Morgunblaðið - 28.07.1966, Blaðsíða 19
Pifnmtudagur 28. júlí Í966
MORG U N B LAÐIÐ
19
Friðgeir Bjarnarson frv.
stjórnarráðsfulltr. • Minning
því áfram með dugnaði, og sér-
stakri vandvirkni og samvizku-
semi til dauðadags. Hann vann
jafnan aðallega á sviði hagJtræði,
við bókhald og endurskoðun, en
auk þess stundaði hanr. ýmis
fræðistörf, því hann var mjög
hneigður til slíkra starfa, og
margfróður.
Vorið 1921 urðum við Frið-
geir samstarfsmenn og Vorum
það til dauða hans og tel ég mig
geta staðhæft að jafnan hafi far
ið vel á með okkur.
Friðgeir var prýðilega greind-
ur maður, viðkvæmur, yfirlætis-
iaus, tryggur vinum sínurn og
vildi jafnan vanda franiferði
sitt og störf sem bezt i hvívetna.
Ég vil þá að lokum fyrir hónd
mína og þeirra annarra er með
okkur unnu, þakka þér vinur
fyrir aV.a samveruna og allt
það, er þú hefur fyrir mig gjört,
og jafnframt láta það áli: mitt
í Ijós við þig nú, að þú haíir
unnið starf þitt allt með sér-
stakri vandvirkni og kostgæfni
með þeim miklu hæfileikum,
sem þér voru gefnir.
Ég samhryggist þinni ágætu
konu og öðrum aöstandendum
og óska sjálfum þér fararheilla.
Sveinbjörn Jónsson.
STUDENTUNUM frá 1915
fækkar nú ört. — Friðgeir
Bjarnarson, vinur og bekkjarbróð
ir er fallinn í valinn. Mér er
ljúft og skylt að þakka einlæga
vináttu allt frá okkar fyrstu
fynnum vorið 1912, er við lás-
um undir og tókum gagnfræða-
próf inn í hinn almenna Mennta
skóla í Reykjavik og síðan sam-
veru í þeim skóla til stúdents
prófs og 4 ára sambýli á Regen-
sen (gamla stúdentagarðinum) í
Kaupmannahöfn og loks allt til
æviloka hans her i Reykja vflc.
Ég sakna vinar og félaga, sem
ávallt sýndi traust viníengi,
mikla hjálpfýsi við alla, sem
háðu erfiða lífsbaráttu, en gat
hins vegar verið óvæginn ef hon
um fannst beitt órétti eða
ágengni höfð í frammi.
Ég þakka af heilum nug vin-
áttuna og allar góðu endurminn-
ingarnar. Ég samhryggist eftir-
lifandi konu hans, Soffíu Ingv-
arsdóttur, sem var honum ást-
rík og traust eiginkona, bjó hon
um gott og smekklegt neimili,
þar sem hann undi sér ve' og
þar sem gott var að koma og
njóta samvista við vinina.
Einnig samhryggist ég syni
hans Sigvalda, og tengdadóttur-
inni Annie-Joe, en jafnframt
veit ég að minningin um hann,
sem var þeim svo góður nær-
gætinn og umhyggjusamur muni
gefa þeim styrk tii að bera harm
sinn og lýsa þeim fram á veginn.
Guð blessi ykkur öll, vimr
mínir, Guð blessi minningu
míns kæra vinar, Friðgairs
Bjarnarsonar.
Jón Ólafsson.
f dag verður gerð útför Frið- .
geirs Bjarnarsonar, fyrrum full-
trúa í stjórnarráðinu.
Friðgeir fæddist 15. október
1891 að Gafli í Flóa. Foreldrar
hans voru Björn Markússon,
bóndi þar, og kona hans, Guð-
rún Markúsdóttir, Loftssonar,
bónda og fræðimanns í Hjörleifs
höfða. Foreldrar Friðgeirs
bjuggu síðar í Hafnarfirði og
Beykjavík.
