hann í upphafi um starfssvið borgarráðs. — Borgarráð er skipað 5 mönnum, segir Birgir — og eru þeir borgarfulltrúar, sem þar eiga sæti, eins konar framkvæmdanefnd borgar- stjórnar. Borgarráð heldur fúndi reglulega tvisvar í viku og á fundum ráðsins eiga jafn . an sæti helztu embættismenn | borgarinnar. Leggja þeir fram og skýra þau mál, er fyrir j ráðið koma, og sérstaklega tilheyra starfssviði þeirra. — Fyrir borgarráð koma vel flest mál, sem ákvörðun þarf að taka um af hálfu yfir- stjórnar borgarinnar. Borgar- ráð hefir endanlegt ákvörð- unarvald um mál, sem fyrir það koma, nema þau, sem kjörtímubil skipta verulegu fjárhagslegu máli. Borgarráð þarf þó að vera sammála til þess að á- kvörðun þess sé endanleg. Af þessu leiðir að borgarráðs- menn verða að setja sig inn í flest þau mál, sem borgina varða. Að fengnum þessum skýr- ingum um starfsemi borgar- ráðs spyrjum við Birgi Isleif um þátttöku hans í nefndar- störfum fyrir borgina. Birgir á sæti í barnaheim- ila- og leikvallanefnd, heil- brigðisnefnd, var formaður í síðustu samninganefnd borg- arinnar, sem samdi um kaup og kjör starfsmanna og þá hef ir hann nú verið kosinn af borgarstjórn í stjórn Lands- virkjunar. Við ræðum fyrst starf barnaheimila- og leikvalla- nefndar. — Verkefni þeirrar nefnd- ar er að hafa eftirlit og um- sjón svo og að gera tillögur um byggingu nýrra barna- heimila, dagheimila, leikskóla og vistheimila, segir Birgir. — í nútíma þjóðfélagi er ekki vafi á að það er vaxandi þörf fyrir dagheimili og leikskóla til þess að gefa þeim konum tækifæri, sem hafa menntun, FRAMBJÓÐENDUR Viðfangsefni borgarstjórnar í ört vaxandi borg mörg og margvísleg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.