Morgunblaðið - 21.05.1966, Qupperneq 24
24
MORGUNBLADIÐ
Laugardagur 21. maí 1966
Rætt við nokkra borgara um
kosningarnar á sunnudag
Heildarskipulag
borgarinnar
heíur tekizt vel
— HVERT er álit þitt á mál-
efnum borgarinnar? spyrjum
við Armann Kr. Einarsson.
— Ég er kunnugastur þeim
málum, sem snerta skóla og
uppeldi og má vissulega ræða
margt og mikið um þau mál-
efni.
Ef höfð er í huga hin öra fólks-
fjölgun í Reykjavík að undan-
förnu, jþá hefur í fáum orðum
sagt verið unnið stórvirki í
byggingarmálum skólanna. —
Stefnt er að því marki, að
tvísetja í barnaskólana en ein-
setja í gagnfræðaskólana. Tals-
vert hefur áunnizt, en samt vant-
ar enniþá nokkuð til að ná þessu
marki. Vonandi verður þess ekki
langt að bíða.
— En hvað um kennsluhætti í
skólunum?
— Ég álít að þar sé gagngerr-
ar breytingar þörf. Hraðfara
tækniþróun og framfarir á svo að
segja öllum sviðum knýr fast á
um breytta kennsluhætti.
Endurskoða iþarf gamlar náms-
bækur og semja nýjar. Einnig
verður ekki hjá því komizt að
undirbúa útgáfu ýmissa hand-
bóka, sem sniðnar eru við kröfu
tímans. Þá er mikil nauðsyn á
góðu og fjölbreyttu bókasafni við
hVern skóla, þar sem nemendur
hafa aðstöðu til að vera út af
fyrir sig og afla sér þekkingar
með leiðsögn kennara. Fræðslu-
löggjöfin ÖU er nú í athugun og
borgin hefur í sinni þjónustu sér-
menntaða menn á sviði uppeldis-
mála, sem góðs má af vænta.
Einnig mun ráðgert að hefjast
bráðlega handa um nýja bygg-
ingu fyrir Borgadbókasafn Rvíik-
ur.
— Hvað hefur þú að segja um
skipulagsmál borgarinnar?
— Margir útlendingar hafa
orð á því hve Reykjavík sé falleg
og nýtízkuleg borg. Þó hlýtur
undrun okkar sjálfra að vera enn
meiri, sem höfum fylgzt með
vexti borgarinnar á undanföm-
um ámm og áratugum. Það er
hreinasta undur og ævintýri
hvernig bær lítilla bárujámshúsa
hefur á skömmum tíma breytzt í
stílhreina og nýtízkulega borg.
Það á sér áreiðanlega fáar eða
engar hliðstæður.
Að vísu má lengi deila um
smáatriði í byggingu og skipulagi
einstakra húsa eða gatna, en þeg-
ar á heildina er litið er ekki með
sanngirni hægt að segja annað,
en heildarskipulag borgarinar
hafi tekizt vel og sé til fyrir-
myndar. Það viðurkenna allir,
jafnvel þeir sem reyna að finna
flestum hlutum eitthvað til for-
áttu.
— Hvað viltu segja að lokum?
— Er ég læt hugann reika til
framtíðarinnar þá sé ég háreist-
ar, glæstar byggingar meðfram
beinum breiðgötum. Víða blasa
við græn gróðursvæði með trjá-
lundum og blómabreiðum. Þessir
almenningsgarðar verða skreytt-
ir gosbrunnum, höggmyndum og
öðrum listaverkum til yndis
ungum sem öldnum.
Ævintýrið um skipulagningu
og byggingu borgarinnar er haf-
ið. Ég vona fastlega að framhald
verði á því, til 'hagsældar og
ánægju fyrir samiborgarana.