Friðgeir hóf nám sitt í gagn-
fræðaskólanum í Flensborg í
Hafnarfirði og útskrifaðist það-
an eftir tveggja vetra nám, eins
og þá var títt, vorið 1910. Hug-
ur hans stóð til meiri mennta,
þó að efni muni ekki hafa verið
mikil. Hann tók inntökupróf í
lærdómsdeild Menntaskólans í
Reykjavík vorið 1912, settist í
fjórða bekk þá um haustið og
varð stúdent 1915. Sama ár
sigldi hann til háskólanáms í
Kaupmannahöfn og las hagfræði
í fjögur ár, en það var sá tími,
sem íslenzkir stúdentar nutu
Garðstyrks. Af efnahagsástæðum
mun hann ekki hafa séð sér
fært að halda lengur áfram há-
skólanámi, og hvarf heim að
þeim tíma liðnum. Ári síðar varð
hann aðstoðarmaður í hagstofu
íslands, og hafði hann það starf
til 1929, r hnn var skipaður
aðstoðarmaður í dóms- og kirkju
málaráðuney tinu. aHnn varð
fultrúi í því ráðuneyti 1935
en 1953 var hann skipaður full-
trúi í endurskoðunardeild fjár-
málaráðuneytisins, og það starf
hafði hann á hendi þar til hann
lét a£ embætti aldurs vegna
1961.
Persónulega þekkti ég mjög
lítið til embættisfærslu Frið-
geirs, enda voru starfsvið hans
víðs fjarri þeim sviðum sem ég
hef valið mér til að vinna á, þó
skal hér minnzt á einn þátt
þeirrar mála, sem hann átti um
að fjalla, þegar hann starfaði í
dóms- og kirkjumálaráðuneyt-
inu, þau mál„ er snertu kirkju-
jarðir. Það mun ekki of mælt,
að þeir voru margir, sem áttu
við Friðgeir að skipta í þeim
málum, er luku upp einum
munni um það, að hann vildi
favers manns vanda leysa.
Friðgeir var mikill starfsmað-
ur og hlífði lítt sjálfum sér við
vinnu. Jafnhliða embættisstörf-
um vann hann á lögmannsskrif-
stofu Jóns heitins Ásbjörnsson-
ar og Sveinbjarnar Jónssonar en
hjá Sveinbirni og Gunnari >or-
steinssyni eftir að Jón varð dóm
ari í hæstarétti. Friðgeir vann
hjá Sveinbirni til dauðadags.
Svo mjög sem Friðgeir lagði
að sér við ýmisleg störf, las
hann jafnan mikið bæði á ís-
lenzku og erlendum málum.
Hann unni íslenzkum fræðum
og naut Rímnafélagið þess vel.
Hann sá um fjárreiður félags-
ins mikinn hluta þess tíma, er
það hefur starfað, og honum er
að þakka, að fjárhagur þess
mun nú bjarglegur.
Friðgeir var prúðmenni í fram
komu og jafnframt fastur fyrir.
Enginn þurfti að vantreysta orð
um hans, og þegar því var að
skipta að koma áhugamálum
fram átti hann það til að beita
fastatökum sem dugðu furðulega
vei.
Friðgeir kvæntist 10. maí 1941
eftirlifandi konu sinni, Soffíu
Ingólfsdóttur kaupmanns, bróð-
urdóttur Finns prófessors Jóns-
sonar og Kiemensar landritara
og ráðherra. Hún bjó Friðgeiri
indælt og fagurt heimili og í
sjúkleika þeim, er þjáði hann
síöustu árin, sem hann lifði,
veitti hún honum hjúkrun og
umönnun, sem vakti sérstaka
eftirtekt allra, er til þekktu.
Síðustu æviár sín, einkum
þrjú síðUstu árin, átti Friðgeir
við mikinn heilsubrest að stríða
Þó var faann í vor og sumar
nokkurn veginn hress. En hann
veiktist skyndilega fyrri hluta
dags 22. þ.m., var fluttur á
spítala og andaðist um nóttina.
