Morgunblaðið - 21.05.1966, Síða 8

Morgunblaðið - 21.05.1966, Síða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 21. maí 1961 STYRMIR Gunnarsson er 9. maður á lista Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík Hann er Reykvíkingur, fæddur 27. marz 1*93-8 og er því 28 ára að aldri. Hann lauk stúdents- prófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1958 og lögfræði- prófi frá Háskóla íslands vor ið 1965. Síðan hefur hann starfað við Morgunblaðið og ritað m.a. mikið um stjórn- mál í blaðið. Styrmir er kvæntur Sig- rúnu Finnbogadóttur og eiga þau eina dóttur barna_ Styrmir Gunnarsson hefur tekið mikinn þátt í félagsmál um æskunnar hér í borg, var meðal annars í forustuliði lýðræðissinnaðra stúdenta í háskólanum, og hefur verið formaður Heimdallar, félags ungra Sjálfstæðismanna síð- an 1963, en það félag er stærsta stjómmálafélag æsk- unnar í landinu eins og kunn ugt er, og má fullyrða, að það hefur tekið örum vexti í Styrmir Gunnarsson ásamt eiginkonu sinni Sigrúnu Finnbogadóttur og dóttur þeirra Huldu Dóru. Tœkifœrin eru mörg — og œskan vill fœra sér þau í nyt — Bætt við Styrmi Gunnorsson 9. monn ó listu Sjúlfstæðisflobksins formannstíð hans. Hefur fé- lagið starfað með miklum blóma, og m.a. lagt áherzlu á menningar- og félagsmál. Styrmir Gunnarsson átti virk an þátt í því að koma upp félagsheimili Heimdallar, sem er góð viðbót við jákvætt æskulýðsstarf í borginni, enda þegar orðið mjög vinsælt af unga fólkinu. í vetur hélt félagsheimilið kvikmyndasýn ingar með úrvalsmyndum, stjórnmálafræðslukvöld, bók menntakvöld og réðst jafnvel í myndlistarkynningu á verk um skólanemenda hér í borg Stjórnmálabaráttan hér á landi hetfur lengi verið reyrð í þrönga flokksfjötra, sem hafa drepið niður nýjar hugmyndir og stuðlað að pólitískri meðalmennsku og óvönduðum málflutningi. Það er móðgun við fólkið í þessu landi, hvernig stjórn- málabaráttan hefur oft og tíð um verið háð; hún á að byggj ast á málefnaiegum málflutn ingi og staðreyndum, og al- menningur hér á landi er nógu vel menntaður og þrosk aður til að draga sínar eigin ályktanir af því.K bönd lausari en tíðkast hefur nú um árabil, og þar af leiddi heilbrigðari pólitík, að þvi leyti að stjórnmálamennirnir fóru oft sínar eigin götur og voru óhræddir við að segja skoðun sína. Þetta gerði t.d. Alþingi að litríkari brenni- punkti íslenzku þjóðarinnar, og ýtti undir lýðræðislega þróun hér á landi, en ekki FRAMBJÓÐENDUR og vakti hún verðskuldaða athyglL Unga fólkið hefur áhuga á stjórnmálum. 1 upphafi samtalsins við Styrmi Gunnarsson sagði hann m.a.: „Stundum er sagt að áhugi ungs fólks á stjórnmálum fari dvínandi, en ég er þeirrar skoðunar, og byggi það á þeirri reynslu sem ég hef haft af starfi Heimdallar, að þetta sé rangt. Ég held, að ungt fólk hafi ekki siður áhuga á stjórnmálum nú en áður, en hinsvegar er það löngu orðið þreytt á þeirri stöðnuðu og innantómu stjórn málabaráttu, sem hér hefur alltof lengi verið háð. )rÞað hlýtur að fara að siakna á flokkdböndunum, og sú þróun í átt til frjá'lsrar blaðamennsku, sem hafin er, mun stuðla að því. En þó er merkilegt, að á sama tíma, sem sum