Morgunblaðið - 28.07.1966, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.07.1966, Blaðsíða 1
32 síður v Mynd þessi er tekin í Linburg í Vestur Þýzkalandi þegar verið var að koma líkistum ungling anna 28 fyrir í skóla nokkrum þar í bæ. Þangað komu svo foreldrar unglinganna frá Belgíu til að fylgja líkunum heim. Minningarhátíð í Briissel vegno umferðarslyssins á mánudag Brussel, 27. júlí (AP). LÍK skólabarnanna 28, sem fórust í bílslysi í Vestur Þýzka- landi sl. mánudag, voru flutt til Briissel í dag. Foreldrar nokkurra barnanna, kusu að flytja lí'kin flugleiðis heim, og tók Baudouin konung- ur á móti þeim á flugvellinum. En flestir foreldranna tóku þann kostinn að aka frá Limburg eftir Frankfurt-Köln ríkisbraiutinni, og fóru því framhjá slysstaðnum þar sem unglingamir, allir á aldrinum 10—17 ára, fórust. Mörg hundruð manns höfðu safnazt saman meðfram aðal- götum Briissel þegar lest sjúkra- bifreiða þýzka hersins kom með líkin til höfuð'borgarinnar. Og óteljandi blómsveigar höfðu bor izt frá opinberum aðilum og ein- staklingum. Við komuna til Brússel var haldin minningar- hátíð um unglingana, sem var ipjög fjölsótt. En að henni lok- inni voru líkin flutt til heima- borga hvers fyrir sig. Brezka stjórnin héllt velli Vantraust stjornarandstöðunnar fellt með 325 atkv. gegn 246 London 27. júlí (AP-NTB) STJÓRN Harold Wilsons hélt velli í gær þegar Neðri mál- stofa brezka þingsins felldi vantrauststillögu stjórnarand stöðunnar með 325 atkvæð- um gegn 246. Var vantraust ið borið fram vegna hinnar nýju stefnu brezku stjórnar- innar í efnahagsmálum, sem m.a. felur í sér almenna kaup bindingu í sex mánuði. — Áður hafði stjórn brezku verkalýðssamtakanna sam- þykkt með 20 atkvæðum gegn 12 að fallast á ósk stjórn arinnar um kaupbindingu. — Vinstri armur verkalýðssam takanna, undir forustu Frank Cousins, fyrrum tæknimála- ráðherra, hafði lagt til að frestað yrði að taka ákvörð- un í málinu þar til það hefði verið lagt fyrir fulltrúa allra 170 verkalýðsfélaganna, sem í landssamtökunum eru. En tillaga þessi var felld með 19 atkvæðum gegn 12. Samþykkti stjórn landssamtak anna að veita ríkisstjórninni þennan stuðning eftir fimm klukkustunda umræður. Sam- tök flutningaverkamanna, sem Cousins veitir forstöðu, voru andvíg sérhverjum stuðningi við ríkisstjórnina, en samtók þessi hafa jafnan verið andvíg öllum kaupbindingum. Þessi stuðningur samtaka verkalýðsins er ríkisstjórn- inni mjög þýðingarmikill ein- mitt nú í baráttu hennar fyrir því að styrkja sterlingspundið og bæta efnahag landsins. En bent er á að leiðtogar verkalýðs félaganna eigi erfitt verkefni framundan er þeir þurfa að sýna Framhald á bls. 8 Annaö hvort innrás í N-Vietnam nú — eða bíða í allt að 20 ár eftir að íbúarnir steypi stjórninni — segir Ky marskálkur á blaðamannafundi í Saigon Saigon 27. júlí (AP-NTB) Forsætisráðherra Suður-Viet nam, Nguyen Cao Ky mar- skálkur, sagði á fundi með fréttamönnum í Saigon í dag að vestrænu stórveldin hefðu um aðeins tvennt að velja varðandi Vietnam. Annað hvort yrðu þau að vera reiðu búin til að veita Suður-Viet- nam áframhaldandi hernað- aðaðstoð næstu tíu til tuttugu árin í baráttunni gegn innrás kommúnista að norðan, eða gera nú innrás í Norður-Viet nam. „Við sækjumst ekki eftir innrás í Norður-Vietnamf‘, sagði Ky marskálkur. „Bar- átta okkar er eingöngu háð í sjálfsvörn.