Morgunblaðið - 17.07.1966, Síða 21

Morgunblaðið - 17.07.1966, Síða 21
Sunnudagur 17. iúlí 1966 MORGUNBLAÐIÐ 21 Edward Crankshaw og Lajos Lederer: Tímnmót í Júgóslavíu EF Júgóslavía heldur áfram braut þá, sem Tító forseti landsins markaði í upphafi, og hefur komið landinu töluvert áleiðis, eru allar horfur á að stjórnarfyrirkomulagið verði mun frjálsara en verið hefur og smám saman verði komið á nýju sósíalistísku ríki. E£ illa tekst til, verða afleiðingarnar hins vegar hrun og upplausn júgóslavneska sambandsríkis- ins, en mesta afrek Títós hefur einmitt verið að halda því sam an. í samanburði við þetta verð- ur að líta á hina æsandi at- burði, sem skeðu 1 byrjun þessa mánaðar sem smáatriði, enda þótt þeir séu bæði mikil- vægir og víðtækir. Sjálfsfor- ræði öryggislögreglunnar hef- ur verið að engu gert. Hið lang varandi ástand, sem gerði það að verkum að pólitískur yfir- maður lögreglunnar, Alexand- er Rankovich, fékk neytt að- stöðu sinnar til þess að hafa áhrif á veitingu embætta inn- an ríkisstjórnarinnar og flokks ins, getur ekki endurtekið sig nema því aðeins að stjórnar- bylting komi til. Júgóslavneska miðstjórnin varð að beina fyrstu aðgerðum sínum gegn Rankovich og mönnum hans, þar sem þeir hafa ekki látið sér nægja að 'koma í veg fyrir þær endur- bætur efnahagsmála sem byrj- að var á á sl. ári, heldur hafa þeir einnig staðið manna mest igegn hinum róttæku, pólitísku endurbótum, sem sósíalíska sambandsþingið kunngerði í júní sl. Þannig neyddist mið- stjórnin til að taka fyrir mál Rankovichs og þeirra félaga á fundi, sem haldinn var í byrj^ un þ.m. og var ætlað það hlut- verk að koma af stað hinum pólitísku endurbótum (aðskiln aði kommúnistaflokksins frá framkvæmdavaldinu). En. nú geta þeir sem vinna að endur- bótunum gefið sig að meiri háttar vandamálum, þar sem andstaða Rankovich og manna hans hefur verið brotin á bak aftur. 400 stuðningsmenn Hankovich voru sviptir em- bættum í kyrrþey áður en sjálf ur höfuðpaurinn var tekinn fyrir og síðan hafa 800 manns í viðbót orðið að hröklast úr stöðum sínum. Sem dæmi um það sem var að ger-ast má geta þess, að einn af ræðumönnum á fundi mið- stjórnarinnar lýsti því yfir, að júgóslavneska innanríkisráð- herranum hafi algjörlega fall- izt hendur vegna þeirra manna, sem Rankovich, yfir- maður öryggislögreglunnar höfðu skipað honum til „að- stoðar". Fjöldamörg atvik þess arar tegundar hafa átt sér stað. Nú mun þetta allt taka enda. Mikilvægum áfanga hefur ver- ið náð, þar sem bráðlega verð ur unnt að sjá að hve miklu leyti andstaðan gegn endurbót- um í efnahagsmálum og stjórn málum er runnin undan rifjum Rankovich og stuðningsmanna hans, og að hve miklu leyti þar er um að kenna íhaldssemi ótal embættismanna innan flokksins, sem ekki eru bein- línis tengdir öryggislögregl- unni en hafa séð stöðum sínum ógnað eða halda í alvöru, að Tító sé genginn af vitinu. Þá er einnig rétt að hafa í huga þá vaxandi þjóðemiskennd, sem grunnt er á í hinum ýmsu sambandsríkjum. Ástandið er enn óskýrara af þessum sökum. Þannig hefur t.d. baráttan milli frjálslyndra afla og afturhaldssinna orðið mun