Æskumenn í
íremstu röð
Karl Þórðarson, verkamað-
ur, sagði:
— Ég hef verið að velta því
fyrir mér frá því ég fyrir
nokkrum dögum fékk bréf
frá Guðmundi J. Guðmunds-
syni, starfsmanni okkar Dags
brúnarmanna, hvort árgjald
okkar til félagsins hefur ver-
ið hækkað úr 700 í 1000 kr.
til þess að standa undir kostn
aði af útsendingu þessa bréfs
og samningu þess.
Guðmundur skrifar okkur bréf
og biður um stuðning við sig og
sína flokksmenn í borgarstjórn-
arkösningunum. Ég get hinsvegar
ekki fallizt á að veita honum
stuðning til að fara með mál
okkar borgaranna þar og vitna
ég þar til þess lýðræðis, sem
ríkir á Dagsbrúnarfunum, þegar
einhver rís þar upp til að and-
mæla stjóm kommúnista á fé-
laginu. Þar er öskurlýður hafður
á takteinum til að kveða niður
hverja þá rödd er hreyfir and-
mælum og það einmitt oft og
einatt undir fundarstjórn þessa
manns.
Með hækkun félagsgjalds okk-
ar höfum við ekki séð að betur
hafi verið unnið að félagsmálum
okkar. Nú þessa dagana er skrif-
stofa Dag'dbrúnar undirlögð við
kosningastarfsemi fyrir kommún
ista í borgarstjórn. Þegar ég ætl-
aði að leita upplýsinga hjá Guð-
mundi J. Guðmiundssyni fyrir fá-
um dögum, var mér sagt að hann
væri ekki við, en svo /heyrði ég
í honum í útvarpinu ræða um
borgarmál.
Við höfum hann, og fleiri, á
launum til að berjast fyrir og
vinna að hagsmunamálum okkar
verkamanna én ekki til að vinna
að kosnigum fyrir G-listann í
þeim vinnutima, sem ætlaður er
fyrir Dagsrbún. Pólitísk hags-
munamál þeirra eru mörgum
okkar alls óviðkomandi.
Það er einnig algerlega skakkt
að kommúnistar vinni bezt fyrir
verkamenp. við samningaborðið.
Við höfum fyrir okkur glögg
dæmi, þar sem Sjálfstæðismenn
hafa náð völdum í verkalýðsfé-
lögum, að þar er friðsamlega
imnið að samningagerð og betur
en þar sem kommúnistar eiga
hlut að málum.
Ég tel að sá borgarstjórnar-
meirihluti, sem stjórnað hefir
Reykjavík að undanförnu hafi
gert það mikið og vel fyrir
borgarbúa að hann eigi skilið að
fara áfram með stjórn og vinna
verðskuldaðan sigur í kosningun-
um á sunnudaginn. Ekki hvað
sízt ber ég til Sjáifstæðismanna
mikið traust vegna þess að æsku-
menn eru nú komnir í fremstu
röð til starfa í borgarstjórn með
hinum eldri.
Því skulum við tryggja D-list-
anum sigur á sunnudaginn. segir
Karl að lokum.
Metum framkvæmda-
mennina að
verðleikum
Guðmundur Nikulásson,
verkamaður, er vistmaður á
Hrafnistu. Hann hefur löng-
um verið áhugasamur um
stjórnmál og ákveðinn í skoð-
unum. Við spyrjum hann
hverjar skoðanir hann hafi á
kosningunum, sem nú fara í
hönd, og hann svarar:
— Þegar ég hugsa um kosn-
ingarnar. sem fram fara á sunnu-
daginn kemur mér fyrst í hug
hinir ágætu kjósendafundir, sem
borgarstjórinn okkar, Geir Hall-
grímsson hélt nú fyrir skömmu.
Þar kom berlegast í ijóe, hve
dugandi maður hann er og
hversu vel honum hefur farnazt
stjórn borgarinnar á liðnu kjör-
timabili. Á fundinum lýsti hann
skilmerkilega, þeim málum, sem
hann mun beita sér fyrir á næsta
kjörtímabili og svo eitthvað af
því sé nefnt má minnast á hinar
stórhuga framkvæmir í hita-
veitumálum. Ætlunin er að
virkja jarðhita á Nesjavöllum og
leiða hann til borgarinnar. Þetta
er mikið framfaramál, því að
ekkert er fegurra, en hrein og
reyklaus borg auk iþess sem upp-
hitun húsa með jarðhita er
ódýrust.
