Morgunblaðið - 21.05.1966, Side 16

Morgunblaðið - 21.05.1966, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 21. maí 1966 Próf. Jóhann Hannesson: Útgefandi: Framkvæmdastjóri: Kitstjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Auglýsingar: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Askriftargjald kr. 95.00 I lausasö'lu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Sími 22480. á mánuði innanlands. 5.00 eintakið. KOMMÚNISTAR ALLSSTAÐAR EINANGRAÐIR Ttleðal nálægra þjóða eru kommúnistar nú alls stað ar gjörsamlega einangraðir í stjórnmálum landanna. Flokkar þeirra eru aðeins smáklíkur, fyrirlitnar og áhrifalausar. Ástæður þess að svo er komið fyrir kommúnistum éru fyrst og fremst tvær. í fyrsta lagi reynsla þjóðanna af hinum einstöku kommún- istaflokkum, og í öðru lagi of- beldisaðgerðir hins alþjóðlega kommúnisma og fjandskapur og svik forysturíkja kommún- ista við lýðræði og mannrétt- indi. í öllum löndum hafa komm únistar sett hagsmuni Moskvu valdsins ofar heill og velferð sinna eigin þjóða. Það er vegna þessara stað- reynda sem kommúnistar eru nú alls staðar fylgislausar klíkur. Völdum sínum í ein- stökum löndum halda þeir með hervaldi og svörtustu kúgun, sem ságan greinir. Hér á íslandi hafa komm- únistar um árabil haft nokk- urt fylgi, sem þó hefur farið minnkandi. Flokkur þeirra hefur gripið til þess úrræðis að freista þess af fremsta megni að breiða yfir nafn og númer, reyna að þvo af sér Moskvu- eða Pekingstimpil- inn með því að breyta stöð- ugt um nafn. En nú er svo komið að flokkurinn logar að innan og jafnvel frambjóð- endur á framboðslista hans í borgarstjórnarkosningum hér í Reykjavík bera hver aðra þyngstu sökum. Þetta tætings lið reynir að vísu að láta líta svo út sem það gangi samein- að til kosninga. En allir vita að heift og tortryggni ríkir í viðskiptum hinna einstöku flokksbrota. í síðustu alþingiskosning- um töpuðu kommúnistar einu þingsæti. Síðan hefur stöðugt sigið á ógæfuhliðina fyrir þeim. Klíkusjónarmiðin inn- an flokksins hafa stöðugt orð- ið fleiri, en Moskvumennirn- ir hafa þar samt áfram tögl og halgdir. Svokölluðum Al- þýðubandalagsmönnum og Þjóðvarnarmönnum hefur verið hnýtt í hala þeirra. Þessi sundurlausa hjörð gerir nú kröfu tii þess að sér verði falin forusta um stjórn hinn- ar íslenzku höfuðborgar, enda þótt borgarbúar viti að hún hafi naumast nokkrum starf- hæfum og dugandi mönnum á að skipa til ábyrgrar stjórn- armeðferðar á borgarmálefn- um. SKRÍÐA UNDIR PILSFALD FRAMSÓKNAR Tlyfoskvumennirnir og fylgi- lið þeirra byggir vonir sínar um valdaaðstöðu og áhrif fyrst og fremst á sam- starfi við Framsóknarflokk- inn. Þeir ætla að skríða und- ir pilsfald hinnar gömlu mad- dömu. En það er gömul saga og ný, sem allir Reykvíking- ar þekkja, að Framsóknar- menn hafa í áratugi bar- izt gegn velflestum hags- munamálum höfuðborgarinn- ar. — Þeir börðust gegn fyrstu virkjun Sogsins og þeir töfðu hitaveitufram- kvæmdir eins lengi og þeir gátu. Nú berjast þeir við hlið kommúnista gegn nýjungum og aukinni fjölbreyttni at- vinnulífsins. Þegar á allt þetta er litið, verður augljóst hvílík höfuð- nauðsyn er á því, að allir Reykvíkingar, sem unna hag og framtíðarvelferð borgar sinnar sameinist í volduga fylkingu undir forustu Sjálf- stæðismanna, sem undanfar- in ár hafa stýrt málefnum borgarinnar af dugnaði og víðsýni. Enda þótt hin sundurleitu sprek í svokölluðu )rAlþýðu- bandalagi“ hjálpi nú Moskvu- mönnum af alefli, bendir allt til þess að sama sagan gerist hér á íslandi og í öðrum Ev- rópulöndum, að kommúnista- flokkurinn verði örsmá ein- angruð klíka, sem enginn hugsandi maður treystir. ís- lenzka þjóðin vill ekki kjósa yfir sig, hvorki í sveitar- stjórnarmálefnum sínum né þjóðmálum, einræði ,og of- beldi, sem bannar frjálsa hugsun, lamar andlegt líf og drepur allt einstaklings- og félagsframtak í dróma. Þess vegna munu kommúnistar og fylgilið þeirra verða hraktir á nýtt undanhald í borgar- stjórnarkosningunum á sunnu daginn kemur. HARÐSTJÓRN í STAÐ ÞJÓÐFRELSIS að sýnir fádæma ósvífni þegar kommúnistar þykj- ast vera hinir einu sönnu verðir um „Þjóðfrelsi og menningu.