Morgunblaðið - 28.07.1966, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 28.07.1966, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 28. júlí 1966 inn, sem hefur sést hér á landi, og hann var sendur Náttúru- fræðistofnuninni. Heimkynni Skopuglunnar eru annars Mið- jarðarhafslöndin. FlækingsfugU arnir sjást helzt í trjágarðinum hjá mér. Þar hópast þeir að. Fuglalífið mundi áreiðanlega breytast, ef hér væru skógar. Einu sinni komu hingað tvær Hringdúfur. Ég held að þær hafi verpt, en ég fann aldrei hreiðrið. Hræddur er ég um að ekki hafi komið fram hjá þeim. og spjallar við okkur. — Þú fylgist líka með farfug1- unum okkar. Koma þeir fyrst a5 landinu hér um slóðir? — Ætli farfuglarnir komi ekki fyrst austar. Hálfdán á Kvísker. - um í Öræfasveit hefur séð nokkr ar tegundir á undan mér. Aftur á móti virðist lóan koma vestar að landinu. Hún sést oft nokkr- um dögum fyrr í Reykjavík en hér. Ég fylgist með komudögum fuglanna og læt fuglafræðing- ana hafa skýrslu. í vor komu þeir í meðallagi snemma. Eng- inn fugl er ábyggilegri en stelk- urinn. Ég hefi fylgst með honum í 15 ár. Hann kemur alltaf 1G. —20. apríl. í vor kom hann með fyrsta móti eða 16. apríl. Áður en skilizt er við fugla- skoðun Einars í Skammadalshóli, væri ekki úr vegi að benda á grein, sem hann skrifaði í fyrra í Náttúrufræðinginn um kennslu stund hjá lómi á Dalsvatni sum- arið áður. Hún sýnir vel hvernig þessi bóndi gefur sér, í önnum sumarsins, frístundir til að reika um og njóta þeirrar náttúru sem kringum hann er. í þetta sinn hefur hann verið að huga að fugl um við heiðartjörn uppi í Dals- heiði á lognkyrri blí’ðviðris- nótt um kl. 1,30, stundina sem mófuglarnir þegja, eins og hann orðar það. Þá verður hann vitni að því hvernig lómur kennir ung anum sínum áð kafa með því að stinga sér með ætið í nefinu, sem unginn er orðinn æstur í. Sá litli verður þá að ná því undir yfirborðinu, þó -honum takist ekki enn að koma gump- inum í kaf, því dúnungi er létt- ur og mikið flotmagn í dúninum. Undir lok frásagnarinnar segir Einar: Það var ánægður maður, sem nú hélt til byggða, eftir að hafa horft á umrædda kennsiu- stund, sjá einn þátt þess, hvern- ig náttúran sjálf býr ungviði sitt undir að heyja sína eigin lífsbar- áttu. Fullorðinn lómur kafar auf sundi eftir lífsbjörg sinni. Því var það nauðsyn áð kenna unga litla að kafa eftir sílunum, en rétta honum þau ekki fyrirhafn- arlaust. Dyrhólaey mynduð vií. sjávargos. Þaðan sem við sitjum með kaffi brúsa Einars undir réttarveggn- um blasir við í suðri Dyrhólaey, þessi einstæði klettahöfði. Auð- vitað hefur Einar ekki látið þessa sérkAaniiegu náttúrusmíð fram -v Framhald á bls 25 ÞEGAR ekið er um þjóðveginn austur Mýrdalinn, nokkurn veg- inn upp af Dyrhólaey, er farið „með baejum“, sem kallað er. Þarna voru bændur af 8—9 býl- um að rétta, er fréttamaður Mbl. var þar á ferð 4. júlí s.l. I réttinni komum við auga á kunnan náttúruskoðanda, Einar H. Einarsson, bónda á Skamma- dalshól. Nýlega var hann heiðrað ur af Hinu íslenzka náttúrufræði félagi fyrir skeijasöfnun o.fl. og gerður kjörfélagi þess. Einar á gott safn af fornskeljum, sem hann hefur fundið í fjöllun- um þarna fyrir austan og einnig skeljar úr fjörunni, m.a. nýja landnema á íslandi. Þá fylgist Einar vel með ferðum farfugl- anna og flækingsfugla og hann hefur sínar eigin kenningar um myndun Dyrhólaeyjar, svo eitt- hvað sé*nefnt. Hefur Einar skrif- að nokkuð um athuganir sinar í Náttúrufræðinginn. Þarna settumst við niður með Einari undir réttarveggnum me'ð an hann fékk sér kaffi úr hita- brúsanum sínum, og röbbuðum við hann svolitla stund, þó ekki aéu að vísu góðar aðstæður til vísindalegra útskýringa, þegar vart heyrist mannsins mál fyrir jarmi og kindurnar bíða eftir að vera rúnar. Einar er uppalinn í Skamma- dalshóli og hefur sjálfur búið þar samfellt síðan 1940. Hann kyaðst hafa blandað meðalbú. Vorað hefði illa í ár, svo sauðburður varð að fara fram á húsi. Bænd- ur yrðu nú að láta bera fyrr en áður, vegna þess að féð er haft á ræktuðu landi, sem síðar þarf að gefa af sér gras. Nú var verið að smala sameiginlega á bæjun- um og rýja, en Einar kvað mestu vandræði orðin að smala vegna mannfæðar. Við höfðum or*ð á því að nóg sé að gera hjá bændum og að hann hafi nú ýmis önnur áhuga- mál. Hvernig