Banamein hans mun hafa ver-
ið hjartabilun.
Kynni okkar Friðgeirs hófust
haustið 1907, er við gengum báð
ir í yngri deild Flensborgarskól-
ans. Síðan var tryggð hans við
mig ávallt söm og jöfn, i einu
orði sagt óbilandi. Svipaða sö,;u
munu fleiri hafa að segja, sem
einu sinni náðu vináttu Frið-
geirs.
Um leið og ég þakka Frið-
geiri heitnum ógleymanlega vin
festu votta ég ekkju hans, syni
þeirra hjóna og tengdadóttur
hjartanlega hluttekningu í sorg
þeirra.
Björn K. Þórólfsson.
t
>AÐ eru viðbrigði, þegar margra
áratuga samferða- og samstarfs
menn hverfa sjónum fyrirvara-
laust. >að er eins og vaninn við
að sjá þá jafna lifandi í návist
sinni, nemi brott úr huga manns
alla hugsun um dauðann í sam-
bandi við þá. >annig varð mér,
er ég kom heim til min til mið-
degisverðar nú fyrir nokkrum
dögum. Var ;þá hringt til mín og
mér sagt að Friðgeir væri dáinn.
>að var eins og allt stöðvaðist
í mér um stund, en bráðlega
áttaði ég mig og minntist leiðar
okkar allra.
Við Friðgeir vorum saman í
menntaskóla, að vísu hvor í sín-
um bekk, en aðeins eitt ár á
milli okkar og við, auk þess
nágrannar, hér í borginni. Við
urðum fljótlega vinir og hélzt sú
vinátta jafna síðan.
Að loknu stúdentsprófi, fór
Friðgeir til Kaupmannahafnar
til náms í hagfræði. Ég stundaði
lögfræðinám við háskólann hér,
en hélt nokkru eftir að því var
lokið, til Kaupmannahafnar ti’.
dvalar þar um stund. >á hitti ég
þar vin minn og skólabróður
Friðgeir Björnsson og vorum við
þar samtíða um nokkurra mán-
aða skeið. >að mun hafa veru5
vorið 1920. >á hafði Friðgeir
stundað þar nám í hagfræði um
fjögurra ára skeið, hugðist haida
því námi áfram til fullnaðar, en
þá komu hindranir í veginn op
varð hann því að breyta áætlun
sinni að þessu leyti, hætta við
nám og fara að starfa.
Foreldrar Friðgeirs höfðu ver
ið frekar efnalítil og hafði hanr.
því orðið að treysta nokkuð á
eigin mátt við námið, til við-
bótar þeirri hjálp, er foreldrar
hans létu honum í té eftr beztu
getu. En vorið 1920 var svo kom
ið högum foreldra hans, að þau
gátu eigi veitt honum neina
hjálp framar og urðu auk þess
að njóta hjálpar frá hans hendi
sér til framfæris. >á varð það að
Friðgeir hætti námi til þess að
geta farið að vinna fyrir fore'.dr
um sínum og að einhverju leyti
öðru skylduliði, enda var hann
skyldmennum sínum jafnan nin
mesta hjálnarhella.
Þá byrjaði hann starf og hélt
Ouðmundur
hreppstjóri
HANN var fæddur á Syðri-Völl-
um á Vatnsnesi 9. desember 1886.
Foreldrar hans voru Jósef Guð-
mundsson og Þóra Jónsdóttir, er
þar bjuggu. Hann missti móður
sína þegar hann var á 6. ári og
fluttist eftir það með föður sín-
um afi Múla í sömu sveit. Þar
dvaldi hapn til fermingaraldurs,
eða þar til hann fluttist suður
í Hafnir til systur sinnar Kristín-
ar og manns hennar, Magnúsar
Pálssonar, er bjuggu að Staðar-
'aóli í Höfnum og gerðist ham.