“ Alls staðar þar sem kommúnistar hafa kom- UM GÓÐA STJÓRN Á TÍMUM Meng-tze (þ.e. Menciusar) á fjórðu öld f. Kr. var Kínaveldi að ýmsu leyti líkt Evrópu síðmiðalda. Það skiptist í marga landshluta, greifadæmi, hertogadæmi og lítil konungsríki, sem báru ýms nöfn, er enn tíðkast í kínversk- um ættarnööfnum: Chu, Chí, Chou, Chin, Lu, Yuen, Wei og mörg fleiri. Spekingar ferðuð- ust milli smáríkjanna og buðu þjónustu sína þeim höfðingjum og prinsum, sem ríkjunum réðu. Keisarinn sat að vísu á stóli, en gerði lítið annað en að dýrka ánda forfeðra sinna og hafa samband við goðin. Hann var eins konar allsherjar ,',mið- ill“ rikisins og menn fóru sínu fram án þess að hirða nokkuð að ráði um hann. En höfðingjar og smákóngar voru svo athafna samir að mörgum fannst. nóg um, og eyddu stórfé til að lumbra hver á öðrum. Meng-tze var mikill stjórn- vitringur og mannúðarvinur og boðaði lýðræðislega stjórn- arháttu, sem á marga lund minna á það lýðræði, sem löngu seina komst á meðal vestrænna manna. Meðal ann- ars setur hann fram hugmynd- ina um eins konar ellilaun. Verk hans lifa — og árlega eru hugmyndir hans teknar fyrir og ræddar og um þær ritað á vor- um dögum. „Ef þér stjórnið þannig, þá munu menn koma úr öðrum ríkjum og setjast að hjá yður“, sagði hann við hertogann frá Chi. Að gott stjórnarfar laðar menn að sér og illt stjórnarfar hrindir mönnum frá sér er ekki neitt leyndarmál á vorum dög- um. Á vorri öld hafa milljónir manna flúð úr einu landi í ann- að — eða flutt sig af frjálsum vilja milli-landa í leit að betra og mannúðlegra stjórnarfari en þeir áttu við að búa. Fólk hefir yfirgefið aleigu sína og lagt á flótta til að fá að njóta mann- réttinda, sem oss finnast svo sjálfsögð að vér hugleiðum sjaldan gildi þeirra. Þó er ekki öllum Ijóst hvað leiðir af miklu innstreymi manna frá öðrum löndum, eða frá landshlutum innan eins og sarna lands. En Meng-tze ræðir ekki það mál öðru vísi en sem _ einkenni réttlætis, góðrar stjórnar og tákn vaxandi vel- megunar. Vér vitum að fleiri þættir koma hér einnig til. Mannflutningar til stórborga eru á vorum tímum mjög víð- tækt mál, og víða fyllast menn áhyggjum út af því að húsnæði skortir í sumum landshlutum, en hús standa tóm og auð í öðrum. II. Hvers vegna þarf hinn venju- legi maður, sem ekki er virkur í pólitíkinni, að hugsa um góða stjórn? — Svar: Vér biðjum um góða stjórn í sjálfu Faðir- vorinu, og það heyrir til barna- lærdómi allra kristinna manna. „Hvað er þá nefnt daglegt brauð?“ spyr Lúther í fræðun- unum. Og hann svarar: „Allt sem heyrir til fæðslu líkamans og þarfa, svo sem matur, drykk ur, klæði, skæði, hús, heimili, jarðnæði, fénaður, peningar, fjármunir, guðhrædd eigin- kona eða eiginmaður, guð- hrædd börn, guðhrædd hjú, guðhræddir og trúir yfirmenn, góð landstjórn, góð veðrátta, friður, heilbrigði, siðsemi, heið- ur, góðr vinir, trúir nágrannar og þvi um líkt.