Morgunblaðið - 21.05.1966, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 21.05.1966, Qupperneq 3
Laugardagur 21. maí 1966 MORGUNBLADIÐ 3 tímabili var ég mjög beggja átta. En að ihuguðu máli og við skoðanaskipti við félaga mína, sannfærðist ég um gildi Sjá'U- stæðisstefnunnar. Ef ég ætti að nefna eitthvað, sem liggur þess- ari sannfæringu til grundvallar öðru fremur, er þa'ð virðingin fyrir manninum, sem ég tel að sé kjarni Sjálfstæðisstefnunnar". „En kynntist þú eldri borgar- stjórum eins og Pétri Haildórs- syní?“ „Nei. Ég var níu ára, þegar Jón Þorláksson dó og man, hve mikið áfall það þótti á mínu heimili. Ég þekkti Jón Þorláksson og Pét ur Halldórsson í sjón, en ég hitti Knud Zimsen, því hann kom stundum á heimili foreldra *ninna“. Andstæðingar Geirs Hallgrims sonar klifa oftlega á því, að hann sé of efnum búinn. Við ympruð- um á þessu við hann í samtalinu, ©g minntum hann á orð Ólafs Thors, sem hann viðhafði í Mbl. íyrir sfðustu kosningar, en þá eins og nú, var deilt á Geir Hall- grímsson fyrir, að hann væri of efnaður. Hann hafði þá lagt fram stórhuga áætlanir um gatnagerð, sem andstæðingarnir gagnrýndu — og af því tilefni sagði Ólafur Thors orðrétt: „Geir borgarstjóri hafði getið sér góðan orðstír, einnig á at- hafnasviðinu. En stjórmálin köll- uðu, og því kalli hlýddi hann. Hann kaus fremur að leggja göt- ur fyrir þúsund milljónir en safna sjálfur milljón, fremur að íást við hin miklu mál allra h 'jfuðstaðarbúa en eigin mál.„ Og um efnahaginn sagði Ólafur Thors: „En ég segi bara — gott ef satt er. Það er ágætt að borg- erstjórinn þurfi ekki að segja Big til sveitar“. Við spurðum nú Geir Hall- grímsson, hvað hann segði um þennan áróður andstæðingarma, ©g hann svaraði: „Dóttir mín sagði við mig um daginn: „En hvað þetta er gam- ®n,, ég er alltaf að læra nýtt og nýtt um þig, og m.a. að þú sért rikur. Og þú sem skuldar mér kaupið mitt“. Annars verð ég að segja, að ég átta mig ekki á hváða tilgangi þessi áróður andstæðinganna á eð þjóna. Líklega er með þessu reynt að telja fólki trú um, að ég láti hagsmuni einhverra fyrir- tækja sitja í fyrirrúmi fyrir hagsmunum borgarinnar. Ég held, að þeir séu fáir, sem gætu starfað sem borgarstjórar eða haft svipað starf með höndum og borgarstjórastarfið, án þess að láta það verða sér eitt og allt. Ég veit að samstarfsmenn mínir í öðrum flokkum trúa ekki einu orði af þessum skrifum sem birt- ast ekki heldur nema fyrir kosn- ingar, á fjögurra ára fresti“. „Þú minntist á andstæðinga þína í borgarstjórn, samkomulag ið þar er yfirleitt gott“. „Já, samstarfið við minni- hlutaflokkana er oftast gott, og flest mál eru afgreidd í borgar- stjórn og borgarráði með sam- hljóða atkvæðum um það er lýkur — og þar á meðal flest stórmál. Fulltrúar minnihluta- flokkanna telja sig eiga hug- myndir að ýmsum gó’ðum mál- um, og ég verð að segja að við erum alltaf tilbúnir að taka til- lit til allra góðra tillagna þeirra, ef þær mættu verða borgarbúum til hagsbóta. „En svo við víkjum aftur áð kosningabaráttunni núna síðustu dagana. Hvað vildir þú segja um rangtúl'kun eins og þá, að fyrir- hugað sé að draga úr fram- kvæmdum borgarinnar næstu árin?“ „Sú túlkun er berlega gegn betri vitund, og hefux áður kom- ið greinilega fram, að fram- kvæmdir Reykjavikurborgar tvö- földuðust að magni til á árunum 1961—1966. Ekki er að vísu gert ráð fyrir jafnmikiHi aukningu næstu fjögur ár, en að sjálfsögðu verður um geysimikla aukningu að ræða engu að síður. Að túlka iþessa yfirlýsingu svo að ég hafi boðað minni framkveemdir er að sjálfsögðu alrangt, enda gerir framkvæmdaáætlunin ráð fyrir magnsaukningu næstu fjögur ár sem nemur 39% miðað við sl. fjögur ár, en 39% aukning fram- kvæmda næstu fjögur árin þýðir árlega aukningu um 6,7% og byggist á því, að raunveruleg gjaldabyrði borgarbúa þorfi ekki að aukast, ef gert er ráð fyrir 5% raunverulegri tekjuaukningu og 2% fjöigun í'búa. Þessi málflutningur andstæð- inganna, sem hafa fjárhagsáætl- unina í höndum, ber vitni ör- væntingu þeirra og málefna- fátækt. Þjóðviljinn hóf þessar rangfærslur sl. miðvikudag, mörg um vikum eftir að blaðinu var kunnugt um framkvæmdaáætlun ina, og Timinn vildi ekki vera minni og bergmálar þessi „tíð- indi“ næsta dag.