Morgunblaðið - 17.07.1966, Side 3

Morgunblaðið - 17.07.1966, Side 3
Sunnudagur 17. júlí 1966 MORGUNBLAÐIÐ Rabbað v/ð Marzellus Bernharbsson, skipasmlba- meistara á ísafirði — ÉG má ekkert vera að því að tala við blaðamenn nú, þegar ég er að vinna. Þið blaðamenn komið alltaf á versta tíma, segir hvatlegur roskinn maður, Marzelíus Bernharðsson, skipasmíða- meistari, þegar við hittum hann nú í vikunni í skipa- smíðastöð hans í Neðstakaup stað á ísafirði. Hann skoðar skemmdir á kili ísfirzks síldarbáts og gef ur mönnum sínum fyrirskip- anir um, hvernig verkið skuli unnið. Við erum ekki á þvi að gefast upp og fylgjum Marzelíusi eftir í þeirri von, að honum gefist kostur á að rabba við okkur stundarkorn. — Hve stór skip er þér unnt að taka hér á land? — Um 400 tonna skip, segir hann. — Hvenær stofnaðirðu fyr irtækið? — Árið 1939, og fyrirtækið er fætt andvana, segir hann og kímir um leið og við lítum á hin reisulegu hús, sem alls staðar blasa við augum. — Ég varð að búa til land ið sjálfur, hér sem við stönd um, heldur hann svo áfram, hér var áður flugbraut fyrir sjóflugvélarnar, þar sem Marzelius Bernharðsson, skipasmíðameistari. þeim var ekið á land. Við fylgjum nú Marzeií- usi inn í stórt gult hús, þar sem unnt er að hans sögn að smíða stálskip 450 tonn að stærð. Þar er innandyra 200 tonna pressá til þess að beýgja og móta járn og þar er krani, sem lyft getur Í0 tonnum. — Hve stórt er húsið? — Þáð er að grunnfteti 40 sinnum 40 metrar. — Hve marga báta hefur þú smíðað? — Ég hef smíðað 40 tré- skip og get hafið smíði stál- skips hvenær sem er. Ég hef hér um 35—40 manns starf- andi þar á meðal einn skipa- tæknifræðing, sem vinnur að teikningum, Gunnar Örn Gunnarsson. Á skrifstofunni vinna þrír. Áður en ég flutti hingað syðst á Tangann var ég með stöðina uppi í bæ, en héðan hef ég smiðáð 35 skip. — Hvaða gamla skip er þetta, sem liggur þarna úti við enda Tangans? — Það er gamail togari, Júpíter, sem ég ætia að nota fyrir bryggjuhaus. Mig vant- ar hér tilfinnanlega bryggju. — Og hvað er svo stærsta skipið sem þú hefur smiðað til þessa? spyrjum við að ’ok um. — Það stærsta er 92 ja tonna skip, segir Marzelius um leið og við kveðjum hann, og hann hálfhleypur við fót niður á renniverkstæðið til að taka til höndunum við einhverja smíðina. Hann er augsýnilega þeirrar mann- gerðar að geta ekki setið auð um höndum. — Vietnam Framhald af bls. 1 tH stjúrnarinnar í Hanoi. Sagði Harriman, að líflát fiugmann- anna yrði tii þess að breyta al- erlega afstöðu bandarisku þjóð arinnar til styrjaldarinnar. Til íþessa hefði hún ekki beinzt gegn þjóðinni í N-Víetnam, — en gerðist stjórn landsins sek um .slí'ka óhæfu, kynni að verða breyting þar á. Harriman sagði, að ljóslega væri það trú Hanoi stjórnarinnar, að Bandaríkja- menn myndu gefast upp í Ví- etnam, rétt eins og Frakkar á eínum tíma. En þar færu menn viWir vegar — og ekkert mundi herða Bandaríkjamenn eins í andstööunni og líflát flugmann- anna, er væri algert brot á Genfarsamiþykktinni um með- ferð stríðsfanga. Stjórnin í Hanoi hefur marg- lýst því y£ir, að hún líti ekki á bandarísku flugmennina sem stríðsfanga heldur sem stríðs- glæpamenn, þar sem Banda- ríkjastjórn hafi aldL”ei lýst stríði á hendur N-Víe'*'am. Harriman viðhafði j essi um- mæli í viðtali við útvarpsstöð- ina „Voice of America". Hann sagði meðal annars, að Hanol stjórnin hefði neitað að gefa nokkrar upplýsingar um banda- rísku fangana. Er ekki einu sinni