“ (F. L. m. skýr- ing við 4. bæn). Nú mun það almennt álitið að stjórnarfar sé stórum betra en á timum Lúthers og þjóðfélagið mjög á aðra lund, en sameigin- legt er þó það að mönnum ber að gefa gaum að því, og ekki líta á gott stjórnarfar svo sem sjálfsagðan hlut, heldur gera sér ljóst að það þarf stöðugt að endurnýjast og haldast við. Og sérlega miklu varðar það að menn í lýðræðisþjóðfélagi taki út þann þjóðfélagslega þroska, sem þarf til að hagnýta þau réttindi, sem fengin eru í hend- ur öllum fullveðja borgurum. III, Höfuðborg vor hefir lengi notið góðrar stjórnar og hingað hefir streymt mikið af fólki á síðari árum. Það var þess vegna viturlegt af borgarstjóra vorum að setja sig í böint samband við fólkið með því að halda fundi, sem opnir voru almenningi, og leggja þar fram mikilvæg mál og svara spurningum um þau, enda hafa þessi nýmæli hvar vetna mælzt vel fyrir. Sér- fróðir menn segja oss að á vor- um tímum hafi víða myndazt framandleiki (alienation) milli stjórnarvalda og þeirrá, sem stjórnar þeirra njóta. Eitt bezta ráðið til að vinna gegn þessarri þróun eru einmitt slík fundarhöld, þar sem hver sem vill getur sagt hug sinn. Það er ekki sízt sakir þess vanda, sem leiðir af miklu aðstreymi manna til borgarinnar, gagnlegt að heyra hvað borgurunum er efst í huga, og kynnast hug- sjónum þeirra, sem einhverjar hugsjónir hafa. Bygging, skipulag og stækk- un borgarinnar er eitt af þeim málum, sem hafa verið mjög ofarlega á baugi, og var einn- ig svo á fundunum. Hér hefir mikið verið unnið af mörgum, og stefnt er að því að gera borgina bjarta, holla og rúm- góða, og þar með komast hjá þeim þunglamaleika, sem hvíl- ir yfir mörgum erlendum borg- ufn. Og það var mjög gagnlegt að fremsti maður borgarinnar kynti svo rækilega fyrirhugað- ar framkvæmdir borgarsmíðar- innar sem gert var á fundun- um. IV. Er þá ekki borgin dýr, kunna menn að spyrja. Jú, borg eins og Reykjavík hlýtur að vera dýr. Menn vilja hafa flest sem nútíma borg má prýða, og það er í flestum löndum dýrt, og enn vilja menn til viðbótar fá nokkuð, sem fáir borgarbúar í nágrannalöndum láta sig dreyma um, en það er hita- veita. Þar með hlýtur borgin að verða enn dýrari. Allt er dýrt á voru landi, sem kostar mikla vinnu, og hér við bætist sú bjargfasta trú alls þorra manna að dýrtíð megi lækna með enn meiri dýrtíð. Undir slíkum kringumstæðum veitir ekki a£ góðri stjórn. Og borgarsmíð er greinilega eitt mesta áhugamál fjölmargra manna vor á meðal, og til þessarra óska taka stjórn- endur vorir mikið tillit. Menn hafa yfirleitt miklu minni á- huga á uppeldismálum æsku- lýðsins og barnanna, en ekki má lengi bíða að þau mál verði tekin föstum tökum. Hér hafa blöðin mikið verk að vinna, að upplýsa almenning um það sem heillavænlegast er og nauð synlegast í þessum málum. Borgin er ekki aðeins dýr, heldur einnig mjög dýrmæt, ekki aðeins í augum Reykvík- inga sjálfra, heldur einnig margra annarra. Til dæmis hafa bændurnir byggt hér glæsi lega höll og fórnað til þess miklu fé. Varla hafa bændur lagt í þessa hallarsmíð með eigin hag fyrir augum, því Framhald á bls. 22 izt til valda, hefur valdataka þeirra byggzt á blóðugri bylt- ingu, svikum og undirferli. Engin þjóð hefur fengið kommúnistaflokknum stjórn- arforystu í frjálsum lýðræð- islegum kosningum. Um leið og kommúnistar hafa verið komnir til valda, hafa þeir afnumið allt frelsi, prent- frelsi, fundafrelsi, frelsi lista- manna til að skapa, rétt fólks ins til þess að ákveða stjórn- arfar sitt. Allt þetta hefur verið svívirt og fótum troðið af einræðisherrum kommún- ista. Það eru þessar staðreynd- ir um stefnu og starsfaðferð- ir kommúnista, sem hafa rú- ið þá fylgi í hverju landinu á fætur öðru, ekki sízt með- al æskunnar, sem þráir frelsi til þess að njóta hæfileika sinna, í senn til þess að skapa sér persónulega hamingju og þjóðum sínum farsæla fram- tíð Hinn stóri hópur íslenzkra æskumanna, sem nú gengur í fyrsta skipti að kjörborðinu þekkir þessar staðreyndir um kommxinismann. Þess vegna hlýtur æskan að skipa sér til voldugrar sóknar gegn menn- ingarfjandskap kommúnista, en fyrir uppbyggingu réttláts og rúmgóðs þjóðfélags á ís- lahdi, heilbrigðum stjórnar- háttum í höfuðborg landsins, og hvarvetna þar sem fólkið gengur nú að kjörborði.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.