.íeimilismaður hjá þeim. En ekk..
ivaldi hann þar að staðaidn
fyrstu árin, því a‘ð á hverju vori
í 15 ár fór hann gangandi sunn
•*n úr Höfnum og norður á Vatns
nes og dvaldi hann þar sumar-
langt við að hjálpa föður sínum
við heysk^pinn og fór h / n svo
gangandi suður á hverju hausti
og mun stundum hafa verið kald-
samt og erfitt að kon ■% þessa
ieið bæði að vori og hausti til
En ekki nrun hann hafa sett það
fyrir sig því hann viídi alltaf
vera, þar sem hann taldi sig g-eta
orbið sínum nánustu að sem
mestu liði. Mér fannst hann
alltaf setja þeirra hag ofar sín-
um. Eins og áður er sagt dvayi
hann þessi fyrstu ár á Staðarhoi:
frá hausti til vors og réri þá a
peirum méð Magnúsi og vai
alltaf jafnframt við gegningar;
því að á Staðarhóli var alltaf
‘jafnframt nokkuð stórt fjárbú á
þann mælikvarða sem er hér
á Suðurnesjum. Voru til dæmis
al> upp í 240 fjár að vetri til
eí.-r að ég fór að fylgjast með
því. Eftir 1915 mun hann ekki
hafa farið norður á Vatnsnes á
sumrin til að hjálpa föður sín-
um við heyskapinn, hefur sc 1
lega ekki fundiat það eins brýn
þörf eins og fyrr, því þá munu
bræður hans, Loftur og Guðjón,
sem fáðir hans átti með seinni
konu sinni, Þórdísi Gísladóttur,
hafa verið komnir það á legg að
þeir hafa verið farnir að létta
undir með honum. Eftir að hann
hætti að fara norður á Vatnsnes
á sumrin fór hann austur á F-irði
í 7—8 sumur og réri þar oftast
nær frá Bakkafirði. Hygg ég að
það sé það fyrsta sem hann fer
að vinna sjálfum sér, hugsa og
veit af kynnum mínum við hann
í lífinu að hann hefur hvorki
tekið kaup hjá föður sínum eða
systur, umfram það sem hann
hefur þurft að fæðast og klæð-
ast af og hefur það ábyggilega
ekki verið mikið, því að hann
var aldrei kröfuharður fyrir
sjálfan sig. Árið 1923 missti
amma manninn og eftir það
bjuggu þau systkinin saman, sem
ekki var lengi, því hún lézt fyrir
Jósefsson
- Minning
tveimur mánuðum, eða 22. maí.
Eftir lát Magnúsar afa var
aðallega búið landbúi á Staðar-
hóli, þó gerðu þau út trillu sam-
an pabbi, amma og frændi, en
svo kölluðum við systkinin og
systabörnin hann alltaf. >ó við
eigum náttúrlega marga fleiri
frændur, þá var ekkert okkar í
vafa um við hvern við áttum þeg
ar við minntumst á frænda, því
hann átti þann sess í huga okk-
ar sem hann einn gat skipað,
alveg eins og þegar við minnt-
umst á föður eða móður. Hrepp
stjórastarfi í Höfnum gegndi
hann í 25 ár og hygg ég að á
engan sé hallað, þó ég segi það,
að því starfi hafi enginn vegnt
betur eða samvjzkusaml 1 • en
hann, og hef ég ekki eingöngu
fyrir því mitt álit. Hann vann
sín störf þannig, áð okkur sem
fljóthuga erum fannst það oft
á tíðum nálgast nostur, en hann
skildi ekki við verkin fyrr en
hann var ánægður með þau. —
Hann reiknaði nefnilega ekki
hverja stund í krónum, ánægjan
af starfinu var honum miklu
meira virði en það sem hann
fékk fyrir það. Á þeim árum,
sem að hann var að alast upp,
mun víða hafa verið lítið um
uppfræðslu barna og naut hann
því aðeins tilságnar í farskóla
í tvo vetur, einn eða tvo mán-
uði í hvert skipti. >ó er ég viss
um að það eru margir verr á
vegi staddir, sem setið hafa lengi
á skólabekk. Hann talaði sér-
staklega rétt og fallegt mál og
ritaði það undarlega rétt, af
manni sem aldrei hafði lært neitt
í stafsetningu. Ekki er hægt að
minnast frænda án þess að
ömmu sé minnzt um leið, því
þeirra líf var svo nátengt. Þau
bjuggu saman frá því að ég man
fyrst eftir. Ég held að vart verði
fundið betra samkomulag, heldur
en var milli systkinanna, því að
á milli þeirra ríkti gagnkvæm
virðing , skilningur og kæmi
það fyrir að einhver meining-
armunur yrði, voru málin rædd
þangað til að komizt var að sam
eiginlegri niðurstöðu og var oft
lærdómsrikt á það að hlusta.