blöð hér á landi leggja áherzlu á frjálsari og opnari blaðamennsku, ef svo mætti segja, hefur Tíminn orðið sífellt þröngsýnna og lokaðra blað. Fylgi sannfæringu sinni. Ég tel, að þeir sem eru valdir til trúnaðarstarfa í þágu flokka og almennings, eigi að fara eftir eigin sannfæringu, en lúta ekki í einu og öllu flokksaga. Fyrst eftir að fsland varð fullvalda ríki voru flokks- Styrmir Gunnarsson. vil ég segja, að þá hafi alitaf verið barizt drengilegar en nú, enda voru pérsónuleg ná- víg, vafalaust verri þá en nú tíðkast. Ekkert skal ég segja um hvenær flokksböndin svoköll uðu tóku að eflast, en ég vil benda á að í samtali í útvarp inu í vetur við Halldór Stef- ánsson, fyrrverandi þingmann Austfirðinga, ságði hann skemmtilega frá því hvernig hann varð að segja skilið við Framsóknarflokkinn, m.a. vegna þeirra flokksbanda, sem leggja átti á frambjóð- endur flokksins upp úr, 1930. Enda má segja, að flokks- böndin hafi verið svo sterk í Framsóknarflokknum, að það hafi hlotið að koma að því að þau brystu, eins og raun varð á nú á Alþingi í vor.“ Húsnæðismálin. Þá minntist Styrmir Gunn- arsson á húsnæðismál og sagði meðal annars: „Ég tel að húsnæðismálin séu sá málaflokkur sem unga fólkið varðar mestu nú. í þeirn efnum hefur mikið á unnizt á undanfömum árum eins og hvarvetna má sjá 1 borginni — Þær myndir sem birzt hafa úr borginni undan farið eru talandi tákn um þá gífurlegu uppbyggingu og það mikla átak, sem gert hef- ur verið í Reykjavík undir stjórn Sjálfstæðismanna En þessar staðreyndir fara í taug arnar á andstæðingum okk- ar. Þeir eru menn hins gamla tíma. Þeir vilja ekki horfast í augu við staðreyndir, heid- ur gera þeir óskhyggjuna að bandamanni sínum. En hún er ótryggur bandamaður. Þessi mikla uppbygging er fyrst og fremst að þakka dugnaði og framtaki fólks- ins sjálfs“, sagði Styrmir Gunnarsson að lokum. „Unga fólkið í borginni — og reynd- ar margir fleiri — hefur lagt ótrúlega mikið á sig til þess að eignast eigin íbúð, og ég er þeirrar skoðunar, að jafn- vel séu gerðar of miklar kröf ur til íþess í þessum efnum. Af þessum sökum hafa ungir Sjálfstæðismenn komið fram með tillögur í húsnæðismál- um, sem gera ráð fyrir víð- tækara lánakerfi húsnæðis- mála, en nú er. Þessar tillög- ur byggja á því, að húsbyggj- endur eigi kost á allt að 80% lánum. Mér er ijóst, að í landi, þar sem jafn mörg og stór verkefni bíða úrlausnar og fjármagnið er jafn lítið, verður slíku lánakerfi ekki komið á í einu vetfangi, en að því vilja ungir Sjálfstæð- ismenn og félagssamtök þeirra vinna, og telja það skyldu sína að einbeita sér að því, að slík þróun verði á næstu árum. Þótt gífurlegt átak hafi ver ið gert_ til uppbyggingar í borginni, • bíða mörg stórverk efni úrlausnar. Slíkt vex ung um Reykvíkingum ekki í aug um. Tækifærin eru mörg — og þeir eru reiðubúnir að færa sér þau í nyt. Eðlileg bjartsýni og djörfung nýrrar kynslóðar á eftir að lyfta mörgum Grettistökum í þess- ari fögru borg — ef framfara þrá fólksins verður ekki bund in á klafa hafta- og henti- stefnu sundraðra minnihluta flokka.“ AFHAMöfluqa uppbyggingu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.