Það var athyglisvert að hús-
fyllir var á öllum fundum borg-
arstjóra og honum bárust fjöidi
fyrirspurna, sem hann svaraði
greiðlega. Mikils er nú krafizt af
borg og ríki, bæði í félagsJegum
og persónulegum málum, en allt
krefst þetta mikillar fyrirhyggju
og góðrar stjómar. Hér áður fyrr
þurfti maður að treysta á mátt
sinn og megin og taka því sem
að höndum bar, en nú hefur ör-
yggið a.m.k. meðal okkar aldr-
aða fólksis vaxið gífurlega.
Það má teljast mikil heppni
okkar borgarbúa, að Geir Hall-
grímsson skuli gefa kost á sér
aftur, því hann er mikill mann-
kostamaður og mikilhæfur borg-
arstjóri. Framtíð borgarinnar
veltur á því, að Sjálfstæðismenn
fái aukinn meirihluta við kosning
arnar nú. Það mun tryggja hags-
muna- og uppbyggingarmál borg
arinnar. í 7., 8. og 9. saeti D-list-
ans eru ungir og stórhuga menn.
Ég hefði að vísu kosið, að fleiri
konur hefðu vetið á listanum, en
þess má geta að þar skipar hin
mikilhæfa kona, frú Auður Auð-
uns verðugt sæti.
— Hvað viltu taka fram að
lokum?
— Ég vil hvetja alla, karla og
konur til þess að fyl'kja sér um
lista Sjálfstæðismanna og vinna
ötullega að sigri hans. Kommún-
istar þurfa ekki gróft að tala, því
að það er ekki vitað, að þeir
hafi lagt í neitt þjóðþrifafyrir-
tæki og það skulu þeir vita, að
það er ekki nóg að tala digur-
barkalega. Ég met hins vegar
m i k i 1 s framkvæmdamennina,
sem bæta lífskjör fólksins og þar
eru Sjálfstæðismenn í farar-
broddi og hafa ávallt verið, sagði
Guðmundur um leið og við
kvöddum hann.
Vel séð íyrir þörfurr
unga fólksins
— Borgarstjórnin hefur
haldið mjög vel á málum
borgarinnar og staðið við öll
veigamestu kosningaloforð
sín, sagði Stefán Hjaltested,
yfirmatreiðslumaður í sam-
tali við blaðið. Stefán sagði
ennfremur:
— Það sem mér finnst mest
vert um af öllum þeim stórvirkj-
um, sem borgarstjórnin hefur
látið framkvæma er bygging
hinnar veglegu íþróttahallar í
Laugardal, sem tæpast á sinn
líka á öllum Norðurlöndum.
Hvað viðvíkur heildarskipulag-
inu, þá lízt mér mjög vel á það,
þótt fyrirkomulagið í Fossvogn-
um komi mér dálítið spánskt
fyrir sjónir, en þetta er að sjálf-
sögðu atriði, sem verkfræðingar
hafa vendilega athugað.
Listi borgarstjórnarmeirihlut-
ans er vel skipaður ungum og
áhugasömum mönnum, sem væn-
legir eru til afreka. Geir Hall-
grímsson hefur líka sýnt það og
sannað, að hann er einhver ágæt-
asti borgarstjóri, sem við höfum
átt að öllum öðrum ólöstuðum.
— Húsnæðismálin eru mál mál
anna að margra áliti. Þau eru
vandamál, sem borgarstjóri hefur
glímt við af alkunnri elju og
framsýni. Húsnæðismálin hafa
alltaf verið og munu alltaf vera
vandamál meðan fólksfjölgunin
er svo ör, sem raun ber vitni hér
í Reykjavík og það er á einskis
manns færi að kippa þeim í lag
á fáeinum árum.