Frændi var sérstaklega jafn-
lyndur og glaðsinna maður, ég
tala nú ekki um gf hann smakk-
aði vín, sem hann gerði s' l i
sinnum, og er hann einn af þeim
‘fáu mönnum sem að mér fannst,
vínið ekki skemma. Þau syst-
kinin fluttust til Kefiavikur fyr-
ir sex árum, eftir að amma hafði
orðið fyrir slysi, sem að hún
náði sér fuiðufljótt eftir. Bjuggu
þau að Hólabraut 15 í Keflavík,
og. nutu þar umönnunar móður
minnar, eftir því sem þau þurftu
með og hún gat þeim í té látið,.
nema tvo síðustu mánuðina, sem
amma dvaldi hjá Þóru dóttur
sinni, og síðustu dagana á
spítala, en hann dvaldi á spítala
síðasta r-nuðinn sem hann
lifði, var þó búinn að vera
sjúklingur á annað ár, oft mikið
þjáður. En aldrei kvartaði hann
og sýndi svo áðdáanlega still-
ingu að undrun sætti, og hann
vissi þó að hverj.u fór. Maður
undraðist hvað lengi hann gat
stigið í fæturnar, en viljinn til
að bjarga sér sjálfur var ódrep-
andi, vildi vera sem minnst upp
á aðra kominn, þó að líf hans
geggi mest út á það að styrkja
og styðja aðra. Ekki get ég end-
að þessar minningar mínar um
frænda án þess að minn-
ast á það starf hans, sem ég
held að hann hafi haft mest
yndi af, en þáð var fjármennsk-
an, enda var hann sérstaklega
glöggur og góður fjármaður. En
þó að hann ætti margar ánægju-
stundir í kringum kindurnar, þá
átti hann líka margt erfiði i
kringum þær, þó ekki væri nema
allar ferðirnar hans út fyrir Ósa
að forða þeim frá flæðihættunni.
Hann kom ofit þreyttur, blautur
og kaldur úr þeim ferðum.
Margs fleira væri hægt að
minnast úr lífi frænda, en # ;a
á ekki að vera nein tæma .di
upp I ig um líf og starf hans,
aðeins fáar ljúfar minningar úr
lífi hans og starfi, sem við ást-
vinir hans eigum svo mikið af.
Nú getum við aldrei leitað ráða
til hans og borið undir hann það
sem okkur liggur á hjarta. 'ig
erum við ekki búin að átta okkur
á því enn, að missa góðan vin
er að missa svolítið af sjálfum
sér.
Að endingu vil ég þakka öll-
um sem hafa létt honum lífið
í þessum veikindum hans síðast-
liðið ár, hjúkrunarfólki ásamt
mörgum öðrum, og vil ég sér-
staklega nefna einn mann, Ólaf
Ormsson, sem ekki aðeins var
alltaf boðinn og búinn að rétta
hjálparhönd, heldur öll þau ár,
sem ég man eftir.
Guðmundur Emil Þórðarson,
Sólvallagötu 36, Keflavík.