flóknara sökum meiri eða minni háttar „skæruhernaðar“ milli Króata og Slóvena annars vegar og Serba hins vegar — eru deilur þessar öflugt berg- mál hinna fornu deilna róm- versk-kaþólskra og grísk- kaþólskra manna í landinu og bræðravígum Króata og Serba á tímum síðari heimsstyrjaldar innar. Eitt þeirra mála, sem voru að komast í hámæli var nokk- urs konar leynimakk um að bæla niður hreyfingu frjáls- lyndra Króata með því skil- yrði, að einnig yrði hafður hemill á tilteknum serbneskum öfgamönnum. Var mönnum svo heitt í hamsi vegna þessa, að ein ástæðan fyrir því, að Tító skirrðist við að snúast fyrr gegn Serbanum Rankovich var ótti hans við serbneska upp- reisn. Því var það, að þegar Tító fór til Brioni í byrjun þessa mánaðar komu slóvensk- ar hersveitir í stað hinna serb nesku hersveita í setuliðunum og hallarvarðliði höfuðborgar- innar. Þrátt fyrir óvinsældir sín- ar naut Rankovioh trausts Títós, sem fól honum nær ótak markað vald. Nú andar þjóð- in léttar eftir aðgerðirnar gegn lögreglunni og þá sérstaklega gegn Rankovich, * og Titó fer sér að engu óðslega. 1 fyrstu opinberu ræðunni, sem hann hélt eftir fund mið- stjórnarinnar beindi hann orð- um sínum til hóps fyrrverandi hermanna, sem margir hverjir gegna æðri stöðum sökum vaskrar framgöngu í hemum í heimsstyrjöldinni síðari og í spánska borgarastríðinu. Gaf Tító hann þeim varfærnislega fyrstu ábendinguna um, að tími væri ekki aðeins kominn fyrir marga þeirra til að draga sig í hlé — „fyrr eða seinna þurfum við öll að draga okkur í hlé“, lét Tító um mælt — heldur stæði einnig til að skipu leggja herinn upp á nýtt og fækka þar mönnum. Ennfremur notaði Tító tæki færið til að vara við of miklu frjálslyndi. Hosum fórust svo orð, að mikið væri rætt um frjálslyndi en það væri í raun- inni neikvætt. Þegar að því kæmi að taka upp vestræna háttu eða þegar um væri að ræða að bæla niður þjóðernis- hreyfingar og aðskilnaðarstefn ur ætti frjálslyndi í stjórnmál- um enga lífsvon. „Vér stefnum að því að skapa ósvikið lýðræði, þannig að sér hver borgari sé frjáls og öháð ur. Vér getum ekki látið það viðgangast, að fólkið lifi í sí- felldum ótta“. Þetta var vissu- lega vel mælt. En Tító hélt áfram máli sínu og sagði þá að sá eini, er ástæðu hefði til að óttast væri „óvinur upp- byggingar sósíalismans og lýð ræðisins“. En hver á að kveða á um það hvað sé sósíalismi og lýðræði annar en kommúnista flokkurinn undir forystu Títós? Hver á að vekja ótta hjá þeim sem eru á öndverðum meiði við þær kenningar, sem komm únistar boða ef ekki leyniþjón ustan, sem hefur mikil völd með höndum, þó að hún sé, sem starfandi heild, ábyrg gagnvart miðstjórninni? Marg- ar þær ræður, sem meðlimir miðstjórnarinnar fluttu í Bri- oni gáfu ótvírætt til kynna, að miðstjórnin hafi á undanförn- um árum lagt of oft blessun sina yfir handahófskenndar ákvaiðanir Rankovich eða ann arra „óskeikulla" leiðtoga. í þessu er vandamálið einmitt fólgið. Enginn vafi leikur á því, að Tító er staðráðinn í, á meðan hann er enn við völd, að færa út undirstöðu stjórnarfyrir- komulagsins með því að dreifa völdunum á hendur fleiri manna