“ , „Er framkvæmdaáætlunin bind andi eða verða frávik frá henni?“ „Framkvæmdaáætlunin er auð- vitað viðmiðunaráætlun. Það er ekki hægt að fastbinda fjár- festingaráætlanir iangt fram í tímann. Það verður að fara eftir atvikum og aðstæðum hverju sinni, hvað endaniega er ákveðið. Annars vegar vitum við, að verk- efni blasa hvarvetna við og af mörgu er að taka, sem í fram- kvæmd þarf að komast. Hins- vegar vitum við líka, að gjald- geta borgaranna á hverjum tíma er ávaltt takmörkuð, og það er lika markmið okkar. að borgar- arnir sjálfir ráðstafi sem mestu af sínum eigin tekjum“. „Hverjar eru niðurstöðutölur framk væmdaáætlunarinnar? “ „í stuttu máli eru niðurstöð- urnar þær, að framkvæmdir á vegum • Reykjavíkurborgar og stofnana hennar verði að upp- hæð 2.427 milljónir næstu fjögur árin. Framilög ríkisins til þeirra framkvæmda lögum samkvæmt nema 11,2%. Lánsfjár er ætlunin að afla a’ð upphæð 15,1%, en eig- ið framlag borgarsjóðs og borgar stofnnna er 73,3%. Eins og sjá má er lánsfjár- magnið hlutfallslega lítið af fjár- magninu öl'lu, og ætti þess vegna að vera auðvelt að afla þess með erlendum lánum, hjá innlendum bönkum eða með almennu skulda bréfaútboði. Þegar við litum á hve hátt eig- ið framlag er hlutfallslega, en það er fengið með útsvörum og öðrum gjöldum á borgarana, þá er eðlilegt að spurt sé, eins og ranuar hefur heyrzt. hvort nú- lifandi kynslóð eigi að greiða þessar framkvæmdir að jafn miklum hluta og raun ber vitni; framkvæmdir, sem eiga eftir að standa um langa framtíð, og eft- irkomendur okkar eiga eftir að njóta góðs af. En því er þá til að svara að framkvæmdaþörfin er svo mikil og auknar kröfur frá ári til árs, að hver kynslóð hefur vissulega í nógu mörg horn að líta, og á áreiðanlega fultt í fangi með að standa undir verk- efnum líðandi stunda“. „Nokkrar umræður hafa verið um skiptingu gjaldabyrði milli einstaklinga og félaga“. „Já, það er líka athyglisvert í málflutningi andstæðinga, að þeir rangtúlka hvernig gjald- byrðin skiptist á borgarana og atvinnuvegina, og segja að út- svör einstaklinga séu hlutfalls- lega hærri nú en áður. Er þar beitt blekkingum og veltuútsvör á fyrirtæki meðtalin í fyrra sam- anburðinum, en aðstöðugjöldum sleppt í hinum síðari, þótt þau hafi tekið við af veltuútsvörun- um. En þessar tölur lita .þannig út. Einstaklingar Félög Útsvör Útsvör 1962 88,5% 11,5% 1963 86,8% 13,2% 1964 86,8% 14,2% 1965 80,3% 19,7% En ef aðstöðugjöldin eru tekin með, námu útsvör félaga og að- stöðugjöld 26,7% af álögðum út- svörum og aðstöðugjöldum árið 1962, en 32,9% árið 1965. Vissulega getur það verið um- ræðuefni, hve mikinn hluta at- vinnurekstur á að bera og hve mikinn hluta einstaklingarnir. En til þess að slíkur samanburð- ur beri árangur verður að vera rétt og satt skýrt frá staðreynd- um. Á hitt skal svo lögð áherzla, að það er mikil sjálfsblekking, ef menn halda, að áuknar byrðar á atvinnurekstur komi ekki niður á lauraþegum í einu formi eða öðru, m. a. í minni getu atvinnu- rekstursins til að greiða starfs- mönnum hærri laun og verri að- stöðu atvinnufyrirtækja til að afla nýrra tækja og nota tækn- ina til að lækka framleiðslu- kostnað og vöruverð. „Fleiri rangfærslna hefur orð- ið vart“. „Þriðja dæmið um rangfærslu andstæðinganna er sú