— Mér finnst prýðilega hafa
verið séð fyrir þörfum unga
fólksins í borginni. Það sem á
bjátar núna er skortur á hent-
ugu húsnæði fyrir skemmtanir
æskufólks og ég er þess fullviss,
að borgarstjóri mun finna við-
unandi lausn á þessu vandamáli.
— Það gætir mikillar spennu
í kasningabaráttunni meðal al-
mennings og vart er um annað
talað en kosningarnar á sunnu-
daginn. Ég hef heyrt suma segja,
að núna ætli þeir ekki að kjósa
og mér er spurn: Hvaða tilgangi
þjónar þessi hugsunarháttur?
Fólk á einmitt að fjölmenna á
kjörstað og fylkja sér undir eink-
unarorðiðÁfram. Skrif blaða and
stæðinganna eru alltaf sjálfum
sér lík og ég fæ ekki annað séð
en minnihlutinn hafi ekkert ann-
að að gera en að níða það niður,
sem vel hefur verið gert.
Það er einlæg von mín, að
borgarstjórnin vinni mikinn sig-
ur í komandi kosningum og hún
megi reynast jafn styrk og far-
sæl og verið hefur.
Verum ekki
of bjartsýn
— Mér finnst að yfirleitt
líti fólk björtum augum á
kosningarnar, sem nú fara í
hönd, sagði Halldóra Valde-
marsdóttir, formaður Félags
starfsfólks í veitingahúsum,
er blaðið átti við hana stutt
rabb um kosningarnar.
— Ég óttast það mest að borg-
arar Reykjavíkur séu um of
bjartsýnir. Persónulega finnst
mér gott að við höldum óbreyttu
fylgi og borgarfulltrúar meiri-
hlutans verði hinir sömu og var
síðasta kjörtímabil.
Það sem veldur þessu kann að
vera tímatoundin óánægja 'með
ýmislegt, sem landsstjórnin hefir
orðið að gera og ekki verður tal-
ið vinsælt. Fólk ruglar of mikið
saman landspólitikinni og mál-
efnum höfuðborgarinnar. Hins
v'egar ættu menn að vita, að hér
er um alls óskyldar kosningar að
ræða. Og iþótt stjórn landsins
þurfi að framkvæma mál, sem
óvinsæl eru, kemur það í engu
borgarstjórninni við. Dýrtíð og
verðhækkanir eru mál sem borg-
arstjórn getur ekki ráðið við.
Ég vil sérstaklega taka fram að
mér finnst borgarstjórnin, eða
réttara sagt meiri hluti hennar,
hafa unnið mjög vel síðasta kjör-
tímabil. Hitt veit ég að margt er
vanþakkáð, þótt vel sé gert, og
öllum er ekki að fullu Ijóst að
margt er nauðsynlegt að fram-
kvæma, sem fylgir mikill kostn-
aður. Gatnagerð og hitaveitu-
framkvæmdir hafa verið áber-
andi miklar í tíð síðustu borgar-
stjórnar og við öll loforð hefir
verið staðið í sambandi við þær
og raunar framar öilum vonum.
Ég vil að síðustu, segir Hall-
dóra, óska Sjálfstæðismönnum
alls góðs í kosningunum á sunnu-
daginn og ég vona að þeir bæti
við sig fulltrúum, þótt ég álíti
hinsvegar því miður að það verði
ekki að marki. Við skulum því
ekki vera of bjartsýn. Hið góða
skaðar ekki.
S j álf stæðisf lokkurinn
hefur vaxið
með borginni
— Ég hefi frá upphafi kos-
ið D-Iistann í borgarstjórn
vegna þess, að á vegum hans
hafa verið unnin stórvirki f
gatnagerð og hitaveitufram-
kvæmdum, sagði Valur Lár-
usson, vörubílstjóri.