hann fari að því að sinna þeim? Svarið var stutt og laggott: — Ég vil ekki hafa búið stærra en svo, að maður verði ekki þræll þess. Eitbhvert frístundagaman verður maður að hafa. Ef ekki er hugsað um ann- að en þetta daglega basl, verður maður alveg að Moibúa. Fornar sjávarskeljar nppi á fjöllum. Því miður var ekki hægt að koma því við að fá að sjá forn- skeljasafn Einars, en hann hefur safnað yfir 30 tegundum af skelj um þarna í fjöllunum. Það kann að virðast nokkuð skrýtið að leita skelja í fjöllum. En á því eru skýringar, enda eru þetta ekki skeljar utan af dýrum frá í gær. —Þetta eru sæskeljar, sem komið hafa upp með gosum, Þær eru á aldur við yngri Tjörneslögin eða frá fyrri ísöld. Ég hefi aðallega safna'ð þeim á tveimur stöðum, í kömbunum ofan við Skammá og í Núpum í Höfðabrekkuheiði. ^lolarnir hafa dreifzt um fjöllin í sprengi- gosum. Bráðlega birtist grein um fornskeljarnar í Kömbunum í Náttúrufræðingnum, en áður var ég búinn að skrifa um Núpana. — Hvernig stóð á því að þú byrjaðir að safna þessum skelj- um? — Ég hafði gaman af þessu. Mér var kunnugt um að Ijósleitar kúlur úr sandsteini, sem inni- héldu fornar sæskeljar, fyndust hér. Ég fór þó ekki að safna þeim fyrir alvöru fyrr en eftir 1952, þegar Jóhannes Áskelsson fór að hvetja mig til þeS'S. Við skiptum me'ð okkur verkum. Ég safnaði og Jóhannes sá um ald- ursgreininguna. Hann skrifaði seinna merkilega ritgerð um þess ar kúlur. — Þetta eru venjulegar sæ- skeljar, — kúskeljar, krækling- kvartertímabilinu eða eldri. Einar útskýrir í stuttu máli hvað þarna er um að ræða. Tertiera blágrýtismyndunin, sem er aðalbergmyndunin á Norð- vesturlandi og Austurlandi, hef- ur náð yfir allt landið, en síðan sigið um mi'ðbikið, þar sem nú er yngra jarðeldasvæði. Þess hef- ur jafnvel verið getið til, að sigdældin um þvert landið, hafi um skeið skipt því í tvær eyjar. Hvað sem um það skal segja, þá hefur sjór a.m.k. legið yfir all- miklu af þeim berggrunni sem núverandi Mýrdalsfjöll hafa hlaðizt ofan á. Það sýna sjó- skeljarnar í þeim. Trúlegast tel- ur Eirvar að sjávarsetið, sem skeljarnar og kúlurnar eru ætt- aðar úr, liggi ofan á basaltmynd uninni en undir móbergsmynd- uninni. í gosum brotnar svo úr þessu sjávarseti og kúlurnar me'ð skeljunum berast upp á yfirborð ið. Ekki eru þó þessir molar allir kúlur, heldur hafa margir þeirra slétta fleti og skörp horn, sem sannar, að setið hefur verið orðið að föstu bergi áður en það brotnaði. Sumir hafa utan um sig skurn úr dökku basalti. Sú skurn hefur eflaust storknað úr þeirri bergkviku, sem bar kúl urnar upp úr djúpinu í sprengi- gosinu. Segir Einar, að kúlurn- Einar situr undir réttarveggnum eru margar rauðbrúnar um 1—2 sm. inn í kúluna, sem aldrei er á hinum staðnum og einnig eru Dyrhólaey, sem Einar telur myndaða á sama hátt og Surtsey. ur, krókskel, halloka o.fl. Nokkr- ar hefi ég fundið, sem ekki lifa hér við land. Tvær tegundirnar eru útdauðar taldar. Þær eru frá ar í Skammadalskömbum hafi kúlurnar úr Skammadalskömb- orðið fyrir meiri hitaáhrifum en þær úr Núpum. Markar hann það af því, áð þær fyrrnefndu Bændurnir á nokkrum bæjum i Mýrdalnum voru að smala og rýja um segulmagnaðar 2—4 sm. inn frá yfirborði. Vissum gerðum kúlna segir Einar að fylgi að nokkru leyti vissar tegundir steingerfinga og hefur ákveðnar kenningar um í hvaða jarðlagi hver tegund liggi niðri í jörð- inni. Flækingsfuglarnir sækja í trén. Og svo víkjum við talinu frá fornum skeljum og yfir í núlif- andi fugla. En Einar í Skamma- dalshól hefur fylgst með ferðum farfuglanna á hverju vori og fengizt við athuganir á flökku- fuglum. — Það kemur tálsvert af flökkufuglum á þessar slóðir. Þó eru áraskipti að því, segir hann. Það fer eftir því hvernig viðrar á leið þeirra sunnar. Ef farfugl- arnir fá til dæmis suðaustan véð- ur á sig á leiðinni til Noregs, ber þá stundum hingað. Árið 1959 gerði feiknarlegt SA-veð- ur. Þá komu margir flækings- fuglar hingað, einkum tegundir sem verpa í Noregi. Nokkuð ber á Bókfinku og Fjallafinku, Hettu söngvurum o.fl. Og eitt vorið rak góðan feng á mína fjöru. Þá kom Skopugla. Þetta var annar fugl- Bdndi í Mýrdal safnar skeljum, rann- sakar jarðmyndanir, hugar að fugli Spjallað við Einar á Skammadalshól

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.