vitað, hversu margir þeir eru — en gizkað á að þeir muni 34 talsins, að minnsta kosti. Hanoi stjórnin hefur einnig neitað að leyfa fuKtrúum Al- þjóða rauða krossins að hafa samband við mennina og neitað að sjá svo um, að mönnunum berist bréf og bögglar. ★ Viðtalinu við Harriman var útvarpað nokkrum klukkustund um eftir að George D. Aiken, öldungadeildarþingmaður repu- blikana frá Vermont, lýsti því yfir að bandariska þjóðin mundi krefjast algerrar eyði- leggingar N-Víetnam, ef Hanoi stjórnin léti verða af því að líf- láta flugmennina. Aiken. sagði í blaðaviðtali, að Moskvustjórnin hefði átt veru- legan þátt í að hvetja N-Ví- etnam til aukinnar andstöðu. Sovétstjórnin vissi, að Johnson, Bandaríkjaforseti, vildi að frið- ur kæmist á í Víetnam og gæti því stuðlað að friðsamlegri lausn með því að hvetja Hanoi- stjórnina til að setjast að samn- ingaborðinu. En Rússar virtust meira fyrir friðinn í orði en á borði. Aiken er einn þeirra, sem til þessa hafa oft gagnrýnt Bandaríkjastjórn fyrir að færa út styrjöldina i Víetnam, — einn af „dúfunum“ svonefndu, — en 18 þeirra úr hópi öld- ungadeildarþingmanna demó- krata hafa sent Hanoi-Stjórn- irani opineibrt bréf, þar sem hún Sr. Jon Auðuns, dompróf.: Fögur „Tíminn er kominn að ég taki mig upp. Ég hefi barizt góðu baráttunni, fullnað skeiðið, varð veitt trúna. Og nú er mér geymdur sveigur réttlætisins, sem Drottinn mun gefa mér á þeim degi“% Svo syngur guðsmaður sinn dánarsöng, þegar hann veit dauðann nálgast (2.Tím.4,6-8). Hvílík ævilok. Hvílík rósemi. Ætlar þú að deyja þannig? Mun ég geta dáið svo? Ævilok eru að nálgast. Sólar- lagið færist nær og nær. En rósemi guðsmannsins haggast ekki. Traust hans er á bjargi byggt. Hann horfir um öxl yfir deyjandi dag og veit, að annar dagur er að rísa. Hann horfir á sólarlagið og fagnar því, af því að hann veit, að sólarupprás fylgir, þúsund sinnum auðugri að dýrð. Hann horfir yfir ævi- starfið og veit, að hann hefir ekki brugðizt, ekki svikizt frá neinu. Þessvegna er sálarfriður hans svo mikill og æviíokin svo fögur. Eigum við þá sannfæringu um Kolviðornesloug opnuð ú ný 17NGMENNAFÉLAGAR í Snæ- fellsness- og Hnappadalssýslu réðust i það stórvirki í kringum 1940 að byggja steinsteypta sund laug, 25 m langa, við Kolviðar- neslaug í Eyjarhreppi, þar sem áður hafði verið torflaug og sund kennt i nálega 100 ár. Skömmu síðar byggðu þeir einnig sundskýli við laugina. sem þó varð aldrej fullgert vegna fjárskorts. Síðastliðið sumar gáfu ung- mennafélögin hmum nýja heima vistar skól a, I.augargerðisskóla, laugina, en har.n stendur aðeins spölkorn /rá henni. Allan júní- mánuð var unoið að endurbót- um á lauginni, og stjórnaði þeim framkvæmdum Sigurður Helga- son, skólastjóri Var taugarþróin máluð, sömuleðis sundskýlið utan og innan Rafmagn var leitt í sundskýlið og þar komið fyrir steypuböðum og salernum. Þá var reist skjólþii við laug- ina og lóð lagíærð og girt. Sundlaogin 'ierður fyrst um sinn opin almenningi á kvöldin frá kl. 9 — 11, mánudaga, fimmtudaga og föstudaga, en laugardaga og sunnudaga frá kl. 4 — 6 e.h. Stjórn Jemen segir nl sér Kairo, 16. júlí. — NTB. • Lýðveldisstjórnin í Jemen hefur sagt af sér vegna ágrein- ings við stjórn Egyptalands. Áreiðanlegar heimildir herma, að ágreiningur þessi hafi komið fram á ráðstefnu, sem fulltrúar stjórnar Jemens og Egyptalands sátu fyrir nokkrum dögum í Kairo. Þetta er fimmtánda stjórnarbreytingin í Jemen frá því iýðveldi var lýst yfir