staðhæfing elzta starfandi borgarfulltrúa minnihlutans, að lítill hluti tekna borgarsjóðs fari í framkvæmdir, en þá telur hann ekki gatna- og holræsagerð til framkvæmda — hefur kannski ekki orðið var við þær. Hið rétta er, að tekjur sam- kvæmt borgarreikningum á ár- inu 1962 til 65 námu 2.259,6 milljónum króna. Þar af var var- ið til gatnagerðar 354,8 milljón- um króna og til annarra fram- kvæmda 448,8 milljónum, eða samtals 803,6 milljónum króna. Þetta samsvarar 35,6% heildar- teknanna. Benda má á, að þetta hlutfall var 39,8% á árinu 1965“, sagði Geir Hallgrímsson borgar- stjóri að lokum. S T\ K S T M \ A I! „Þeir halda víst að allt sé boðlegt a íslandi" Þessi vm fyrirsögn viðtals við ritara rektors i M.R. Rétt er að taka undir þessi orð, því að „vist er allt boðlegt" þegar kona þessi á að verða aflið sem sameinar „menniamenn og alþýðu manna" þessi athyglisverða kona, sem „hóf pólitískan feril sinn á því að skamma háttvirta kjósendur.* Stórkostlegt, ekki satt? Kona þessi segist „ekki hafa starfað í pólitískum samtökum fyrr en nú.“ Má vera. Hins veg- ar hafa Menntaskólanemar litil- lega orðið varir við, hverjar skoðanir hún hefur á landsmái- um, m.a. þegar hún í vinnutima sínum gekk í kennslustofur ag óskaði eftir stúlkum ttt fram- reiðslustarfa í rússneska sendi- ráðinu á byltingarafmælinu, eða þegar hún kallaði einn nemanda skólans á sinn fund, og óskaði eftir efni til flutnings á skemmt- un „samtaka hernámsandstæð- inga“. Nei, það þarf ekki að „starfa í pólitískum samtökum“ til þessa. Annars ef pólitískar skoðanir tittnefndar konu og flíkun þeirra, eru athugaðar nánar, kem ur í ljós, að i viðtali í Skólablaði Menntaskólans, lýsir hún því yfir, að það sé ekkert ranghermi, að hún sé kommúnisti, síðan kem ur hógværlega (?) orðuð yfir- lýsing í „Vikunni" s.l. haust þar sem hún leggur m.a. ihald, kommúnisma og gyðingakökur að jöfnu, þ.e.a.s. allt fór þetta jafnmikið í taugarnar í henni. En hvar er samhengið, Guðrún, hvar er samhengið? Það skyldi þó aidrei vera, að hugmyndir hafi verið uppi um að þessi lítil- láita kona skyldi sett á lista Alþ.bl. og ekki talið rétt að veifa kommúnistiskum hugmyndum hennar svona skömmu fyrir kosn ingar? Landskeppni Andstæðingablöðin hafa minnzt á það, að unnið hafi verið við hina nýju sundlaug í Laugar dalnum í eftirvinnu og miklu fé kastað á glæ af þeim sökum. Ástæðan til þessarar aukavinnu, segja þau, að séu kosningarnar. Sannleikurinn í þessu máli er hinsvegar sá, að því fer fjarri að lagt hafi verið í aukavinnu vegna kosninganna. Vinnutilhögun hef- ur ekki verið hagað í einu eða neinu á þann veg, að hægt sé að draga hana inn í kosninga- moldviðrið, því að ekki hefur verið eytt einum eyri í auka- vinnu við sundlaugina. Aftur á móti hefur verið reynt að halda fyrirfram gerðri áætlun um smíði sundlaugarinnar, en sam- kvæmt henni er gert ráð fyrir að hún verði fullsmíðuð í júlí- mánuði, svo hægt verði að láta landskeppnina í sundi við Dani fara þar fram, eins og ráðgert hefur verið. Munu íþróttamcnn, og þá ekki sízt unnendur sund- íþróttarinnar, fagna því að unnt verði að halda þessari áætlun um smíði hennar glæsilegu sundlaug ar við Laugardalinn. Borgarsjúkrahúsið Þjóðviljinn þrástagast á því, að Borgarsjúkrahúsið hafi verið 15 ár í smíðum, og bendir jafn- framt á að Loftleiðahóteliö hafi verið 15 mánuði í smíðum. Telur þetta dæmi um sleifarlag borgar stjórnar. í rauninni eru þeir að hæla því, sem þeir sjálfir berjast gegn einkaframtakinu, og rífa niður það sem þeir vilja, að hið opin- bera vasist í öllum hlutum. Auk þess mætti benda þeim á, að Borgarsjúkrahúsinu var í upp- hafi skömmtuð fjárfestingarleyfi en þau voru þeirra og vinstri manna eigin afkvæmi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.