og með því að stofna sérstaka stjórnardeild í Bel- grad, sem yrði ekki aðeins sann ur fulltrúi hinna andstæðu krafta, sem bornar eru fram af hinum ýmsu sambandsríkjum, heldur einnig fulltrúi ólíkra skoðana, sem almenningur læt- ur uppi. En þessi leið verður vand- farin. Tító virðist ímynda sér einn öflugan kommúnistaflokk sem starfi við hlið stjórnar- deildar skipaðri hæfileikamönn um, sem ekki þurfi endilega að vera kommúnistar. Hann fór þess á leit, að hafnar yrðu opin berar viðræður um sem flest vandamál, svo að flokkurinn og ráðamenn hans kæmust að samkomulagi. Svo virðist sem Tító sé að fara fram á að kommúnistaflokkurinn haldi sínum stranga aga og vinni við hlið óflokksbundinna einstakl- inga með ótakmörkuðu skoð- ana- og athafnafrelsL Ráðgert er að halda auka- flokksþing nú í haust, og eru tvær undirbúningsnefndir þess teknar til starfa. Á önnur þeirra að gera nánari grein fyr ir starfsemi og skipulagi örygg isþjónustunnar og fylgjast vel með þeim, sem standa gegn endurbótunuim. Hinni nefnd- inm hefur verið falið að taka til abhugunar flókin pólitísk vandamál, sem þurfa úrlausn- ar við áður en unnt er að skipuleggja nýtt samstarf Rankovich milli kommúnistaflokksins og stjórnarinnar, sem hefur í för með sér mikla valdaskerðingu flokksins. Þessi vandamál taka ekki einungis til hugmynda- kenninga og hvernig eigi að haga yfirstjórn landsmála, heldur einnig til þess hvernig eigi að koma fyrir skipulagn ingu sambandsstjórnar í landi, þar sem þjóðfélög, sem eru langt á veg komin eins og Slóvenía, verða að eiga sam- leið með öðrum skemmra á veg komnum eins og Make- dóníu og með því þjóðfélagi sem venjulega segir hinum fyr ir verkum, þ.e. Serbíu. Þar sem andstaða Ranko- vichs og samstarfsmanna hans hefur verið brotin á bak aftur þykir ljóst að Tító muni fyrr en hann bjóst við standa and- spænis aðalinntaki þess vanda máls, sem hann nú glímir við þ.e. hvernig kommúnistaflokk urinn fái haldið stöðu sinni, þegar málfrelsi hefur ekki að eins verið leyft, heldur einnig gert að veruleika. Tító hefur hafið ákaflega djarfa tilraun, sem samræmist vel eðli hans, en með henni mun hann ekki aðeins efla eða brjóta Jógó- slavíu niður, heldur einnig hafa áihrif á öll komandi kommúnistísk stjórnarfyrir- komulög Evrópu. Sú tilraun, sem nú hefur verið hafin til að fara vandasaman meðalveg í landi, þar sem ofsi, þrjóska og öfgar ráða ríkjum, markar því hvorki meira né minna en alger tímamót. (Observer — öll réttindi áskilin). < Bíltæki „Standard66 Festingar í flestar tegundir bifreiða. Ferðatæki fyrir bíla Bílloftnet í miklu úrvali Sendum gegn póstkröfu RADIOVER sf. SkölavörOuttfg 8 • Reykjavfk • Sfmi 18525 Skolprör 2^” 4“ og 6” ásamt tilheyrandi fittings, væntan- legt fyrir mánaðamót. Pantanir óskast endurnýjaðar. BYGGINGAVÖRUVERZLUN Isleifur Jónsson hf. Bolholti 4 símar 36920—36921. ÁBYRGÐ Á H ÚSGÖGNI JM Athugið, oð merki þetto sé ó húsgögnum, sem óbyrgðarskirteini fýlgir. Kaupið vönduð húsgögn. 025421 RAMLEIÐANDI í = NO. HÚSGÁGNAMEISTARA ÉLAGI REYKJAVÍKUR i HÚSGAGNAMEISTARAFÉLAG REYKJAVÍKUR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.