árið 1962. er vöruð við að lífláta her- mennina, þar sem slíkt mundi bjóða heim alvarlegum gagn- ráðstöfunum og enn draga úr friðarlíkum. Meðal hinna átján er Mike Mansfield, leiðtogi demókrata í deildinni, sem einnig hefur tekið undir fynr- greind orð Aikens. ævilok líf og dauða, ég og þú, að við fáum lifað öruggir og dáið með rósemi? Munum við geta sagt eins og postulinn, þegar leggja skal upp í hinztu ferðina héðan: „Tíminn er kominn að ég taki mig upp“? En að „taka sig upp“, þýðir að búast til brottfarar. Um það ætti ekki að þurfa að spyrja kristin mann. En þó er raunin sú, að svo margt hef- ' ir lagst á eitt til að svæfa páska- trú kristinna manna, að jafnvel i kristinni boðun er tíðum far- ið í kring um frmhaldslíf manns sálarinnar eins og feimnismál, sem réttast væri að segja um sem fæst, fullyrða sem minnst. En hver verða örlög kristninn- ar, ef slíku fer lengi fram? Menn segja unnt að trúa á Guð án þess að trúa á fram- haldslíf eða ódauðleika manns- sálaríhnar. Látum svo vera. En kristna trú er ekki unnt að eiga, nema sannfæring sé fyrir hendi um líf að baki líkamsdauðans. Eftir 36 ára preststarf er ég sannfærðari um það í dag en nokkru sinni fyrr ,að kristninni er ekkert nauðsynlegra en að leiðir finnist til að endurvekja þverrandi trú á, að það er byggð á bak við heljarstrauma. Með sitt hvað það í huga, sem djúpsálarfræðin hefur leitt í ljós á síðustu áratugbm, tel ég eng- an veginn allt það vera rök fyrir framhaldslífi, sem ég taldi rök fyrir nokkrum áratugum. En ýmis af þeim rökum, sem ég taldi þá styðja ódauðleikatrúna, tel ég með jafnmikilli vissu styðja hana enn. Ég hefi verið þessa dagana verið að grípa að nýju ofan í merkilega bók um sálgæzlu eft- ir einn lærðasta Svía nútímans, geðveikralækni í Stokkhólmi. Það er sómi Díakonissustofnun- inni sænsku, sem er fremur íhaldssamur félagsskapur, að gefa út þessa bók. En höfundur- inn er bæði opinskár um við- kvæm kynlífsmál og hefur einn ig stundað í áratugi vísindaleg- ar sálarrannsóknir og mjög iðk- að dáleiðslu við rannsóknir sin- ar, sem margt „trúað“ fólk er hrætt við eins og galdra. Hinn stórlærði geðlæknir seg ir, að enginn geti stundað sál- gæzlu að nokkru gagni nema örugiglega sé trúaður á annað líf. Og hann fullyrðir, að af vísindalegum sálarrannsóknum hafi fengizt niðurstöður, sem verðskuldi að til þeirra sé lit- ið með fullri virðingu. Sem geð- læknir með geysilega reynslu að baki og með mikla þekkingu á vandamalum mannssálarinnar, óttanum, friðleysinu og því innra öryggisleysi, sem veidur sálsýki, veit hann að ómetanleg blessun og andleg heilsubót er fólgin í einlægri trú. En hann efar að þá blessun geti nokkur fundið, sem á ekki örugga trú á ódauðleika mannssáiarinnar. Hann veit, hve fráleitt er að ætla, að vísindin hafi afsannað eða geti afsannað líf eftir dauð ann. En fyrir hinu telur hann sterkar líkur, að ódauðleikasann færingin styðjist við þrugg rök. Átt þú þá sannfæringu. Það er ekki aðeins sjálfs sin vegna eða ástvinamissis, sem menn hafa persónulega orðið fyrir, að menn glíma við þessa gatu, heldur einnig og ekki síð- ur til þess að freista þess að bjarga trú sinni á lífið og verð- mæti niannssálarinnar. En trúin á þau er í hættu. Og hættan steðjar að frá guðlausum vís- indum og guðlausum hagkerf- um. Átt þú þessa sannfæringu? Næsta sunnudag ætla ég að taka þá spurningu aftur upp, ef ske kynni, að þú vildir spyrja líka.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.