“ Hann bætti því hins vegar við að friður feng ist aldrei meðan alþjóða kommúnismi, sem stefnir að því að undiroka allar þjóðir heims, ætti griðland norðan breid j -gráðunnar sem mark ar landamæri Norður- og Suð ur-Vietnam. Það kemur að því, sagði Ky, að íbúar Norður-Víetnam steypa kommúnistastjórninni. En spurn- ingin er hvort þjóðir hins frjálsa heims hafa þolinmæði til að halda áfram aðstoð við Suður- Olafsvakan hefst í dag Torshavn, Færeyjum, 27. júlí. Einkaskeyti til Mbl. Þ 'HÁTÍÐ Færeyinga, Ólafs- vaaan, verður haldin á morgun, fimmtudaginn 28. júlí og föstu- da-g. Safnast Færeyingar þá sam- an í Toríhavn frá öllum eyjun- um, jafnframt sem hátíðin dreg- ur að sér mikinn fjölda erlendia ferðamanna. Er ferðamanna- straumurinn orðinn það mikill að erfitt reynist að útvega að- komumönnum svefnpláss, þótt öll heimili taki á móti gestum. Nokkur hundruð gesta koma með farlþegaskipum frá íslandi og Danmörku, og Flugfélag ís- lands og Flugfélag Færeyja hafa aukaferðir í sambandi við hátíðina. íslendingar munu sérstaklega Framhald á bls 25 Víetnam þar til svo verður. „Ef ekki, verðum við að útrýma kommúnistunum í greni þeirra". Ky kvaðst ekki trúa á það að kínverskir kommúnistar taekju virkan þátt í Víetnam-styrjöld- inni á næstunni. Hinsvegar mætti búast við beinum afskiptum þeirra í Víetnam eða annars- staðar í Asíu eftir fimrn til tíu Framhald á bls. 8 Mao á sundi í Yangtzefljóti i Sundgarpinum Mao líkt við Batman hinn bandaríska London og Washington, 27. ágúst — (AP): HIÐ MIKL.A sundafrek Mao Tse-tungs, leiðtoga kín- verskra kommúnista, hefur vakið mikla athygli og um- tal víða um heim. En frá því var skýrt í Peking sl. mánu- dag að Mao hefði synt 14,4 km. niöur eftii Yangtze-fljóti fyrir skömmu á 65 mínútum. Bandavíski Öldungardeild- arþingir.aðurinn Robert Griff in ræddi þetta afrek í Wash- ington í dag, og sagði að helzt liti út f.vrir að Mao væri að keppa við bardarísku sjón- varps- og teiknimyndahetjuna „Batrnan". Benti hann á að einfaldur re'kningur leiddi í ljós að Mao, sem er 72 ára, hafi að meðaltali synt hverja 100 yarda á 24,6 sekúndum, en nezti tí .i, sem náðzt hefði á þeirri vegalengd í keppn- um væri 45.6 sekúndur. „Svo virðist sern vrð eigum okkar Eatman, og Kínverjar sinn Mao“, sagði þingmaðurinn. Þá gerir t rezka dagblaðið „Daily Mjrror" að umræðu- efni ljósnvyntí, sem fréttastof an Nýja Kína hefur birt af sundinu. En á mynd þessari sést Mae ásarnt fjórum öðr- um mönnum á sundi í fljót- Jnu. Segir blaðið að ýmsai vangaveltur séu meðal er- lendra fulltrúa í Londsn varð andi Ijósm.vndina, og mætir svo við: .AC'Jugið þessa nýju kinversku ljosmynd nánar. Koma þá fram nokkrar spurn jngar, sem krefjast svara. Haf ið þið nokku-ntíma séð mynd af fimm syndandi mönnum, án þess að sjáist í handleggi nokku»’s þeirra? Hafið þið nokkurntían séð mynd sem þessa an þess að vatnið brjóti á sundmönnonum? Hafið þið nokkurntíma séð mynd af fimm sundmönnum, sem allir eru með loltaðan munn? Blaðið reynir ekki að svara spurningunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.